Fyrir leikinn í dag mátti gera ráð fyrir því að Solskjær og hans menn vildu ólmir svara fyrir hörmungina um síðustu helgi en ólíklegt að liðið yrði óbreytt. Það hefur hins vegar eflaust komið mörgum á óvart að Solskjær gerði bara 2 mannabreytingar en Varane og Cavani komu inn í stað Rashford og Greenwood sem báðir voru á bekknum.
Hins vegar ákvað sá norski að breyta í 3-5-2 eða 3-4-1-2 með Bruno í holunni fyrir aftan Cavani og Ronaldo.