Chelsea 1:0 Manchester United

skrifaði þann 18. apríl, 2015

Það er erfitt að vera eitthvað dapur yfir tapi Manchester United á Stamford Bridge í dag. United spilaði vel, alveg á pari við þá leiki sem liðið hefur spilað undanfarið. Van Gaal sagði meira að segja eftir leikinn að þetta hafi verið besti leikur United í vetur. Hvort það sé nú rétt eða ekki þá er Chelsea alveg spes í því hvernig þeir spila, þeirra leikur snýst alfarið um að vera þéttir fyrir 1 og nýta sér þau mistök sem mótherjinn gerir. Í dag gerði United tvö mistök, eitt af þeim skapaði mark Chelsea og í hinu tilfellinu endaði boltinn í þverslánni hjá okkar mönnum. Að öllu öðru leyti stjórnaði United öllu á vellinum án þess þó að finna markið sem vantaði svo sárlega.

Rennum aðeins yfir liðin í dag. United stillti upp svona:

1
De Gea
3
Shaw
33
McNair
12
Smalling
25
Valencia
31
Fellaini
10
Rooney
21
Herrera
18
Young
8
Mata
9
Falcao

Bekkur: Valdes, Blackett (80), Rafael, Di Maria (70), Januzaj (70), Pereira, van Persie

Það var auðvitað mikil blóðtaka að missa Carrick í meiðsli í síðasta leik, hann er auðvitað einn af okkar mikilvægari leikmönnum. Ekki nóg með að missa hann þá misstum við líka Blind og Jones út á sama tíma, allt eru þetta menn sem hafa slípað til þá spilamennsku sem við höfum séð frá United undanfarið. Fjarvera þeirra gerði það að verkum að tveir „nýjir leikmenn“ þurftu að koma inn (McNair, Shaw) og tveimur öðrum (Rooney og Herrera) þurfti að hliðra til í nýjar stöður. Að öðru leyti virtist LVG ætla sér að fara inn í þennan leik með sömu plön og gegn liðum eins Liverpool og Manchester City. Liðið átti að halda boltanum, vera hreyfanlegir, pressa hátt og reyna að opna mótherjan. Chelsea, sem spilaði með þetta lið:

Courtois
Azpilicueta
Terry
Cahill
Ivanovic
Zouma
Matic
Hazard
Fabregas
Oscar
Drogba

…var hinsvegar bara með eitt plan, skella öllum hurðum í lás og hengja Zouma á bakið á Fellaini og klippa hann út úr leiknum 2. Ég bjóst ekki við að Chelsea myndu ná að hanga á því plani í +90 mínútur, en viti menn, það gekk upp hjá þeim. Þolinmæði og agi Chelsea er raun aðdáunarverður því þegar mótherjinn gerir loksins mistök eru þeir með menn eins og Hazard og Oscar (+Costa þegar hann er heill) sem geta refsað harkalega.

Eina refsing leiksins kom frá Chelsea á 38. mínútu í fyrri hálfleik. Fabregas var með boltann út á kanti, gaf inn á Oscar sem náði að slíta sig aðeins frá Smalling, á sama tíma fann Herrera sjálfan sig út úr stöðu og missti sjónar af Hazard sem tók á rás fyrir aftan Herrera. Valencia áttaði sig of seint á hlaupinu og náði ekki að loka á hlaupaleiðina hjá Hazard. Með snyrtilegri hælsendingu frá Oscar var Hazard kominn einn inn fyrir vörnina. Hazard átti þó eftir að setja boltann framhjá De Gea (sem er ekki létt verk!) en hann gerði vel, setti fastan bolta meðfram jörðinni, sem er erfitt að eiga við því eina leiðin fyrir De Gea að stoppa slíkan bolta er að hagræða fótunum svo hann komist nær jörðinni. Því miður var boltinn farinn í gegnum klofið á De Gea áður en hann komst niður.

1-0 fyrir Chelsea og það var alveg ljóst á þeim tímapunkti að svona myndi Stamford Bridge líta út eftir markið:

Rútan!

Það reyndist rétt. United pressaði mikið fram á við en náði aldrei að skapa almennilegt færi, fyrir utan eitt skipti þegar Falcao komst inn fyrir í þröngri stöðu og setti boltan í nærstöngina framhjá Courtois. Fyrir utan það var United mikið að dansa með boltan á 20m-70m svæði á vellinum. Tölurnar úr leiknum tala sínu máli:

CFCMUstats

Ég hef ekkert út að menn eða dómara að setja, allir gerðu sitt besta í dag. Miðjan var ágæt. Herrera var settur í stöðu Carrick og mér fannst hann leysa það ágætlega, svona miðað við allt. Vissulega átti hann nokkrar skelfilegar sendingar hér og þar (sem maður sér aldrei frá Carrick) en hann vann hlutina vel og var duglegur að bæta fyrir þau mistök sem hann gerði. Óþarfi hjá honum að reyna að krækja í vítaspyrnu þarna undir lokin en dómarinn réttilega sá við honum. Fellaini var gjörsamlega klipptur út af tröllinu Zouma. Mér fannst þó dómari leiksins leyfa Zouma að komast upp með mun meira en aðrir leikmenn, hann braut ítrekað á Fellaini (og hefði á einhverjum tímapunkti átt að fá gult) en aldrei var neitt dæmt. Rooney leysti sín mál vel þó hann hafi e.t.v. verið betur staðsettur sem framherji, með Mata fyrir aftan sig.

Young og Mata voru ágætir og var ég mjög hissa á því að sjá þá tekna útaf fyrir Di María og Januzaj. Líklegast hefur Van Gaal viljað fá meiri hraða á kantana og þar kom reyndar Di María nokkuð sprækur inn á meðan Januzaj hafði nákvæmlega 0% áhrif á leikinn.

Falcao, ó Falcao. Menn sem voru á vellinum töluðu um að hann væri að reyna eins og hann gæti að búa til svæði með hlaupum, taka menn á (án bolta) og hvaðeina. Hinsvegar virtist enginn United leikmaður vera að leita að honum, engar „þræðingar“ á hann (fyrir utan einu sinni, þegar Falcao komst inn fyrir og sett’ann í stöngina) og því virkaði Falcao ansi bitlaus. Það var skeggrætt töluvert í hálfleik að markið sem Chelsea skoraði væri á hans ábyrgð því hann lét sig detta eftir viðureign við John Terry. Mér finnst það ansi ósanngjarnt og kenna honum um það, maður hefur oft séð aukaspyrnur dæmdar á svipaða hluti, þó að eftir á að hyggja hefði Falcao frekar átt að standa í lappirnar.

Vörnin var fín. Valencia líklegast að spila sinn besta leik í vetur, Smalling var virkilega öruggur sem og Shaw. Það var helst McNair sem var svolítið óstabíll en honum verður þó ekki kennt um eitt né neitt. United ætti þó ekki að vera í þeirri stöðu að þurfa að spila mönnum eins og McNair eða Blackett í leikjum sem þessum, það er allavega mín skoðun.

Allavega, 1-0 tap á Stamford Bridge í leik sem hefði frekar átt að enda sem jafntefli, það hefur verið verra, Móri hreinlega vann í dag taktískan sigur á okkur. Það sem þessi leikur skilur eftir sig, fyrir mig persónulega, er tilhlökkun fyrir næsta tímabil. Þegar Van Gaal er búinn að stoppa í götin í sumar og ALLIR leikmenn liðsins eru með það á 100% hreinu hvernig skal spila frá fyrsta degi, þá sjáum við til hvernig fer. Tryggvi sagði það best:

Sjáumst á næsta tímabili Móri! Næsta stopp, Everton!


  1. PARK THE BUS!

  2. sem og spila sem 5. varnarmaður

Enn ein þolraunin – Chelsea á morgun

skrifaði þann 17. apríl, 2015

Þetta er búið að vera hreint ótrúlega gaman undanfarið! Sex sigurleikir í röð í deildinni, liðið verið meiðslalaust og farið að ná saman, leikaðferðin að smella, og meira að segja skemmtileg spilamennska.

En við vissum að þessi gríðarerfiða leikjahrina myndi enda á einum þeim erfiðasta. Síðustu 11 árin hefur United tvisvar unnið á Stamford Bridge. Í Meistaradeildinni vorið 2011 tryggði Wayne Rooney liðinu sigur með þessu marki

og fyrsta ár Rauðudjöflanna.is fór liðið og hirti öll þrjú stigin í deildinni þar þökk sé m.a. skemmtilegu rangstöðumarki og tveim rauðum spjöldum.

Sigurjón var á skýrsluvaktinni þann daginn og við settum hann aftur núna og vonum að það beri árangur.

En nú er árið 2015 og Chelsea hefur verið gufuskipið í deildinni. Þeir stíma þétt og örugglega að titlinum, önnur lið eru eins og seglskip í samanburði, sveiflast til og frá og ná ekki að halda í við Chelsea þó að þeir síðarnefndu séu langt í frá á fullum dampi. Frá septemberlokum hafa bara tvö lið náð að vera innan við 5 stigum frá Chelsea; Southampton og City. Fall City hefur verið mikið og nú eru það helst Arsenal og United sem eru að nálgast Chelsea.

Forskot Chelsea

En United og Arsenal eru einmitt næstu tveir leikir Chelsea þannig að það er tækifæri fyrir þá að gulltryggja sér deildina með sigrum í þeim.

Jason Burt skrifaði nýlega að United sé eingöngu að sýna þann lágmarksárangur sem krafist er. Skiptir hann þá engu að nýr stjóri tók við brotnu liði, keypti seint og lenti í herfilegum meiðslavandræðum.

Þess vegna væri flott frammistaða á Stamford Bridge á morgun endanlega sönnun þess að liðið sé á réttri leið.

Eitt af lykilatriðinum í góðri frammistöðu Chelsea er að þeir hafa getað stillt fram sömu leikmönnum í gegnum allt tímabilið. Tíu leikmenn hafa byrjað í 23 eða fleiri af þessum 31 leik þeirra, og þrír þeirra, Terry, Ivanovic og Hazard hafa byrjað þá alla. Það er hreint magnað á þessu síðustu tímum rótasjónar og meiðsla. Fyrir leikinn á morgun er þó Diego Costa meiddur og óvíst er hvor Loïc Rémy verði leikfær. Ef ekki kemur það í hlut gamla mannsins Didier Drogba að leiða línuna hjá Chelsea.

Þeir eru því með gríðarsamæft lið sem undir venjulegum kringumstæðum liti svona út

Courtois
Aspilicueta
Terry
Cahill
Ivanovic
Matic
Ramires
Hazard
Fábregas
Willian
Rémy

en þar sem liðsuppstilling United er líka mjög stöðug núna þá hefur mikið verið rætt í vikunni hvernig José Mourinho muni taka á okkar mönnum. Eitt af því sem nefnt hefur verið að Kurt Zouma komi inn á miðjuna í stað Ramires og þá til að hjálpa Nemanja Matić að taka á Fellaini, og til að Matić þurfi ekki að færa sig hægra megin á miðjuna til að taka á móti Fellaini.

Ramirez gæti síðan farið út á kantinn í stað Willian og unnið meiri varnarvinnu hægra megin en Willian, til að taka á vinstri kanti United þar sem þríhyrningurinn Blind-Fellaini-Young hefur verið gríðaröflugur.

United ætti sömuleiðis undir venjulegum kringumstæðum að líta svona út:

1
De Gea
17
Blind
4
Jones
12
Smalling
25
Valencia
31
Fellaini
16
Carrick
21
Herrera
18
Young
8
Mata
10
Rooney

en þá er stóra spurningin: Mun Louis van Gaal hrista aðeins upp í liðinu til að styrkja liðið á þessum erfiða útivelli og ekki síður til að reyna að koma Mourinho aðeins á óvart?

Hvað er þá til bragðs að taka? Tryggvi Páll er búinn að skrifa um upprisu Antonio Valencia sem hægri bakvarðar og ef það er eitthvað sem mun reyna á þolrifin á honum þá er það að taka á móti Eden Hazard.  Hazard er næstmarkahæstur Chelsea-manna og eini maðurinn sem hefur skorað fleiri en 6 mörk fyrir utan Diego Costa. Oscar er maðurinn með sex mörk og hann er úr náð hjá Mourinho eftir slaka frammistöðu í leikjum undanfarið. Þetta er því næstum hægt að leggja upp þannig að ef United stöðvar Hazard, þá stöðvar það Chelsea

Ég hef samt enga trú á að Van Gaal reyni t.d. að nota Smalling frekar en Valencia. Liðið er sem fyrr segir í gírnum og það myndi bara raska því að reyna að skipta út þeim megin, sérstaklega þar sem það er ekki eins og Smalling sé eitthvað afgerandi skárri kostur.

Michael Carrick verður vonandi með, en ef ekki þá stendur Van Gaal frammi fyrir vandamáli. Daley Blind ætti að geta leyst stöðuna undir venjulegum kringumstæðum en á móti Chelsea þá er ansi mikils til hans ætlast. Luke Shaw er líklega ekki orðinn alveg heill og þá væri Young næsti bakvörður. Reyndar er vara-vinstri kanturinn okkar alveg af þokkalegum kaliberi, en þessi hringekja fer ekki af stað nema brýna nauðsyn beri til.

Ég ætla því að spá óbreyttu liði og treysta því að þessi vika hafi farið í að undirbúa menn rækilega undir hlutverk sín gegn toppliðinu. Því miður er að það svo að United þarf ekki sárlega að vinna leikinn, en það er hins vegar skylda að komast vel í gegnum hann. Jafntefli og góður leikur er heimtingin, sigur væri bónus.

Leikurinn hefst kl 16:30 á morgun laugardag!

Uppfært kl. 11.00

Á blaðamannafundi er Louis van Gaal að segja okkur að Michael Carrick, Marcos Rojo, Phil Jones og Danny Blind séu allir frá vegna meiðsla þannig að allar væntingar um óbreytt lið eru foknar út í veður og vind

Við verðum að gera ráð fyrir Shaw í vinstri bakvörðinn og Blackett í haffsent. Ég ætla að giska á að Di María komi inn og Mata komi inn á miðjuna með Herrera, en annars er ég ekki alveg að sjá hvernig þetta mun spilast. Ykkar ágiskun er jafngild mínum!

Viðbót:

Oh boy. ohboyohboyohboy

Djöfullegt lesefni: 2015:13

skrifaði þann 16. apríl, 2015

Rauðu Djöflarnir

United

Leikmenn

Ýmislegt

Leikmannaslúður

Mynd vikunnar

Mata-Oscar-717x520

Lag vikunnar

Gojira – „L’Enfant Sauvage“

Fyrirliðinn Wayne Rooney

skrifaði þann 14. apríl, 2015

Eins og margir vita þá er undirritaður ekki stærsti aðdáandi Wayne Rooney, á sínum tíma var ég í fremsta vagni á Rooney-lestinni en færðist svo hægt og rólega aftar og stökk hreinlega frá borði á sínum tíma. En sem stendur er Rooney svo sannarlega að vinna sig upp í áliti. Það er einfaldlega ekki hægt að skafa af því, þegar Wayne Rooney spilar sem fremsti maður hjá Manchester United þá gengur liðinu betur.

Meiðsli Robin Van Persie voru vægast sagt lán í ólani. Þau leiddu til þess að Rooney var færður upp á topp og tilraunin til að breyta honum í miðjumann er vonandi endanlega úr sögunni. Liðinu gengur einfaldlega mun betur með Rooney upp á topp heldur en ella, það virðist þó ekki sem hann sé að hafa þessi gífurlegu áhrif sem maður reiknar með að framherji Manchester United hafi. Leikurinn gegn Manchester City á sunnudaginn er gott dæmi um það en Rooney átti aðeins 35 snertingar í leiknum (hann átti samt sem áður stoðsendingu á Juan Mata í leiknum). Hann hefur aðeins einu sinni á ferlinum átt jafn fáar snertingar á boltann í leik.

Silent Domination

Málið er einfaldlega að Rooney er ekki lengur að spila fyrir sjálfan sig eins og hann hefur gert í svo mörg ár. Þá á ég ekki við að hann sé eigingjarn heldur einfaldlega að hann spilaði bara sinn leikstíl. Í Monday Night Football lýsti Gary Neville honum sem ‘street footballer’ sem vill elta boltann, vera ‘in the thick of it’ og helst eltandi boltann út um allan völl. Rooney spilar fótbolta eins og Bretar eru aldnir upp við að spila fótbolta. Hlaupa, hlaupa og hlaupa aðeins meira. Taktík var ekki eitthvað sem skipti miklu máli. Þetta hefur alltaf verið hans leikstíll og fæstir bjuggust við því að þessu yrði breytt. Það virðist þó sem Louis Van Gaal hafi tekist að temja dýrið. Eitthvað sem enginn bjóst við og hvað þá Gary Neville miðað við viðbrögð hans við þessari umbreytingu.

Aðal ástæðan er ef til vill sú að Sir Alex Ferguson tókst aldrei að temja Rooney. Það muna allir eftir því þegar Manchester United mætti Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2013. Eftir mjög sterkt 1-1 jafntefli á útivelli kom Ferguson öllum á óvart með því að bekkja Rooney og henda hinum síunga Ryan Giggs í byrjunarliðið þegar heim var komið. Rooney byrjaði vissulega útileikinn gegn Real Madrid en í heimaleiknum virtist Ferguson hafa ákveðið að taka Xabi Alonso úr umferð en hann var prímusmótorinn í útivallar leikplani Jose Mourinho (mjög direct skyndisóknir þar sem Alonso dældi boltanum í svæði fyrir Ronaldo og aðra sóknarmenn Real til að hlaupa í). Ryan Giggs fékk reyndar það hlutverk að elta Cristiano Ronaldo í leiknum en Danny Welbeck var settur á Alonso og herbragð Ferguson virtist virka, leikurinn var í járnum en United var 1-0 yfir og Real Madrid voru ekki beint að skapa sér nein opin dauðafæri (allavega ekki í minningunni), en svo ákvað dómari leiksins að skemma leikinn með því að reka Nani útaf og leikplan United fauk út um gluggann.

Ástæðan fyrir því að Ferguson treysti Rooney ekki til að fórna sér fyrir liðið og taka Alonso úr umferð var sú að hann hafði reynt það áður. Eftir að hafa verið pakkað saman af Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 komst Ferguson að því að helsta leiðin til að stöðva Barcelona væri að reyna stöðva prímusmótor þeirra. Hér er ekki átt við Xavi heldur Sergio Busquets. Rooney var settur til höfuðs honum í úrslitaleiknum 2011 en Rooney virtist ekki hafa agann til þess að elta Busquets í 90 mínútur. Þetta leiddi til annarar skelfilegrar frammistöðu United og annað silfrið í Meistaradeildinni á þremur árum staðreynd. Mig grunar að Ferguson fái ennþá martraðir um þessa leiki. Nánari hrylling um þennan leik má lesa hér.

Í rauninni er það full mikil einföldun að kenna Rooney einum um hvernig fór en United liðið var yfirspilað á öllum sviðum knattspyrnunnar. Það þurfti 11 manna skipulagða pressu til þess að stöðva lið eins og Barcelona á þessum tíma og það var eitthvað sem United réði einfaldlega ekki við. Annars geri ég það sama og Tryggvi og bendi mönnum einfaldlega á að horfa á Monday Night Football þáttinn. Greining þeirra Gary Neville og Jamie Carragher er einfaldlega besta sjónvarpsefni sem völ er á fyrir knattspyrnufíkla eins og undirritaðan.

Góðar stundir.
Kv. RTÞ

Neville og Carragher fara yfir spilamennsku United

skrifaði þann 14. apríl, 2015

Fyrir knattspyrnuáhugamenn er varla til betra sjónvarpsefni en Monday Night Football á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher fara yfir leiki helgarinnar. Þeir eru ekkert að stressa sig á því að fjalla um alla leiki helgarinnar heldur velja þeir sér leiki sem þeir geta kafað ofan í og leikgreint almennilega. Í gær tóku þeir fyrir sigur United á City um helgina og einbeittu þeir sér að því að tala um United.

Gary Neville tók fyrir sóknarleik United og Carragher skoðaði varnarleikinn. Þetta er frábær greining hjá þeim félögum eins og alltaf og er algjört skylduáhorf fyrir United-menn. Ef það eru einhverjir sem eru ennþá að efast um Louis van Gaal ættu þær efasemdir að hverfa við þetta áhorf. Kaflinn um United hefst í kringum 11:30 mínútu:

Í gær talaði ég um hvað ég væri bjartsýnn á framhaldið undir stjórn Louis van Gaal miðað við frammistöður liðsins í stóru leikjunum á tímabilinu. Það er óhætt að segja að bjartsýnin hafi ekki minnkað við þetta áhorf.