Manchester United mætti Galatasaray í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Erik ten Hag stillti upp áhugaverðu byrjunarliði en enginn Casemiro né Rashford voru í hópnum í dag. Sá enski í banni og sá brasilíski meiddur. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir bráðfjörugan leik, sérstaklega síðari hálfleik. Vonin lifir, en veik er vonin um að komast áfram í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni.
Evrópudeildin
Duga eða drepast í Tyrklandi!
Þá er komið að næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en United á eftir útileik við Galatasaray og heimaleik í lokaumferðinni gegn Bayern Munich. Fyrir leik morgundagsins er liðið á botni A-riðils með einungis 3 stig úr heimasigri gegn FC Kaupmannahöfn. Liðið hefur tapað úti gegn FCK og Bayern og tapaði á heimavelli fyrir tyrkneska liðinu og stendur því eftir sem fyrr segir á botninum. Það er þó örlítill vonarneisti fyrir stuðningsmenn United ef liðinu tekst að kreista fram sigur gegn Galatasaray og FCK tapar fyrir Bayern á útivelli.
Bayern Munich 4:3 Manchester United
Leikið var í kvöld í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu og mættu Rauðu djöflarnir á Allianz völlinn í Þýskalandi þar sem heimamenn í Bayern tóku vel á móti þeim. Erik ten Hag stillti upp sínu sterkasta liði ef frá eru taldir allir á meiðslalistanum og allir þeir sem eru í skammarkróknum.
Leikurinn fór hraustlega af stað en United átti dauðafæri strax í upphafi leiks þegar fyrirgjöf frá vinstri kantinum sneiddi markmannsteiginn en Bayern björguðu í horn á síðustu stundu. United virtust óhræddir í spilinu upp völlinn þrátt fyrir að vera á einum erfiðasta útivelli í Evrópu en á sama tíma reyndu heimamenn sífellt að finna Gnabry og Sane með stungusendingum inn fyrir varnarlínu United.
Sevilla 3:0 Manchester United
Sevilla tók á móti Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en Sevilla hefur verið ótrúlega seigt í þessari keppni síðastliðinn áratug eða svo. Erik ten Hag stillti upp í 4-2-3-1 og fyrsta sumarlið United var svona:
Bekkurinn: Butland, Vitek, Malacia, Shaw, Fred, Pellistri, Iqbal, Elanga, Rashford og Weghorst.
Sevilla gerði fjórar breytingar frá seinasta leik:
United heldur áfram í La Lig… Evrópudeildinni!
Þá er komið að síðari viðureign United og Sevilla en eins og mörgum er eflaust kunnugt um þá glutraði United niður tveggja marka forystu á heimavelli í síðustu viku. Liðinu tókst að komast yfir snemma í leiknum með tvennu frá Sabitzer á fyrstu 20 mínútum leiksins. Allt stefndi í þægilegan sigur þangað til spilaborgin hrundi hjá United, fyrst klúðraði liðið dauðafæri þegar Weghorst renndi boltanum á Malacia sem var alltof lengi að koma fyrir sig skotfætinum og svo sá bakvörðurinn um að skora sjálfsmark og minnka muninn í 2-1. Vont varð verra þegar sóknarmaður Sevilla skallaði boltann í trýnið á Harry Maguire og þaðan fór boltinn í netið og grátlegt jafntefli niðurstaðan.