• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Crystal Palace 0:0 Man Utd

Daníel Smári skrifaði þann 3. mars, 2021 | 11 ummæli

Crystal Palace og Manchester United buðu ekki uppá neina knattspyrnuveislu þegar liðin mættust í kvöld. Liðin gerðu markalaust jafntefli í leik sem að færi í sögubækurnar af öllum röngu ástæðunum. Leikurinn var með þeim leiðinlegri sem undirritaður hefur séð og það var í raun sárt að fylgjast með spilamennsku United á löngum köflum. Fyrirsjáanlegir, hægir og algjörlega gæðalausir.

Svona stilltu liðin upp:

Manchester United

26
Henderson
23
Shaw
5
Maguire
3
Bailly
29
Wan-Bissaka
17
Fred
31
Matić
10
Rashford
18
Bruno
11
Greenwood
7
Cavani

Crystal Palace 

31
Guaita
3
van Aanholt
8
Kouyate
24
Cahill
2
Ward
25
Eze
4
Milivojevic
22
McCarthy
9
Ayew
20
Benteke
10
Townsend

Fyrri hálfleikur

Það virtist sem United liðið hafi ekki heyrt í upphafsflauti Andre Marriner, dómara leiksins, því að liðið var hreinlega ekki með fyrstu 10 mínútur leiksins. Í þrígang gaf vörnin boltann kæruleysislega frá sér og bauð Palace upp í dans, en taktleysi heimamanna fyrir framan markið bjargaði andliti okkar manna. Liðinu gekk afleitlega að halda í boltann og Palace-menn voru á undan í alla seinni bolta.

Sem betur fer rankaði liðið við sér og fór að sýna smá gæði á boltanum. Á 13. mínútu fékk Mason Greenwood boltann úti hægra megin, átti stórhættulega fyrirgjöf inní teig en enginn náði að reka tá í boltann. Boltinn endaði hjá Luke Shaw sem lagði hann fyrir fætur Bruno Fernandes. Bruno setti boltann fyrir Nemanja Matic sem lét vaða og eftir að boltinn hafði haft viðkomu í varnarmanni þá þurfti Guaita að hafa sig allan við til að blaka boltanum framhjá stönginni. Glæsileg markvarsla hjá Spánverjanum. Stuttu síðar áttu Bruno og Shaw gott samspil sem endaði með því að vinstri bakvörðurinn átti fasta sendingu inní teiginn. Þar var Marcus Rashford eiginlega einn á auðum sjó í ákjósanlegu færi en brást heldur betur bogalistin og hitti ekki einu sinni markið.

Nokkrum mínútum seinna áttu Edinson Cavani, sem sneri til baka eftir meiðsli og Mason Greenwood ágætis samspil en Greenwood náði ekki nægilega góðu skoti, rétt fyrir utan teig Palace. Í kjölfar þess þá varð leikurinn að miklu moði og kæruleysið á boltanum var algjört. Fred og Matic gerðu sitt besta til að líta út fyrir að vera leikstjórnendur en þeirra hæfileikar felast í öðrum pörtum leiksins. Bruno virkaði týndur og Greenwood var í litlum takti við leikinn. Liðið varð gífurlega fyrirsjáanlegt, en öll vötn runnu til vinstri kantsins og Palace voru fljótir að loka á Shaw og Rashford.

Skömmu fyrir leikhlé renndi Fred boltanum út á kant á Aaron Wan-Bissaka sem átti frábæra fyrirgjöf sem virtist ætla að sigla alla leið á Cavani á fjærstönginni en á síðustu stundu bjargaði Joel Ward hetjulega með glæsilegri tæklingu. Eftir það gerðist lítið og Andre Marriner hafði ekki einu sinni fyrir því að bæta við mínútu fyrir kurteisissakir. 0-0 í leikhléi og United ekki búið að skora mark í fjórar klukkustundir í öllum keppnum – margt sem þurfti að skerpa á fyrir síðari hálfleik.

Seinni hálfleikur

Það mætti svipað United lið til leiks í seinni hálfleik. Virtust hafa lítinn áhuga á því að snerta boltann mikið eða færast nær marki Palace. Hugmyndaauðgi miðju- og sóknarmanna var sama og ekkert og ég er nokkuð viss um að Súlan á Stöðvarfirði hefði ekki átt í nokkrum einustu vandræðum með að verjast sóknaraðgerðum liðsins – ef ég mætti gerast svo djarfur að lýsa aðgerðum liðsins þannig. Það kom því lítið á óvart að fyrsta tilraun seinni hálfleiks félli í skaut Palace. Þá átti Christian Benteke klippu á lofti sem fór af varnarmanni og yfir.

Nokkrum mínútum síðar fengu Palace aukaspyrnu eftir klaufalegt brot hjá Fred. Luka Milivojevic átti slaka spyrnu en boltinn barst á endanum til Andros Townsend. Hann náði ágætis skoti og Dean Henderson virtist ekki alveg viss um hvort boltinn stefndi inn eða ekki. Blessunarlega fyrir United þá fór boltinn rétt framhjá markinu. Næstu 20 mínútur gerðist nákvæmlega ekki neitt.

Það var svo um 10 mínútum fyrir leikslok sem að varamaðurinn Daniel James fékk gott skallafæri eftir fyrirgjöf frá vinstri kantinum, en Wales-verjinn hitti ekki boltann og því gátu heimamenn andað léttar. Þremur mínútum seinna átti Mason Greenwood ágætis sprett sem endaði með föstu skoti sem fór yfir markið. Þar má í raun segja að síðasti séns United, ef séns má kalla, hafi farið. Á 90. mínútu fengu svo heimamenn langbesta færi leiksins þegar að Harry Maguire spilaði Patrick van Aanholt réttstæðan. Hollendingurinn var einn gegn Dean Henderson en markmaðurinn gjörsamlega át van Aanholt og bjargaði því að United næði að minnsta kosti stigi úr leiknum. Nokkrum andartökum síðar hafði Andre Marriner flautað til leiksloka.

Pælingar

0-0 í þriðja leiknum í röð og liðið var aldrei líklegt til þess að ná í sigurinn. Það er gífurlegt áhyggjuefni hversu hugmyndasnauður og hægur sóknarleikur liðsins er. Maður hljómar eins og biluð plata, að segja sama hlutinn leik eftir leik. Ef að Bruno Fernandes er ekki á deginum sínum og nú er orðið svolítið síðan að hann átti flottan leik, að þá er sóknarleikur liðsins bara enginn. Marcus Rashford, Mason Greenwood og Edinson Cavani sýndu lítið sem ekkert sömuleiðis.

Liðið saknar Paul Pogba svo um munar. Vera hans á miðjunni gerir það að verkum að pláss skapast fyrir Bruno, bæði af því að andstæðingurinn þarf að hafa áhyggjur af Pogba og líka af því að Frakkinn kann að finna Bruno í réttu svæðunum. Þú færð ekki mörk og stoðsendingar frá Bruno Fernandes með því að troða boltanum í lappirnar á honum á þröngum svæðum þar sem að auðvelt er að tví- og þrímenna á hann. Það er ekki helsti kostur Bruno Fernandes að sóla sig út úr hlutunum eins og Lionel Messi.

Miðjan sem samanstendur af Fred og Matic er ofboðslega neikvæð og aðstoðar fremstu menn lítið. Fred er klaufskur á boltanum og Matic hreyfist eins og John Deere dráttarvél. Gæðin í sendingum hjá hverjum einasta leikmanni liðsins voru í besta falli vandræðaleg og í versta falli til skammar. Leikmenn virðast hreinlega ekki vera á sömu bylgjulengd. Sumir hefðu haldið að það væri laglegt spark í rassinn að sjá Leicester tapa stigum gegn Burnley og fengið blóð á tennurnar. Ónei. United liðið mætti bara varla til leiks og gekk í svefni nánast allan leikinn.

Framundan er leikur gegn toppliði Manchester City og þar hreinlega óttast undirritaður hið versta. City hafa verið ógnvænlegir að undanförnu og spilað frábæran fótbolta. Við höfum verið algjörlega á hinum enda pólsins og átt erfitt með að klára þríhyrningsspil, hvað þá að opna bestu vörn deildarinnar. Það verður í það minnsta áhugavert að sjá hvernig sá leikur spilast. Veit ekki hvort ég gangi svo langt að segjast hlakka til.

En jæja. Áfram Manchester United.

11
Enska úrvalsdeildin

Manchester United mætir á Selhurst Park

Daníel Smári skrifaði þann 2. mars, 2021 | Engin ummæli

Manchester United mætir til Suður-Lundúna og etur kappi við Crystal Palace – kl. 20:15 á morgun, 3. mars. 

Stutt er síðan að okkar menn gerðu tíðindalítið 0-0 jafntefli við Chelsea, en lengra er síðan að við mættum Palace. Það var raunar í fyrstu leik tímabilsins hjá Man Utd. Ekki fór sá leikur eins og liðið ætlaði sér, en liðið laut í lægra haldi fyrir Roy Hodgson og félögum á Old Trafford. 1-3 tap var niðurstaðan og úrslitin sanngjörn þar sem að Andros Townsend og Wilfried Zaha (2) skoruðu fyrir gestina en nýliðinn Donny van de Beek lagaði stöðuna fyrir United.

Liðsfréttir

Hinn áreiðanlegi Phil Jones situr sem fastast á meiðslalistanum, ásamt Juan Mata, Edinson Cavani og Paul Pogba. Ole Gunnar Solskjær sagði þó að það styttist í endurkomu hjá Cavani og Pogba. Við fögnum þeim fregnum gífurlega, þar sem að sóknarleikur og uppspil liðsins hefur verið ansi hikstandi í síðustu leikjum.

Uppáhalds dansarinn okkar allra, Jesse Lingard, heldur áfram að standa sig í höfuðborginni undir David Moyes. Hann átti stóran þátt í marki West Ham í 2-1 tapi gegn Manchester City og skoraði í sigurleiknum gegn Tottenham. Það er ánægjulegt að sjá hann finna form, þó að það sé ekki í Man Utd treyjunni. Það er aldrei að vita nema Solskjær ákveði að halda honum ár til viðbótar, en þó er ég nokkuð viss um að það besta í stöðunni sé að leyfa Lingard að flytja til London fyrir fullt og allt. Þar hefur hann fundið nýtt upphaf og ekki alltaf gott að taka skref til baka. Þá náði miðjumaðurinn James Garner að skora sitt fyrsta mark fyrir lánslið sitt, Nottingham Forest. Hann hefur náð að heilla stuðningsmenn Forest algjörlega uppúr skónum og er það hið besta mál.

Þrátt fyrir að stutt sé í næsta leik, sem er smáverkefnið og grannaslagurinn við Manchester City, að þá tel ég líklegt að Solskjær stilli upp eins sterku liði og mögulegt er. Stutt er í grannaslaginn við City, en veðmálafíkill myndi sennilega frekar leggja aur undir á United sigur á Selhurst Park, fremur en á Etihad – ef mið er tekið af leikformi og stöðu í deild.

Miðverðirnir Harry Maguire og Victor Lindelöf spiluðu vel gegn Chelsea og líklega halda þeir sæti sínu í liðinu. Solskjær gæti leitað til Nemanja Matic þar sem að Serbinn heldur talsvert betur í boltann en Fred, en yfirferðin er minni. Ef að stjórinn treysti liðinu sínu betur þá myndi hann sennilega taka sénsinn á Donny van de Beek við hlið varnartengiliðs, en líkurnar á því eru nákvæmlega engar. Mason Greenwood hefur spilað ágætlega í undanförnum leikjum en hann er enn að leita að markaskónum sínum og Anthony Martial hefur líklega brennt sína í lok síðasta tímabils. Daniel James náði ágætis skriði í markaskorun um daginn en lág varnarblokk Palace hentar honum illa.

Líklegt byrjunarlið Man Utd:

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
39
McTominay
31
Matić
10
Rashford
18
Fernandes
11
Greenwood
9
Martial

Mótherjinn

Það er óhætt að fullyrða að heimamenn eigi í meiðslavandræðum. Á meiðslalistanum eru hvorki fleiri né færri en níu menn. Crystal Palace er án Wilfried Zaha, sem er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Zaha getur látið hluti gerast uppúr engu og fáir leikmenn í deildinni skáka honum þegar kemur að leikni og sprengikrafti. Aðrir leikmenn sem eru á listanum eru t.d. Nathaniel Clyne, James McArthur og Mamadou Sakho. 

Það væri auðvelt að hugsa sér gott til glóðarinnar og telja að verkefnið verði talsvert auðveldara en okkar menn hafa sýnt okkur svo um munar að það er enginn leikur gefins í ensku Úrvalsdeildinni. Crystal Palace er seigt lið og með nokkra flotta leikmenn. Kantmaðurinn Andros Townsend getur strítt hvaða liði sem er á sínum degi og skoraði meðal annars í fyrri leik þessara liða. Hann er með öflugan vinstri fót og finnst gaman að klippa inn af hægri kantinum.

Annar leikmaður sem hefur komið skemmtilega á óvart í vetur er Englendingurinn ungi, Eberechi Eze. Hann hefur heillað aðdáendur bæði með yfirsýn sinni og glimrandi góðum föstum leikatriðum. Ef það er eitthvað sem að Manchester United leiðist, þá er það að verjast föstum leikatriðum. Í þessum leik er eins gott að vera með hausinn rétt skrúfaðan á þar sem að Hodgson mun sennilega stimpla inn á að halda tempóinu niðri og vinna föst leikatriði við hvert tækifæri.

Þá er Victor Lindelöf sennilega enn með martraðir eftir fyrri leikinn, en þar gerði Jordan Ayew honum lífið leitt, ekki síst í loftinu. Ayew hefur þó ekki verið iðinn við kolann í vetur, en leikmenn spila enn leiki við Manchester United eins og um bikarúrslitaleiki sé að ræða.

Líklegt byrjunarlið Crystal Palace:

31
Guaita
3
van Aanholt
8
Kouyate
24
Cahill
2
Ward
25
Eze
4
Milivojevic
44
Riedewald
9
Ayew
20
Benteke
10
Townsend

Spá

Eftir drepleiðinlegan leik gegn Chelsea væri ofsalega skemmtilegt að sjá flóðgáttir opnast en líkurnar eru ekki miklar. Ekki nema Palace bjóði upp á annan 0-7 leik, eins og gegn Liverpool! Með bjartsýnina að vopni ætla ég að spá 0-2 sigri, þar sem að Bruno Fernandes skorar tvívegis. Liðið má endilega sleppa því að hleypa leiknum upp í vitleysu og skilja aðdáendur eftir með hjartað í buxunum fram á síðustu stundu. United hefur gengið vel á Selhurst Park að undanförnu og það má halda áfram.

Ef þið viljið koma einhverju á framfæri, þá er hægt að senda okkur skilaboð á Facebook-síðu Rauðu Djöflanna.

Áfram Manchester United!

0
Djöflavarpið

96. þáttur – Vörn, miðja, kantur eða sókn? Hvaða staða þarfnast mest styrkingar?

Magnús Þór skrifaði þann 1. mars, 2021 | Engin ummæli

Maggi, Daníel og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki síðustu daga.

  • Manchester United mætir AC Milan í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar
  • Eru markmannsbreytingar framundan? Henderson eða De Gea?
  • Hvaða stöður í liðinu þarf helst að styrkja og hvaða leikmenn eiga að koma?
  • 3:1 sigur á Newcastle
  • Markalaust í seinni leiknum gegn Real Sociedad
  • Markalaust jafntefli gegn Chelsea þar sem dómarinn var í sviðsljósinu

Djöflavarpið er í boði:

Netgíró

Tag Heuer – Michelsen

Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:

Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í Apple Podcasts
Gerast áskrifandi í öðrum forritum

MP3 niðurhal: 96. þáttur

Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.

Efnisorð: AC Milan Bruno Fernandes Chelsea Crystal Palace David de Gea Dean Henderson Harry Maguire Leikmannakaup Newcastle United Real Sociedad Zlatan Ibrahimovic 0
Enska úrvalsdeildin

Chelsea 0:0 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 28. febrúar, 2021 | 10 ummæli

McTominay var til í slaginn og Martial var settur á bekkinn, augljóst að Solskjær ætlaði að spila upp á hraða sóknarmannana og beita gagnsóknum eins og hefur gefist svo vel í útileikjum allt frá því Bruno Fernandes gekk til liðs við United.

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
10
Rashford
18
Bruno
21
James
11
Greenwood

Varamenn: Henderson, Alex Telles, Bailly, Tuanzebe, Williams, Matić, Van de Beek, Amad, Martial

Liðið hjá Chelsea

Mendy
Rüdiger
Christiansen
Azpilicueta
Chilwell
Kovačić
Kanté
Hudson-Odoi
Mount
Ziyech
Girourd

Leikurinn var fjörugur frá upphafi, Chelsea meira með boltann en bæði lið beittu hápressu. Gagnsóknir United virkuðu þokkalega án þess þó að mikil ógn væri af, aukaspyrna Bruno á 14. mínútu sem Mendy kýldi frá var fyrsta ógnin í leiknum.
Í framhaldinu áttust Greenwood og Hudson-Odoi við, við fyrstu sýn virtist Greenwood hafa höndlað boltann, í endursýningu sást að Hudson-Odoi var á undan að slá í boltann. Stuart Attwell fór á skjáinn en ákvað þetta hafa verið óvart, frekar óvænt niðurstaða, en nóg um það.

Embed from Getty Images

Eftir þetta ves var United sterkari aðilinn ef eitthvað var, og náði alveg tökum á leiknum. Sem fyrr vantaði nokkuð upp á færasköpun, United gekke ekkert að finna glufur á vörn Chelsea.

Vörnin sem opnaðist var svo auðvitað United, Rüdiger gaf kanta milli yfir á Hudson-Odoi sem átti fína fyrirgjöf framhjá Lindelöf, Giroud stakk sér fram og var millimeter frá því að koma kollinum í boltann. Vel sloppið þar.

En leikurinn var áfram svona þangað til Attwell blés til hálfleiks. Ágætt spil, sérstaklega hjá United, en fátt um færi og spenning.

Það var hins vegar strax í byrjun seinni hálfleiks að Chelsea komst í flott færi, Chilwell með fyrirgjöfina, Ziyech með skotið en De Gea með mjög flotta markvörslu og svo blokkaði Shaw skot frá Reece James sem komið hafði inná fyrir Hudson-Odoi.

Chelsea höfðu greinilega fengið betra hálfleikspepp og sóttu mun meira en í fyrri hálfleik. United varðist aftarlega og gekk illa að ná upp sóknum.

Loksins á 61. mínútu náðu þeir að sækja á og tveggja mínútna rispa endaði á að McTominay skaut en Mendy var fyrir. Rétt á eftir reyndi Rashford skot í teignum, en laust og aftur beint á Mendy.

Það lá við að Chelsea refsaði fyrir þessa sókn, komu upp í fína sókn og Mason Mount virtist vera búinn að finta McTominay og fá opið færi við markteig en McTominay náði sér á strik og komst fyrir skotið, stórhættulegt þar.

Það sem helst hafði háð United í leiknum var að McTominay var ekki í sem bestu leikformi og Fred átti slakan leik og miðjan var því alveg í höndum Chelsea. Eftir fyrrgreindan hasar um miðjan hálfleikinn var þetta komið í járn aftur, Fred reyndi eitt af sínum villtu skotum og De Gea tók tvö langskot frá Kovačić og Azpilicueta.

Solskjær flýtir sér aldrei að skiptingum og sú fyrsta kom á 79. mínútur, Martial kom inná fyrir Mason Greenwood.

Embed from Getty Images

Burtséð frá ekki-vítinu var Attwell ekkert að standa sig of vel, Chelsea menn fengu að brjóta helst til mikið án þess að sjá spjöld og á 83. mínútu sá enginn dómari að Victor Lindelöf kom fæti vel í frábæra fyrirgjöf Reece James rétt áður en varamaðurinn Werner komst í boltann.

United átti eina góða skyndisókn en fyrirgjöf McTominay hitti ekki fyrir mennina sem voru fríir í teignum og það rann út í sandinn.

Enn eitt markalausa jafnteflið gegn öðru stórliði. Stigið velkomið en þetta var afskaplega bitlaust hjá United, orðið gamalkunnug saga. United er samt komið stigi á undan Leicester og heldur sex stiga forystu á Chelsea. Það er eitthvað.

10
Enska úrvalsdeildin

United fer til London og mætir Chelsea

Björn Friðgeir skrifaði þann 27. febrúar, 2021 | Engin ummæli

Á morgun heldur Manhcester United til Lundúna og tekst á við Chelsea. Það er ansi öðruvísi bragur á þeim leik en hefði verið fyrir mánuði síðan. Á þessum mánuði hefur Thomas Tuchel breytt Chelsea úr góðu en mistæku liði í maskínu, því sem næst.

Jafntefli Chelsea við Southampton um síðustu helgi virtist vera hiksti en síðan tók við öruggur sigur á Atlético Madrid í einhvers konar Evrópukeppni sem United gæti ekki verið meira sama um enda ekki í henni, í miðri viku. Stærsta breytingin er í leikskipulagi, Tuchel beitir 3-4-3 eða 3-4-2-1 frekar en 4-3-3 kerfi Lampard, byggir á vængvörðum og hefur sparkaði í rassinn á nokkrum leikmönnum

Nú síðast fékk Callum Hudson-Odoi að heyra það fyrir að vera ekki nógu duglegur þegar hann kom inná gegn Southampton og var svo hreinlega kippt útaf aftur. Mason Mount hefur líklega verið sá leikmaður sem best hefur brugðist við komu Tuchel en Timo Werner hefur bætt leik sinn verulega. Kai Havertz er enn ekki búinn að komast í almennilegt form þó það hafi vissulega verið markmið með ráðningu Þjóðverjans.

Mendy
Rüdiger
Zouma
Azpilicueta
Alonso
Kovačić
Jorginho
James
Werner
Mount
Giroud

Þetta er spáð lið Chelsea og það verður vissulega áskorun fyrir United að sigra í þessum leik. Slíkur sigur myndi virkilega styrkja stöðu United í baráttunni um Meistaradeildarsæti en tap myndi að sama skapi setja Chelsea í góða stöðu og styðja þá í trúnni að Tuchel sé að gera góða hluti.

Manchester United

Það er ekki hægt að segja að Ole Gunnar Solskjær sé of duglegur að hvíla leikmenn. Bruno Fernandes byrjaði á fimmtudaginn og þó hann hafi verið tekinn útaf í hálfleik er þetta samt helst til lítið fyrir mörg.

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
3
Bailly
29
Wan-Bissaka
17
Fred
31
Matić
10
Rashford
18
Bruno
11
Greenwood
9
Martial

Harry Maguire hvíldi þó og Eric Bailly átti ágætan leik og líklega flest sem vonast til að sjá hann í liðinu á morgun. Stærsta spurningin er líklega hvernig miðjan verður, Scott McTominay er líklega ekki tilbúinn og líklegt að þetta verði Matic og Fred. Edinson Cavani er enn frá en Donny van de Beek verður á bekknum. Daniel James er svo eitthvað hnjaskaður en hann kemst líklega ekki nema á bekkinn hvort heldur er.

Leikurinn hefst kl 16:30 á morgun

0
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 351
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Audunn um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Helgi P um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Egill um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Einar Ingi Einarsson um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Scaltastic um Crystal Palace 0:0 Man Utd

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress