Lokadagur félagaskiptagluggans

skrifaði þann 1. September, 2014

Kl 13:20 Anderson gæti farið til Burnley á láni. Þeir hafa greinilega séð eitthvað sem þeim hefur líkað um helgina.

Kl 13:06 Leicester City hafa hug á því að fá Nick Powell og Tom Lawrence. Powell myndi fara á láni en Lawrence mögulega keyptur.

Kl 12:57

Kl 12:17 Javier Herndandez hefur gengið til liðs við Real Madrid. Hann verður lánaður en Real mun hafa möguleika á að kaupa hann.

Kl 11:55 Tuttugu bestu mörk Radamel Falcao

Kl 11:53: Lítur út fyrir að United hafi tekið 3,75m punda boði QPR í WIll Keane. Enn einn senter að fara. Eða ekki. Þetta var víst gabb.

Kl: 9:44: L’Equipe hefur eftir Monaco að þetta sé 10m evra lán (7,9m pund) og kaupréttur næsta sumar á 55m evrur (43m pund9

Kl 9:37: Talað er um að United borgi Monaco 12 milljónir punda fyrir lánið á Falcao, og honum sjálfum 8 milljónir í laun (150þús á viku). Segi það bara: þetta er frábær díll ef hann helst heill. Og ef hann kemst ekki upp úr meiðslum, nú jæa, þetta er samt bara rétt rúmlega þriðjungur af Fellaini. Frábært! Segi það aftur!

Kl 09:12 Radamel Falcao er að koma á láni til Manchester United samkvæmt nokkuð öruggum heimildum. Einnig er sagt að möguleiki sé á að gera félagaskiptin endanleg.

article-2317765-1993173D000005DC-131_634x756

 

Kl. 8:37: AS dagblaðið á Spáni heldur því fram að Falcao til United sé frágengið. 65m evra eða rúm 51 milljón punda. Alls ekki áreiðanlegt blað.

Kl 07:50 Í dag er verið að orða okkur t.d. við Radamel Falcao og Arturo Vidal þannig að þetta gæti orðið langur dagur.

Kl 6:00 Það er lokadagur félagaskiptagluggana. Fyrir suma eins og jólin, fyrir aðra eins og pirrandi útgáfa af fyrsta apríl.

Ólíkt því í fyrra hefur nóg verið að gerast.

innkaup

Marcos Rojo, Ander Herrera, Luke Shaw, Ángel Di Maria og Daley Blind hafa nú þegar gengið til liðs við United.

Inn:

Vanja Milinković ekki vitað
Ander Herrera £29.000.000
Luke Shaw £27.000.000
Marcos Rojo £16.000.000
Ángel Di María £59.700.000

Út

Federico Macheda frjáls sala
Alexander Büttner £4.400.000
Jack Barmby frjáls sala
Rio Ferdinand Samningur útrunninn
Nemanja Vidic Samningur útrunninn
Ryan Giggs Samningur útrunninn
Louis Rowley frjáls sala
Patrice Evra £1.500.000
Bebé £2.400.000
Shinji Kagawa £6.300.000

Nú í morgunsárið lítur út fyrir að:

 • Javier Hernández fari á bekkinn hjá Real Madrid, árslán með valkvæðum kaupum.
 • Tom Cleverley fari til Villa, en eitthvað er hann óánægður með launatilboðið.
 • Danny Welbeck fari til Sunderland á láni, hann vill ekki vera 3ji í senteragoggunarröðinni.
 • Tom Lawrence og Nick Powell fari út á lán.

Jorge Mendez er að reyna að koma honum Falcao sínum eitthvað fyrir sem mestan pening og þ.a.l er auðvitað verið að orða hann við okkur. Svo þetta sé nú soldið djúsi og ekki hægt að afskrifa alveg þá eru blaðamenn í Kólombíu að kynda undir þenna rúmor.

Stefnir því í annasaman dag!

Burnley 0:0 Manchester United

skrifaði þann 30. August, 2014

Þar sem þessi leikur var í samkeppni við málningu að þorna um hvort væri leiðinlegra ætla ég bara að koma með nokkra punkta um leikinn í dag og liðið almennt.

 • Ángel Di Maria leit vel út og það verður ennþá skemmtilegra að sjá hann þegar sterkasta lið verður veljanlegt.
 • Darren greyið Fletcher er ekki að eiga góða leiki. En til að vera sanngjarn þá er alltof mikið lagt á hann sem eina leikhæfa djúpa miðjumann liðsins.
 • Mér fannst Ashley Young ágætur í dag og framan af leik var hann einn af þeim sem virkilega reyndi eitthvað og hefði í rauninni átt að fá amk eina vítaspyrnu í leiknum.
 • Mikið svakalega eiga Mata, van Persie og Rooney illa saman. Van Persie virkaði stirður, Rooney var ósýnilegur og Mata átti einn slappasta leik sinn fyrir Man Utd.
 • Vörnin var virkilega óstyrk í dag, sérstaklega framan af leik. Jonny Evans á sínum degi er fínn hafsent en hann verður að hafa leiðtoga með sér í vörninni. Tyler Blackett sem er minnst reyndur af miðvörðunum hefur leikið ágætlega það sem af er.
 • Langaði gráta þegar Anderson kom inná fyrir Di Maria.
 • Antonio Valencia var enn og aftur skelfilegur. Fyrirgjafirnar gætu ekki verið verri þó hann væri með bundið fyrir augun.
 • David de Gea var mjög traustur í dag og þurfti að spila sem sweeper-keeper framan af leik þegar vörnin var hvað lekust.
 • Spilið og flæðið í liðinu bættist enn og aftur með innkomu Danny Welbeck.

Maður leiksins að mínu mati var:

David de Gea

David de Gea

 

 

 

 

 

 

Liðið sem hóf leikinn í dag

1
De Gea
42
Blackett
6
Evans
4
Jones
18
Young
7
Di Maria
8
Mata
24
Fletcher
25
Valencia
10
Rooney
20
van Persie

Bekkurinn: Januzaj (Mata ’87), Hernandez, Welbeck (van Persie ’73), James, M. Keane, Anderson (Di Maria 70′), Amos

Næsti leikur er gegn QPR þann 14.september og er ekki ólíklegt að byrjunariðið verði talsvert breytt.

Daley Blind til Manchester United (staðfest)

skrifaði þann 30. August, 2014

Manchester United hefur staðfest að félagið hefur náð samkomulagi um kaup á Daley Blind með fyrir vara um samkomulag við leikmanninn og læknisskoðun

De Telegraaf í Hollandi birti frétt nú í morgunsárið um að Ajax og Manchester United hafi náð samkomulagi um kaup á Daley Blind. Kaupverðið sé 18 milljónir evra eða rúmlega 14 milljónir punda og einhverjar milljónir evra í hugsanlega bónusa.

Van Gaal hefur því virkjað varaáætlunina sem orðrómur hefur verið um í allt sumar, Blind hefur undanfarið ár verið besti miðjumaðurinn í Hollandi þó hann sé vinstri bakvörður að upplagi og getur einnig leyst miðvarðarstöðuna. Miðað við meiðslavesen United fyrr og nú má hann búast við að eiga fast sæti í liðinu ef hann sjálfur helst meiðslalaus. Eina spurningin er hvar. Einnig má líta á það sem svo að hann hafi 4 mánuði til að sanna fyrir Van Gaal að hinn síðarnefndi þurfi ekki að renna augum til Kevin Strootman í janúar.

Við sem erum eldri en þrítug þurfum hins vegar fyrst um sinn að kyrja möntruna reglulega:

Daley. Ekki Danny.
Daley. Ekki Danny.
Daley. Ekki Danny.

United heimsækir Burnley á Turf Moor

skrifaði þann 29. August, 2014

Burnley - Manchester UnitedÞegar Manchester United heimsótti Burnley árið 2009 voru Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez nýfarnir frá félaginu en Antonio Valencia, Gabriel Obertan og Michael Owen voru fengnir í staðinn hóst*Glazer*hóst. Sá leikur endaði með 1-0 sigri heimamanna þar sem Michael Carrick t.d. brenndi af vítaspyrnu. Liðin tvö áttu síðan ólík tímabil þar sem United var í hörkubaráttu um Englandsmeistaratitilinn sem þeir misstu á endanum naumlega til Chelsea en Burnley var í fallbaráttu sem þeir töpuðu á endanum.

c mcKnattspyrnustjóri Burnley er hinn efnilegi Sean Dyche sem lék áður með liðum eins og Chesterfield, Millwall og Watford sem hann þjálfaði tímabilið 2011-2012. Í október 2012 var Dyche ráðinn til Burnley. Hann þykir hafa unnið mikið afrek með að hafa komið Burnley liðinu beint upp í Úrvalsdeildina enda ekki haft mikil fjárráð en virðist geta mótiverað menn vel.

article_6611c3f9d54ad8d6_1351619883_9j-4aaqsk

Fyrir þetta tímabil hafa Burnley fengið leikmennina Michael Kightly, Matthew Taylor, Marvin Sordell, Steven Reid, Lukas Jutkiewicz og Stephen Ward. Önnur kunnugleg nöfn eru t.d. Skotinn Ross Wallace og fyrrum leikmaður Manchester United Tom Heaton. Burnley töpuðu í 1.umferðinni á heimvelli gegn Chelsea 1-3 og í 2.umferð 1-0 á útivelli gegn Swansea.

o-manchester-united-new-kit-facebook

Manchester United hefur byrjað tímabilið skelfilega og er augljóst að Louis van Gaal þarf tíma til að byggja liðið upp. Það hefur ekki hjálpað mikið að mikil meiðsli eru að hrjá hópinn og hefur van Gaal ekki getað stillt neinu sem líkist sterkasta liði og fyrir utan fyrsta leikinn þar sem Ander Herrera lék í 60 mínútur þá hefur enginn af nýju leikmönnunum getað leikið.

article-0-1F2843A100000578-864_634x619

Marcos Rojo er enn ekki kominn með leikheimild og verður ekki með á morgun. Luke Shaw og Ander Herrera eru meiddir og Marouane Fellaini, Jesse Lingaard, Michael Carrick og Chris Smalling einnig. Shinji Kagawa er sagður vera í Dortmund til að ganga frá endurkomu til Dortmund og Tom Cleverley er sagður vera í viðræðum við Aston Villa og Valencia. Juventus eru áhugasamir um framherjann Javier Hernandez.

Ég ætla að spá byrjunarliðinu á morgun svona ef van Gaal heldur sig við 3-4-1-2

1
De Gea
42
Blackett
6
Evans
4
Jones
18
Young
7
Di Maria
8
Mata
24
Fletcher
25
Valencia
10
Rooney
20
Van Persie

Annars myndi þetta vera áhugaverð uppstilling:

1
De Gea
42
Blackett
6
Evans
4
Jones
25
Valencia
10
Rooney
24
Fletcher
8
Mata
11
Januzaj
7
Di Maria
20
van Persie

Stuttlega um leikmannakaup

skrifaði þann 29. August, 2014

Eftir að Manchester United hefur loksins sýnt að það eru peningar í handraðanum hafa skriðið úr skúmaskotum alls kyns sérfræðingar og lýst því hve eigendur United séu frábærir við félagið, nú eða að United sé að eyða um efni fram.

Það mætti rannsaka málið lengi og skrifa margar greinar og það hefur verið gert. En það er því sem næst nóg að líta á eina staðreynd. Við yfirtöku á félaginu var það umtalað að félaginu yrði sett leikmannaeyðslu þak sem næmi 25 milljónum punda á ári. Nema ef einstakur leikmaður kæmi fram mætti sum ár bæta 20 milljónum punda við þá upphæð. Viðbrögð Joel Glazer voru:

It is absolutely not true. We are there to provide the manager with what he needs to compete at the highest level and win at the highest level. You can’t have caps. Situations arise and things change.

Uppsöfnuð nettóleikmannakaup frá Glazeryfirtökunni, deilt á fjölda ára

Uppsöfnuð nettóleikmannakaup frá Glazeryfirtökunni, deilt á fjölda ára. 25 milljón punda ‘þakið’ grænt.

Meðfylgjandi mynd sýnir fjárfestingu United í leikmönnum frá því að Glazer fjölskyldan yfirtók félagið.

Það er ekki fyrr en í þessari viku að meðal ársfjárfesting í leikmönnum síðustu 10 árin fór yfir þetta þak sem Joel Glazer hafnaði svo gjörsamlega að væri til og taldi fráleitt að setja.

Það er því einfalt að líta svo á að við séum á nokkurs konar núllpunkti, Eftir áralanga vanrækslu er verið að efna, ekki loforðin frá 2005, heldur það sem var algerlega hafnað að væri loforð því það væri of takmarkandi þáttur.

Á þessum sama tíma hefur velta félagsins aukist úr 170 milljónum punda í 336 milljónir punda. Því sem næst tvöfaldast. Og þetta eru veltutölur fyrir síðasta ár. Fyrir Chevrolet samninginn. Fyrir adidas samninginn.

Það er ekki þar með sagt að 200 milljón punda fjárfesting sé eitthvað sem megi vænta á hverju ári. En allt undir fimmtíu milljónum, nettó, má líta á að sé innan upphaflega „nei það er alltof takmarkandi og er ekki til“ þaksins. Og svo mætti samt setja 40 milljón pund í ‘exceptional’ leikmann eins og það var orðað á sínum tima.

Og þá er ég ekki byrjaður að tala um tekjuaukninguna af nýju auglýsingasamningunum.

Við þetta má bæta að á tímabilinu 2005-20013 hafa Glazerarnir sogað um 700 milljónir punda út úr félaginu til þess að borga upp þau lán og annan kostnað við yfirtöku þeirra á félaginu á tímabilinu. Andy Green fjármálabloggari áætlar að árið 2016 hafi þeir tekið um 1 milljarð punda út úr félaginu eingöngu til þess að fjármagna og þjónusta lán, vexti og annan kostnað vegna eignarhalds Glazer-fjölskyldunnar á Manchester United. Þúsund milljónir punda.

Vinsamlegast nefnið því ekki oftar hvað Glazer fjölskyldan séu frábærir og örlátir eigendur.