Félagaskipti Leikmenn Pistlar Ritstjóraálit Staðfest

Zlatan er mættur

Stór dagur í dag í sögu Manchester United og ákveðin vatnaskil. Á sama degi og staðfest er að sjálfur lávarður félagsins, leikjahæsti og sigursælasti leikmaður í sögu Manchester United, Ryan Giggs yfirgefi félagið, 29 árum eftir að hann gekk til liðs við félagið, gerist þetta:

Are you ready? It's #ZlatanTimehttps://t.co/s8AsUG6VZF

— Manchester United (@ManUtd) July 1, 2016 Lesa meira

Félagaskipti Leikmenn StaðfestLeikjadagskrá Slúður

Heitasta slúðrið og leikjadagskrá næsta tímabils

Nú eru rétt tæpir tveir mánuðir í að enska deildin hefjist á nýjan leik og þá er ekki seinna vænna en að fá leikjadagskránna fyrir næsta tímabil. Hún datt inn um lúguna í dag og lítur svona út fyrir Manchester United:

Helstu lykildagsetningar eru eftirfarandi[footnote]Með fyrirvara um að dagsetningar muni breytast eitthvað vegna Evrópudeildarinnar[/footnote]]:

  • Mourinho og Pep mætast í Manchester-slagnum 10. september og 25. febrúar
  • Við mætum Liverpool 15. október og 14. janúar
  • Mourinho snýr aftur á Stamford Bridge þann 22. október
  • Jólatörnin er hin sæmilegasta.
  • Við mætum Arsenal og Tottenham í 36. og 37 umferð.

Við fyrstu sýn er þetta hin ágætasta dagskrá. Byrjunin er ekkert alltof strembin og góðar líkur á góðum úrslitum í ágúst og september. Þáttaka okkar í Evrópudeildinni mun eitthvað fikta í þessu og leikir verða færðir til og frá vegna hennar. Svo ber auðvitað að hafa í huga að nú verða nokkrir leikir á dagskrá föstudögum í vetur. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Bless, bless Louis van Gaal? – West Ham 3 – 2 Manchester United

Var þetta síðasta hálmstráið hjá Louis van Gaal? Tap gegn West Ham staðreynd sem þýðir að Meistaradeildarsætið er að öllum líkindum úr sögunni. Við gætum treyst á að Swansea vinni City um næstu helgi en ég er bara ekki viss um að United vinni sigur á Bournemouth í lokaleiknum.

Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikur var ekkert nema ömurð af hálfu United. Seinni hálfleikur var töluvert betri en lokakaflinn fór með okkur. Lesa meira