De Gea
Rafael Carrick Vidic Evra
Cleverley Anderson
Valencia Kagawa Young
Van Persie
Jáhá, heilar fimm breytingar frá leiknum gegn Everton. Rafael kemur inn í hægri bakvörðinn, Valencia settur í sína venjulegu stöðu á kostnað Nani sem var ekki upp á sitt besta s.l. mánudag. Young kemur inn fyrir Welbeck og síðan sjáum herra Robin van Persie í byrjunarliðinu, og það á kostnað Rooney. Það kemur mér aðeins á óvart, ég bjóst við að Ferguson myndi byrja með þá báða í þessum leik, en gamli er greinilega á annari skoðun. Anderson kemur svo inn fyrir Scholes í djúpa miðjumanninn. Þrátt fyrir töluverðar breytingar sjáum við sama kerfi og gegn Everton, ég veit að þetta er það sem koma skal, en einhverja hluta vegna verð ég hissa þegar ég sé Man Utd ekki spila einhverja útgáfu af 4-4-2.