• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Celta Vigo

Djöflavarpið

Podkast Rauðu djöflanna – 35. þáttur

Ritstjórn skrifaði þann 12. maí, 2017 | 3 ummæli

Maggi, Halldór og Björn Friðgeir settust niður og ræddu seinni leikinn gegn Celta Vigo. Einnig ræddum við José Mourinho og lauslega um leikina framundan.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:

Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum Lesa meira

Efnisorð: Celta Vigo Jose Mourinho 3
Evrópudeildin

Manchester United 1:1 Celta Vigo

Halldór Marteins skrifaði þann 11. maí, 2017 | 18 ummæli

Manchester United fer í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tæpt var það, skrautlegt og dramatískt en það hafðist! Mótherjinn í Stokkhólmi verður Ajax frá Amsterdam sem tapaði fyrir Lyon í kvöld en vann viðureignina samanlagt 5-4.

 

Byrjunarliðið hjá Manchester United í kvöld var:

20
Romero
36
Darmian
17
Blind
3
Bailly
25
Valencia
6
Pogba
21
Herrera
27
Fellaini
22
Mkhitaryan
19
Rashford
14
Lingard

Varamenn:

De Gea, Jones, Smalling (89′), Carrick (77′), Mata, Martial, Rooney (86′). Lesa meira

Efnisorð: Celta Vigo Eric Bailly Leikskýrslur Marouane Fellaini Old Trafford 18
Evrópudeildin

Celta Vigo kemur í heimsókn

Halldór Marteins skrifaði þann 10. maí, 2017 | 1 ummæli

Núna eru í raun bara tveir fótboltaleikir eftir af tímabilinu hjá Manchester United. Þeir eru báðir í Evrópudeildinni. Sá fyrri þeirra er annað kvöld, seinni leikurinn í undanúrslitaviðureigninni gegn spænska liðinu Celta Vigo. Þann leik verður Manchester United að klára til að komast í hinn leikinn, sjálfan úrslitaleikinn í Friends Arena í Stokkhólmi, miðvikudaginn 24. maí næstkomandi. Tímabilið stendur nú og fellur með þessum tveimur leikjum, það er allt undir. Lesa meira

Efnisorð: Celta Vigo Old Trafford Upphitun 1
Evrópudeildin

Celta de Vigo 0:1 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 4. maí, 2017 | 11 ummæli

Liðið var ekki eins og ég spáði í gær, en það var samt nákvæmlega ekkert sem kom á óvart. Að Fellaini og Lingard sé treyst í stórleik er nákvæmlega það sem við var að búast, Jones var ekki nógu góður til að fara á bekkinn og það er of mikið að hafa báða miðverðina nýstigna upp úr meiðslum.

20
S.Romero
36
Darmian
17
Blind
3
Bailly
25
Valencia
27
Fellaini
21
Herrera
14
Lingard
6
Pogba
22
Mkhitaryan
19
Rashford

Varamenn: De Gea, Smalling, Young, Carrick, Mata, Martial, Rooney

Celta de Vigo spilaði enda 4-3-3 og þétt miðja var það sem sú leikaðferð kallaði á frá United. Lesa meira

Efnisorð: Celta Vigo Leikskýrslur Marcus Rashford Paul Pogba 11
Evrópudeildin

Undanúrslit Evrópudeildarinnar á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 3. maí, 2017 | 6 ummæli

Lið Manchester United er komið til Spánar og mun á morgun etja kappi við Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, sem eins og staðan er í dag virðist besta leið United að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári.

Síðustu leikir hafa sýnt að José Mourinho er líklega á þessari skoðun og hefur stillt upp sterkara liði í Evrópudeildinni en deildinni. Meiðslahrinan undanfarið hefur hins vegar sett strik í reikninginn og gert honum erfitt fyrir. En fréttir hermdu að Smalling, Jones, Bailly og Pogba æfðu allir í morgun og Duncan Castles sem öðrum blaðamönnum fremur ku tengdur José segir að reiknað sé með Bailly og Pogba á morgun. Við stillum því upp liðinu svona Lesa meira

Efnisorð: Celta Vigo Chris Smalling Iago Aspas Paul Pogba Phil Jones 6
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Steve Bruce um United 2:0 Nottingham Forest
  • Helgi P um United 2:0 Nottingham Forest
  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress