Þá er komið að því fyrsti leikur Ruben Amorim maðurinn með bara eitt jafntefli á þessu tímabili sem hræðir mig pínu miðað við gengi okkar á þessu tímabili.
Á blaði virðist heimsókn á Portman Road auðveld. Þar hittum við fyrir Kieran McKenna sem var U-18 þjálfari hjá okkur 2016-2018 og svo í þjálfarateymi Ole þangað til honum var boðin staðan hjá Ipswich í desember 2021 og einnig er fyrrum leikmaður og fyrrum heimsmets hafinn Axel Tuanzebe á málum hjá traktorastrákunum (hann átti heimsmet í að klára hungry hungry hippos leik á stystum tíma).
En leikir eru ekki spilaðir á blaði og er ekki skirfað í skýin að fyrrum þjálfari hjá okkur mun vilja sýna hvað hann geti og eftir að hafa loksins náð í fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð vil liðið örugglega sanna fyrir öllum að það hafi ekki verið heppni þótt að sigurinn hafi komið á móti Tottenham.
Amorim vil örugglega halda frábærri byrjun sinni áfram þótt hann hafi skipt um lið svona snemma tímabilsins en að koma í nýja deild í nýju landi að taka við liði sem annar þjálfari var að reyna klára setja saman til að spila sinn leik stíl getur verið erfitt en svo að breyta gjörsamlega um uppstillingu á liðinu er bara til að flækja hlutina en Amorim vil spila 3-4-3 (má líka túlka sem 3-4-2-1) sem ætti svo sem að vera hægt á blaði en flest okkar vita að fótbolti er ekki spilaður á blaði og þurfa leikmenn að sýna sig og sanna.
INEOS varaði við í sumar að þessi nýja uppbygging gæti tekið nokkur ár að skila þeim árangri sem við viljum öll og fyrir utan að hópurinn hætti að trúa á þjálfaran þá sé ég ekki ástæðu fyrir afhverju þetta ætti að vera öðruvísi þannig sumir leikmenn gætu verið að spila upp á framtíð sína hjá félaginu næsta mánuð eða næstu sjö.
Á blaðamannafundinum fyrir leikinn gerði Ruben klárlega skil á þvi að hann trúir á sjálfan sig, ferlið sem þarf að eiga sér stað og leikmenn þótt að pressan virðist ekki hafa trú á þessum leikmönnum en auðvitað er hægt að bæta og breyta hlutum til að ná því fram sem þarf.
Amoim talaði einnig um að hann ætlaði að spila sinn bolta eins og hann vil hafa það þannig það má búast við að það verði skirt plan um hvað og hvernig þetta mun allt spilast sem er eitthvað sem mörgum fannst vanta hjá ten Hag en auðvitað mun Amorim þurfa byrja með sömu vandræði og urðu upphafið að endalokum ten Hag þessi endalausu meiðsli sem hafa verið að hrjá leikmenn sem dæmi má nefna að Malacia er búinn að fá nokkrar mín með U-21 liðinu undanfarið en hann er ólíklegur að spila 90 mín um helgina þannig annað hvort verður það aftur réttfættur maður í hans stöðu að hluta til eða þá fáum við loksins að sjá hinn unga og efnilega Harry Amass sem sum lið í úrvalsdeildinni eru farin að skoða af áhuga.
Ruben minntist á að liðið þarf að vinna og vinna sem fyrst og leikmenn vilja spila þannig það vantar ekki upp á áhugann að spila og kannski þarf að bæta hugarfarið sem kannski hefur lagst yfir hópinn eftir erfiða byrjun.
Ipswich munu mæta brattir til leiks eins og þeir hafa oftast gert á þessu tímabili og telja sig hafa engu að tapa og að ná að vinna Manchester United á heimavelli fyrir framan stuðningsfólk sem var með liðinu í 3 deild fyrir ekki svo löngu myndi fyrir suma kóróna þessa uppbyggingu sem hefur átt sér stað undanfarin ár og verður þetta ekki jafn auðveldur leikur og sumir voru að vonast en það ætti ekki að vera fyrirstaða fyrir frábæra byrjun hjá nýjum þjálfara (enn einu sinni).
Hjörleifur Steinarsson says
Hann heillar strax, vonandi detta úrslitin með okkur en ég tel að þetta sé næsti Ferguson.
Hann hefur persónutöfra, ógeðslega klár taktiker og grjótharður líka ef með þarf. Virðist vera algjör meistari í man management, ég er vandræðalega spenntur fyrir næsta gullskeiði Manchester United sem byrjar á morgun!
Ólafur Kristjánsson says
Næsti Ferguson? Það munar ekki um það!
jonas says
Vissulega er Amorim spennandi kostur fyrir Manu, en að fara að likja honum fyrir fyrsta leik við Ferguson, hvað þa, þegar hann var buinn að na tokunum a liðinu, eða i byrjun, sem var ekkert goð enda munaði minnstu að hann yrði rekinn, svo illa byrjaði hann. Og engir samfelagsmiðlar þa eða heimasiður eins og þessi til að pressa a brottrekstur. En það verður gaman að sja, hvernig hann muni aðlagast enska boltanum.
YNWA
Red says
Náði þó 1 stigi í dag á erfiðum velli
jonas says
Það eru allir vellir erfiðir Red, nefndu mer einn auðveldan.
YNWA
Elis says
Old Trafford ;)
Tómas says
Er þetta orðið Liverpool spjall? Hann var seint að fara umturna liðinu á þessum tíma. En vonandi sér maður stíganda í þessu út tímabilið. Diallo heldur áfram að heilla sem og Onana og Mazraoui.
Þrátt fyrir markið fannst mér Rashford ekki sýna mikið.