Þriðja umferð Carabao cup fyrsta umferð okkar í þessari keppni og fengum við á blaði eitthvað sem ætti að vera þægilegt en töfrar bikarsins þýðir að ekkert er öruggt þarf ekki að minna á hvernig undan úrslitin í FA cup í á síðasta tímabili á móti Coventry gengu. Barnsley er ekki alveg óþekkt stærð þótt aðalliðið hafi ekki spilað við Barnsley síðan í 4. umferð sömu keppni 2009/10 tímabilið. Sem vonandi er góður fyrirboði því við enduðum á því að vinna keppnina annað árið í röð það tímabil. Skiptið fyrir það var það 97/98 tímabilið þar sem liðin mættust 4. sinnum 2 í deild og 2 í bikar (jafntefli í fyrri leiknum kallaði á endurspil) og unnu United 2 af 4 annarsvegar 7-0 og 2-0 því miður skipti seinni leikurinn engu máli því það var loka umferðin og Arsenal var þá þegar búið að tryggja sér titilinn.
En að nútímanum og það er ástæða fyrir því að ég tók sérstaklega fram að aðaliðið hefði ekki mætt Barsley síðan 2009/10 því U-21 liðið okkar er þátttakandi í EFL Trophy sem er keppni þar sem lið úr 3 og 4 deild keppa ásamt 16 akademíu liða úrvalsdeildar liða og eru ungu strákarnir í riðli með Barnsley og unnu þeir 3-2 sigur á Barnsley með mörkum frá Ethan Ennis (sem var í akademíu Liverpool en neitaði samning og kom til okkar) og annar tvíburi Darren Fletcher (Jack) skoraði hin mörkin og hver veit hvort annarhvor þeirra fái að spreyta sig í þessum leik líka.
en eftir þægilegan sigur á Southampton um helgina þar sem þrír fóru meiddir af velli en ættu allir að vera tilbúnir í þennan leik þá væri held ég skárra að gefa þeim frí í dag eða alavega Martinez og Mazroui held að de Ligt hafi gott af því að prufa að spila með nýjum miðverði en hvort það verði Maguire eða Evans skiptir kannski ekki mestu máli.
Þetta er líka frábært tækifæri til að gefa Casemiro meira sjálfstraust eftir brösugt gengi á síðasta tímabili og byrjunin á þessu svo væri gott að sjá einhverja unga leikmenn í hóp en þótt að þessi keppni er kannski ekki sú mikilvægasta fyrir okkur á þessu tímabili þá þarf þessi leikur samt að vinnast því efast ekki um að pressan á Englandi myndi ekki hætta fyrr en að Erik yrði rekinn þótt að stjórnin hafi skoðað aðra möguleika í sumar og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé rétti maðurinn í starfið allavega ennþá.
Helsta ósk min úr þessum leik er samt bara þægilegur leikur og enginn meiðsli.
Barnsley leikur í league one og hafa gert það síðan 22/23 tímabilið. þrátt fyrir fína gæði fyrir þessa deild og hafa endað í play off sæti í 2 af 3 tímabilum hefur þeim ekki teksit að komast upp enn þá og situr liðið eins og er í 7. sæti sem er fyrsta sæti sem gefur ekki play offs og eru þar á markatölu.
Sá leikmaður sem flestir ættu að kannast við í liði Barnsley er fyrrum landsliðsmaður Íra Conor Hourihane en Callum Styles sem lék með Ungverjalandi á EM í sumar og sonur Andy Cole, Devante Cole yfirgáfu báðir liðið í sumar og gengu til liðs við West Brom. Mesta hættan stafar sennilega af Adam Phillips sem lék um tíma í akademíu Liverpool og ætti það að kvetja hann til að gefa allt sem hann getur í þennan leik en hann er einnig markahæðstur hjá Barnsley með 4 mörk á þessu tímabili.
NB setti Luke Shaw í byrjunarliðið hér þótt það sé staðfest að hann missi af leiknum en það er vegna þess að Harry Amass er ekki í kerfinu sem við notum til að búa til byrunarlið
Skildu eftir svar