Heldur sigurhrinan áfram? United heimsækir Arsenal á morgun

skrifaði þann 3. október, 2015

Manchester United hefur verið á góðu skriðu undanfarið, svo góðu að liðið situr á toppnum í fyrsta sinn í alltof alltof langan tíma. Á næstu vikum munum við þó fyrst sjá hvað er spunnið í liðið og hvort að LvG & co geti gert alvöru atlögu að titlinum eða ekki. Október er nefnilega ansi strembinn:

Screen Shot 2015-10-02 at 14.58.35

Landsleikjahléið sker mánuðinn auðvitað í sundur en það er þétt leikið frá og með 17. október þegar United fer til Everton. Eins og sjá má eru spilar United þrjá af erfiðustu útileikjum tímabilsins í óktóber, gegn Arsenal, Everton og Crystal Palace. Þar að auki er heimaleikur gegn City og inn í þetta blandast Meistaradeildin og Deildarbikarinn.

Dagskráin eftir þessa törn eru öllu þægilegri þar sem við tökum við nokkrum af nýliðum deildarinnar fram að jólum þannig að nú er okkar menn í dauðafæri á að sýna öllum þeim sem telja þetta United-lið vera í krísu hvað það er mikið kjaftæði. Þetta hefst allt gegn Arsenal sem er auðvitað einn stærsti leikur ársins. Þarna fæst ansi gott tækifæri til þess að herða gripið á toppsætinu. Sigur gegn Arsenal er svo auðvitað alltaf sálfræðilega mjög sterkur.

Það smá segja að í þessari viðureign á síðasta ári hafi heppnin ofurlítið verið með United. United vann svokallaðan ‘smash and grab’ sigur á Emirates með sjálfsmarki frá Gibbs og ágæti marki frá Rooney. David de Gea var í fantaformi það kvöld og tryggði okkur sigurinn þar eins og svo oft  á síðasta tímabili. Arsenal-hefndi sín svo reyndar með að slá okkur út úr FA-bikarnum með álíka ‘smash and grab’ sigri þar sem Antonio Valencia gaf Danny Welbeck sigurmarkið á silfurfati.

Áður en ég dembi mér í að fjalla aðeins um Arsenal er ekki úr vegi að rifja upp næstskemmtilegasta leik United á Emirates þegar Robin van Persie labbaði inn á sinn gamla heimavöll sem Englandsmeistari, í gegnum heiðursvörð sinna gömlu liðsfélaga.

Arsenal

Arsenal…sama lið, sami stjóri, sama vesen. Það er vesen í Meistaradeildinni eins og svo oft áður. Í deildinni er liðið í ágætum málum, án þess þó að vera í toppmálum, þið vitið nefnilega alveg í hvaða sæti liðið er án þess að horfa á töfluna. Liðið situr á fleiri hundruð milljónum en samt fjárfesti liðið bara í einum leikmanni, ágætis leikmanni reyndar. Það er eiginlega alveg magnað að þetta lið skuli bara vera toppframherja og toppmiðjumanni frá því að vera alveg frábært. En nei, Wenger er að því leytinu til eins og Ferguson. Þetta snýst allt um value.

Liðið byrjaðu illa í deildinni og tapaði fyrir West Ham. Síðan hefur liðinu gengið ágætlega, að undanskildu slæmu tapi gegn Chelsea þar sem andlegir veikleikar liðsins komi bersýnilega í ljós þegar Gabriel lét fiska sig út af. Í Meistaradeildinni hefur liðið gjörsamlega verið úti á túni og tapað gegn Dynamo Zagreb og Olympiakos. Fimmtudagsvöld í Evrópu hjá Arsenal eftir áramót.

Liðið er brothætt þegar það fær á sig mótlæti og það sést hvergi betur á stjóra liðsins. Hann hótaði að labba út af blaðamannafundi þegar fjölmiðlamenn spurðu hann um þá ákvörðun að spila hinum heimsklassamarkverði David Ospina í markinu gegn Olympiakos. Mótlætið fer illa í Arsenal og þessvegna var svo létt fyrir Sir Alex Ferguson að sigra þetta lið á seinni árum.

Leikmannalega séð er það ágætlega mannað. Peter Cech er frábær viðbót í markið. Bellerin og Koscielny eru virkilega góðir leikmenn og Ozil og Sanchez eru ekkert annað en stórkostlegir þegar þeir eru í stuði. Það vantar þó afgerandi framherja og afgerandi miðjumann þrátt fyrir að Giroud og Coquelin séu að mörgu leyti ágætir leikmenn.

Alexis Sanchez hrökk heldur betur í gang gegn Leicester um síðustu helgi þegar hann setti þrennu og það mun mæða á þeim bakverði sem þarf að glíma við hann. Hann mun án efa vera helsta hætta Arsenal og gæti reynst okkur óþægur ljár í þurfu, sérstaklega þar sem að hrókeringar í bakvarðastöðunni hjá okkur eftir meiðsli Shaw hafa ekki alveg verið að virka.

Koscielny, Arteta og Flamini eru þó meiddir og það er tvísýnt með Coquelin. Þetta er eitthvað sem mun hiklaust nýtast okkur, sérstaklega er gott að vera laus við Koscielny sem er þeirra sterkasti varnamaður. Martial vs Mertesacker…?Veisla.

Arsenal stillir eflaust upp á þessa leið:

Cech
Monreal
Gabriel
Mertesacker
Bellerin
Cazorla
Coquelin
Sanchez
Ozil
Ramsey
Walcott

Eitthvað segir mér að Ozil eigi eftir að vera hljóðlátur og að United muni vinna miðjubaráttuna í þessum leik. Það er þó Sanchez sem ég hef mestar áhyggjur af. Hann mun fá pláss á köntunum og gæti farið illa með okkur. Arsenal-liðið tapaði illa gegn Olympiakos og gætu því mætt eins og öskrandi ljón til leiks en einnig gætu þeir mætt svekktir og sárir. Það eru stór göt í liðinu vegna meiðsla og verulega gott tækifæri fyrir United til að sækja á þetta lið. Ef United skorar snemma leiks gætu Arsenal-menn brotnað niður. Við skulum vona að það gerist.

United

United er á fínni siglingu í deildinni og hefur liðið spilað afskaplega vel síðan Martial sprengdi sjálfan sig upp á sjónarsviðið. Það sem helst gæti þó hrjáð liðið á morgun er þreyta. Louis van Gaal talaði um eftir sigurinn gegn Wolfsburg að menn væru þreyttir. Sá leikur var erfiður auk þess sem að Arsenal, sem spilaði einnig erfiðan leik, fékk auka dag til að hvíla sig og þurfa ekki að ferðast. Louis van Gaal getur þó sjálfum sér um kennt eftir að skorið hópinn duglega niður ásamt því að spila sínu sterkasta liði í óþarfa leik gegn Ipswich.

Van Gaal sagði á blaðamannafundi að hann myndi meta ástand leikmanna fyrir leikinn og því gætum við séð einhverjar breytingar á liðin frá Wolfsburg-leiknum. Michael Carrick kemur ferskur inn og er klár í slaginn. Leikmenn fengu frí á æfingum í gær til þess að jafna sig og því ljóst að þetta er ofarlega í huga hjá þjálfarateyminu.

Séu allir heilir er liðið farið að velja sig sjálft. Darmian fer væntanlega aftur í hægri bakvörðinn eftir slappa frammistöðu Valencia gegn Wolfsburg. Það kæmi mér ekki á óvart ef Young tæki þá vinstri bakvörðinn. Memphis, Mata, Rooney og Martia sjá um framlínunna og ætli Carrick kom ekki inn fyrst að hann er heill og spilaði ekki gegn Wolfsburg. Ég spái liðinu svona

De Gea
Young
Blind
Smalling
Darmian
Carrick
Schneiderlin
Memphis
Rooney
Mata
Martial

Leikurinn er á morgun kl. 15.00

Djöfullegt lesefni: 2015:34

skrifaði þann 2. október, 2015

Rauðu djöflarnir

Skyldulesning

Swiss Ramble fer á ítarlegan hátt yfir fjármál United. Niðurstaðan? Glazerarnir sjúga hagnaðinn úr félaginu en nýr sjónvarpsamningur mun líklega gera United að ríkasta félagi heimsins.

Leikmenn

Héðan og þaðan

Nokkur tíst

Myndir vikunnar

Sir Alex Ferguson sendi Eric Cantona bréf haustið eftir að sá síðarnefndi hætti hjá United:

CPg9kZ9WsAAkeOR.jpg-large

Hver er leikmaður septembermánaðar?

skrifaði þann 1. október, 2015

Septembermánuður var að mörgu leyti ágætur fyrir United. Liðið spilaði sex leiki og vann fimm af þeim og í fyrsta sinn í langan tíma er Manchester United á toppi deildarinnar!

Leikirnir í september

Leikmennirnir sem tilnefndir eru

David de Gea hefur komið frábærlega inn í þetta eftir að hann krotaði undir nýjan samning í september. Hann spilaði alla leiki liðsins í september og var eins og eðlilegt er orðið, frábær í þeim öllum. Var hann í sérstaklega góðu formi gegn Southampton og varði einnig vel gegn Liverpool.

 

Leikmaður ágústmánaðar hjá okkur og ekki hefur hann verið síðri í september. Chris Smalling hefur tekið stórstígum framförum frá því að hann lét reka sig út af gegn City fyrir tæpu ári síðan. Líkt og við ræddum í síðasta þætti af podkastinu okkar er erfitt að segja að einhver annar miðvörður í ensku deildinni sé að spila betur. Hann kórónaði svo fínan september með því að skora sigurmarkið gegn Wolfsburg í gær.

Það voru flestir sem fussuðu og sveiuðu yfir því að Daley Blind ætti að spila í miðverðinum á tímabilinu. Hann hefur heldur betur troðið blautum sokki ofan í alla þá sem efuðust Frammistaða hans gegn Liverpool, þar sem hann pakkaði saman tröllinu Christian Benteke, var stórkostleg auk þess sem hann hefur átt frábærar stoðsendingar í september. Hver þarf Mats Hummels? Ekki United, það er á hreinu.

 

Juan Mata, líklega hinn fullkomni tengdasonur, spilaði gríðarlega vel í september. Hann skoraði þrjú mörk og átti þrjár stoðsendingar í þessum sex leikjum. Frammistaða hans gegn Wolfsburg var í hæsta gæðaflokki þar sem hann skoraði mark og átti stoðsendingu ársins á King Mike Smalling. Hann er að breytast í hálfgerða markavél og líklega ekki margir sem bjuggust við því að hann myndi eigna sér hægri vængstöðuna þegar Moyes keypti hann á sínum tíma.

Thierry Henry? Patrick Kluivert? Nicolas Anelka? Nei, Anthony Martial. Örvæntingin sem virtist einkenna kaupin er farin að breytast í örvætingu varnarmanna sem þurfa að mæta honum. Innkoma aldarinnar gegn Liverpool, ótrúleg yfirvegun gegn Southampton. Hann hefur komið inn eins og sprengja og kveikt duglega í sóknarleik United. Kemur með nýja vídd inn í sóknarleik liðsins og virðist vera fullskapaður leikmaður. Þvílík kaup!

Kosningin

Hver er leikmaður septembermánaðar?

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...

 

Manchester United 2:1 Wolfsburg

skrifaði þann 30. september, 2015

Lið United var óbreytt frá leiknum gegn Sunderland. Það gladdi marga stuðningsmenn liðsins að sjá Andreas Pereira og James Wilson á bekknum. Ander Herrera og Antonio Valencia voru tæpir fyrir leikinn en Valencia gat þó byrjað leikinn á meðan Herrera var ekki í hóp. Luiz Gustavo leikmaður Wolfsburg var ekki með vegna meiðsla en hann er fastamaður í djúpri tveggja manna miðju.

Fyrri hálfleikur

Leikurinn fór frekar fjörlega af stað. Wolfsburg voru mjög aggresívir og náðu að skora strax á 4. mínútu eftir að spila vörn United sundur og saman alltof auðveldlega. Í endursýningum kom í ljós að Valencia gleymdi sér og var alltof aftarlega á meðan fjórir leikmenn voru allir vinstra megin í teignum. Markaskorari gestanna var Daniel Caligiuri.

Þýska liðið var gjörsamlega frábært fyrstu 20 mínútur leiksins og United virtist vera gjörsamlega á hælunum. Wolfsburg voru ánægðir með liggja aftur eftir markið og beita skyndisóknum sem voru margar ansi hættulegar.

United fór aðeins að sækja í sig veðrið og jók tempóið í spili sínu og náði mörgum frambærilegum sóknum en erfiðlega gekk þó að koma boltanum í markið.

Á 33. mínútu gerðist Caligiuri markaskorari Wolfsburg skúrkur þegar hann setti höndina í boltann inni í teig og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Einnig upskar hann gult spjald.

Á punktinn steig Juan Mata sem skoraði af miklu öryggi framhjá Benaglio.

Staðan í hálfleik 1:1.

Seinni hálfleikur

Louis van Gaal gerði eina breytingu í hálfleik en Ashley Young kom inn fyrir dapran Valencia sem var greinilega ekki alveg 100%. Young fór þá í hægri bakvörðinn.

Wolfsburg byrjaði seinni hálfleikinn vel og ætlaðu sér greinilega að ná öðru marki en Smalling, de Gea og félagar ætluðu að sjá til þess að það gerist ekki.

Á 53.mínútu átti Young hlaup upp kantinn og setti boltann fyrir á Juan Mata sem átti stórkostlega hælsendingu á Chris Smalling sem skoraði laglegt miðvarðarmark. Allt í einu var United komið yfir og var algjörlega í bílstjórasætinu.

Því miður fyrir utan Young gerðu skiptingarnar í seinni hálfleiknum meira ógagn en gagn. Andreas Pereira kom inná fyrir Memphis sem átti fínan leik í kvöld en fékk reyndar dæmt óskiljanlegt gult spjald skömmu áður en hann var tekinn af velli.

Þegar rétt rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum þá var Schweinsteiger orðinn þreyttur. Þar sem enginn Carrick né Herrera voru á bekknum þá var það Phil Jones sem kom inná fyrir hann.

Þessi skipting lukkaðist ekki vel. Allt control og yfirvegun sem United hafði haft í leiknum var alveg farið og gestirnir lágu í sókn meira og minna það sem eftir var leiks og höfðu sett „snillinginn“ Nicklas Bendtner inná til að freista þess að jafna þennan leik.

Sem betur náðu vörnin og David de Gea að sjá við þeim og tryggja United stigin 3 sem voru lífsnauðsynleg.

Maður leiksins

8 Juan Mata

Juan Mata

Byrjunarlið kvöldsins

Manchester United

1
De Gea
36
Darmian
17
Blind
12
Smalling
25
Valencia
31
Bastian
28
Schneiderlin
7
Memphis
10
Rooney
8
Mata
9
Martial

Bekkur: Romero, Jones (Schweinsteiger), Young (Valencia), Wilson, Fellaini, McNair, Pereira (Memphis).

VfL Wolfsburg

1
Benaglio
34
Rodriguez
18
Dante
25
Naldo
15
Träsch
27
Arnold
23
Guilavogui
10
Draxler
11
Kruse
7
Caligiuri
12
Dost

Bekkur: Grün, Bendtner (Dost), Schäfer, Klose, Schürrle (Arnold), Jung (Träsch), Seguin.

Meistaradeildin: Wolfsburg kemur í heimsókn

skrifaði þann 30. september, 2015

utd vs wolfsburgLoksins, loksins. Það er oft talað um að enginn viti hvað hann/hún eigi fyrr en glatað hefur. Í tilfelli Manchester United og stuðningsmanna liðsins er það Meistaradeild Evrópu. Síðasta tímabil var það fyrsta í ca. 20 ár sem að United var ekki neinni Evrópukeppni hvað þá meistaradeild.

Fyrir ykkur sem viljið vita/rifja upp meira um síðustu leiki og frammistöður ákveðinna leikmanna þá er dottið inn splunkunýr þáttur af hlaðvarpi Rauðu djöflanna og var hann vel mannaður.

Manchester United

Fyrsta umferðin fór eins illa og getað hefði. United missir Shaw í langan tíma og fær ekki einu sinni vítaspyrnuna sem réttilega hefði átt að vera dæmd. Þetta atvik sló leikmenn liðsins alveg útaf laginu og kom því kannski ekki mikið á óvart að svo fór sem fór.

Sem betur fer hefur United haldið dampi í deildinni og er eitt á toppnum að loknum 7 umferðum.

En að leiknum annað kvöld þá verður Michael Carrick fjarri góðu gamni. Ander Herrera og Antonio Valencia munu einnig vera tæpir. Marcos Rojo er svo líka meiddur.

Líklegt byrjunarlið:

1
De Gea
18
Young
17
Blind
12
Smalling
36
Darmian
31
Bastian
28
Schneiderlin
7
Memphis
10
Rooney
8
Mata
9
Martial

Vfl Wolfsburg

VfL Wolfsburg er að keppa í annað skipti í sinni sögu í Meistaradeild Evrópu. Síðast voru þeir einmitt líka í riðli með CSKA Moskvu og Manchester United. Glöggir stuðningsmenn muna kannski eftir þrennu Michael „zzz“ Owen gegn þeim.

Wolfsburg voru næstbesta lið Bundesligunnar á síðasta tímabili og segir það kannski ekki mikið enda er einokun Bayern á titlinum farin að minna á Celtic í Skotlandi. Þeir hafa farið ágætlega af stað í deildinni og meira að segja bara nokkuð vel. Þeir töpuðu reyndar ansi illa gegn Bayern (ótrúlegt, ekki satt?) þar sem hinn magnaði Robert Lewandowski kom inná og gerði sér lítið fyrir og skoraði „fimmu“. Hann jafnaði gamalt met Atla Eðvaldssonar yfir fimm mörk skoruð með stuttu millibili.

Lið Wolfsburg hefur tekið nokkrum breytingu frá því á síðasta tímabili og frægast dæmið er Kevin de Bruyne sem var seldur á metfé til Man City. Einnig voru Ivan Perisic og Aaron Hunt seldir. Perisic til Inter í Mílanó og Hunt til Hamburger SV. Reyndar hafa þeir fengið nokkra sterka leikmenn í staðinn. Bera þar hæst Julian Draxler frá Schalke 04, Max Kruse frá Mönchengladbach og Dante frá Bayern München.

Líklegt byrjunarlið:

1
Benaglio
34
Rodriguez
18
Dante
25
Naldo
15
Träsch
27
Arnold
7
Caligiuri
17
Schürrle
10
Draxler
11
Kruse
12
Dost