Sunderland - Manchester United

Sunderland 2:1 Manchester United

skrifaði þann 13. febrúar, 2016

Fyrir leikinn í dag var ljóst að sigur í dag myndi saxa á a.m.k. tvö toppliðanna fyrir ofan okkur þar sem þau áttu öll innbyrðisleiki.

Það kom því fáum á óvart að leikurinn tapaðist.

Það er varla hægt að segja að leikurinn hafi verið byrjaður þegar Wahbi Khazri skoraði eftir tvær og hálfa mínútu. Aukaspyrna dæmd á Darmian fyrir klaufalegt brot úti á kanti, Khazri sveiflaði boltanum inn á teiginn, boltinn fór fram hjá öllum leikmönnum og laumaðist inn alveg úti við stöng. Skelfilegt mark að fá á sig!

United fór í venjulega gírinn og hélt boltanum vel en voru þó að ná nokkrum þokkalegum sóknum, Darmian var í fyrirgjöfunum en Sunderland varðist vel. Reyndar fékk Defoe færi á að bæta við eftir klaufagang í vörn United en Smalling bjargaði á endanum.

Annars gerðist fátt fréttnæmt fyrr en tíu mínútur voru eftir af hálfleik, Matteo Darmian lenti í slæmu samstuði og lenti síðan illa á öxlinni og þurfti að fara útaf. Donald Love kom inná í sínum fyrsta leik fyrir United enda eini varnarmaðurinn á bekknum. Flokkum það undir einu heppnina í leiknum að Love er ekta hægri bakvörður, þannig að hann fór í sína réttu stöðu.

Jöfnunarmark United kom rétt á eftir. Mata átti ágætt skot sem Mannone varði glæsilega en Martial var fyrstu í boltann og vippaði rétt yfir Mannone sem var í grasinu. Frábær afgreiðsla hjá eina heimsklassaútispilara United. Annars sótti United frekar en hitt það sem eftir var hálfleiksins, en náðu ekki að gera sér mat úr því.

Sunderland byrjaði seinni hálfleikinn nokkuð frísklega, Daley Blind bjargaði vel þegar Defoe var í góðu skotfæri, en annars hélt leikurinn áfram í sama farinu. United með boltann, sótti oft, en alltof mikið var um mistök leikmanna, mistækar sendingar og Sunderland var oftast á undan í boltann. Á 61. mínútu fékk N’Doye sendingu inn fyrir en í þúsundasta skipti í vetur bjargaði David de Gea okkur og varði í horn.

Jesse Lingard hafði verið ósýnilegur í leiknum og kom ekki á óvart að hann var annar leikmaður United til að fara af velli fyrir Memphis. Það bætti lítið og eftir kortér í viðbót af þrautleiðinlegum leikkom sigurmark Sunderland. Þeir fengu horn, Lamine Kone stökk hæst og þrátt fyrir að boltinn færi næstum beint á De Gea, náði De Gea ekki að stoppa hann og ekki heldur Martial á línunni, heldur fór hreinsunartilraun Martials í olnboga De Gea og inn. Annað skelfilega markið til.

WIll Keane fékk nokkrar mínútur til að reyna að bjarga sökkvandi skipi en mark á lokamínútum heyrir United sögunni til og því fór sem fór.

Þau sem horft hafa á leiki United í vetur þurfa varla frekari lýsingu á leiknum. 65% með boltann, sjaldan hætta, Sunderland miklu grimmari og alveg hálft liðið ósýnilegt. Fengu reyndar allmörg horn en sköpuðu aldrei hættu. Á hinn bóginn komu bæði mörk Sunderland úr slíkum.

Sem sé: Sanngjarn sigur Sunderland í leik sem sýndi allar verstu hliðar United liðsins í vetur.

Uppgjörið

Þetta er orðið gott. Þannig er það nú bara. Það er oft sagt að það sé auðveldara að reka einn stjóra en ellefu leikmenn og nú þarf að fara eftir því. Ekki það, þegar José Mourinho tekur við liðinu þá verða ýmsir leikmenn að fara að læra grunnatriðin í kínversku.

Í leiknum í dag voru fáir góðir en Rooney, Schneiderlin, Carrick, já og Smalling alveg á hælunum. Það verður sárt fyrir Van Gaal að sjá þessa leikmenn taka sig saman í andlitinu þegar nýr stjóri mætir á svæðið en þannig er bara fótboltinn. Þegar leikmenn geta ekki séð til þess að lélegustu liðinum sé refsað þá er einfaldasta lausnin að reka manninn sem á að stýra refsingunni.

Fljótt á litið þegar litið er yfir síðustu þrjú, já jafnvel fjögur ár, hjá United þá virðist fljótt á litið aðeins tvær ákvarðanir utan auglýsingadeildarinnar hafi verið réttar: Kaupin á Martial og faxvélafokkið gagnvart Real. Ekkert annað hefur gengið upp. Ekkert.

Nú þarf að taka rækilega til í klúbbnum. Brottvikning Louis van Gaal er aðeins einn hluti af því. Edward Woodward lofaði hluthöfum því fyrr í vikunni að grundvallarendurskoðun á starfsemi unglingadeildarinnar væri lokið og vænta mætti frétta. Í gær komu fréttir um að Paul McGuinness (sonur Wilf, stjóra United 1969-70 og United maður inn að merg) hefði sagt upp sem stjóri U-18 ára liðsins sem tapað hafði 12 leikjum í röð og í hans stað kemur stjóri U-21 liðsins, Warren Joyce.  Fregnir herma síðan að Nicky Butt taki við sem yfirmaður unglingastarfsins. Við vonumst síðan eftir topp ráðningu í varaliðið.

Næsta skref er að fá inn yfirmann knattspyrnumála. Það er ekki boðlegt að hafa enn strúktúr frá 1986, þar sem stjórinn er einn og næsti yfirmaður hefur ekkert vit á fótbolta. Slúðrið vill meina að inn komi Andrea Berta frá Atlético Madrid, sem er jafn mikill Jorge Mendes maður og Mou, en miðað við talentinn sem hefur endað hjá Atléti undanfarin ár þá gæti mér ekki verið meira sama. Síðan þarf að hugsa fram í tímann og hvaða stjóri er næstur í röðinni, og miðað við hvar stjórar eru að raða sér í toppliðin, er það nokkuð fjarstæðukennt að Diego Simeone verði á lausu þegar kemur að þvi að ráða arftaka Mourinho?

Diego Simeone og Andrea Berta á góðri stundu

Diego Simeone og Andrea Berta á góðri stundu

Eftir að þetta allt er komið þá verður verslað. Í fyrrnefndu hluthafaviðtali var Woody spurður hvers vegna Leicester væri svona miklu betra á hundódýrum mönnum. Aldrei þessu vant svaraði Woody rétt: United verður að kaupa menn sem eru heimsklassamenn eða um það bil að taka skrefið þangað. United hefur ekki svigrúm til að kaupa Riyad Mahrez 23 ára úr annarri deildinni í Frakklandi og gefa honum séns í ár til að taka skrefið. Við sjáum jafnvel þegar við erum að taka landsliðsmenn eða menn úr öðrum toppliðum svo sem Blind og Herrera og jafnvel Schneiderlin að dýrir vonarpeningar geta svikið. Þá er bara að vona að einhverjir af þessum toppleikmönnum sem Woodward hefur verið að elta með núll árangri láti sjá sig þegar Mourinho mætir á svæðið, og að Mendes láti okkur frekar fá Ronaldoa en Bébea.

 

Sunderland á morgun

skrifaði þann 12. febrúar, 2016

Jæja.

Á morgun heimsækir lið United Sunderland heim í stórleik helgarinnar. Það hefur staðið nokkur styr um Sunderland í vikunni enda var Adam Johnson, leikmaður liðsins, sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og var hann í kjölfarið hreinlega rekinn frá liðinu.

Einn af betri leikmönnum Sunderland og við fyrstu sýn lítur því út fyrir að allt sé í rugli hjá liðinu sem er í 19. sæti og án sigurs í heilan mánuð.

Eða hvað?

Fyrir algjöra tilviljun hef ég horft á tvö síðustu leiki Sunderland, gegn City og Liverpool. Sunderland tapaði naumlega fyrir City og skrapaði saman í jafntefli gegn Liverpool á síðustu stundu.

Í báðum þessum leikjum, og þá sérstaklega á heimavelli gegn City, átti liðið ef til vill meira skilið. Nágrannar United í City voru t.d. mjög heppnir að sleppa með þrjú stig frá Stadium of Light þar sem heimamenn fengu fullt af fínum færum og voru betri en City á öllum sviðum leiksins nema því eina sem skiptir í rauna og veru máli.

Svo virðist sem að Big Sam hafi keypt vel í janúarglugganum. Hann fékk til sín varnarmennina Jan Kirchoff, Lamina Kone og miðjumanninn Wahbi Kazri. Þetta eru sannarlega engir kettir í neinum sekk því þeir hafa allir skotist upp á topp 10 í einkunnagjöf leikmanna Sunderland hjá tölfræðisíðunni WhoScored.

Screen Shot 2016-02-12 at 12.42.54

Big Sam er búinn að breyta liðinu í alveg klassískt Big Sam lið og ég skal alveg lofa ykkur því að hann mun láta liðið sitt liggja vel til baka sem eru alveg frábærar fréttir fyrir okkar menn.

Allardyce stýrði West Ham á síðasta tímabili og eftir jafntefli liðanna á Upton Park fyrir rétt rúmu ári stóðst hann ekki freistinguna og skaut aðeins á taktíkina hjá Louis van Gaal eftir leik. Long Ball Louis. Kaldhæðnin…

Okkar maður tók það auðvitað ekki í mál og lét útbúa skýringarmyndir við mikla lukku þar sem hann fór yfir afhverju United væri ekki háloftaboltalið. Hvernig er hægt að gleyma þessu?

Það er því smá saga á milli þessara stjóra.

Eins og ég sagði áðan mun Sunderland án efa liggja til baka, sérstaklega ef Jermaine Defoe verður ekki með en hann er tæpur vegna meiðsla. Hann er þeirra helsti markaskorari og líklega ástæðan fyrir því að liðið er í 19. sæti, fremur en því 20. Hann er búinn að skora 10 af 15 mörkum liðsins í Úrvalsdeildinni það sem af er.

En engu að síður, þetta verður erfiður leikur á morgun enda er leikstíll liðanna hans Sam Allardyce kryptónít liða Louis van Gaal.

United

Frá áramótum hefur United aðeins lyft sér upp eftir hörmulegt gengi um og fyrir jól. Það er hægt að kalla þetta mini-endurreisn en jafnteflið gegn Chelsea var samt mikil vonbrigði. Fyrir leik var Louis van Gaal eitthvað að tala um að liðið gæti komið sér aftur í titilbaráttuna með sigri en áttum okkur bara á því að sú barátta er löngu búinn að sigla framhjá Manchester United.

Liðið er 12 stigum frá toppliði Leicester og 6 stigum frá fjórða sætinu og aðeins 13 leikir eftir. Ef liðið ætlar sér að klifra upp í efsta hluta deildarinnar verða menn einfaldega að fara að setja saman 5-6 leikja sigurhrinu.

Þrátt fyrir að leikur liðsins hafi batnað að undanförnu er gengi liðsins alltof stöpult eins og sjá má á þessari mynd.

Screen Shot 2016-02-12 at 13.03.20

Maður afrekar nákvæmlega ekki neitt í þessari deild með því að vinna annan hvern leik og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að Jose Mourinho er sterklega orðaður við United, hvort sem Louis van Gaal líkar það betur eða verr.

Van Gaal virðist reyndar vera sammála mér um þörfina á því að vinna marga leiki í röð en þetta sagði hann á blaðamannafundi áðan:

Jones, Januzaj og Varela eru meiddir eftir leiki með u21 að undanförnu. Bastian Schweinsteiger er enn meiddur en það styttist víst óðum í þá félaga Rojo og Valencia.

Mér finnst ólíklegt að Van Gaal geri miklar breytingar á liðinu enda stóð það sig að mörgu leyti vel gegn Chelsea. Ég held raunar að það verði óbreytt, þriðja leikinn í röð.

De Gea
CBJ
Blind
Smalling
Darmian
Carrick
Fellaini
Lingard
Mata
Martial
Rooney

Þetta er hádegisleikurinn á morgun, kl. 12.45.

Big Sam vs. Louis van Gaal, ekki missa af þessu.

Djöfullegt lesefni: 2016:03

skrifaði þann 11. febrúar, 2016

Mourinho og stjóraleit

Mourinho hefur fulla trú á því að United-starfið verði sitt samkvæmt heimildarmönnum ESPN.  Það sama segir Telegraph, Independent og BBC.

Sport Witness segir okkur frá fréttum á Spáni um að Jorge Mendes sé við það að ganga frá því að Mourinho verði næsti stjóri United.

Manchester Evening News segir hinsvegar að ráðning Mourinho sé háð því að United komist ekki í Meistaradeildina á næsta ári. 

Manchester United er fyrsti kostur Mourinho samkvæmt Guardian.

United neitar hinsvegar að tjá sig um alla þessa Mourinho-orðróma.

Miguel Delaney segir að United neyðist hreinlega til að ráða Mourinho ætli félagið sér aftur á toppinn.

En hann segir jafnframt að Mauricio Pochettino myndi henta United betur.

Captain Fantastic vill hinsvegar að Giggs taki við.

Blaðamaður Telegraph virðist ekkert vera sérstaklega hrifinn af hugmyndinni um að Mourinho fari til United.

Louis van Gaal er löngu hættur að nenna að svara fyrir það að starf hans sé í hættu og hraunaði yfir blaðamenn.

Hann segir líka að sögusagnir um að United sé að fara að ráða Mourinho séu algjört kjaftæði.

Að velja nýjan knattspyrnustjóra er vandasamasta verk knattspyrnuheimsins. Er Manchester United með eitthvað plan spyr Ben Lyttleton sig.

Leikmenn

David de Gea átti að fá rosalegar upphæðir í laun hefði hann farið til Real Madrid.

Fyrrum United-stjarnan Danny Higginbotham segir það eins og er varðandi unga leikmenn í dag.

Margt bendir til þess að Luke Shaw muni spila á nýjan leik á þessu tímabili.

Enda var hann valinn í hópinn fyrir Evrópudeildina.

Tomas Tuchel, þjálfari Dortmund útskýrir af hverju lánið hjá Januzaj gekk ekki upp.

United

Hlutabréf í United hafa fallið mikið í verði undanfarið

Ed Woodward verður líklega grillaður af fjárfestum síðar í dag.

Það er lítil eftirspurn eftir miðum á Evrópudeildarleiki United.

Stuðningsmenn United voru hreint út sagt stórkostlegir í bikarleiknum gegn Derby fyrir skömmu.

Hitt og þetta

United-legendið Ruud van Nistelrooy ætlar að hjálpa til við að ala upp næstu kynslóð hollenskra knattspyrnumanna hjá PSV og auðvitað okkar mann, Albert Guðmundsson aka Gummi Ben jr.

Hvar voru leikmenn Leicester fyrir 5 árum?  Áhugavert að sjá hversu langt flestir leikmenn liðsins hafa komið á stuttum tíma.

Úrvalsdeildin er eitthvað að reyna að re-branda sig

Tíst vikunnar

Myndband vikunnar

Chelsea 1:1 Manchester United

skrifaði þann 7. febrúar, 2016

Fyrrum stórmeistara jafntefli varð niðurstaða dagsins á Stamford Bridge í Lundúnum.

Liðið sem byrjaði leikinn fyrir United í dag var eftirfarandi;

1
De Gea
43
Borthwick-Jackson
17
Blind
12
Smalling
36
Darmian
25
Fellaini
16
Carrick
9
Martial
8
Mata
35
Lingard
10
Rooney

Bekkur; Romero, Varela, McNair, Schneiderlin (’78), Memphis (’85), Herrera (’92), Pereira.

Chelsea stillti svona upp; Courtois, Azpilicueta-Zouma (Cahill ’56)-Terry-Ivanovic. Matic (Pedro ’66)-Mikel. Oscar (Hazard ’54)-Fabregas-Willian. Costa.

Fyrri hálfleikur

Fyrri hálfleikur byrjaði í járnum. Gummi Ben lýsti þessu ágætlega með orðunum „Stöðubarátta svokölluð“. United voru samt sem áður talsvert betri og voru með 70% possession eftir fyrstu 10 mínútur leiksins, eins og svo oft áður þá höfðu þeir samt sem áður ekki náð einu almennilegu skoti á markið. Það kom hins vegar á 17. mínútu, þá gerði Anthony Martial það sem við erum svo vön að sjá hann gera, sjimmí vinstri, sjimmí hægri BAMM! Stefndi boltinn rakleiðis í samskeytin fjær þegar Thibaut Courtois klóraði boltann í burtu með stórkostlegri markvörslu.

Eftir 25 mínútur missti United þau völd sem þeir höfðu á vellinum, en á fyrstu 25 mín. leiksins fékk liðið 9 hornspyrnur, án þess þó að skapa sér marktækt marktækifæri. Í aðeins annarri hornspyrnu Chelsea átti Nemanja Matic góðan skalla á markið sem David De Gea greip samt sem áður örugglega. Næstu 15 mínútur leiksins voru eign Chelsea og þurfti Chris Smalling að eiga last ditch tæklingu til að hindra að Fabregas færi einn í gegn. Í kjölfarið fylgdu færi hjá Diego Costa, Oscar og John Terry án þess þó að ógna markinu af viti.

0-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur

United byrjaði síðari hálfleikinn í fimmta gír. Eftir 5 mínútur þá var Wayne Rooney búinn að eiga fínt skot fyrir utan teig sem Courtois varði, sem og Martial var búinn að keyra á Branislav Ivanovic og eiga skot hárfínt framhjá nærstönginni. Áfram héldu yfirburðir United og átti Lingard skot sem Courtois varði og Rooney hamraði frákastinu sömuleiðis í markmanninn.

Eftir rúmlega 10 mínútna leik í síðari hálfleik fór Kurt Zouma upp í skallabolta með þeim afleiðingum að hann lenti illa í grasinu og var borinn af velli. Leit þetta mjög illa út og vonandi nær Zouma sér sem fyrst.

Aðeins fimm mínútum síðar komst United yfir, Borthwick-Jackson átti eina af sínu baneitruðu sendingum inn í teiginn þar sem Rooney tíaði boltann upp fyrir Jesse Lingard sem snéri með boltann og smurði hann svo upp í samskeytin.

Eftir markið gerði United hinsvegar það sem má í rauninni alls ekki gegn Chelsea, þeir lögðust nánast inn í sitt eigið mark til að verja stigin þrjú. Chelsea gekk á lagið og þurfti David De Gea að taka á honum stóra sínum trekk í trekk með vörslum frá Ivanovic, Fabregas og Pedro. Áfram héldu yfirburðir Chelsea og United voru í algerri nauðvörn síðasta korterið.

Í uppbótartímanum þá braust stíflan, Daley Blind rauk upp úr varnarlínunni til að mæta Hazard að mig minnir, í staðinn fór boltinn á Diego Costa sem var á bakvið hann. Maður leiksins fram að þeim tímapunkti sat því miður eftir og gerði Costa réttstæðan, sem tókst að drösla boltanum yfir línuna og staðan orðin 1-1. Stuttu síðar náði Costa að snúa Smalling af sér og átti skot sem De Gea varði.

Lokatölur 1-1.

Punktar

a) Í ’90 mínútur leit Cameron Borthwick-Jackson út eins og 30 ára reynslubolti, hann var með Willian/Oscar í vasanum. Þaut upp og niður völlinn eins og rennilás, átti góðar sendingar, spilaði sig úr vandræðum, var í raun fullkominn. En í blálokin, gleymdi hann sér, steig ekki upp með Daley Blind og spilaði Costa réttstæðan, en miðað við frammistöðuna, og þá staðreynd að hann er 18 ára gamall er auðveldlega hægt að fyrirgefa honum.

b) Að sama skapi var Chris Smalling með Diego Costa í gjörgæslu í ’90 mínútur. Hann elti hann útum allan völl, á einum tímapunkti í fyrri hálfleik elti hann Costa nánast upp að vítateig Chelsea. Costa var orðinn vægast sagt brjálaður, það var því týpískt að af öllum mönnum þá var það Costa sem var laus í teignum í lokin. Og Smalling hvergi sjáanlegur.

c) Árangur United á Stamford Bridge undanfarin ár hefur ekki verið upp á marga fiska og því jafntefli ásættanlegt. Sérstaklega miðað við orrahríðina sem David De Gea stóð af sér í venjulegum leiktíma. Flottur leikur hjá United að mörgu leyti en eftir að hafa komist yfir lagðist liðið of aftarlega og Chelsea gekk á lagið.

d) Í næstu umferð er allt undir, liðin fjögur fyrir ofan United mætast öll innbyrðis. Því VERÐUR United að vinna sinn leik í næstu umferð, ef þeir ætla sér að vera með í þessari baráttu.

e) Að lokum þá er vert að minnast á að stuðningsmenn United voru frábærir allan leikinn og maður leiksins, eins og svo oft áður, er spænski markvörðurinn okkar. #DaveSaves taggið verður vonandi okkar um ókomin ár. Borthwick-Jackson fær samt massíft S/O fyrir rosalega frammistöðu fram að ’91 mínútu, vonandi heldur hann áfram á sömu braut.

Endum þetta á smá klippu af De Gea;

Flugslysið í München 1958

skrifaði þann 6. febrúar, 2016

Í dag eru liðin 55 ár frá flugslysinu í München þar sem 8 leikmenn Manchester United, 3 starfsmenn félagsins og 12 aðrir létust.

Leikmennirnir voru Geoff Bent, Roger Byrne fyrirliði, Eddie Colman, Duncan Edwards, Mark Jones, David Pegg, Tommy Taylor og Liam Whelan.

Walter Crickmer, ritari félagsins, Bert Whalley yfirþjálfari og Tom Curry þjálfari létu einnig lífið.

Nöfn þeirra munu lifa meðan knattpspyrna er leikin undir merkjum Manchester United og við minnumst þeirra með ljóði Eric Winter, The Flowers of Manchester.

Minningarsíða um flugslysið

Minningarsíða á opinberu síðunni, m.a. heimildarmynd í 9 hlutum um liðið og slysið.