Liðið sem Ruben Amorim stillti upp leit svona út:
Varamenn: Bayindir, Amass, Kukonki, Lindelöf, Shaw, Erikssen, Mount, Obi, Zirkzee
Leikurinn byrjaði, United tók boltann, fór upp og allt í einu var Garnacho kominn innfyrir nokkrum metrum innan vallarhelmings City, óð upp að teig og Rúben Diaz tók hann niður hálfum meter fyrir utan teig. City stálheppnir að þetta var ekki víti, aukaspyrna Bruno fór beint í vegginn, enda alltaf erfitt að koma aukaspyrnu þetta nálægt framhjá.
Þessi hressa byrjun sló ekki beint tóninn fyrir framhaldið, leikurinn nokkurn veginn í járnum fyrsta kortérið, City meira með boltann en United sáttir við að taka á þeim framan við teig, og án teljandi vandkvæða. Fyrsta alvöru færið kom svo í hlut United, Dalot gaf fyrir, Ugarte missti af skalla og boltinn fór á fjær stöngina þar sem Garnacho hafði val um að reyna að stinga sér fram og skalla eða taka boltann á lofti, reyndi hið fyrrnefnda en tókst herfilega og ekkert varð úr því. Önnur prýðileg sókn kom skömmu síðar, Garnacho fékk stungu upp hægra megin fór upp og gaf út í teiginn þar sem Dorgu kom að en fyrsta snerting var skelfileg og boltinn fór til varnarmanns. Eins og sást af þessum færum voru gagnsóknir United ágætar og menn hreyfanlegir, meðalstaða leikmanna United þessar fyrstu tuttugu og fimm voru allar á eigin vallarhelmingi, utan garnacho sem var nokkru framar vinstra megin. Dorgu var aftur í sviðsljóinu í næstu sókn United, fékk þá sendinguna frá Bruno, skaut og hátt yfir. Ekki alveg dagurinn hans inni í teig.
En gagnsóknirnar héldu bara áfram og enn og aftur komust United fram fleiri móti vörn, næst var það vippa frá Bruno, hverjum öðrum og núna var það Ugarte sem hitti ekki boltann almennilega í skotinu. United þegar hér komið sögu með fleiri snertingar í teig City en öfugt, eitthvað sem við höfum ekki alveg verið að sjá undanfarið.
Það kom þo að því að að City ógnaði, en það var samt aðallega United vörnin sem sá um það, horn frá vinstri, Maguire, Onana og Yoro fóru allir í boltan og hann fór í átt að fjær stöng en Maz var á réttum stað og skallaði frá.
Alveg ásættanlegur fyrri hálfleikur og hefði ekki þurft mikið til til að United hefði farið inn í klefa með forystuna.
Seinni hálfleikur var svo ekki alls ósvipaður utan að City gat lokað betur á sóknir United. United gaf hins vegar ekkert eftir varnarlega og leikurinn var orðinn mjög lítið fyrir augað. Það var varla nokkuð sem var þess virði að færa til bókar fyrr en Zirkzee skaut að marki á 78, mínútu og Ederson þurfti að verja.
Eins og í fyrri hálfleik voru United mun líklegri að komast inn í teig andstæðinganna en það var samt ekkert af því að búa til alvöru hættu, ekki frekar en langskot City.
Þetta var dapur leikur fyrir hlutlausa en við virðum stigið sem Amorim lagði upp með að verja. Það reyndist frekar auðvelt og með smá heppni hefði getað farið betur.
Það er rétt að minnast á að Bruno Fernandes var langbesti maður vallarins. Að einhver umræða hafi farið á flug um að hann sé á einhvern hátt ekki nógu góður er auðvitað fullkomlega galið. Þetta er besti leikmaður United síðan Sir Alex fór frá, ekki nokkur einasta spurning um það. Hefur haldið liðinu á floti eftir besta megni síðustu ár
Hallmar Thomsen says
Einn og aftur vandar framherja til að klára færin eða bara hreynlega til að skora því ef Bruno gerir það ekki þá gerir það eingin annar..
En Já flott að þið seuð vonandi komnir til baka með síðuna takk fryrir flott skfif