Fyrri hálfleikur
Erik ten Hag gerði þrjár breytingar á liðinu sem tapaði rækilega gegn Tottenham um helgina. Amad Diallo, Casemiro og Rasmus Höjlund komu inn fyrir þá Joshua Zirkzee, Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho. Leikurinn fór frekar vel af stað og virkaði United liðið frekar ferskt. Marcus Rashford kom gestunum yfir með föstu skoti á nærstöng sem Diogo Costa hefði klárlega átt að verja en við kvörtum ekki yfir því. Christian Eriksen og Rashford lögðu svo upp færi fyrir Höjlund sem skaut föstu skoti aftur á nærstöng og aftur leit Costa illa út en auðvitað tökum við því fagnandi eins og fyrra marki United í hálfleiknum. Eftir markið var varnarlína United sokkin djúpt niður í eigin teig og heimamenn nýttu sér það og á 7 mínútna kafla var United búið að tapa niður tveggja marka forystu og staðan þegar flautað var til leikhlés var 2:2.
Seinni hálfleikur
Stjórinn gerði eina breytingu í hálfleik þar sem Garnacho kom inn fyrir Rashford sem hafði verið besti maður vallarins í fyrri hálfleiknum. Porto komst svo yfir eftir örfáar mínútur og United búið að fá á sig 3 mörk í röð. Vörn United gerði þetta alltof auðvelt fyrir heimaliðið. United reyndi að jafna leikinn og Porto hélt áfram að beita skyndisóknum og virkuðu alltaf hættulegri. Bruno Fernandes fékk sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Annar leikurinn í röð sem United er marki undir og manni færri. Þrátt fyrir það hélt liðið áfram að freista þess að jafna leikinn en Diogo Costa tók uppá því að verja í seinni hálfleiknum. Harry Maguire tókst svo að jafna leikinn í uppbótartíma og var það ekki óverðskuldað. Jafntefli varð niðurstaðan og starf Ten Hag hangir enn á bláþræði.
Byrjunarliðin
Bekkur: Bayindir, Heaton, Evans (De Ligt), Lindelöf, Maguire (Martínez), Collyer, Gore, Ugarte, Antony (Amad) , Garnacho (Rashford), Zirkzee (Höjlund).
Porto: Costa, Joao Mario, Zé Pedro, Perez, Moura. González, Eustáqio, Varela. Pepê, Omorodion, Galeno.
Bekkur: Ramos, Djalo, Fernandes (Pepe), Grujić (Omorodion), Vieira (Eustáqio), Sousa, Jaime, Franco, Namaso, Gul (Mario), Borges, Mora.
EgillG says
Að vera undir þegar 15-20mins eru eftir og skipta út báðum miðvörðunum út(sem voru reyndar skítlélegir) en leita ekki eftir jöfnunarmarki gerir bara maður sem er búinn að gefast upp, og vill fá 17mil. starfslokagreiðluna. það þarf að reka þjálfarann strax í kvöld.
Helgi P says
Við þurfum að losa okkur við allt þetta drasl sem Ten Hag er búinn að kaupa þvílíkt rusl af leikmönnum