LA Galaxy 0:7 Manchester United

skrifaði þann 24. July, 2014

Þetta var ekki flókið.

Fyrsta byrjunarlið Louis van Gaal var svona:

Screen Shot 2014-07-24 at 02.23.33

Á bekknum voru allir leikmenn sem fóru með í þessa ferð fyrir utan Chicharito sem mætti til leiks á þriðjudaginn.

Lesa meira

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins – LA Galaxy

skrifaði þann 23. July, 2014

Það styttist í upphafið á tímabilinu, fyrsti leikurinn á undirbúningstímabilinu er í nótt á þeim kristilega tíma 03.06. Enn hefur ekki fundist skýring á þessum 6 mínútum Skýringin er komin, sjá athugasemdir. Louis van Gaal hélt blaðamannafund í nótt og talaði um hvað hann væri svakalega ánægður með leikmenn sína:

I have to say that it has been fantastic. Maybe you think every trainer coach will say that when they are new, but I mean it. The players are very anxious to do what I say and follow the instructions of my assistants. The focus of what I have seen in training sessions is top level, but we have to see if the performances are also top level.

Menn hafa verið að æfa nokkuð stíft undanfarna daga í undirbúningi fyrir leikinn og það virðist almennt vera gaman hjá leikmönnum liðsins og ekki síst hjá nýja stjóranum. Van Gaal var t.d. svo ánægður með þessa hornspyrnu frá Wayne Rooney að hann gaf stórt og mikið knús. Jákvæð styrking og allt það:


Gamli var jafnframt ánægður með Chris Smalling og Phil Jones þegar þeir settu boltann í netið á skotæfingu og öskraði kallinn „Defenders who score, Defenders who score!“ Hann virðist bara almennt vera í mjög góðu skapi og ánægður en þetta hafði hann að segja um Ryan Giggs:

First of all, we have my assistant manager Ryan Giggs and I’m very pleased with him. I talked with him before I signed. Your first impression is always important and that was very good, and now the impression is still improving because I know him better.

Hann var þó minna ánægður með allt þetta ferðalag sem liðið er á en í þessar æfingarferð ferðast liðið um öll Bandaríkin. Leikið er í Los Angeles, Denver, Detroit, Washington og mögulega Miami. Van Gaal sagði það á blaðamannafundinum að hann hefði fengið það í gegn að næsta ferð yrði styttri og með minni ferðalögum. Gaman að sjá að hann er að hrista aðeins upp í félaginu en hann hefur líka fengið það í gegn að tveir vellir á æfingarsvæði United verði lagðir með sama undirlagi og er á Old Trafford og að eitthvað verði gert til þess að hefta vindinn sem leikur um æfingarsvæði United.

Leikurinn í kvöld er gegn La Galaxy og til þess að segja liðinu frá andstæðingum í nótt mætti David Beckham á svæðið og heilsaði upp á mannskapinn:

becks

Skyndilega breyttust allar stjörnunar í United í smástráka, sérstaklega þeir spænsku:

Hvað um það, aðeins um leikinn í nótt. Van Gaal sagði að leikmenn væru að venjast því að taka tvær æfingar á dag og að sumir væru greinilega ekki vanir því:

It might not be what they’re used to but double sessions are normal for me. I have the impression that, for some players, it’s very difficult.

  Það virðist þó allt snúast um æfingar með boltann skv. blaðamanni Guardian sem er ágætis tilbreyting frá síðasta þjálfara:

Það er svosem ekki skrýtið að menn séu ekki alveg í fullu formi nýkomnir úr sumarfríi. Jafnframt má reikna með að menn séu að taka vel á því enda ættu menn að vera ólmir í sanna sig fyrir nýjum stjóra. Van Gaal er væntanlega ekki með fullmótað lið í huga fyrir veturinn og því tækifæri fyrir leikmenn til að vinna sig inn í myndina hjá Van Gaal. Manni finnst þó líklegt að þjálfararnir róteri hópnum vel í þessum leik og margir fái tækifæri.

Aðeins um andstæðingana í nótt. MLS-deildin er rétt rúmlega hálfnuð og liðsmenn Galaxy því væntanlega í hörkuformi, liðið er ágætis róli í Vesturdeildnni en MLS-deildin skiptist í Vestur- og Austurdeild og fara fimm efstu liðin í hvorri deild í úrslitakeppnina. Svolítill NBA-bragur yfir þessu hjá Kananum. Galaxy situr 4. sæti vesturdeildarinnar og er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni við liðin fyrir neðan:

Screen Shot 2014-07-23 at 19.36.40

Maður kannast ekki við marga leikmenn LA Galaxy, Robbie Keane er ennþá þarna og Landon Donovan finnst best að vera stóri laxinn í litlu tjörninni. Bruce Arena, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna heldur svo um stjórnartaumana. Bandaríkjamönnum þykir fátt skemmtilegra en POWER RANKINGS og þar sitja Los Angeles-menn í 7. sæti eftir 5-1 sigur á New England og 2-1 tap gegn Kansas City. Þetta er því ágætis lið sem við erum að fara að mæta og það verður gaman að sjá hvernig leikmenn okkar, verandi nýbyrjaður á undirbúningstímabili spila gegn fullfrísku liði LA Galaxy.

Leikurinn fer fram á Rose Bowl, risastór völlur sem er þekktastur fyrir það að þar var spilaður úrslitaleikur HM 1994. Eitthvað sem Roberto Baggio vill líklega gleyma sem fyrst.

Fyrir leikinn eru tvær spurningar sem brenna á flestum. Hver fær að bera fyrirliðabandið í fyrsta leiknum og hvernig mun Louis van Gaal stilla upp liðinu?

Þessi hér giskar á Darren Fletcher og ég held að Van Gaal komi mönnum á óvart með því að stilla up 3-5-2. Ef svo er gæti liðið litið svona út:

De Gea

Evans Jones Smalling

Rafael        Shaw

Herrera Fletcher(c)

Mata

Rooney Welbeck

Við fylgjumst með leiknum og vonum að sem flestir geri það. Hann hefst eins og áður sagði klukkan 03.06 í nótt og er í beinni á MUTV og líklega víðsvegar á netinu. Sjáumst í nótt!

United í Bandaríkjunum

skrifaði þann 22. July, 2014

Louis van Gaal sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi að hann vildi sjá hópinn að störfum og hvernig hann gæti aðlagað sig að hugmyndum sínum um hvernig eigi að spila knattspyrnu áður en að félagið færi að kaupa nýja leikmann og losa sig við gamla. Hann hefur nú tekið nokkrar æfingar með liðinu og er væntanlega farinn að fá grófa mynd af því hvernig hlutirnir líta út. Menn hafa talað um hversu ánægðir þeir eru með van Gaal, bæði Wayne Rooney og Ed Woodward hafa talað um að þeir séu hrifnir af honum. Á aðfaranótt fimmtudags byrjar svo ballið þegar liðið spila við LA Galaxy í Los Angeles.

Það er ljóst að í hópnum eru nokkrir leikmenn sem þurfa að sanna sig og aðrir leikmenn sem vonast til þess að grípa tækifærið. Hópurinn í Bandaríkunum lítur svona út:

Wayne Rooney mun væntanlega reyna að sýna fram á það að hann sé vænlegt fyrirliðaefni. Robin van Persie er fjarverandi en margir telja hann vera fyrsta kost Louis van Gaal sem nýr fyrirliði. Rooney mun því væntanlega nýta þess ferð til að sýna að hann sé leiðtogi í hópnum.

Shinji Kagawa, Marouane Fellaini, Nani, Tom Cleverley og Ashley Young hafa allir verið orðaðir við það að vera á förum frá félaginu. Í fjarveru Michael Carrick fá þeir félagar Cleverley og Fellaini tækifæri til að láta ljós sitt skína. Nani og Young berjast um vinstri kantstöðuna en í þeirri stöðu gætu Mata verið á undan í göggunarröðunni sem skapar tækifæri fyrir Kagawa sem fremsti maður í þriggja manna miðju.

Félagið hefur svo að undanförnu verið sterklega orðað við nýjan miðvörð og hafa Vermaalen og Hummels helst verið nefndir. Þeir félagar Smalling, Jones og Evans eru líklega klárir í að sýna fram á að nú sé þeirra tími kominn eftir að hafa verið í skugganum á Rio og Vidic í of langan tíma.

Með í för eru svo nokkrir yngri leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar á aðalliðinu og hafa nokkrir þeirra ágætis tækifæri á að vinna sér inn sæti í hópnum fyrir veturinn. Eftir að Patrice Evra fór til Juventus er ljóst að Luke Shaw verður bakvörður nr. 1 í vetur en fyrir þá Reece James og Tyler Blackett er þetta fullkomið tækifæri til að sýna að þeir geti verið varaskeifa hans í vetur og það sé óþarfi að blæða í nýjan vinstri bakvörð en undanfarið hefur félagið verið orðað við Ricardo Rodriguez og Daley Blind. Michael Keane gæti svo gert atlögu að því að verða fjórði miðvörður í vetur með góðri frammistöðu í Bandaríkjunum.

Reece James undir vökulum augum Louis van Gaal

Reece James undir vökulum augum Louis van Gaal

Jesse Lingard og Will Keane spila framar á vellinum, akkúrat í þeim stöðum þar sem breiddin er mest. Lingard er framliggjandi miðjumaður og Keane framherji. Þeirra verkefni á þessu ferðalagi verður að komast framfyrir Kagawa og Hernandez í goggunarröðinni. Með góðri frammistöðu gæti það verið vel mögulegt fyrir þá enda afar vel skrásett hvað Louis van Gaal leggur mikla áherslu á að vinna með leikmenn sem aldir eru upp hjá því félagi sem hann starfar hjá.

Það verður einnig gaman að fylgjast með van Gaal og hvernig hann leggur línurnar. Við munum fá að sjá forsmekkinn af því hvernig hann mun stilla upp liðinu fyrir komandi átök í vetur. Meirihluta síns feril hefur hann notast við 4-3-3 og við búumst við því að það sé sú uppstilling sem hann muni nota í vetur. Á HM sáum við hann þó stilla upp í 5-3-2/3-5-2 og það verður afskaplega gaman að sjá hvort að hann stilli United-liðinu þannig upp enda eitthvað sem við erum alls ekki vön að sjá á Old Trafford. Van Gaal kvartaði undan æfingarsvæði United um daginn og meðan hópurinn er í Bandaríkjunum hefur hann fengið það í gegn að tveir vellir á svæðinu verði lagðir með sama grasi og er á Old Trafford svo að best sé hægt að líkja eftir aðstæðum þar. Einnig eru menn að skoða hvernig bregðast megi við kvörtunum hans um að Aon Training Complex sé of vindasamur staður. Smáatriðin, sjáiði til. Þvílíkur fagmaður.

Í Bandaríkjunum eru á dagskránni fjórir leikir, mögulega 5. Í þessari æfingarferð tekur félagið þátt í Chevrolet Cup þar sem liðið spilar gegn LA Galaxy og svo International Champions Cup þar sem 8-lið taka þátt. Við erum í A-riðli með Roma, Inter og Real Madrid. Í B-riðli eru Manchester City, Liverpool, Olympiakos og AC Milan. Sigurvegararnir úr riðlunum mætast svo í úrslitaleik þann 5. ágúst. Við eigum því möguleika á að mæta erkifjendunum í City eða Liverpool strax í ágúst.

Dagskráin er svona:

Unknown

La Galaxy – Chevrolet Cup

Rose Bowl, Pasadena

24. júlí, aðfaranótt fimmtudags – kl. 03:06 að íslenskum tíma.

 

278px-AS_Roma_logo_(2013).svg

AS Roma – International Champions Cup

Sports Authority Field, Denver

26. júlí, laugardagur – kl. 20.06 að íslenskum tíma

 

 

Internazionale.svg

Inter Milan- International Champions Cup

Fed Ex Field, Washington DC.

29.júlí, þriðjudagur – kl. 23.30 að íslenskum tíma.

 

143px-Real_Madrid_CF.svgReal Madrid – International Champions Cup

Michigan Stadium, Ann Arbor

2. ágúst, laugardagur – kl. 20.06 að íslenskum tíma

 

Þann 5. ágúst spilast svo úrslitaleikur mótsins þar sem sigurvegar A- og B-riðils mætast. Sá leikur fer fram í Miami og hefst klukkan 00.00 að íslenskum tíma. Við munum fylgjast með þessum leikjum og koma með leikskýrslur úr þeim.

Eftir þetta heldur liðið svo heim á ný þar sem spilaður verður æfingarleikur við Valencia á Old Trafford þann 12. ágúst áður en tímabilið hefst þann 16. ágúst á heimaleik við Swansea.

 

Patrice Evra kvaddur

skrifaði þann 21. July, 2014

Evra fagnar

Smám saman er gamli tíminn að líða undir lok og sá nýi að ganga í garð. Eftir að Rio og Vidic hurfu á brott var Patrice Evra sá eini sem var eftir af gamla varnarmúrnum. Það hefur hinsvegar verið ljóst í nokkurn tíma að Patrice Evra væri á leið frá félaginu. Frúin vildi í burt frá Manchester, Evra sá fram á að vera varaskeifa og langaði að auki að enda ferilinn þar sem hann hófst, á Ítalíu. Við hefðum viljað sjá hann miðla Luke Shaw af reynslu sinni, ekki síst fyrst Rio og Nemanja eru báðir á braut.

Líkt og Nemanja Vidic kom Evra til félagsins í janúar 2006. Gabriel Heinze sem í skamman tíma hafði verið einn uppáhaldsleikmaður stuðningsmanna hafði fallið í ónáð og eitthvað þurfti að gera í vinstri bakvarðarstöðunni. Fyrsti leikur Evra (en þó ekki Vidic eins og missagt var í grein hér á Rauðu djöflunum fyrr í sumar) var gegn Manchester City og tapaðist 1-3.  Evra átti slakan leik og þegar Vidic kom í liðið tveim vikum síðan batnaði þetta ekkert og það má alveg vitna aftur í Vidic:

For us, the league was much quicker, the players were much stronger and in the first few weeks I found that really hard. I remember Patrice saying ‘can we succeed here? Maybe it is better for us to go back to the places we were at before. But afterwards, we start training harder and we got used to it.

Það tók þá félagana alveg þetta hálfa tímabil til að ná sér og hefðu líklega fáir búist við sumarið 2006 að við værum að kveðja þá með söknuði 8 árum síðar. Evra átti í mestu vandræðum með að koma Mikaël Silvestre úr liðinu og Gabriel Heinze var líka að berjast um stöðuna. Evra tókst ekki að gera stöðuna sína fyrr en langt var liðið á 2006-7 tímabillið. Heinze játaði sig sigraðan og var seldur til Real Madrid. Næstu ár Evra voru sigurganga. Með Rio og Vidic í miðvarðarstöðunum, Gary Neville hokinn af reynslu hægra megin og Van der Sar í markinu varð United Evrópumeistari og margfaldur deildarmeistari.

Evra með evrópubikarinnÞað var því ekki að ósekju að eftir nokkur ár hjá klúbbnum var Evra orðinn af einn af þeim sem nefndir eru fyrstir þegar kemur að því að velja vinstri bakvörð í ‘Besta United-lið allra tíma’. Það verður þó að segjast að það var alltaf að hluta til byggt á því að hann var baneitraður fram á við, en átti það af og til að hverfa þegar kom að varnarvinnunni. Það er ekki hægt að álasa honum það að ráði þegar vörnin var jafn sterk og hún var og Vidic og Ferdinand gátu sópað upp eftir hann ýmist með fullkomnum staðsetningum eða leifturhraða. Síðustu tvö árin hefur þó vörnin elst og þá hafa þessir sóknartilburðir komið oftar niður á liðinu.

Evra bítur

Það er þó ekki einn einasta United stuðningsmann að finna sem hefði ekki fremur kosið að hafa Evra eitt tímabil í viðbót, sem aðhald og kennara fyrir Shaw og sem varaskeifu ef unglingurinn tekur of mikinn tíma í að finna sig í vetur. Eitt af því sem gerði Evra að algerri hetju okkar stuðningsmanna er að hann tók félagið í hjarta sitt og varð sannur United maður. Í kveðjugrein um Evra á manutd.com er vitnað í hann frá 2010

I got a load of DVDs. About the Munich disaster and the Busby Babes, about Bobby Charlton, George Best and Denis Law, about [Eric] Cantona. The whole story of the club. You meet these people around the club and I wanted to know who they were, what they had done for the club. Out of respect. Because when you shake the hand of Sir Bobby Charlton you can feel the legend.

All the young players here need to understand the history of the club. After I watched those DVDs I realised I needed to respect the shirt. I needed to respect the story. Every time I play that is in my head: what a privilege it is to play for Manchester United. When you pull on the shirt you are pulling on history, and I say thanks to God that I play for this club.

Barátta Evra fyrir liðið og ástríða hefur margoft sýnt sig á vellinum og það var hann sem gaf okkur bestu 20 sekúndurnar á síðasta tímabili.

En það er hluti af fótboltanum að kveðja leikmenn eins og nýjum er fagnað og Patrice Evra fer með öllum okkar heillaóskum til gömlu frúarinnar í Torino. Kaupverðið er 1,2 milljónir punda og bætast þrjú hundruð þúsund ofan á ef Juve kemst í meistaradeildina næsta ár. Samningur Evra er til tveggja ára og því ekki útséð með að við fáum ekki að klappa fyrir honum í Meistaradeildarleik að ári liðnu.

Ander Herrera – fyrsta púslið í púsluspilinu

skrifaði þann 21. July, 2014

Það er 2. september 2013. Síðasti dagur félagsskipta fyrir sumargluggan 2013 er að klárast. Við stuðningsmenn Manchester United erum búnir að bíða allt sumarið eftir (staðfest) merkinu á Ronaldo, Bale, Fabregas, Thiago. Við erum orðin það örvæntingarfull að við vonum innilega að United nái að klára kaupin á Fellaini fyrir miðnætti. Allt í einu koma fregnir að United sé að bjóða í Ander Herrera, ungan spænskan miðjumann Athletic Bilbao. Skyndilega er komin smá spenna í þetta. Eftir að hafa ekki keypt miðjumann frá árinu 2007 erum við kannski að fara að fá tvo miðjumenn. Á SAMA DEGINUM.

Það sem gerist síðan myndi vel hæfa lélegri Hollywood-mynd. Bilbao hefur ekki minnsta áhuga á að selja einn af sínum besti leikmönnum. Baskarnir er ekki til í tuskið og neita að selja. Skilaboðin frá þeim eru einföld: Þessi ungi drengur er með klásúlu í samningnum sínum upp á tugi milljóna evra. Þið getið reynt að virkja hana en við ætlum ekki einu sinni að hella upp á kaffi fyrir ykkur á meðan þið reynið að koma þessu í gegn á þessum þrem tímum sem eftir lifa af félagsskiptaglugganum.

Á svæðið mæta svo þrír jakkafataklæddir lögmenn, þeir segjast vera fulltrúar Manchester United og þeir séu komnir til þess að greiða upp samning Ander Herrera. Einhverjar sögusagnir fara á stað um þessir þrír dularfullu menn sem birtust skyndilega séu svikahrappar, mættir á svæðið til þess að nýta sér þá óreiðu og misvísandi upplýsingar sem liggja í loftinu til þess að græða nokkrar evrur. Tíminn líður, ekkert gerist. Klukkan slær, enginn Ander Herrera.

„Svikahrapparnir“ þrír

„Svikahrapparnir“ þrír

Sannleikurinn, eins og alltaf, var ekki jafn krassandi. Þessir menn reyndust vera lögfræðingar á lögfræðistofu í Bilbao sem aðstoðuðu Bayern München við að kaupa Javi Martinez frá Bilbao ári áður. Það tók Bayern margar vikur að klára þau kaup enda ekki auðvelt og alls ekki þægilegt að semja við Bilbao þegar þeir vilja ekki selja. Í rauninni semja menn ekkert við þá. Menn fara bara í gegnum það flókna ferli sem fer í gang þegar greiða á upp samning leikmanna á Spáni. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fannst forráðamönnum Bayern München það gáfulegt að taka sér vikur í að klára kaupin á Javi Martinez, fremur en nokkrar klukkustundir, eins og Woodward ætlaði sér.

Belgíska hárkollan Marouane Fellaini voru því einu kaup Manchester United í þessum glugga. Það er óþarfi að ræða frekar hvernig það fór allt saman.

Færum okkur aftur í nútímann. Það er 21. júlí. Ed Woodward er ekki bara búinn að kaupa Ander Herrera, hann er líka búinn að splæsa í Luke Shaw. Glugginn er búinn að vera opinn í 3 vikur og Woody-kallinn er með þetta. Eitthvað hefur hann lært af Herrera-fíaskóinu frá því í fyrra því nú gekk hann snyrtilega til verksins. Frá því í janúar er búið að orða United við alla leikmenn í heiminum og aldeilis búið að auglýsa það að nú muni Manchester United aldeilis taka upp veskið. Vænleg samningaðferð, þó ekki sé meira sagt. Aldrei var þó neitt minnst á Ander Herrera og maður hélt satt að segja að það nafn yrði eingöngu tengt við algjörlega misheppnaða stjóratíð David Moyes.

En Woodward okkar virðist vera búinn að læra á þetta og að það sé ekki endilega góð hugmynd að láta alla blaðamenn heimsins vita nákvæmlega hvaða leikmenn félagið sé að sækjast eftir. Eins og þruma úr heiðskýrum himni streyma inn fregnir frá áreiðanlegum miðlum að United sé við það að ganga frá kaupum á Ander Herrera. Búmm. King Woody.

ed-woodward-manchester-united-executive-vice-chairman_3046697

Að vísu kom eitthvað smá hikst í þetta þar sem Bilbao var ekkert áfjað í að missa sinn mann reyndu að tefja málið en þar sem Woodward hafði lært að það er ágætis þumalputtaregla að ætla sér meira en einn vinnudag í að klára viðskipti upp á tugi milljóna punda skipti það ekki máli. Woodward nældi sér í leikmann, þegjandi og hljóðalaust.

En nóg um þetta. Hver er þessi Ander Herrera? Hvernig mun Louis van Gaal nýta sér krafta hans?

Herrera fæddist í höfuðborg Baskalands, Bilbao þann 14. ágúst 1989. Hann verður því nýorðinn 25 ára þegar United spilar fyrsta leik sinn í úrvalsdeildinni 16. ágúst. Hann fór þó ekki í gegnum unglingastarfið hjá Athletic Bilbao þrátt fyrir að vera hreinræktaður Bilbæingur. Faðir hans, Pedro María Herrera, var nefnilega knattspyrnumaður og hann spilaði hjá Real Zaragoza og varð seinna einn af stjórnarmönnum liðsins. Sonur hans steig því sin fyrstu skref á fótboltavellinum í Zaragoza.

Zaragoza

Herrera eldri var miðjumaður og Herrera fetaði í fótspor hans. Hann fór upp yngri flokkana hjá Real Zaragoza, spilaði með B-liði þeirra áður en hann fékk tækifæri með aðalliðinu tímabilið 2009/2010 þegar Zaragoza spilaði í spænsku B-deildinni. Hann spilaði 18 leiki það tímabil og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild, þar sem það hefur spilað síðan.

Okkar maður festi sig í sessi í byrjunarliðinu nú þegar Zaragoza var komið í efstu deild og fór að vekja athygli fyrir frammistöðu sína. Á meðan hann var hjá Zaragoza spilaði hann fyrir öll yngri landslið Spánar en hann á 30 yngri landsleiki fyrir Spánar hönd. Mesta athygli vakti hann á lokamóti Evrópukeppni u-21 landsliða árið 2011. Þar var hann valinn í lið mótsins og skoraði tvö mörk, m.a. fyrra mark Spánverja í 2-0 sigri þeirra á Svisslendingum í úrslitaleik mótsins. Hverjir voru liðsfélagar hans í spænska liðinu og í liði mótsins? Jú, nema hvað: David de Gea og Juan Mata.

3508803

 

Bilbao

Það er líklega ansi þægilegt starf að vera einn af njósnurum Athletic Bilbao. Það eina sem þeir þurfa að gera er að fylgjast með þessum örfáum Böskum sem geta eitthvað. Þeir hafa líklega verið með Ander Herrera á radarnum ansi lengi og þegar honum skaut upp á stjörnuhimininn í kjölfar frammistöðu sinnar á EM u-21 sumarið 2011 mættu forráðamenn Athletic til Zaragoza með skjalatösku fulla af $$$. Þeir skildu skjalatöskuna eftir en sneru til baka með Ander Herrera og hann fékk draum allra baskneska knattspyrnumanna uppfylltann. Að spila fyrir Athletic Bilbao.

Herrera var meiddur þegar hann mætti til leiks hjá Bilbao. Marcelo Bielsa hafði verið ráðinn knattspyrnustjóri Bilbæinga fyrir tímabilið. Hann er ansi sérstakur knattspyrnuþjálfari eins og viðurnefni hans, „El Loco“ gefur til kynna. Hann krefst þess að liðið spili eftir mjög ákveðnu kerfi, einhverskonar 3-3-1-3 þar sem allt snýst um að halda boltanum innan liðsins.  Herrera var fljótur að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu eftir að hann kom úr meiðslum og eignaði sér eina af þremur miðvallarstöðunum hjá Bielsa. Þrátt fyrir tiltölulega slakt gengi í deildinni vakti lið Bilbao mikla athygli þetta tímabil þar sem það komst bæði í úrslit Evrópudeildarinnar og spænska Konungsbikarsins. Á leið sinni í úrslitaleik Evrópudeildarinnar rúllaði Bilbao m.a. yfir Manchester United og er það ein besta frammistaða liðs gegn Manchester United í Evrópukeppni sem undirritaður hefur horft á. Liðið tapaði að vísu báðum úrslitaleikjunum en Herrera, Javi Martinez og Fernando Llorrente voru skyndilega orðnir eftirsóttir bitar á markaðnum og Bilbao eitt af mest spennandi liðum Evrópu.

Það var á þessum tíma sem stjórn Bilbao tók upp á því að vera ekkert að standa í því að semja við önnur lið um kaup og kjör á sínum bestu leikmönnum, skiljanlega þar sem það er öllu erfiðara fyrir Bilbao að skipta út sínum bestu leikmönnum en önnur lið vegna stefnu þeirra að spila aðeins baskneskum leikmönnum. Javi Martinez fór eins og áður hefur verið nefnt eftir mikið stapp og Fernando Llorrente þótti vænlegast að láta samning sinn renna út til þess að koma sér í burtu. Næsta tímabil var því enginn dans á rósum. Llorente var ósáttur við stjórn félagsins og stjórn félagsins var ósátt við hann, Javi Martinez var farinn til Bayern og Ander Herrera glímdi við kviðslit sem plagaði hann mest allt tímabilið og náði hann sér ekki á strik líkt og allt lið Bilbao. Liðið var snemma slegið úr öllum keppnum og endaði tímabilið í 12. sæti. Það olli miklum vonbrigðum og Marcelo Bielsa hélt á brott eftir að hafa slegist við iðnaðarmenn sem voru að störfum við endurbætur á æfingarsvæði Bilbao. Bielsa þótti þeir vera latir, dýrir og óhæfir. Skrýtið, enda almennt ekki sú reynsla sem fólk hefur af iðnaðarmönnum

herrera

Kornið fyllti mælinn, Bielsa fór og við tók Ernesto Valverde við fyrir tímabilið sem var að líða. Það var undir stjórn hans þar sem Herrera tók virkilega að blómstra. Hann átti þó erfitt uppdráttar í byrjun eftir allt ævintýrið á lokametrum félagsskiptagluggans þegar United reyndi að kaupa hann. Herrera hafði gefið það út að hann vildi fara til United og Bilbæingar taka ekkert sérstaklega vel í það þegar stjörnurnar þeirra vilja fara eitthvað annað. Javi Martinez og Fernando Llorente voru látnir æfa með varaliðinu eða einir síns liðs þegar þeir gáfu það út að þeir vildu fara frá Bilbao. Valverde var þó ekki alveg svo grófur, hann lét sér það nægja að setja hann á bekkinn í fyrstu leikjunum. Hann kom sér þó fljótlega aftur í liðið og varð lykilmaður á frábæru tímabili Bilbæinga sem endaði með því að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni í fyrsta sinn síðan tímabilið 1997/1998 þegar liðið kláraði tímabilið í 2. sæti.

Undir stjórn Bielsa spilaði Herrera á miðri miðjunni og var lykilmaður í liði hans. Sir Alex Ferguson  hafði t.d. svo miklar áhyggjur af honum í viðureigninni gegn Bilbao í Evrópudeildinni að hann setti sjálfan Park-Ji-Sung í það hlutverk að dekka Ander Herrera. Við munum öll eftir því þegar Park dekkaði Andrea Pirlo út úr Meistaradeildinni í fjórðungsúrslitunum 2010. Það segir allt sem segja þarf  um mikilvægi Herrera fyrir Bilbao undir stjórn Bielsa.

Hann fékk þó nýtt hlutverk á þessu tímabili undir stjórn Ernesto Valverde. Þjálfarinn færði hann í holuna fyrir aftan framherjann og þar átti hann sitt besta tímabil í Bilbao-treyjunni. Tölfræðisíðan WhoScored tekur saman einkunnir allra helstu leikmanna Evrópu í öllum keppnum:

herrera1

Svona var síðasta tímabil hjá honum:

herrera2

Manchester

Síðasta tímabil var hans það besta á ferlinum í stöðu þar sem United á nóg af leikmönnum. Shinji Kagawa, Juan Mata og Wayne Rooney. Þurfum við virkilega enn eina tíuna?

Stutta svarið er nei og við látum það duga. Ander Herrera er nefnilega ekki keyptur til þess að spila þá stöðu fyrir okkur. Hann er keyptur til þess að spila á miðri miðjunni eins og við fáum vonandi að sjá núna á undirbúningstímabilinu. Hans uppáhalds staða er nr. 8. Hinn skapandi miðjumaður:

My best position is number eight

 

Sagði hann í viðtali við Andy Mitten fyrir skömmu þar sem hann þakkaði m.a. Bielsa fyrir að hafa gert sig að þeim leikmanni sem hann er.

 

With Bielsa I played six, like Sergio Busquets at Barca, eight like Iniesta and Xavi, and as a 10. Bielsa said I could become one of the best players in that position

 

Hann er því fjölhæfur miðjumaður og á Spáni telja sumir hann vera þann leikmann sem getur tekið við hlutverki Andres Iniesta í spænska landsliðinu

 

An intelligent, quick attacking midfielder with a great brain and a superb attitude he is not dissimilar to his idol, Andres Iniesta, who might or might never get Andres highs but he is nevertheless considered by many to be the logical successor in the Spanish side to Barcelona’s mercurial maestro. #

 

Þetta varpar örlitlu ljósi á það afhverju Manchester United smellti 30 milljónum punda á þennan ágæta leikmann sem félagið hefur fylgst með undanfarin þrjú ár. Tölfræðin hans á síðasta tímabili varpar þó enn betra ljósi á þessa ákvörðun og hverju við megum búast við af Ander Herrera á komandi tímabili:

Skoðum og berum saman Ander Herrera við miðjumenn United á síðasta tímabili:

 

Eins og sjá má er Juan Mata eini miðjumaður United sem á fleiri lykilsendingar eða skapar fleiri færi en Herrera. Fastlega má búast við því að Mata muni spila framar á vellinum en Herrera á komandi tímabili. Eins og áður sagði búumst við við því að Herrera spili á miðri miðjunni. Þar er ekki nóg að vera skapandi heldur þurfa menn að vera góðir að tækla og þar stóð Herrera sig betur en allir aðrir miðjumenn á síðasta tímabili, betur en Carrick og Fellaini sem eiga þó að heita tæklararnir í liðinu. Herrera er einnig óhræddur við að skjóta. Miðað við þessar tölur er óhætt að segja að við séum að fá dýnamískan miðjumann í liðið, einhvern á miðjuna sem getur skapað en jafnframt látið finna fyrir sér. Á komandi tímabili mun Herrera vera sá leikmaður sem hefur sóknina, sá sem stingur boltanum inn a þann sem gefur stoðsendinguna. Hann er vítamínið sem miðjan okkar þarf á að halda.

Á síðasta tímabili var miðjan okkar alveg einstaklega döpur, hún var oft á tíðum ekki með í leikjunum og alveg ótrúlega passív. Það sást best á því að Ryan Giggs var besti miðjumaður síðasta tímabils þegar hann fékk að spila, enda eini leikmaðurinn sem hafði hugmyndaflug til þess að gera eitthvað annað með boltann en einfaldlega að gefa hann á næsta leikmann sér við hlið. Ég held að Ander Herrera hafi alla burði til þess að verða lykilmaður á miðjunni hjá United næstu árin ef hann nær að aðlagast enska boltanum. Hann hefur sýnt það að hann er fljótur að læra og aðlagast nýjum kerfum enda búinn að vera undir stjórn tveggja þjálfara hjá Bilbao sem spila á mismunandi hátt og ávallt fest sig í sessi sem lykilmaður. Ef Louis van Gaal nær svo að klófesta vélar á miðjuna á borð við Vidal eða Strootman við hlið Herrara gætum við verið að horfa á afar spennandi, skapandi, fljótandi og umfram allt virka miðju.

Ander Herrera er fyrsta púslið í því púsluspili.