• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester City 4:1 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 6. mars, 2022 | 10 ummæli

Það var enginn Ronaldo, Cavani eða Varane í byrjunarliðinu.

1
De Gea
27
Alex Telles
3
Lindelöf
5
Maguire
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
6
Pogba
18
Bruno
25
Sancho
36
Elanga

Varamenn: Henderson, Bailly, Dalot, Jones, Hannibal, Lingard (64′), Mata, Matic, Rashford

United sýndi frá fyrstu mínútu að liðið átti að beita hápressu en það þýddi lítið þegar vörnin inni í teig var alveg á hælunum. Því það voru ekki liðnar fimm mínútur þegar City tók forystuna. Bernardo Silva lék upp með teignum vinstra megin, enginn varnarmanna sem hópuðust að honum gátu stöðvað fyrirgjöfina og Kevin de Bruyne var langt á undan Alex Telles í miðjum teignum og skoraði auðveldlega.

Ótrúlegt en satt fékk United tækifæri til að jafna snarlega en þegar Fred sneri sig í gegnum vörnina missti hann boltann aðeins of langt frá sér og Ederson komst fyrir skotið. United sótti þónokkuð og komst ágætlega frá næsta kortérinu, þó vissulega ætti De Bruyne hættulegasta færið, en De Gea varði skot hans.

En það var hröð gagnsókn á 22. mínútu sem skilaði jöfnunarmarkinu. Wan-Bissaka vann boltann af Grealish, sendingar gengu fram og endaði á að Pogba gaf langa sendingu á Sancho sem var óvaldaður, lék fram að teignum, Bruno kom í framhjáhlaupið sem gaf Sanho svigrúm til að leggja boltann þvert og skora með nákvæmu skoti framhjá John Stones og fingrunum á Ederson og inn úti við stöng. Falleg sókn!

Embed from Getty Images

En Adam var ekki lengi í Paradís og City komst aftur yfir þegar Foden komst inn fyrir, De Gea varði, Silva skaut í varnarmenn og loksins var það De Bruyne sem kláraði sóknina. Enn og aftur er vörnin ekki nógu sterk, Harry Maguire hleypti boltanum gegnum klofið á sér þegar frákastið kom frá vörslu De Gea.

Síðasta kortérið í hálfleiknum var United erfiðara, City var betra og hefði getað aukið forystuna.

Í upphafi seinni hálfleiks sótti City svo stíf. Vörn United virkaði jafn brothætt og fyrr. Þeim tókst þó ekki að skora, nauðvörn United hélt.

Rangnick gerði tvær breytingar á 64. mínútu, Lingad og Rahford komu inná fyrir Elanga og Pogba. City sóknin hélt samt bara áfram og þriðja markið kom skömmu seinna, hornspyna fór yfir vörnina og lenti hjá Mahrez rétt við vítateiginn og hann skoraði með viðstöðulausu skoti. Óvaldaður auðvitað.

Sanngjörn uppskera City, voru búnir að eiga seinni hálfleikinn. Rétt á eftir hefði Mahrez getað bætt við, fékk boltann auðvitað óvaldaður eftir hraða sókn City, en skaut beint á De Gea.

Síðan einmitt þegar klukkan sýndi 90 mínútur vippaði Silva inn á Mahrez, hann var hárfínt réttstæður, Lindelöf að klúðra því, og Mahrez kláraði auðveldlega. Lokanaglinn.

Af mörgum slæmum frammistöðum United í vetur þá er þessi ein sú allra versta. Fyrri hálfleikur var þolanlegur, á seinni skömm fyrir leikmennina. Það var engin baráta og ekkert vit í leik þeirra, City réði því sem þeir vildu ráða og settu upp skotbakka í teig United og það var meira heppni og sóun Citymanna sem bjargaði því að úrslitin voru ekki nema 4-1.

Hver svo sem nýr stjóri verður, verður það risa stórt verkefni því í raun þarf að skipta um næsr allt liðið. Það verður eitthvað dýrara en þessar 80 milljónir sem sagt er að fáist til leikmannakaupa í sumar. Þ.e.a.s ef United kemst í Meistaradeildina, sem lítur afskaplega illa út með.

10

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Rúnar P says

    6. mars, 2022 at 16:49

    Why Harry, why..?

    2
  2. 2

    Elis says

    6. mars, 2022 at 18:18

    Aumingjaskapur og ræfilsháttur en einn leikinn.

    Bruno skelfilegur, Pogba nennir þessu ekki, Harry samur við sig og má segja að það sé ekki einn leikmaður þarna inn á sem getur verið stoltur af sínum leik.

    Liðið mætti ekki í síðarihálfleik og það sem er skammarlegt að þeim virðist öllum vera sama.

    Arsenal eru komnir 1 stigi fyrir ofan og eiga 3 leiki til góða.
    4.sætið ætti að vera lámarks krafa en núna stefnir allt í Meistaradeildar laust tímabil og hvaða leikmenn vilja koma í þetta drasl? Og hvaða þjálfari langar að taka við þessu búi?

    Allt tal um að já þetta var bara góð úrslit af því að Liverpool verða þá ekki meistara er sorglegt. Því að staðan á UTD ætti alltaf að skipta meira máli og sú staða þarf að batna svo að hægt sé að fara að berjast á toppnum já eða ná í 4.sæti.

    21
  3. 3

    birgir says

    6. mars, 2022 at 18:36

    þeir Man Utd aðdáendur sem ég þekki héldu með City í þessum leik.

    0
  4. 4

    Scaltastic says

    6. mars, 2022 at 18:51

    Magnaður síðari hálfleikur frá þrotabúi Glitnis. Þar buðu kyngilmagnaða þrenningin Wan Bissaka, De Gea og Bruno uppá farsa áratugarins.

    Vissulega sorglegt að flokka þetta sem „fín“ úrslit, en fjandakornið hafi það… myndi þiggja það í a.m.k. eitt ár í viðbót einir í 20 dollu félagsskapnum.

    Þetta var alvöru rasskelling og holl lexía. Félagið er búið að vera í alvöru tilvistarkreppu í 9 ár. Eina leiðin til að vinna sig út úr þessu er að taka tvö skref til baka, skera niður launakostnað, stytta samninga við nýja leikmenn í 3 ár í staðinn fyrir 5 og stórefla unglingaakademíuna. Líta tól 10 ár fram í tímann í staðann fyrir
    10 daga.

    Næsta sumar er stórt. Þá munum við öll sjá hvort félagið sé tilbúið að horfast í augu við raunveruleikann, eða hvort okkur sé ekki viðbjargandi.

    4
  5. 5

    Arnar says

    6. mars, 2022 at 19:06

    Næsta sumar “er alltaf það mikilvægasta” og hefur verið frá 2014. Hópurinn er ekki lélegur á blaði en er ljósárum á eftir toppliðunum. Kommon, Barcelona er á versta stað í áratugi en það er samt betra en þetta þrot. Ef menn nenna þessu ekki skiptir engu máli hvort það standi Elanga á treyjunni eða Messi.

    8
  6. 6

    Elis says

    6. mars, 2022 at 19:26

    Það er orðið helvíti þreytt alltaf að ætla að redda liðinu með kaupum um sumar. Það er svo margt inn í liðinu sem er skemmt.

    Di María, Shaw, Herrera og Blind áttu að laga liðið.
    Martial, Schneiderlin, Depay og Schweinstwiger áttu að laga liðið.
    Pogba, Bailly, Mkhitaryan og Zlatan áttu að laga liðið.
    Lukaku, Matic, Lindelöf og Sanches áttu að laga liðið.
    Fred og Dalot áttu að laga liðið.
    Maguire, Bruno, Wan-bisaka og D.James áttu að laga liðið.
    Donny Van de bekk, Diallo, Telles og Cavani áttu að laga liðið.
    Sancho, Varane og Ronaldo áttu að laga liðið.

    Spennandi að bíða eftir næstu hetjum til að laga liðið sem verður líklega í Evrópudeild.

    Liðið er ljósárum á eftir Man City og Liverpool. Chelsea eru miklu betri og viti menn Arsenal sem hafa verið skelfilegir virðast vera að taka framúr og ég þorri ekki að hugsa um Newcastle og þeirra fjármagn.

    En hey , næsti sumar gluggi lagar allt er það ekki ?

    17
  7. 7

    Scaltastic says

    6. mars, 2022 at 20:44

    Þegar að ég talaði um að næsta sumar væri stórt þá var ég ekki að vísa til þess að liðið ætti að spenna bogann upp enn einu sinni á leikmannamarkaðnum. Eins og Elís taldi upp þá er það harmsaga sem var dýru verði keypt.

    Að mínu mati þarf að kveðja cirka 8-10 leikmenn úr hópnum í sumar og aftur sama magn á næsta ári. Það þarf að ráða inn þjálfara sem er reiðubúinn að setja í gang verkefni þar sem United verður áfangastaðar fyrir leikmenn til að spila á styttri samningum, sannað gildi sitt og verið stökkpallur fyrir þá í leit að stærri klúbb. Hversu langt ferðalag í átt að því að klifra sig aftur upp í átt að því að verða aftur samkeppnishæft félag fer eftir tvennu. Hittum við á rétta stjórann og ef svo hvort eignarhaldið láti viðkomandi í friði. Ef við verðum heppnir með stjóra þá tel ég að ferlið frá því að verða stökkpallur fyrir leikmenn í að verða „heimili“ verði 4-5 ár. Ef ekki þá verður þetta alvöru þolinmæðisverk, kannski verðum við heppinn og Glazer’s stimpla sig út innan áratugs… vonandi.

    Þetta hljómar eflaust eins og minnimáttarkennd eða uppgjöf í eyrum sumra stuðningsmanna og ég sýni því 100% skilning. Mér finnst þetta hins vegar vera raunhæfasti kosturinn ef horft er fram á veginn.

    Geri mér fyllilega grein fyrir því að það sé ekki hressandi að taka þessa umræðu. Hins vegar hvet ég forsvarsmenn síðunnar til að henda í eitt hlaðvarp þar sem framtíðarhorfur félagsins er krufin til mergjar.

    6
  8. 8

    Doddi says

    6. mars, 2022 at 21:17

    Við vorum betri í fyrri hálfleik en óheppnir. Margt jákvætt í spili liðsins en botninn datt úr þessu í seinni enda féll ekkert með okkur. Dómar allir með city og erfitt að spila á móti 12 citymōnnum. Erum klárlega á réttri leið eins og allir sjá hér þó menn séu aðeins svekktir með úrslitin. Sancho að brillera og er að springa þvílíkt út, eigum svo inni eitt stykki ronaldo. Tōkum alltaf 4 sætið.

    3
  9. 9

    S says

    7. mars, 2022 at 08:52

    Þurfum bara aðeins smá heppni með okkur. Arsenal á eftir að klúðra sínum málum. Þurfum að setja pressu á þá. Náum 4.

    1
  10. 10

    Björn Friðgeir says

    7. mars, 2022 at 10:45

    Ég er ekkert yfir mig ánægður með að vera sammála Scaltastic, en ég er það svona að mestu leyti.
    Núna þarf að fara í uppbyggingu og kasta frá sér einhverjum væntingum um kvikk fix.
    Eitt af því sem við getum gleymt er að kaupa Erling Haaland í sumar.

    7

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Scaltastic um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • SHS um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress