Meiðslasaga United hélt áfram áður en leikurinn einu sinni byrjaði: De Gea meiddist í upphituninni og Romero byrjaði leikinn.
Varamenn voru Romero, Poole, Riley, Pereira, Schneiderlin, Weir og Keane
Bæði lið byrjuðu vel, og Memphis var frískur hjá United, vann t.a.m. Horn sem Mata fékk ágætis færi úr. Midtjylland fengu síðan enn betra færi, úr föstu leikatriði auðvitað. Kian Hansen átti fínan skalla eftir horn en Romero varði frábærlega. Carrick hreinsaði síðan frá.