Hagur Manchester United í Evrópudeildinni er að vænkast eftir tvö sigra í röð. Líkt og gegn Bodö/Glimt fyrir tveimur tók það tíma fyrir United að komast yfir og Rasmus Höjlund sá um mörkin.
Fyrri hálfleikur var færalaus og því ekki vert að eyða fleiri orðum í hann. Strax á þriðju mínútu seinni hálfleiks ákvað André Onana að kveikja í fjörinu með að senda boltann beint í fætur eins Tékkans og sá kom boltanum fyrir á félaga sinn Vydra sem kom Viktoria yfir.
Ruben Amorim hélt áfram tilraunum með liðið, svo sem Johsua Zirksee og Tyrrell Malacia í byrjunarliðið. Það virkaði ekki og eftir tíu mínútur í seini hálfleik fór hann að breyta til baka. Fyrst brást hann við því þegar Marcus Rashford var næstum búinn að fá sitt annað gula spjald fyrir tæklingu og skipti honum út fyrir Höjlund. Fimm mínútum síðar fór Zirksee út fyrir Mount og Anthony kom inn fyrir Malacia en Diego Dalot fór úr hægri kantbakverði í þann vinstri.
Frá þeirri stundu var United miklu betra liðið í leiknum. Jöfnunarmarkið kom strax eftir seinni skiptinganrar, Antony losaði um Diallo hægra megin, skot hans (eða sending) hrökk af varnarmanni og fyrir Höjlund.
United fékk nokkur ágæt færi, tvö þó best. Á 76. mínútu slapp Mason Mount inn fyrir vinstra megin en markvörður Viktoria varði vel. Á 83. mínútu fékk Mount líka gott skotfæri, aðeins þröngt þó og markvörðurinn varði aftur.
Það var eitt færi eftir. Á 88. mínútu var dæmd hendi á sóknarmann heimamanna, sem var að reyna komast fram eftir horn. Bruno sá pláss vinstra megin við Höjlund og sendi boltann þangað. Daninn sýndi styrk og hélt varnarmanninum vel frá sér, tók vel við boltanum, lét hann skoppa nett áður en hann smellti honum á markið.
Hverjir stóðu upp úr?
Bruno átti góðan dag á miðjunni, var maðurinn sem sóknarleikur United fór í gegnum en það var Höjlund sem stal senunni með tveimur mörkum. Innkoma hans gerði United betur kleift að senda boltann fram og halda boltanum þar. Casemiro verðskuldar líka hrós fyrir að hafa unnið öll 10 nágvígin.
Hvað gekk illa?
United fékk engin færi fyrsta klukkutíma og sóknarleikurinn var jafn dauður og á tíma ten Hag. Skiptingarnar breyttu þessu. Annan leikinn í röð gerir Onana byrjendamistök sem kosta United mark.
Eitthvað annað eftirtektarvert?
Fín innkoma Anthony hægra sem hægri kantmaður megin. Það virðist gefast betur fyrir Amorim að vera með örvættan kantbakvörð, þá Dalot, vinstra megin. Amad Diallo var fyrir aftan framherjann lengst af leiknum. United er ósigrað í sex fyrstu Evrópudeildarleikjunum – Viktora fór taplaust inn í leikinn.
Hvað þýða úrslitin?
Kemur betur í ljós síðar í kvöld þegar aðrir leikir klárast. United er hins vegar komið í 12 stig og í það minnsta tímabundið í hóp átta efstu liðanna, sem þýðir að ekki þarf að spila aukaleiki um að komast í 16 liða úrslitin. Í næsta nágrenni er Glasgow Rangers sem United á í næstu umferð. Sá leikur er þó ekki fyrr en 23. janúar. United spilar næst í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, útileik gegn City.
Hallmar says
Er ekki kominn tími til að Onana fari bara á bekkinn eða bara ekki í hóp hann virðist ekki geta spilað leik án þess að gera mistök .
SMD says
Það vantar meiri samkeppni um markvarðarstöðuna til að halda pressu á Onana. Þessi stöðugu ódýru mistök eru að kosta okkur alltof mikið þegar við erum ekki betri í að klára færin okkar á hinum endanum. Mig grunar reyndar að þessi tyrkneski markvörður sem var keyptur sé hreinlega ekki nógu góður, hann fær afar sjaldan tækifæri síðan hann kom og ekki einu sinni í deildarbikar.
Hallmar says
Það er eithvað skrítið við þann markmann því hann fær einga leiki.
og við sitjum uppi með Onana sem gerir mistök eftir mistök og er búin að kosta okkur fullt af leikjum og alltaf fær hann að spila
Helgi P says
Hvernig er hægt að vera búnir að eyða svona miklum pening í leikmenn og vera svona ömurlegir
Auðunn Atli Sigurðsson says
Onana er náttúrulega bara trúður og kaupin á honum eitt stórt hneyksli.
Trúi því ekki að hann verði markmaður hjá Manchester United eftir næsta sumar.
Zunderman says
uhh….þetta eru mjög furðuleg komment. Fyrir tveimur vikum var birt tölfræði (https://www.givemesport.com/premier-league-goalkeepers-ranked-by-goals-prevented/) þar sem Onana er efstur meðal markmanna þegar talið er hversu mörg mörk hann hafi komið í veg fyrir. (Hann var efstur í þeirri tölfræði í Meistaradeildinni árið með Inter). Markið gegn Forest myndi draga hann niður í þessari samantekt, en hann væri væntanlega samt efstur.
Hann er sennilega búinn að vera meðal betri leikmanna fram í nóvember – og það er bara hraunað yfir hann? Hvað er að frétta?