Stekkjarstaur kom fyrstur
stinnur eins og tré
Af leikmönnum United síðari áratuga hafa fáir átt í meiri vandræðum með fæturna á sér en Louis Saha, og ef til vill er þa rangnefni að láta hann standa undir nafni Stekkjarstaurs í jólasveinadagatali Rauðu djöflanna. Ef hefði hann haft alvöru staurfætur hefði hann kannske meiðst sjaldnar!
Saha kom til Manchester United í janúar 2004 frá Fulham og kostaði 12,4 milljónir punda. Hann skoraði 7 mörk í tólf leikjum það sem af lifði tímabilinu og stóð sig vel. En næstu fjögur árin voru saga meiðsla. Hann missti af stórum hlutum af hverju einasta tímabili og þó hann stæði sig oft vel þegar hann kom inn í liðið var saga hans hjá United að miklu leyti saga vonbrigða.
Besta tímabil hans hjá United var 2005/6 þegar hann kom seint til leiks eftir meiðsli en náði meira að segja að slá Van Nistelrooy út úr liðinu um tíma. Hann átti síðan að taka sæti hans árið eftir en enn og aftur hrjáðu hann meiðsli. Ferli hans hjá United lauk sumarið 2008 þegar hann var þritugur og seldur til Everton
Saha skoraði 28 mörk í 86 deildarleikjum og alls 42 mörk í 124 leikum sem getur varla talist frábært fyrir þvottekta senter. En svo skrýtið sem það er nú mun ég sjálfur alltaf minnast hans sem baneitraðs markaskorara sem hefði átt mun betri feril með United ef hann hefði bara haft almennilega fætur…
McNissi says
Talandi um (efnilega) markaskorara, þá datt ég inná þetta hér, listi yfir mörk United í öllum keppnum á þessu tímabili:
http://www.teamtalk.com/manchester-united/top-scorers
Sem MIKILL aðdáandi Chicharito… sbr. nafn hans á treyjunni minni, þá skil ég bara ekki af hverju í andskotanum Welbeck er búinn að fá að spila fleiri leiki!?!?!?
Chicharito: 9 mörk í 18 leikjum = 0,5 mörk á leik
Welbeck: 1 mark í 20 leikjum = 0,05 mörk á leik
Ég veit að Baunin er ekki búinn að sýna mikið þegar hann byrjar leiki og kannski er bara best að nota hann sem varamann. En ef valið stendur á milli hans og Welbeck um hvor á að fá meiri spiltíma þá held ég að tölfræðin hér fyrir ofan velji Mexíkóann sjálfkrafa!
Jóhannes says
Frábær leikmaður og ég hélt alltaf mikið uppá hann. Leiðinlegt að hann náði ekki þessum hæðum með Man Utd eins og maður var að vonast til. Frábær leikmaður með mikla hæfileika og ég er viss um að ferill hans hjá Man Utd hefði orðið farsæll ef ekki hefði orðið fyrir þessi tíðu meiðsli.
Héðinn says
McNissi: Ástæðan fyrir því að Welbeck er búinn að spila meira er einfaldlega sú að hann hefur verið að spila mikið úti á kanti. Það er staða sem Chicharito getur alls ekki spilað. Þegar vantar leikmann upp á topp myndi ég yfirleitt velja Chicharito framyfir Welbeck, en úti á kanti kemur bara annar þeirra til greina.
Snorkur says
Minning mín um Saha er eins .. markaskorari sem fáir geta stoppað en alltaf meiddur.. svo tölfræðin kom mér aðeins á óvart :)
McNissi: er sammála með að Baunin er alltaf líklegri til að skora en Welbeck .. þetta eru hins vegar svo ólíkir leikmenn. Baunin hefður hraða og auga fyrir mörkum meðan Welbeck hefur leikskilning og tækni auk þess sem hann sinnir varnarhlutverki mun betur.
Það verður því að horfa á andstæðinga og leikaðferð …. í dag hefur framherji oftar en ekki mun stærra hlutverk en að skora mörk
Stefan says
Sammála Snorki, Welbeck kom inná í nokkrar mín á móti City, vann 2 mikilvæga bolta á þeirra vallarhelmingi og við enduðum á að skora.
Welbeck er frábær og á eftir að sýna sig meira
Ingvar J says
Ekki alveg að ná, ef þetta er byggt á meiðslum, af hverju Owen Hargreaves er ekki frekar en Saha. Keyptur á meiri pening og spilaði 39 leiki í það heila á fjórum árum, stóð sig reyndar mjög vel á fyrsta árinu. En þetta er auðvitað bara upp á gamanið, svona listar
Ætla síðan að giska að meistari Scholes verði stúfur :-) Algjör jólasveinn þegar hann fer í sinn tæklingarham
Björn Friðgeir says
Ingvar: Hargreaves meiddist bara einu sinni og var meiddur eftir það :)
En, án gríns? Þetta er álíka vísindalegt og jólasveinarnir. Þetta er til að hafa gaman að, ekki til að ‘ná’.
siggi United maður says
ég ætla bara að monta mig smá: eftir 27 tíma legg ég af stað til Manchester. Ég vona að Fergie nái að hamra í sína menn hvaða stuðningsmenn fögnuðu í smettið á okkur þegar City vann í fyrra. Jú, Sunderland. Ég er svo viss um að Fergie er svo tapsár og hefnigjarn að hann spilar á sínu sterkasta og við vinnum stórt. Draumalið til að sjá þegar ég fer á völlinn: De Gea, Evra, Vidic, Rio, Rafael…Valencia, Young, Carrick, Cleverley…Persie, Rooney. Mega mín vegna vera 3-0 yfir í hálfleik og setja Giggs, Scholes, Hernandes inn á. Síðasti séns á sjá þessa gömlu, og ég hef aldrei farið að sjá þá. Get ekki beðið. Hernandes má svo setja 4 í 7-0 sigri. GGMU.
ellioman says
Éttu skít Siggi! :)
Góða skemmtun, skilaðu kveðju til Ferguson frá mér.
ellioman says
Er ekki rétt munað hjá mér að Rooney sagði nýlega að honum þótti best að spila með Saha þarna frammi? Þvílík synd hvað meiðsli skemmdu ferilinn hjá honum, ég er nokkuð viss um að hann væri enn að spila fyrir okkur ef hann hefði ekki meiðst svona mikið.
Hér er vídeó sem sýnir öll mörkin hans fyrir United
http://www.youtube.com/watch?v=klUf2y4pXfU
siggi United maður says
Saha hefði orðið einn af allra bestu strikerum United ef ekki hefði verið fyrir öll þessi meiðsli. Þvílíkur leikmaður þegar hann var upp á sitt besta. En þetta er þetta sama gamla ef og hefði…