Manchester United snýr aftur eftir landsleikjahlé á morgun þegar liðið tekur á móti Brighton á Old Trafford. United mætti Brighton í sínum öðrum deildarleik í haust og var stálheppið að landa 2-3 sigri. Annars vegar settu Brighton-menn deildarmet með að skjóta finn sinnum í marksúlurnar í sama leiknum, hins vegar skoraði Bruno Fernandes sigurmarkið úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að búið var að flauta til leiksloka.
Jibbí – landsleikir!
Eftir langt og strangt undirbúningstímabil kemur loks að fyrstu umferðinni. Liðin eru stirð, eins og alltaf í byrjun en það er spenna. Gaman er að fylgjast með mönnunum sem keyptir voru um sumarið og þeim fylgir von um betra gengi. Spilamennskan lagast í annarri og þriðju umferð þannig að hægt er að hlakka til þeirrar fjórðu. Nema þá kemur landsleikjahlé.
Píning og upprisa Luke Shaw
„Hann stóð sig vel en þetta var hans líkami með hug mínum. Hann var fyrir framan mig og ég tók allar ákvarðanir fyrir hann.“
Luis Enrique sagði eitt sinn snyrtilega að það væri bæði hægt að læra af þjálfurunum sem gerðu hlutina vel og þeim sem gerðu þá illa. Þar vísaði hann reyndar til Louis van Gaal hjá Barcelona en meðferð Jose Mourinho er dæmigerð fyrir hvernig ekki á að byggja upp leikmenn. Hrósið – ef hrós skyldi kalla – hraut af vörum Mourinho eftir einn besta leik Shaw undir hans stjórn.
Tvö ár Solskjær
Í desember voru tvö ár liðin frá því Ole Gunnar Solskjær tók fyrst við Manchester United, daginn eftir að José Mourinho var rekinn. Með leiknum gegn Burnley voru búnir 17 leikir, jafnmargir og þegar Mourinho hætti. Og næsti andstæðingur, Liverpool var sá síðasti hjá Portúgalanum. Staðan nú er hins vegar að United fer inn í helgina í efsta sæti meðan liðið var í því sjötta þegar loks var komið nóg hjá Jose.
Ef og hefði?
Ef Martial hefði nýtt annað tveggja dauðafæranna? Hefði Fred ekki hent sér í tæklingu á gulu spjaldi eða Solskjær gripið í taumana og skipt honum út af. Þá væru sögurnar aðrar og bjartara yfir.