Flugeldasýning í bikarnum
Fyrir leik hefð ég glaður tekið sigur í leiðinlegum leik en það var ekki rauninn.
Frábær leikur í alla staði hjá okkar mönnum allavega hjá þeim sem höfðu eitthvað að gera í þessum leik.
Veislan hófst á 16. mín með marki Rashford og uppspilið af því marki var nánast sama fyrir öll hin mörkin sending frá miðju oftast var það Eriksen að senda út á kant þar sem Garnacho var eða Rashford búinn að drifta þangað svo sent á nánast frían leikmann í teignm sem kláraði framhjá Slonina í marki Barnsley.
held að þetta hafi verið eins öruggur sigur og ég hef séð frá þessu liði í mörg ár þótt þeir hafi enn eina ferðina byrjað hægt og létu andstæðinginn vera Meira með boltann fyrstu 5 mín leiksins en sem betur fer endaði það með einu af þremur skotum Barnsley í öllum leiknum.
Lengi vel í þessum leik fannst mér við varla fara úr 3 gír og virðist vera að leik stílinn sem ten Hag vil vera með hafi verið til sýningar í kvöld eða má vona það miðað við hvað þeim tókst vel að bæla strax niður allt sem hét sókn hjá Barnsley og voru sjálfir endalaust að skapa og reyna sem sést með tölfræði leiksins þar sem við áttum 26 skot á móti þeirra fyrr nefndu 3 og mörkin okkar hefðu sennilega getað orðið fleiri en ekki kvarta ég yfir markaleysi í þessum leik og held í vonina að þeir geti spilað svipað í næsta leik á móti Crystal Palace um helgina.
Þrátt fyrir markaregn gerðist svo sem ekki mikið í leiknum og var þetta þægilegur sigur og enginn virtist meiðast í leiknum sem er nánast kraftaverk finnst manni eins og hefur gengið á undanfarið ár ef ekki lengra. Frábært að sjá að Rashford virðist vera endurheimta formið frá þar síðasta tímablili, Garnacho að skapa enn meiri spenningu um hver spilar hvenær og hvar á köntunum og svo Eriksen spilaði sinn lang besta leik fyrir Manchester United í langan tíma eða jafnvel bara besta leik sinn fyrir félagið og geggjað hjá honum að fullkomna framistöðuna með 2 mörkum.
Bruno með gott cameo með báðar stoðsendinarnar í mörkum Eriksen og Mazraoui að sýna það enn einu sinni að það hafi verið rétt ákvörðun að fá hann inn þótt það hafi þýtt brottför Aaron Wan Bisska sem var í uppáhaldi margra allavega þegar koma að stöðunni sem hann spilaði.
Antony virtist í lélegu leikformi en var alltaf að reyna eitthvað sem gaf honum víti sem hann fékk að taka og skoraði úr til að bæta sjálfstraustið þannig í heildinna var þetta frábær frammistaða hjá liðsheildinni og þeir sem þurftu að auka sjálfstraustið fengu það og liðið sýndi hvað í þeim býr og vonandi er þetta byrjunin á skemmtilegu tímabili héðan af og væri frábært með bikarævintýri enn eitt árið.
Enska deildarbikarkeppnin
Byrjunarlið dagsins
Manchester United
í liðið vanta Jonny Evans og Toby Collyer því þeir eru ekki í kerfinu
Barnsley
í liðið vantar Vimal Yoganatha og Corey O’Keefe
Carabao Cup 3. umferð
Þriðja umferð Carabao cup fyrsta umferð okkar í þessari keppni og fengum við á blaði eitthvað sem ætti að vera þægilegt en töfrar bikarsins þýðir að ekkert er öruggt þarf ekki að minna á hvernig undan úrslitin í FA cup í á síðasta tímabili á móti Coventry gengu. Barnsley er ekki alveg óþekkt stærð þótt aðalliðið hafi ekki spilað við Barnsley síðan í 4. umferð sömu keppni 2009/10 tímabilið. Sem vonandi er góður fyrirboði því við enduðum á því að vinna keppnina annað árið í röð það tímabil. Skiptið fyrir það var það 97/98 tímabilið þar sem liðin mættust 4. sinnum 2 í deild og 2 í bikar (jafntefli í fyrri leiknum kallaði á endurspil) og unnu United 2 af 4 annarsvegar 7-0 og 2-0 því miður skipti seinni leikurinn engu máli því það var loka umferðin og Arsenal var þá þegar búið að tryggja sér titilinn.
En að nútímanum og það er ástæða fyrir því að ég tók sérstaklega fram að aðaliðið hefði ekki mætt Barsley síðan 2009/10 því U-21 liðið okkar er þátttakandi í EFL Trophy sem er keppni þar sem lið úr 3 og 4 deild keppa ásamt 16 akademíu liða úrvalsdeildar liða og eru ungu strákarnir í riðli með Barnsley og unnu þeir 3-2 sigur á Barnsley með mörkum frá Ethan Ennis (sem var í akademíu Liverpool en neitaði samning og kom til okkar) og annar tvíburi Darren Fletcher (Jack) skoraði hin mörkin og hver veit hvort annarhvor þeirra fái að spreyta sig í þessum leik líka.
en eftir þægilegan sigur á Southampton um helgina þar sem þrír fóru meiddir af velli en ættu allir að vera tilbúnir í þennan leik þá væri held ég skárra að gefa þeim frí í dag eða alavega Martinez og Mazroui held að de Ligt hafi gott af því að prufa að spila með nýjum miðverði en hvort það verði Maguire eða Evans skiptir kannski ekki mestu máli.
Þetta er líka frábært tækifæri til að gefa Casemiro meira sjálfstraust eftir brösugt gengi á síðasta tímabili og byrjunin á þessu svo væri gott að sjá einhverja unga leikmenn í hóp en þótt að þessi keppni er kannski ekki sú mikilvægasta fyrir okkur á þessu tímabili þá þarf þessi leikur samt að vinnast því efast ekki um að pressan á Englandi myndi ekki hætta fyrr en að Erik yrði rekinn þótt að stjórnin hafi skoðað aðra möguleika í sumar og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé rétti maðurinn í starfið allavega ennþá.
Helsta ósk min úr þessum leik er samt bara þægilegur leikur og enginn meiðsli.
Barnsley leikur í league one og hafa gert það síðan 22/23 tímabilið. þrátt fyrir fína gæði fyrir þessa deild og hafa endað í play off sæti í 2 af 3 tímabilum hefur þeim ekki teksit að komast upp enn þá og situr liðið eins og er í 7. sæti sem er fyrsta sæti sem gefur ekki play offs og eru þar á markatölu.
Sá leikmaður sem flestir ættu að kannast við í liði Barnsley er fyrrum landsliðsmaður Íra Conor Hourihane en Callum Styles sem lék með Ungverjalandi á EM í sumar og sonur Andy Cole, Devante Cole yfirgáfu báðir liðið í sumar og gengu til liðs við West Brom. Mesta hættan stafar sennilega af Adam Phillips sem lék um tíma í akademíu Liverpool og ætti það að kvetja hann til að gefa allt sem hann getur í þennan leik en hann er einnig markahæðstur hjá Barnsley með 4 mörk á þessu tímabili.
Skjórarnir heimsækja United
Manchester United tekur á móti Newcastle á morgun (miðvikudag) klukkan 20:15. Helgin var dapurleg fyrir United stuðningsmenn, 0-3 gegn City á heimavelli og spilamennskan lítur ekkert mikið betur út. Það þýðir þó ekkert að leggjast í volæði sem er þó það sem United liðið virðist hafa gert allt þetta tímabil. Bikarvörnin heldur áfram í orkudrykkjakeppninni Carabao cup, en 4.umferð býður upp á úrslitarimmuna frá keppninni í fyrra, þar sem United sigraði Newcastle 2-0. Newcastle byrjaði tímabilið fremur hægt en eftir 3 töp í 4 fyrstu leikjunum hóf liðið að rétta úr kútnum og hafa einungis tapað einum leik síðan þá. Það eru nokkrir af lykil leikmönnum Newcastle meiddir þ.á.m. Sven Botman, Alexander Isak, Harvey Barnes og þá er Sandro Tonali í keppnisbanni vegna veðmála. United ætti vonandi að geta nýtt sér fjarveru Sven Botman en Jamal Lascelles sem kom með krafti inn í lið Newcastle eftir meiðsli Botman er farinn að sýna sínar gömlu mistæku hliðar. Meiðslakrísan hjá United er aðeins farin að skána en þó eru þeir leikmenn sem eru á meiðslalistanum eiginlega allir byrjunarliðsmenn: Casemiro, Martinez, Shaw, Wan-Bissaka og Malacia.
United 3:0 Palace
Erik Ten Hag gerði sjö breytingar á liðinu sem sigraði Burnley um helgina, þeir Dalot, Onana, Mejbri og Casemiro voru þeir einu sem „héldu“ byrjunarliðssæti sínu. Amrabat byrjaði sinn fyrsta leik og spilaði sem vinstri bakvörður, þá voru Mount og Maguire báðir komnir úr meiðslum og fengu traustið. Roy Hodgson gerði einnig sjö breytingar á sínu liði en það ég ætla ekki að fara sérstaklega yfir þær, enda nennir enginn að pæla í því. United hefur titil að verja í keppninni það skal enginn gleyma því að djöflarnir unnu þessa keppni í fyrra. Að því sögðu þá voru talsvert mörg lið í pottinum þegar dregið var í 3. umferð enska deildarbikarsins sem maður hefði viljað fá en Crystal Palace. Sérstaklega í ljósi mikilla meiðsla hjá United, það er þó hægt að hugga sig við það að það hefði líka geta verið talsvert verra. United sigraði Burnley síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni og stefndi liðið að því að vinna annan leikinn í röð í fyrsta sinn á þessu tímabili.