• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

FC Midtjylland

Evrópudeildin

Manchester United 5:1 FC Midtjylland

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. febrúar, 2016 | 24 ummæli

Liðið sem United stillti upp í þessum leik var algerlega til komið vegna meiðsla, nær allir leikmenn sem voru heilir spiluðu. Til að auka enn á meiðslavandræðin meiddist Anthony Martial aftan í læri í upphituninni og á síðustu stundu varð ljóst að Marcus Rashford myndi leika eftir það sem einungis James Wilson hafði gert áður og spilað með öllum aldurshópum á einni leiktíð, U-18, U-19, U-21 og aðalliðunu. Lesa meira

Efnisorð: FC Midtjylland Leikskýrslur 24
Evrópudeildin

Duga eða drepast? FC Midtjylland kemur á Old Trafford

Tryggvi Páll skrifaði þann 24. febrúar, 2016 | 1 ummæli

Jæja, þá er það taka tvö í hinni ævintýralegu Evrópudeild. Risarnir frá Danmörku mæta til leiks á morgun eftir að hafa skellt okkar mönnum á heimavelli í ansi döprum leik af hálfu United-manna.

Eins og minnst var á í upphitun okkar fyrir fyrri leikinn er FC Midtjylland ekki þetta venjulega knattspyrnulið heldur leggja eigendur, stjórnendur og þjálfarar mikla áherslu á notkun tölfræði. Hún leiðbeinir mönnum um hvaða leikmenn geta passað inn í félagið alveg niður í það hvernig á að taka aukaspyrnu. Lesa meira

Efnisorð: FC Midtjylland Upphitun 1
Evrópudeildin

FC Midtjylland 2:1 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 18. febrúar, 2016 | 27 ummæli

Meiðslasaga United hélt áfram áður en leikurinn einu sinni byrjaði: De Gea meiddist í upphituninni og Romero byrjaði leikinn.

20
Romero
17
Blind
33
McNair
12
Smalling
37
Love
21
Herrera
16
Carrick
7
Memphis
8
Mata
35
Lingard
9
Martial

Varamenn voru Romero, Poole, Riley, Pereira, Schneiderlin, Weir og Keane

Bæði lið byrjuðu vel, og Memphis var frískur hjá United, vann t.a.m. Horn sem Mata fékk ágætis færi úr. Midtjylland fengu síðan enn betra færi, úr föstu leikatriði auðvitað. Kian Hansen átti fínan skalla eftir horn en Romero varði frábærlega. Carrick hreinsaði síðan frá. Lesa meira

Efnisorð: FC Midtjylland Leikskýrslur 27
Evrópudeildin

FC Midtjylland á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 17. febrúar, 2016 | 2 ummæli

Í annað skiptið síðan nýtt fyrirkomulag var tekið upp hefur United keppni í Evrópudeildinni eftir áramót eftir að hafa dottið úr Meistaradeildinni fyrir áramót. Síðast komst United í 16 liða úrslit en nú eru verðlaun fyrir sigur í Evrópudeildinni ekki bara eini alvörubikar sem Manchester United hefur aldrei unnið, heldur einnig sæti í Meistaradeildinni í haust, og það eru ansi margir sem horfa á stöðuna í deildinni og segja að þetta sé okkar eini möguleiki til þess. Lesa meira

Efnisorð: FC Midtjylland Upphitun 2
Evrópudeildin

Manchester United mætir Midtjylland í Evrópudeildinni

Björn Friðgeir skrifaði þann 14. desember, 2015 | 2 ummæli

Það er komið að því að ná sér eftir vonbrigðin gegn Wolfsburg og horfast í augu við það að United er ekki lengur í Meistaradeildinni.

Fyrir sum okkar er það huggun en önnur bölvun að fyrir vikið erum við í Evrópudeildinni. Það er oft sagt að leikur á fimmtudegi þýði tap um helgina og sum myndu vilja að United dytti sem fyrst út.

Ég ætla að leyfa mér að vera alveg ósammála! Úr því sem komið er þá er bara eitt að gera og það er að hirða einn af fáum bikurum sem aldrei hefur sést á Old Trafford Lesa meira

Efnisorð: FC Midtjylland 2

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress