Marcos Rojo til Manchester United og Nani til Sporting

skrifaði þann 19. August, 2014

318688Í gær tilkynnti Sporting að argentínski landsliðsmaðurinn Marcos Rojo sé að ganga til liðs við Manchester United. Skömmu seinna barst staðfesting þess efnis frá Manchester United.

Hann á eftir að standast læknisskoðun og semja um kaup og kjör en það er yfirleitt bara formsatriði þegar kemur að United. Það er því nokkuð ljóst að Marcus Rojo er að verða leikmaður Manchester United. Rojo sló í gegn með landsliði sínu á Heimsmeistarakeppninni i Brasilíu í sumar. Vörn Argentínu var gríðarsterk eftir sem leið á mótið og Rojo mikilvægur hlekkur í henni. Rojo lék upphaflega með Estudiantes de la Plata í Argentínu áður en hann hélt til Rússlands. Þar í landi lék hann með því fræga félagi Spartak frá Moskvu í eitt tímabil áður en hann hélt til Sporting í Lissabon. Þar hefur hann leikið í tvö tímabil.

Marcos Rojo er 24 ára og getur leikið hvort tveggja sem miðvörður eða vinstri bakvörður eins og hann gerði einmitt á HM. Kaupverðið er talið vera um 16 milljón pund. Rojo er þriðji leikmaðurinn sem United hefur keypt í glugganum. Þess má geta að hann er fjórði leikmaðurinn frá Argentínu sem gengur til liðs við félagið á eftir Juan Sebastían Verón, Gabriel Heinze og Carlos Tévez. Nánur um leikmanninn hér. Um þennan leikmann eru skiptar skoðanir. Tor-Kristian Karlsen og Jan Hagen þekkja vel til portúgalska boltans:

Jan Hagen er þó ekki á sama máli:

The reported fee of €20 million is a lot of money, and especially for a player who will be no upgrade on none of Evans, Jones or Shaw. Marcos Rojo can do a good job as a back-up at centre back or left back, but a unreliable back-up is not what Manchester United need, based on their performance versus Swansea City on Saturday. #

Það eru því skiptar skoðanir um þennan leikmann en við hér á Rauðu djöflunum höfum fulla trú á Rojo slái í gegn á Old Trafford. Sem hluti af samkomulaginu fer Nani á lán til Sporting út tímabilið.

*Uppfært* Þetta er endanlega staðfest. Kaupverðið er 20 milljónir evra. Nani fer í hina áttina. Rojo fær fimmuna hans Rio:

Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til félagsins.

Djöfullegt lesefni: 2014:01

skrifaði þann 19. August, 2014

Þá er nýtt tímabil hafið og ákvað ritstjórnin að endurvekja “djöflalestursgreinarnar” eftir fjöldamargar beiðnir frá lesendum síðunnar (Skál til ykkar!). Eins og áður verða þetta vikulegar greinar sem sýna ykkur það helsta sem ritstjórn síðunnar las síðastliðna viku. Nóg um það. Hér kemur lesefni vikunnar:

Finnst þér eitthvað lesefni vanta hingað inn? Bættu því hér fyrir neðan í athugasemdirnar!

Manchester United 1:2 Swansea City

skrifaði þann 16. August, 2014

Nýtt tímabil, sama ruglið.

Liðið var eins og flestir spáðu, utan að Jesse Lingard fékk sénsinn í staðinn fyrir Reece James. Lingard fór á hægri kantinn og Ashley Young á þann vinstri:

1
De Gea
42
Blackett
4
Jones
12
Smalling
18
Young
21
Herrera
8
Mata
24
Fletcher
35
Lingard
10
Rooney
14
Hernandez

Swansea leit svona út

Fabianski
Rangel
Amat
Williams
Taylor
Ki
Shelvey
Dyer
Sigurdsson
Routledge
Bony
Lesa meira

Alvaran hefst – Swansea á morgun

skrifaði þann 15. August, 2014

Manchester United - SwanseaSwansea í fyrsta leik. Eitthvað er það nú kunnuglegt. 4-1 sigur í fyrra var boðberi fagurra tima hjá David Moyes eða hitt þó heldur. Þannig að í ár verður skyldusigri á Swansea ekki tekið sem neinum spádómi um gengi liðsins. Og skyldusigur er það. Það getur verið að í fyrra hafi verið orðinn fastur vani að gefa aðskiljanlegustu minni spámönnum þeirra fyrsta sigur á Old Trafford í áraraðir en það var ekki boðlegt þá og er ekki boðlegt núna. Louis van Gaal mun án efa koma leikmönnum í skilning um það.

En það er ekkert þannig að Swansea muni gefa leikinn á morgun. Wilfried Bony er enn hjá liðinu og mun án efa hugsa sér gott til glóðarinnar gegn meintri slakri vörn United. Bafétimbi Gomez er síðan nýr senter sem mun að öllum líkindum þurfa að leysa Bony af, meðalmarkaskorari frá Frakklandi. Lukasz Fabianski er kominn í markið og einhver lítt þekktur eyjarskeggi norðan úr Ballarhafi er kominn á miðjuna til að rifja upp gamla takta frá besta tímabili sínu á ferlinum. Rétt er að minna þá á sem verða á vellinum á morgun að það getur leitt til brottvísunar fyrir aðra en þá sem eru í Swansea stúkunni að fagna Swansea mörkum, og mætti vera brottrekstrarsök úr stuðningsmannaklúbbnum að auki.

Í vörn Swansea eru Chico Flores og Ben Davies horfnir á braut þannig að hugsanlega er vörnin þeirra brothætt.

Miðað við meiðslavandræði og skort á leikæfingu Januzaj og Van Persie ætla ég að gera ráð fyrir að liðið verði eins og það var á móti Valencia. Ef Alexander Büttner væri enn hjá liðinu myndi hann án efa byrja vinstra megin, en það er ekki í boði, þannig að Reece James fær enn tækifæri. Rafael er orðinn heill, en hann er aldrei að fara að byrja, virðist sem Van Gaal treysti honum ekki. Fellaini gæti fengið sénsinn í stað Fletcher, en gerum samt ráð fyrir að varafyrirliðinn byrji.

Danny Welbeck er eins og fleiri meiddur þannnig þó Chicharito hafi ekki beinlínis spilað sig inn í liðið á þriðjudaginn þá verður hann frammi, nema Januzaj sé kominn í leikæfingu.Van Persie verður ekki einu sinni á bekknum skv. Van Gaal í dag, er ekki kominn i leikæfingu. Þá væri hægt að vonast eftir að sjá James Wilson á bekknum, en nei, hann er líka meiddur.

1
De Gea
42
Blackett
4
Jones
12
Smalling
41
James
21
Herrera
8
Mata
24
Fletcher
18
Young
10
Rooney
14
Hernandez

Þessi leikur verður markaleikur, tel ég víst. Spái 3-2 og það verður annað hvort Rooney eða Januzaj sem bjargar málunum á lokametrunum.

Spáð í spilin

skrifaði þann 14. August, 2014

Tveir dagar í mót, spennan er í hámarki. Hér spáir ritstjórn síðunnar í spilin og hitar upp fyrir tímabilið. Lesa meira