• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Chelsea

Enska úrvalsdeildin

Chelsea 0:2 Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 17. febrúar, 2020 | 17 ummæli

Manchester United sigraði Chelsea í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Munurinn á liðunum fyrir þennan leik var sex stig en United hefur fengið ótalmörg tækifæri til að saxa á forystu eða hreinlega fara yfir Chelsea í deildinni. Oftar en ekki hitti það þannig á að liðin töpuðu oft stigum á sama tíma og má því segja að Chelsea hafi verið að græða á því í vetur hvað Arsena, United og Tottenham hafa verið slök. Lesa meira

Efnisorð: Chelsea Leikskýrsla Leikskýrslur 17
Enska úrvalsdeildin

Manchester United fer til Stamford Bridge

Magnús Þór skrifaði þann 16. febrúar, 2020 | 6 ummæli

Annað kvöld fer fram þriðja viðureign Manchester United og Chelsea. Fyrsti leikur liðanna tímabilinu fór fram á Old Trafford þar sem United sigraði 4:0 og gaf stuðningsfólki falska von um tímabilið framundan.

Gengi liðanna hefur verið ólíkt frá því. Chelsea er meira og minna búið að sitja í 4. sæti deildarinnar þrátt fyrir næg tækifæri fyrir United að saxa almennilega á forystuna. Svo slæmt hefur þetta verið í síðustu umferðum að United situr nú í 9. sæti og er sex stigum á eftir Chelsea og  fimm stigum á eftir Tottenham sem læddist í dag uppí 5. sætið. Sigur á morgun er lífsnauðsynlegur sérstaklega ljósi þess að möguleiki er á því að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeild Evrópu í kjölfar dóms UEFA á Manchester City. En það koma fljótlega í ljós. Lesa meira

Efnisorð: Chelsea Upphitun 6
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 4:0 Chelsea

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 11. ágúst, 2019 | 12 ummæli

Í dag mætti United í fyrsta leik tímabilsins en mótherjar dagsins voru lærisveinar Frank Lampard í Chelsea. Þetta var frumraun Lampard sem stjóri í ensku Úrvalsdeildinni. Ole Gunnar Solskjær stillti upp í 4-2-3-1 eins og í hart nær öllum leikjum undirbúningstímabilsins með Paul Pogba og Scott McTominay fyrir aftan Andreas Pereira á miðjunni. Gífurlega ungt lið United steig út á völlinn í dag en meðalaldur útileikmanna náði ekki 24 árum. Leikurinn var sá síðasti í fyrstu umferðinni en öll hin stóru liðin tóku 3 stig úr sínum leikjum og því enn mikilvægara að ná í öll þrjú stigin úr þessum leik fyrir bæði liðin. Lesa meira

Efnisorð: Aaron Wan-Bissaka Anthony Martial Chelsea Harry Maguire Marcus Rashford 12
Enska úrvalsdeildin

Manchester Utd 1:1 Chelsea

Magnús Þór skrifaði þann 28. apríl, 2019 | 20 ummæli

United stimplaði sig út úr baráttunni um 4. sætið í dag. Liðið byrjaði leikinn mjög vel og skoraði Juan Mata laglegt mark eftir gott samspil liðsins. Undir lok hálfleiksins gerði De Gea enn ein mistökin sem urðu til þess að Chelsea náði að jafna þennan leik. Þetta virtist slökkva alveg í þessu liði sem hefur andlegan styrk á við plastpoka. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og ákvað dómari leiksins að vera í stíl. Marcus Rojo var mjög heppinn að fá ekki rautt spjald en hann átti tvær ljótar tæklingar í leiknum. 1:1 jafntefli staðreynd í döprum fótboltaleik. Lesa meira

Efnisorð: Chelsea Leikskýrsla Leikskýrslur 20
Enska úrvalsdeildin

United tekur á móti Chelsea

Magnús Þór skrifaði þann 27. apríl, 2019 | 2 ummæli

Eftir rosalega svekkjandi úrslit og frammistöður undanfarið er komið að enn einum leiknum sem verður að sigrast. Chelsea liðið er eitt af þessum liðum sem eru að berjast um þessi 3-4 sæti við Tottenham, Arsenal og United. Í raun er þetta Chelsea lið það eina sem virðist eiga raunhæfa möguleika á að ná Tottenham. Gengi United hefur verið skelfilegt frá seinni leiknum gegn PSG og eru hveitabrauðsdagarnir hvergi í sjónmáli. Lykilmenn liðsins hafa verið að bregðast í síðustu leikjum og þegar menn eins og David de Gea eru farnir að gera regluleg mistök er fokið í flest skjól. Lesa meira

Efnisorð: Chelsea Upphitun 2
  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Page 4
  • Interim pages omitted …
  • Page 11
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress