Hull City 0:0 Manchester United

skrifaði þann 24. maí, 2015

Mikið óskaplega var þetta leiðinlegt.

Leikskýrslan kemur síðar.

Liðin voru svona:

32
Valdes
5
Marcos Rojo
12
Smalling
4
Jones
25
Valencia
7
Di María
17
Blind
21
Herrera
18
Young
8
Mata
10
Rooney

Varamenn: Lindegaard, McNair, Blackett, Fellaini, Januzaj, van Persie, Wilson

Lið Hull lítur þannig út.

Harper
McShane
Dawson
Chester
Brady
Quinn
Huddlestone
Meyler
Elmohamady
Jelavic
N'Doye

Falcao fær ekki samning

skrifaði þann 24. maí, 2015

Blaðamaður Telegraph, Mark Ogden greinir frá því í dag að Louis van Gaal hafi tekið þá ákvörðun um að Radamel Falcao verði ekki áfram hjá félaginu á næsta tímabili. Eins og allir vita var hann á árslánssamningi frá Monaco og viðræður hafa staðið yfir á milli Monaco, United og umboðsmanns hans Jorge Mendes um áframhaldandi veru Falcao hjá félaginu.

Fréttirnar eru að auki í öllum helstu miðlum, s.s. Manchester Evening News og Daily Fail og má því alveg líta á þetta sem staðfest.

Antonio Valencia kvaddi El Tigre með Instagram færslu í gær

ValenciaFalcao

Koma Falcao var veðmál, það var vitað frá upphafi og jafnvel þó svona hafi farið þá var það veðmál sem var þess virði að taka. Það var leitt að Falcao gat ekki sýnt sitt rétta andlit á Old Trafford en hann fær nú tækifæri til þess annars staðar

Tímabilinu lýkur á morgun

skrifaði þann 23. maí, 2015

Hull City - Manchester United MediumÞað er erfitt að vera spenntur fyrir leiknum á morgun þegar United fer í heimsókn til Hull. Jú, þessi leikur skiptir reyndar öllu máli fyrr vin okkar Steve Bruce og hans menn í Hull, en það á enginn von á öðru en að Hull falli. Til að svo verði ekki þarf Hull að vinna og Newcastle að tapa. Og Louis van Gaal er ekkert að fara að tapa viljandi á morgun

Það yrði reyndar verulega magnað ef Newcastle félli, þeir hafa fengið 1 stig í síðustu 10 leikjum og ekki unnið leik frá í febrúar. Það voru hins vegar Leicester sem bjargaði sér snilldarlega, Hull hefur ekki verið jafn duglegt að hala inn stig og því kemur það í hlut United að fella þá á morgun.

Það er að litlu að keppa fyrir United, ef svo fer að United vinnur og Arsenal tapar á heimavelli gegn West Brom þarf samt átta marka sveiflu til að United nái þriðja sætinu og við getum því alveg afskrifað það.

Van Gaal hefur gefið út að hann muni mæta með sitt sterkasta lið en leikmenn hafa að litlu að keppa. Þeir sem eru á leiðinni burt af Old Trafford vita það flestir og leikurinn á morgun mun litlu breyta þar um, enda verða þeir ekki með.

Liðið á morgun verður líkt liðinu gegn Arsenal.

1
De Gea
5
Marcos Rojo
4
Jones
12
Smalling
25
Valencia
31
Fellaini
17
Blind
21
Herrera
18
Young
8
Mata
10
Rooney

Hull er búið að tapa síðustu fjórum leikjum, þrir þeirra reyndar erfiðir gegn Tottenham, Arsenal og Liverpool, en þeir þurfa að lita á tapið gegn Burnley sem leikinn sem sendi þá niður. Í síðasta leik gegn Tottenham voru þeir líka afskaplega slakið. Kókaínneysla Jake Livermore var síðan ekki til að bæta ástandið.

Það eru afskaplega fáir í Hull liðinu sem við þurfum að hafa áhyggjur af, Nicola Jelavic hefur verið slakur. Vörnin hjá Hull gæti kannske staðið í okkar mönnum ef við höldum áfram að ströggla gegn liðum sem pakka í vörn en ég hef fulla trú á okkar mönnum. Liðið mun enda leiktíðina með stæl og skora nokkur mörk.

Leikurinn hefst kl 2 á morgun.

Djöfullegt lesefni: 2015:18

skrifaði þann 21. maí, 2015

Rauðu djöflarnir

United

Leikmenn

Ýmislegt

Leikmannaslúður

Myndband vikunnar

Lag vikunnar

Mars Volta – „L’Via L’Viaquez“

Besta ræða ársins á lokahófinu í gær

skrifaði þann 20. maí, 2015

Það fór ekki framhjá neinum á Twitter að í gær hittust leikmenn United og margir fleiri í lokahófi félagsins.

Það kom fátt á óvart við verðlaunin.

Axel Tuanzebe var valinn bestur U-18

Andreas Pereira var valinn bestur U-21

Mark Juan Mata gegn Liverpool var auðvitað Mark ársins

og bæði leikmenn og stuðningsmenn völdu David De Gea leikmann ársins

En þetta féll allt í skuggann fyrir

Ræðu Louis van Gaal