• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Barcelona

Meistaradeild Evrópu

Barcelona 3:0 Manchester United

Runólfur Trausti skrifaði þann 16. apríl, 2019 | 26 ummæli

Manchester United datt í kvöld úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir átakanlegt tap á Nývangi í Katalóníu. Lokatölur leiksins 3:0 Barcelona í vil og því samtals 4-0 þar sem Börsungar unnu 0-1 útisigur á Old Trafford fyrir sex dögum síðan. Lionel Messi skoraði fyrstu tvö mörk leiksins með skömmu millibili í fyrri hálfleik og fyrrum Liverpool leikmaðurinn Philippe Coutinho skoraði með góðu skoti í síðari hálfleik án þess að leikmenn United gætu rönd við reist. Lesa meira

Efnisorð: Barcelona 26
Meistaradeild Evrópu

Barcelona á morgun | Tekst Ole aftur það ómögulega á Nývangi?

Runólfur Trausti skrifaði þann 15. apríl, 2019 | 1 ummæli

Þann 26. maí verða slétt 20 ár síðan Ole Gunnar Solskjær skoraði markið sem kom honum endanlega í sögubækur Manchester United. Þann 26. maí verða slétt 20 ár síðan Solskjær renndi sér á hnjánum í átt að stuðningsmönnum Manchester United sem hver einn og einasti í einhverri mestu sæluvímu sem fyrirfinnst. Þann 26. maí verða slétt 20 ár síðan Manchester Untied bauð upp á eina ótrúlegustu endurkomu knattspyrnusögunnar. Lesa meira

Efnisorð: Barcelona Meistaradeild Evrópu Nývangur Ole Gunnar Solskjær 1
Meistaradeild Evrópu

Risaleikur á Old Trafford – Barcelona í heimsókn

Björn Friðgeir skrifaði þann 9. apríl, 2019 | Engin ummæli

Það er risaslagur á morgun. Eitt af þremur bestu liðum Evrópu síðustu tíu árin kemur í heimsókn. Besti leikmaður í heimi leikur á móti besta miðverði í heimi, af þeim miðvörðum sem heita Chris Smalling.

Já það er örlítið öðruvísi stemming en oft áður þegar United og Barcelona mætast. Síðustu tvö skipti var það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2009 þegar brugðið hefði getað til beggja vona, en Barcelona vann og svo 2011 þegar Barcelona sýndi mátt sinn og megin og vann auðveldlega. Þar á undan var það auðvitað Paul Scholes sem smellti United í úrslitaleikinn 2008, sællar minningar. Það er ekki hægt annað en að mæla með grein Rob Smyth um fyrri viðureignir liðanna, þar er margt konfektið! Lesa meira

Efnisorð: Barcelona Jesse Lingard Marcus Rashford 0
Meistaradeild Evrópu

Manchester United mætir Barcelona í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar

Björn Friðgeir skrifaði þann 15. mars, 2019 | 1 ummæli

Áðan var dregið í Meistaradeildinni og Manchester United mætir Barcelona 10. og 16. apríl!

Heimaleikurinn er 10. apríl og útileikurinn viku síðar.

Ef United vinnur bug á Barca, bíður Liverpool, nú eða Porto í undanúrslitum

Hinu megin mætir Tottenham Manchester City, og Ajax keppir við Juventus.

Leikjaplanið í apríl verður þá einhvern veginn svona

2. apríl – Wolves (Ú)
6. apríl – Bikarundanúrslit ef við vinnum Úlfana á morgun.
10. apríl – Barcelona (H)
13. apríl – West Ham (H)
16. apríl – Barcelona (Ú)
21. apríl – Everton (Ú)
24. apríl – Manchester City (H)
28. apríl – Chelsea (H)
30. apríl/1. maí. Undanúrslit Meistaradeildarinnar… ef og þegar Lesa meira

Efnisorð: Barcelona 1
Æfingaleikir

Tap gegn Barca og Matic líklegur

Tryggvi Páll skrifaði þann 27. júlí, 2017 | 12 ummæli

Okkar menn spiluðu síðasta vináttuleikinn í Bandaríkjaferð undirbúningstímabilsins í nótt. Andstæðingurinn að þessu sinni var Barcelona og stilltu bæði lið upp sterki liði. Lið United var svona

Here's how we'll line up against @FCBarcelona… #MUTOUR pic.twitter.com/MvMPUFSIBA

— Manchester United (@ManUtd) July 26, 2017

Eins og sjá má á þessu tísti voru United í nýju varavarabúningunum sem eru gráir og hafa vakið mismikla lukku. Neymar, Messi, Suarez og aðrar stjörnur Barca voru í liði Spánverjanna. Lesa meira

Efnisorð: Barcelona 12
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Arsenal 3 : 2 United
  • Steve Bruce um Arsenal 3 : 2 United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress