• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Scott McTominay

Enska úrvalsdeildin

Barátta á Bramall Lane við nýliða Sheffield United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 23. nóvember, 2019 | 5 ummæli

Eftir annars ágætis landsleikjahlé er röðin komin að ensku Úrvalsdeildinni á nýjan leik. 13. umferð tímabilsins er að hefjast og að þessu sinni ferðast Rauðu djöflarnir til Bramall Lane þar sem nýliðarnir í Sheffield United taka á móti okkur.

Sheffield situr öllum að óvörum í fimmta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir og er stigi á undan Manchester United með 17 stig, jafnmörg og Arsenal en með betri markatölu. Sá fótboltaspekingur sem hefði haldið því fram að á þessum tímapunkti í deildinni væri Sheffield United fyrir ofan bæði okkur og Arsenal hefði eflaust verið talinn búinn að missa vitið. Lesa meira

Efnisorð: Anthony Martial Chris Wilder Dean Henderson Harry Maguire Jose Mourinho Marcus Rashford Scott McTominay Sheffield United 5
Enska deildarbikarkeppnin

Chelsea 1:2 Manchester United

Halldór Marteins skrifaði þann 30. október, 2019 | 5 ummæli

Sextán liða úrslit deildarbikarsins, Carabaodrykkjardollunnar, hófust í gærkvöldi. Þá tryggðu Leicester City, Colchester United, Everton, Manchester City og Oxford United sér áfram í 8-liða úrslit. Í kvöld bættust svo þrjú lið við í þann hóp. Aston Villa vann Úlfana 2-1 í venjulegum leiktíma en Liverpool þurfti víti til að vinna Arsenal eftir að staðan var 5-5 að loknum 90 mínútum. Að lokum var það svo Manchester United sem var síðasta liðið til að tryggja sig inn í fjórðungsúrslitin með verulega sætum 2-1 sigri á lærisveinum Franks Lampard í London. Lesa meira

Efnisorð: Marcus Rashford Scott McTominay Stamford Bridge 5
Enska úrvalsdeildin

Norwich City 1:3 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 27. október, 2019 | 10 ummæli

Byrjunarlið Manchester United var líkt því sem búist var við, Young missti ekki sæti sitt þrátt fyrir góða frammistöðu Brandon Williams gegn Partizan.

1
De Gea
16
Young
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
10
Rashford
15
Pereira
21
James
9
Martial

Varamenn: Romero, Rojo, Williams, Mata, Garner, Lingard, Greenwood

Lið heimamanna:

Krul
Lewis
Godfrey
Amadou
Aarons
Alexander
Cantwell
McLean
Leitner
Buendía
Pukki

United byrjaði svo sem þokkalega, en það var samt Norwich sem fékk fyrsta færið, góð sókn upp hægra megin, enginn United maður gerði árás á boltann og endaði með sendingu á Cantwell í miðjum teignum. Wan-Bissaka var 2 metra frá og gat engan veginn stöðvað skotið, en vildi til að það fór hátt yfir. Á engan hátt ásættanleg varnarvinna. Lesa meira

Efnisorð: Aaron Wan-Bissaka Anthony Martial Leikskýrsla Marcus Rashford Scott McTominay Tim Krul víti 10
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Arsenal

Halldór Marteins skrifaði þann 30. september, 2019 | 26 ummæli

Viðureignir Manchester United og Arsenal eru svo sannarlega ekki eins og þær voru hérna í kringum aldamótin. Það var mánudagsleg stemning hjá liðunum í kvöld þegar þau gerðu jafntefli. Enn vantar upp á hressleikann fram á við hjá United og það er ekkert skrýtið við það að United-fréttir gærkvöldsins og dagsins í dag snerust helst um hvaða sóknarmenn United ætla að reyna að fá í janúarglugganum. Lesa meira

Efnisorð: Arsenal Axel Tuanzebe Old Trafford Scott McTominay 26
Enska úrvalsdeildin

Wolverhampton Wanderers 2:1 Manchester United

Halldór Marteins skrifaði þann 2. apríl, 2019 | 20 ummæli

Það vakti strax mikla athygli þegar leikmenn Manchester United stigu út úr liðsrútunni fyrir þennan leik að hvergi var hægt að finna Rashford og Herrera meðal leikmanna. Einhverjir blaðamenn komu með þær fréttir að Rashford væri veikur en fjarvera Herrera var óútskýrð lengi framan af. Seinna breyttist þó ástæðan fyrir fjarveru Rashford úr veikinum í meiðsli. Solskjær staðfesti það svo stuttu fyrir leik að báðir leikmenn væru meiddir. Rashford er víst meiddur á ökkla. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli en þetta eru víst glæný meiðsli á hinum ökklanum. Ekki góðar fréttir. Samsæriskenningar um að Herrera væri frá vegna háværs slúðurs um að hann væri að heimta of há laun og vildi heldur fara frítt til PSG í sumar en þiggja það sem United væri tilbúið að borga honum virtust þá ekki vera réttar. En það er vonandi að meiðsli þessara leikmanna séu ekki alvarleg. Lesa meira

Efnisorð: Ashley Young Scott McTominay 20
  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Go to page 4
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
  • Helgi P um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
  • Hjöri um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
  • Gummi um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
  • Arni um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress