• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Tímabilið er aaalveg að klárast. Brighton úti á morgun.

Halldór Marteins skrifaði þann 6. maí, 2022 | Engin ummæli

Eftir erfiðar vikur var hressandi að fá góða frammistöðu og öruggan 3-0 sigur í síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu, gegn Brentford síðastliðinn mánudag. Þá eru bara tveir leikir eftir af tímabilinu, sá fyrri þeirra verður spilaður á Amex-vellinum (eða Falmer-vellinum ef við sleppum sponsornum) í Brighton og Hove klukkan 16:30 á morgun. Dómari leiksins verður Andy Madley og VAR-dómari verður Chris Kavanagh.

Leikur liðanna á sama velli í fyrra var heldur betur sögulegur því þá skoraði Bruno Fernandes sigurmark Manchester United úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að leikurinn var flautaður af. Líklega í eina skiptið sem deildarleikur í efstu deild á Englandi hefur ráðist með marki eftir að leikurinn var búinn. Skemmtileg tilviljun að dómarinn í þeim leik var einmitt Chris Kavanagh sem verður í VAR-herberginu á þessum leik.

Manchester United er í baráttu um Evrópudeildarsæti og það væri fínt að ná í öll stigin í þessum leik vegna þess að eftir hann kemur rúmlega tveggja vikna pása áður en liðið spilar lokaleikinn sinn. Það er hætt við að ansi margir verði búnir að stimpla sig út í sumarfrí á þeim tíma og eflaust erfitt að gíra sig upp í síðasta leik tímabilsins eftir þetta tímabil.

Paul Pogba og Luke Shaw eru meiddir. Jadon Sancho og Harry Maguire hafa verið meiddir en gætu náð því að vera allavega í hópnum í þessum leik. Aron Wan-Bissaka er sömuleiðis tæpur og óvíst hvort hann nái þessum leik.

Embed from Getty Images

Brighton hefur átt fínasta tímabil og náðu að byggja á síðasta tímabili þegar liðið spilaði mjög skemmtilegan fótbolta en xG-lukkudísirnar voru ekki með þeim í liði. Í vetur hefur þetta tvennt náð að fylgjast betur að og er Brighton sem stendur í 9. sæti deildarinnar með 44 stig. Í apríl náði liðið m.a. að leggja bæði Arsenal og Tottenham á útivelli. Þeirra sprækastir í markaskorun hafa verið Neal Maupay með 8 mörk og Leandro Trossard með 7 mörk. Okkar maður Danny Welbeck hefur svo komið inn með 4 mörk en ekki náð að spila alla leiki liðsins. Hann er þó með 1 mark og 1 stoðsendingu í síðustu 2 leikjum. Hinn fjölhæfi Enock Mwepu er stoðsendingahæstur hjá Brighton, með 4 stoðsendingar á tímabilinu. Hann hefur líka skorað 3 mörk en það vekur kannski helst athygli að á þessu tímabili hefur hann spilað á miðri miðjunni, sem framliggjandi miðjumaður, aftast á miðjunni, kantmaður, sóknarmaður og bakvörður. Hans aðal staða virðist þó vera á miðri miðjunni.

Það er því mikil synd fyrir Brighton, og áhugafólk um fjölhæfa knattspyrnumenn, að Mwepu verður ekki með gegn United þar sem hann er meiddur. Pólski miðjumaðurinn Jakub Moder og framherjinn Jeremy Sarmiento verða líka frá vegna meiðsla. Þar munar meira um Moder því sá var búinn að spila þó nokkuð af leikjum. Sarmiento hafði bara spilað tvo leiki á tímabilinu þannig að liðið ætti að vera ágætlega undir það búið að spila án hans.

Manchester United hefur unnið sjö leiki í röð gegn Brighton og Hove Albion. Spáum því að þetta verði byrjunarliðið sem vinnur að því að ná þeim áttunda í röð:

De Gea
Telles
Lindelöf
Varane
Dalot
McTominay
Matic
Mata
Fernandes
Elanga
Ronaldo

Setjum svo þetta niður sem líklegt byrjunarlið hjá heimamönnum:

Sánchez
Webster
Dunk
Veltman
Cucurella
Caicedo
Bissouma
Lamptey
Trossard
Allister
Welbeck

Hvernig fer leikurinn?

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tòmas um Brentford 4:0 Manchester United
  • Helgi P um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • Danni um Brentford 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress