Fyrirsagnirnar fyrir leikinn á morgun snúast um Erik ten Hag og Twente enda varði hann 23 árum hjá félaginu sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari. Þegar leikmaður er svo náinn félaginu er eðlilegt að þegar bikar er í húsi beri tilfinningarnar menn ofurliði.
🎥 – Erik ten Hag after winning the KNVB Cup with FC Twente as their captain.
He spent 23 years there as player and manager, can see why tomorrow's game is special to him. pic.twitter.com/U2gXaeiNzY
— UF (@UtdFaithfuls) September 24, 2024
I would have preferred to play against somebody else. It’s not nice to hurt something you love.
Eftir markalausa jafnteflið gegn Palace um helgina er nokkuð víst að Marcus Rashford fær ekki meiri hvíld en þó Ten Hag hafi borið við sig rotasjón þá vitum við að hann er ekki mikið fyrir það þannig það má búast við sterku liði annað kvöld
Kobbie Mainoo er enn ungur og það er alveg nauðsynlegt að hann fái reglulega hvíld og leikurinn á morgun er prýðilegur til þess. Helst vildi ég sjá Jonny Evans líka í byrjunarliðinu. Hvort Amad kemur inn eða Garnacho er svo alveg ágiskun. Manuel Ugarte byrjar klárlega til að koma sér betur inn í liðið.
Rasmus Højlund verður á bekknum og kemur inná. Varamannabekkurinn má vera fjölskipaður og því hefði mátt vonast eftir unglingum á bekknum en Harry Amass og Ethan Wheatley spiluðu báðir með U18 í kvöld í vítakeppnissigri á Doncaster í EFL Trophy bikarnum og því er það borin von.
FC Twente
Twente varð í þriðja sæti í Eredivisie í fyrra, og sitja í því fjórða núna og má búast við að þeir verði á svipuðu róli í ár.
Hættulegasti maður þeirra er miðjumaðurinn Sem Steijn sem er kominn með sex mörk í deild, þar af fjögur í síðustu tveimur leikjum. Hann skoraði 17 í fyrra og með sama áframhaldi endar hann í Englandi.
En gamla brýnið Ricky van Wolfswinkel er þarna líka, orðinn þrjátíu og fimm ára og skoraði heil sextán mörk síðasta vetur. Honum er spáð sæti á bekknum
Þetta er einstaklega ungt lið, varnarmennirnir allir tuttugu og eins til þriggja, Steijn tuttugu og eins og Rots tuttugu og þriggja. Lammers er 27 og elstu útileikmanna.
Það er nokkuð vitað að það er enginn leikur unninn fyrir United en það má alveg vona að Twente verði minni fyrirstaða sóknarmönnum United en Crystal Palace var,
Leikurinn hefst kl 19.
Skildu eftir svar