Eins og vænta má, þrem dögum fyrir lokun félagaskiptagluggans, ræður slúðrið ríkjum. Dimitar Berbatov er skv. fréttum í flugvél á leiðinni til Flórens í læknisskoðun eftir að United tók tilboði Fiorentina, sem ku vera um 4 milljónir punda. Virðist nokkuð vel staðfest frétt.
Moussa Dembélé, sem margir United menn hafa viljað sjá koma til félagsins, er hins vegar á leiðinni til Tottenham Hotspur eftir að þeir buðu þær 15 milljónir sem útkaupaklásúlan í samningi hans kvað á um. Orðið á götunni er að United hafi haft áhuga en ekki sem svaraði meira en 11 milljónum.