Pistlar

Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins: Ný Ársuppgjör

Sökum anna hefur ekki tekist að fjalla nægilega vel um yngri lið félagsins en hér að neðan verður hlaupið yfir það helsta sem hefur gerst síðustu tvo mánuðina. Einnig verður fjallað um þá leikmenn liðsins sem eru á láni.

Warren Joyce, fyrrverandi þjálfari U23 ára liðsins, yfirgaf liðið til að taka við Wigan Athletic í Championship deildinni og er Nicky Butt enn við stjórnvölin hjá U23 ára liðinu sem hefur gengið illa eftir brotthvarf Joyce. Lesa meira

Yngri liðin

Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins? 2016:3

Við höldum áfram yfirferð okkar á yngri liðum félagsins og þeim leikmönnum sem eru á láni.

Ef við byrjum á þeim leikmönnum sem eru á láni þá hefur september mánuður ekkert verið neitt sérstaklega frábær.

  • James Wilson byrjaði mánuðinn í byrjunarliðinu hjá Derby County en 0 mörk í 3 leikjum hafa komið honum á bekkinn, þó hann hafi ekki fengið að klára einn leik af þeim þremur sem hann byrjaði. Síðan þá hefur hann setið sem fastar á bekknum.
  • Adnan Januzaj var að byrja alla leiki en Sunderland eru þrátt fyrir það með allt niðrum sig. Þrátt fyrir að vera eini ljósi punkturinn fyrir utan markvörð Sunderland í 1-0 tapi gegn Tottenham tókst Januzaj að láta reka sig af velli. Ofan á það tókst honum að meiðast á ökkla í átakanlegu tapi Sunderland gegn Crystal Palace á dögunum.
  • Cameron Borthwick-Jackson hefur eflaust átt besta mánuðinn en Wolves geta ekki unnið leik án hans. Með hann í vinstri bakverðinum unnu þeir til að mynda Newcastle en töpuðu svo án hans 4-0 gegn Barnsley.
  • Andreas Pereira hefur byrjað alla leikina hjá Granada í spænsku deildinni en því miður hefur Granada ekki enn unnið leik. Pereira er aðallega að spila á vinstri vængnum en tók þá einn leik á miðri miðjunni hjá þeim. Hér má svo sjá highlights úr leiknum hjá Pereira gegn Eibar.
  • Guillerme Varela meiddist í september og verður frá í 3-4 mánuði og munum við því lítið heyra af honum það sem af er ári.

U23 ára liðið

Liðið hefur átt mjög misjöfnu gengi að fagna í mánuðnum. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City. Matty Willock kom United yfir.

Eftir það unnu þeir Derby Derby 3-2 með tveimur mörkum frá Scott McTominay og Josh Harrop. Lesa meira

Pistlar

Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins?

Í fyrra var mikið ritað og rætt um yngri lið Manchester United, u18 ára liðið eða akademían gekk í gegnum ýmsar breytingar og u21 lið félagsins vann deildina, í þriðja skiptið á fjórum árum. Í dag er Nicky Butt tekinn við af Paul McGuinness sem þjálfari akademíu liðsins ásamt því að vera yfir allri starfsemi sem við kemur unglingum félagsins, á meðan er Warren Joyce ennþá þjálfari u23 liðsins enda búinn að skila bikurum í hús og leikmönnum í aðalliðið. Lesa meira