• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Svaf yfir sig en vakti United

Zunderman skrifaði þann 31. desember, 2022 | 3 ummæli

Embed from Getty Images

Brotthvarf Rashford fyrir Alejandro Garnacho var eina breytingin á byrjunarliðinu síðan í leiknum gegn Nottingham Forest í vikunni. Luke Shaw var sem sagt áfram valinn sem vinstri miðvörður, sem hlýtur að fá Harry Maguire til að velta fyrir sér stöðu sinni. Viktor Lindelöf var á bekknum eftir veikindi.

Þau voru ekki mörk dauðafærin í fyrri hálfleik, það besta fékk trúlega Anthony Martial rétt fyrir lok hálfleiksins þegar hann hitti ekki boltann í skallafæri. Wolves spilaði skipulagða vörn, lokaði svæðunum vel og beitti þokkalegum skyndisóknum.

Erik ten Hag skipti Garnacho út fyrir Rashford í hálfleik auk þess að segja leikmönnum United að þeir þyrftu að leggja sig 10% meira fram til hið minnsta til að kreista fram sigurinn. Rashford kveikti ekkert í sóknarleiknum fyrst en smám saman þyngdist sókn United. Á 76. mínútu prjónaði hann sig í gegnum Úlfahjörðina eftir þríhyrningaspil við Bruno Fernandes og skoraði með skoti í nærhornið.

Hann skoraði aftur átta mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir eigin skoti sem var varið. Boltinn hrökk hins vegar af hönd hans og markið því dæmt af.

Í stað þess að innsigla sigur United gafst Wolves færi á að hafna. Það tókst næstum í uppbótartíma en góð viðbrögð David de Gea í skalla eftir hornspyrnu bjargaði sigrinum. Maguire fékk síðan nokkrar mínútur í uppbótartímanum en varla nokkuð nálægt því sem 80 milljóna maður væntir. Rashford hefur á móti skoraði fimm sigurmörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður og er annar tveggja leikmanna ensku úrvaldsdeildarinnar sem hefur afrekað það.

 

 

3

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Snorkur says

    31. desember, 2022 at 16:18

    Það var komið smá stress hjá mér þarna í restina. Góður sigur :) þó spilamennska hafi verið svolítið breytileg manna á milli

    Gleðilegt nýtt ár :)

    1
  2. 2

    EgillG says

    31. desember, 2022 at 16:40

    Þetta er vonandi farið að rúlla af stað hjá okkur, ég er núna stressaður yfir að gera jafntefli en ekki að tapa leikjum eins og á síðustu tímabilum,
    Gleðilegt nýtt ár

    1
  3. 3

    Þorsteinn says

    31. desember, 2022 at 22:10

    Frábær sigur en aðeins of spennandi leikur fyrir minn smekk. Hef smá áhyggjur af Anthony sem við vorum að kaupa stendur engan vegin undir verðmiðanum sem var á honum að mínu mati eins og Sancho. Smá áhyggjuefni að þessir leikmenn nái ekki að finna sig en frábært að fá sigra.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Arsenal 3 : 2 United
  • Steve Bruce um Arsenal 3 : 2 United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress