Djöfullegt lesefni 2015:24

skrifaði þann 2. júlí, 2015

Rauðu djöflarnir

Ramos og miðverðirnir

Það eru leikmenn að koma…

… og fara.

Aðrar fréttir

Javier Hernandez meiddist í leik með Mexíkó gegn Hondúras í nótt og óttast er að hann sé viðbeinsbrotinn. Sé svo missir hann af Gullbikarnum, keppni landsliða Norður- og MIð-Ameríku sem fram fer nú í júlí og  væntanlega verður erfiðara fyrir hann að finna sér nýtt félag.

Mynd vikunnar

Great to meet The Legend Pirlo with these lads @robinvanpersie and @stefandevrij3 😎☀️

A photo posted by Daley Blind (@blinddaley) on

Lag vikunnar

Austurrískt eins og Mozart

80s eins og 80s var, Hvað viljið þið meira?

Di María og Rojo á skotskónum fyrir Argentínu

skrifaði þann 1. júlí, 2015

Marcos Rojo skoraði fyrsta mark Argentínu í 6-1 sigri þeirra á Paragvæ í undanúrslitum Ameríkubikarsins í nótt:

Ángel Di María skoraði síðan þriðja mark Argentínu:

og það fjórða:

og lagði loks upp fimmta mark þeirra:

Argentína mætir Síle á laugardaginn kl 8 í úrslitaleik.

Annars er fátt að frétta og lítið nýtt slúður en hollenski blaðamaðurin Elko Born var samt að segja okkur úr hollenskum blöðum;

og:

Skv. Sky bauð United í Schneiderlin fyrir rúmum hálfum mánuði en ekki aftur þannig það mál virðist í smá biðstöðu. Fólk samt almennt á því að þetta gangi í gegn fyrr en síðar.

Ramos+Schneiderlin?

skrifaði þann 29. júní, 2015

Allir hressir?

Í kvöld sprakk allt á Twitter þegar tilvitnanir í mann að nafni Graham Hunter dreifðust um samfélagsmiðlana. Hunter þessi er enginn aukvissi, einskonar eldri útgáfa af Sid Lowe, blaðamaður sem hefur starfað lengi á Spáni, skrifað bækur um spænska boltann og fleira. Hann hefur sín sambönd á Spáni og því er líklega best að leggja við hlustir:

Hvað sagði gamli maðurinn?

Líkt og komið hefur fram á United að hafa beðið um að Ramos myndi lýsa því yfir að hann vildi ganga til liðs við United. Það er því spurning hvort að það sé það sem er að gerast?

Hér er allt viðtalið við Graham Hunter:

Mæli með að menn hlusti á þetta viðtal, ansi margt áhugavert sem kemur fram, m.a.:

  • Ramos og ráðgjafi hans vildu að Sky Sports á Englandi myndu ‘brjóta’ þessa frétt.
  • Ramos hefur sagt stjórnarmönnum Real Madrid að hann muni fara frá félaginu.
  • Ramos vill að Real semji við Manchester United og einungis Manchester United.
  • Ramos er heillaður af því að verða hluti af uppbyggingunni undir stjórn Louis van Gaal.
  • Rafa Benitez mun vilja að þetta mál verði klárað fyrir 11. júlí, áður en Real Madrid fer í sína æfingaferð.
  • United hefur sent inn eitt tilboð, einungis eitt tilboð í Ramos, upp á 40m evra eða 28.6m punda.

Það er þá væntanlega þetta tilboð sem Sky Sports og blaðamenn BBC greina svo frá því að United hafi sent Real Madrid:

Við fórum yfir þetta mál í síðasta þætti af podkastinu okkar auk þess sem að það er sérstakur Sergio Ramos kafli í nýjasta lesefnispakkanum okkar. Það er ljóst að blaðamenn frá miðlum á borð við BBC (Simon Stone) væru ekki að greina frá þessu án þess að þeir hefðu eitthvað fyrir sér í þessu. Mjög spennandi allt saman og ljóst að þetta mál er langt frá því að vera eitthvað tilhæfulaust slúður.

Stóra spurningin er þó ennþá sú hvort að Ramos sé að þessu til þess að fá nýjan og betri samning hjá Real Madrid? Við fáum svarið við því á næstu dögum.

Morgan Schneiderlin

Um helgina sagði franska blaðið L’equipe frá því að United væri að ganga frá kaupum á Morgan Schneiderlin, leikmanni Southampton. Einhverjir hlupu á sig og sögðu að von væri á honum í læknisskoðun í dag en það var ekki rétt og Schneiderlin mætti eldferskur til æfinga hjá Southampton í dag en þeir hófu undirbúninginn fyrir tímabilið einmitt í dag.

Schneiderlin

Menn gera þó fastlega ráð fyrir því að United klári þessi kaup, jafnvel í vikunni. Mark Ogden, blaðamaður Telegraph sem sér um United-umfjöllun þeirra staðhæfir þetta og segir að United munu ganga frá þessum kaupum á næstu tveimur dögum. Arsenal vildi einnig fá þennan leikmann en það sem réði úrslitum var að United var tilbúið til að bjóða betri launapakka en Arsenal. Það má því fastlega gera ráð fyrir að Schneiderlin verði kaup nr. 2 í sumar.

Leikmenn United hefja æfingar þann 1. júlí nk. og leggja svo af stað til Bandaríkjanna 13. júlí og það væri því frábært ef Woody & co tekst að negla niður þessi tvo kaup áður en að Ameríkutúrinn hefst.

Við fylgjumst vel með framvindu mála og greinum frá öllu um leið og það gerist!

Podcast Rauðu djöflanna – 11.þáttur

skrifaði þann 25. júní, 2015

Þáttur nr. 11 er kominn í loftið! Að þessu sinni voru Tryggvi PállMagnús, Björn Friðgeir og Sigurjón til tals. Mikið hefur verið rætt um Sergio Ramos í sambandi við möguleg kaup Real Madrid á David De Gea og við fórum rækilega yfir það mál ásamt því að við ræddum almennt um sumarið hingað til hjá United.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:

Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum

MP3 niðurhal: 11.þáttur

Rétt eftir að upptökum lauk barst þessi frétt frá Manchester Evening News:

Við minntumst einnig aðeins á Morgan Schneiderlin í þættinum og Daily Mirror fara all in í blaði sínu á morgun og segja United hafa unnið slaginn við Arsenal um Frakkann:

Sjáum hvað setur.

Djöfullegt lesefni 2015:23

skrifaði þann 25. júní, 2015

Rauðu djöflarnir

Slúður: Sergio Ramos sérútgáfa

Slúður

Leikmenn

Annað

Tíst vikunnar

Myndband vikunnar

Lag vikunnar

(ritstjórn Rauðu djöflanna mælir ekki með dagdrykkju eins og myndband þetta lýsir, jafnvel þó silly season og allt þetta slúður sé farið að fara í taugarnar á jafnvel geðprúðasta fólki)