Djöfullegt lesefni: 2014:05

skrifaði þann 17. September, 2014

Hér er það helsta sem við lásum/hlustuðum/horfðum á í síðustu viku…

Lesefni vikunnar:

Myndbönd vikunnar:

Frábær fyrirlestur hjá Van Gaal. Möst sí fyrir þá sem vilja vita meira um hvernig kallinn hugsar.

Januzaj átti stórleik með undir 21árs liði United gegn Sunderland þar sem hann skoraði þrjú mörk í 4-0 sigri United.

Viðtal við Falcao

Mynd vikunnar:

Beckham og Cantona að fagna
cantona-beckham

Lag vikunnar:

Sampo með Amorphis

United 4:0 Q.P.R.

skrifaði þann 14. September, 2014

Leiksins í dag var beðið af mikilli eftirvæntingu. Eftir frábær lok félagaskiptagluggans var ansi fúlt að þurfa að bíða í 2 vikur eftir næsta leik. Fólk velti vöngum yfir því hvernig van Gaal myndi stilla liðinu upp, hvort hann myndi taka Mata, Rooney eða van Persie úr liðinu fyrir Falcao eða hvort hann myndi halda sig við 3-4-1-2 yfir höfuð.

Liðið sem hóf leikinn leit ca. svona út: 

1
De Gea
5
Rojo
42
Blackett
6
Evans
2
Rafael
17
Blind
7
Di Maria
8
Mata
21
Herrera
10
Rooney
20
van Persie
Lesa meira

QPR á sunnudaginn – Rio snýr aftur

skrifaði þann 12. September, 2014

Undirritaður mætir í útvarpsþátt fotbolta.net á X-inu í hádeginu á morgun þar sem farið verður rækilega yfir gang mála hjá Manchester United.

Þá er landsleikjahléið aaaalveg að verða búið. Það er alltaf jafn pirrandi að menn skulu skera í sundur byrjunina á tímabilinu svona, sérstaklega þegar liðið manns hefur keypt alveg heilan helling af nýjum leikmönnum sem hafa ekki enn spilað fyrir liðið. Blessunarlega tókst þó strákunum okkar að gera þetta landsleikjahlé skemmtilegt með því að rúlla yfir Tyrki á þriðjudaginn.

En hvað um það. Okkar menn eiga leik á sunnudaginn þegar Harry Redknapp rúllar í bæinn með QPR-liðið sitt. Þar fer fremstur í flokki Rio nokkur Ferdinand. Lesa meira

Djöfullegt lesefni: 2014:04

skrifaði þann 11. September, 2014

Hér er það helsta sem við lásum/hlustuðum/horfðum á í síðustu viku…

Lag vikunnar er La Curandera með Clutch.

Landsleikjahlésyfirferð

skrifaði þann 10. September, 2014

MINNUM Á 1.ÞÁTT AF PODCASTI RAUÐU DJÖFLANNA SEM FÓR Í LOFTIÐ Á SUNNUDAGINN.

Það var góður slatti af leikmönnum United sem tóku þátt í landsleikjum í þessu landsleikjahléi. Í Evrópu hófst undankeppnin fyrir EM2016 í Frakklandi og að þessu sinni er spilað samkvæmt nýju fyrirkomulagi. Leikjunum hefur verið raðað upp á nýtt í eitthvað sem UEFA kallar fótboltaviku. Jafnfamt voru spilaðir nokkrir æfingaleikir. Lesa meira