• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Undanúrslit í deildarbikar í kvöld – heimsókn á City Ground

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. janúar, 2023 | Engin ummæli

Í kvöld mætir United á City Ground í Nottingham til að mæta Forest þar í fyrsta skipti í 24 ár. Síðast fór 8-1 fyrir United og Ole Gunnar Solskjær skoraði fjögur mörk á 12 mínútum undir lok leiksins. Forest féll það vorið og hefur United ekki einu sinni mætt þeim í bikarkeppnum síðan.

Forest kom auðvitað upp í úrvalsdeild í fyrravor og gekk afspyrnuilla framan af vetri og tapaði á Old Trafford í fyrri leik liðanna í deildinni 3-0 27. desember. En síðan þá hefur liðið ekki tapað leik í deildinni, tapaði reyndar illa í þriðju umferð bikarsins, 4-1 í Blackpool, en unnu Wolves í vítakeppni í fjórðungsúrslitum deildarbikarsins.

En í kvöld er það fyrri leikurinn í undanúrslitum deildarbikarins. Á blómaskeiði Nottingham Forest undir stjórn Brian Clough vann liðið þessa keppni fjórum sinnum en hefur ekki haft erindi sem erfiði síðan þá. Leikurinn í kvöld er í fyrsta skipti sem Forest er í undanúrslitum einhvers bikars síðan þeir töpuðu í úrslitum deildarbikarsins 1992, einmitt gegn okkar mönnum í Mancheter United.

Lið Forest hefur tekið miklum breytingum, liðið sem fór upp var að miklum hluta skipað lánsmönnum og liðið keypti 21 leikmenn síðasta sumar, fékk fjóra á láni og svo hafa bæst við þrír núna í janúar. Tíu leikmenn fóru í sumarglugganum vegna lánsloka eða á frjálsri sölu og fimm í viðbót seldir. Það er því ekki að undra að liðið hafi verið lengi að komast á skrið.

Fyrir kvöldið á Forest við nokkur meiðslavandræði að etja. Moussa Niakhate, Omar Richards, Taiwo Awoniyi og Cheikhou Kouyate eru meiddir, sem og Dean Henderson, en United hefði ekki leyft honum að spila hvort heldur er. Chris Wood sem er á láni frá Newcastle United er að auki bikarbundinn.

Liði Forest er því spáð svona

Hennessey
Lodi
Boly
Worrall
Aurier
Mangala
Freuler
Danilo
Gibbs-White
Surridge
Johnson

Sama vörn og svipuð miðja og í jólaleiknum á Old Trafford, en Danilo kemur nýr inn á miðjuna, kaup frá Palmeiras. Af ofangreindum meiddum var það bara Taiwo Awoniyi sem byrjaði leikinn þá.

Manchester United

Eftir naumt tap um helgina þar sem Arsenal sýndi að þeir eru tveimur og hálfu ári á undan í uppbyggingu og United að auki Casemirolausir þá er komið að bikartörn. Næsta laugardag er Reading í bikarnum og svo seinni leikurinn gegn Forest á miðvikudaginn næsta. Það verður áhugavert að sjá hvernig Ten Hag skiptir út mönnum til að reyna aðeins að hvíla menn, en af ummælum hans í vikunni er ljóst að hann mun reyna að landa bikar og þá er víst að deildarbikarinn er hendi næst. Það má því búast við sterku liði í kvöld. Á meiðslalistanum eru Anthony Martial og Diogo Dalot og enn er Jadon Sancho ekki alveg tilbúinn í slaginn. Að þessu gefnu á búast við sterkasta liði. Ef vel fer í kvöld má svo hvíla aðeins menn í seinni leiknum.

31
Butland
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Ten Hag hefur enn trú á að Antony bæti sig en gæti verið að Garnacho byrji, en þá má bóka að Antony verður í byrjunarliðinu á móti Reading. Jack Butland er genginn til liðs við United og verður án efa í markinu.

Leikurinn í kvöld byrjar á slaginu átta og dómari er Michael Oliver

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Arsenal 3 : 2 United
  • Steve Bruce um Arsenal 3 : 2 United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress