
Klukkan 15:45 í dag verður dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Síðasti vetur var okkar slakasti í sex ár í Meistaradeildinni þannig að held að við séum flest nokkuð bjartsýn á að Man Utd geri a.m.k betur en síðasta vetur. Það eru þó margir mjög sterkir klúbbar sem gætu dregist í riðil með United, þetta gæti því orðið erfiður vetur. Við skulum svo sannarlega vona að við fáum frekar léttan drátt seinni partinn í dag.
Skoðum hvaða möguleika við höfum. Dregið verður eitt lið úr hverjum potti, og myndar það einn riðill. Það getur ekki komið upp sú staða að lið frá sama landi, lendi í sama riðlinum.
Pottur 1
- Chelsea
- Barcelona
- Real Madrid
- Manchester United
- Bayern Munich
- Arsenal
- Porto
- AC Milan.
Út frá UEFA stærðfræðinni þá er Arsenal í sterkasta pottinum, en ekki Man City.
Pottur 2
- Valencia
- Benfica
- Shakhtar Donetsk
- Zenit St Petersburg
- Schalke
- Manchester City
- Braga
- Dynamo Kiev.
Það er ekki séns að lenda með City, þannig að helst myndi ég vilja sleppa við Benfica, við vitum afskaplega vel hversu sterkir þeir eru. Best væri að fá Braga eða Schalke og sleppa þannig við vetrarferðir til Austur-Evrópu.
Pottur 3
- Olympiakos
- Ajax
- Anderlecht
- Juventus
- Paris St Germain
- Galatasaray
- Lille
- Spartak Moscow.
Ekki vitund slakari pottur en númer 2. Hér viljum við alls ekki Juventus og Paris St Germain, þó svo Frakkarnir hafi nú ekki verið sannfærandi í frönsku deildinni undanfarið. Lille, Anderlecht eða Olympiakos takk fyrir.
Pottur 4
- Borussia Dortmund
- BATE Borisov
- Dinamo Zagreb
- Malaga
- Montpellier
- FC Nordsjælland
- Celtic
- CFR Cluj.
EKKI DORTMUND TAKK FYRIR! Þó svo Man Utd hafi keypt Kagawa af þeim þá eru Dortmund ógnar sterkir og alls ekki völlur sem við viljum heimsækja. Restin skiptir mig ekki máli svo framarlega sem við fáum ekki Dortmund.
Annars kemur þetta allt í ljós seinni partinn í dag. Ég ætla að taka nokkur símtöl og sjá hvort ég get ekki fengið Barcelona, Man City, Juventus og Dortmund saman í riðil.