• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Félagaskipti Leikmenn Staðfest

Tyrell Malacia er leikmaður Manchester United.

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 5. júlí, 2022 | Engin ummæli

Þá er það staðfest. Manchester United hefur fest kaup á vinstri bakverðinum Tyrell Malacia, 22 ára gömlum hollending frá Feyenoord. The Athletic heldur því fram kaupverð sé í kringum 15 millj. evra sem getur endað í 17 millj. evra út frá bónusgreiðslum auk þess að Feyenoord mun fá hluta af söluverðinu þegar United ákveður að selja hann.

🇳🇱 Forged at Feyenoord.
🔴 Made for Manchester.@T_Malacia is United ready! 👊#MUFC || #WelkomTyrell

— Manchester United (@ManUtd) July 5, 2022

Einhverjar fréttir höfðu borist af því að Lyon úr frönsku Ligue Un væru búnir að festa kaup á leikmanninum fyrir 13 millj. evra (+ 2 millj. í bónusgreiðslur), þeir hefðu gengið frá munnlegu samkomulagi og voru menn svo pottþéttir á að hollendingurinn væri að fara til Frakklands að sjálfur Fabrizio Romano var búinn að skella í eitt af sínu frægu „Here We Go!“ tístum um helgina. En svo virðist sem United hafi tekist að stela þessum kaupum á einum mest spennandi bakverði hollensku Eredivisie á síðustu leiktíð.

Embed from Getty Images

Malacia er uppalinn leikmaður hjá Feyenoord og braust fram á sjónarsviðið á tímabilinu 2017/2018 en þá byrjaði hann eina 8 deildarleiki á tímabilinu en spilað tvöfalt fleiri leiki á því næsta. Malacia spilaði svo 50 leiki á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur fjögur í 32 leikjum í deildinni og tókst um leið að vinna sér inn sæti í hollenska landsliðinu. Hann er örvfættur og spilar nánast einvörðu sem bakvörður en hefur þó spilað framar, t.d. sem varnarsinnaður kantmaður. Hann er góður með boltann, bæði að bera hann upp völlinn og að halda honum ásamt því að búa yfir góðum sendingum.

Hann hefur hins vegar fengið ákveðna gagnrýni á sig fyrir staðsetningar, einkum og sér í lagi sóknarlega en til að vega upp á móti því eru fyrirgjafirnar hans og langar sendingar ákveðinn styrkleiki. Hins vegar hefur hann allt sem þarf til að verða toppbakvörður sem sást í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu (Europa Conference League) þar sem Feyenoord mætti Roma í úrslitum eins og sjá má á eftirfarandi tölfræði:

Tyrell Malacia’s game by numbers vs Roma (25/05/2022):

100% tackles won (4/4)
100% dribbles completed
96% pass accuracy
84 total touches
7/10 ground duels won
5/6 long passes completed
3 ball recoveries
2 chances created
2 shots

Stood out in a European final. 🇳🇱👀 pic.twitter.com/DtmeBcIqhG

— Statman Dave (@StatmanDave) June 28, 2022

Hér að neðan gefur svo að líta töflu sem ber saman tölfræði Tyrell Malacia við tölfræði nokkurra bakvarða úr ensku Úrvalsdeildinni frá því þeir voru á sama aldri (21 árs). Eins og sést er Malacia með 0,16 mörk+stoðsendingar að meðaltali í leik sem er á pari við Cucurella hjá Getafe og Robertson þegar hann var hjá Hull en nokkuð betra en Digne og Chilwell þegar þeir voru hjá fyrri klúbbum. Cancelo er hins vegar sér á báti og sömu sögu er að segja um Trent hjá Liverpool.

 

Þá er einnig áhugavert að skoða og bera hann saman við aðra varnarmenn í Eredivisie. Hann var einn af einungis þremur leikmönnum sem var með 0,2 xA per 90 (expected assists per 90 minutes), ásamt því að vera með yfir 50 sendingar að meðaltali í leik og vinna um 55% af öllum einvígum sínum. Þar fyrir utan er tölfræði hans í deildinni miðað við aðra varnarmenn nokkuð ásættanleg:

#1 most shots
#1 most successful take-ons
#1 most successful through balls
#2 passes in the final 3rd
#3 most tackles made
#3 most touches in the opp. box

Embed from Getty Images

Auðvitað er þetta einungis til gamans gert og alla tölfræði þarf að taka með fyrirvara. Þarna eru menn í ólíkum deildum, hjá liðum sem eru með ólíka stöðu í deildinni en vonandi tekst hollendingnum að halda áfram að þróa sinn leik og þó það væri ekki nema til þess að endurtaka leikinn með Luke Shaw þegar Alex Telles kom fyrst til liðsins. Þá hreinlega spilaði Shaw eins og engill og sýndi af sér sínar bestu hliðar. Vonandi tekst honum að mynda meiri samkeppni um byrjunarliðssæti á næsta tímabili og þar með bæta liðið þó svo hann detti ekki sjálfur beint í liðið.

En það er víst að núna er orðið heldur þröngt á þingi þegar kemur að vinstri bakvarðarstöðunni okkar. Við erum með Luke Shaw, Alex Telles og núna Tyrell Malacia og svo má ekki gleyma Brandon Williams sem kom eftir heldur dapurt lán hjá Norwich á síðustu leiktíð. Það gefur augaleið að þeir eru ekki allir fjórir að fara fá nægar mínútur svo einhver þarf að víkja og þá eru þeir William og Telles líklegastir. Þar sem Malacia kostaði ekki augun úr væri vonandi hægt að fá einhverjar kúlur í kassann og styrkja aðrar stöður þá um leið og vinstri bakvarðarstaðan fær andlitslyftingu.

Erik ten Hag 🤝 Tyrell Malacia pic.twitter.com/qqOvi9uhHA

— utdreport (@utdreport) July 5, 2022

 

0
Opin umræða

Mánuður af sumarfríi

Halldór Marteins skrifaði þann 23. júní, 2022 | 20 ummæli

Fyrir akkúrat einum mánuði síðan spilaði Manchester United síðasta leik tímabilsins og fór liðið eftir það í langþráð sumarleyfi. Daginn eftir kom nýi stjóri liðsins, Hollendingurinn Erik ten Hag, inn á skrifstofuna og hóf sín störf. Nú styttist í að æfingar hefjist aftur og liðið haldi síðan í æfingaferðalag á framandi slóðir, venju samkvæmt. Þessi pistill er hugsaður sem létt yfirferð á því sem hefur verið í gangi síðasta mánuðinn og vettvangur til að ræða það nýjasta og ferskasta í slúðrinu.

Sagan af Frenkie de Jong

Bjartsýnustu menn (les. ég) vonuðust til þess að þessi pistill hérna, sá næsti í röðinni á eftir kynningu á nýja stjóranum, yrði pistill fljótlega á eftir þeim sem byði velkominn fyrsta leikmanninn sem kæmi til félagsins í stjóratíð Ten Hag. Helst að það yrði einhver algjör bombukaup sem gæfi tóninn fyrir 1-2 önnur kaup sem yrðu svo kláruð fljótlega á eftir því. Allar fréttir fyrstu dagana sögðu frá því hversu duglegur Erik ten Hag væri að undirbúa störf sín hjá Manchester United, hversu æstur hann væri að koma til starfa og að hann hefði ákveðið að kíkja beint á skrifstofuna í Manchester í stað þess að byrja á sumarleyfi og mæta svo í lok júní til starfa.

En það hefur orðið töf á þessu. Við vitum að Erik ten Hag hitti mennina með völdin og leikmenn hafa verið ræddir. En það virðist allt stranda á því að United hefur ákveðið að setja ein kaup í algjöran forgang, slíkan forgang að allt annað sem gerist í sumarglugganum mun í raun ákvarðast út frá því hvernig þessi fyrstu kaup ganga. Frenkie de Jong á að verða lykilleikmaður í uppbyggingarstarfi Ten Hag hjá Manchester United. Hann á að leiða fjallgönguna aftur upp á tindinn, upp á toppinn. Út frá honum mun spilastíllinn blómstra og liðið aftur fara að berjast um titla. Hans útsjónarsemi inni á vellinum á að gefa tóninn fyrir restina af liðinu.

Barcelona verður að selja hann, þeir vilja selja hann. En þeir vilja bara fá hellings pening fyrir hann. Manchester United vill kaupa hann, United *verður* að kaupa hann. En Manchester United vill passa hversu stóra sneið af sumarinnkaupakökunni þeir setja í þessi kaup. Þess vegna hefur þetta dregist á langinn. Flestir áreiðanlegir fótboltablaðamenn virðast á því að þetta sé töluvert líklegra en ekki til að gerast. En reglulega koma þó bæði fréttir um að Barcelona vilji ekki fara niður fyrir ákveðna upphæð sem og fréttir um að United vilji ekki borga of mikið fyrir hann og sé reiðubúið að ganga frá samningaborðinu.

Embed from Getty Images

Þess vegna erum við hér. Þess vegna er enginn leikmaður kominn inn ennþá. Þolinmæðisverk sem verður að fá að koma í ljós hvort sé það rétta í stöðunni eða ekki. Manchester United gæti klárað þennan díl í dag, ef þeir einfaldlega borga þá upphæð sem Barcelona er búið að segjast vilja fá fyrir hann. Sem er líklega einhvers staðar í kringum 85 milljón Evrur eða 73 milljón pund. Samkvæmt nýjustu fréttum er tilboð United komið í 75 milljón Evrur eða 64,4 milljón pund. Ég ætla að ganga svo langt að segja að þetta sé tímaspursmál en það er bara spurning hversu langan tíma þetta tekur. Helst myndum við vilja fá leikmanninn inn áður en liðið fer í æfingaferðalagið og það algjörlega út úr kortinu að draga þetta framyfir upphaf tímabilsins. Liðið þarf á góðu undirbúningstímabili að halda, með eins fullskipuðu liði og hægt er.

Vonum að þeir nái að klára þetta fljótlega og til vara slútta þessu nógu tímanlega til að hægt sé að klára önnur kaup tímanlega.

Ajax bakgrunnur er algjört möst

Manchester United virðist ætla að vinna með þetta 100-150 milljónir punda (115-173 milljón Evrur) í innkaupasjóð sumarsins, fyrir utan það sem gæti komið inn með mögulegum sölum á leikmönnum. Því miður er söludeildin ekki upp á sitt besta hjá Manchester United. Söluvörurnar eru oftast á of háum launum og ekki nógu góðir leikmenn til að lið séu að berjast mikið um þá. Það væri vel séð að ná að selja Anthony Martial en því miður virðist það langsóttur draumur. Dean Henderson fer en bara á láni. Aaron Wan-Bissaka, Eric Bailly og Phil Jones mega fara en maður sér ekki margar milljónir koma inn á móti. Blanda af slæmum samningum og slökum frammistöðum hafa komið félaginu í þessa stöðu. Þá skilur maður líka betur af hverju liðið sýnir aðeins meiri þolinmæði í samningaviðræðum við Barcelona, það munar um hverja krónu (eða Evru/pund).

Það stoppar fjölmiðla þó ekki í að orða leikmenn við liðið. Helstu uppskriftirnar af því að orða leikmenn við liðið eru:

  1. Hann spilar eða hefur einhvern tímann á ferlinum spilað fyrir Ajax
  2. Hann spilar í Portúgal

Ajax tengingin er mjög skiljanleg. Það bíða flestir spenntir eftir að sjá hvernig fótboltinn verður sem Ten Hag ætlar að láta Manchester United spila. Það á alveg eftir að koma í ljós hversu tilbúnir núverandi leikmenn eru fyrir það að spila hans leikstíl en það er nokkuð vitað að þeir sem koma úr Ajax-skólanum ættu að geta fúnkerað nokkuð vel í hans leikstíl. Sérstaklega þeir sem hafa verið að spila fyrir hann hjá Ajax að undanförnu. Antony er þar mjög ofarlega á blaði, sprækur og áræðinn hægri kantmaður sem kann á kerfið. Það er líka talið líklegt að Ten Hag vilji miðvörð frá Ajax til að veita þeim Harry Maguire, Raphaël Varane og Viktor Lindelöf samkeppni, ef ekki hreinlega ganga beint inn í byrjunarliðið. Jurrien Timber var einn af þeim fyrstu sem var orðaður við Manchester United og það er talið að United hafi verið komið ágætlega á leið með viðræður við kappann þegar Louis van Gaal byrjaði að tala og sagðist ekki geta valið Timber á HM nema hann væri að spila reglulega. Tvennt í þessu; ef Timber óttast það að geta ekki unnið sér byrjunarliðssæti í þessari United-vörn þá er hann kannski ekki með karakter sem United þarf og hvernig van Gaal getur sagt þetta á meðan hann heldur áfram að velja Nathan Aké í hópinn sinn og jafnvel byrjunarlið er frekar fyndið. En allavega, Timber verður áfram hjá Ajax, virðist vera.

Embed from Getty Images

Hinn miðvörðurinn hjá Ajax, Argentínumaðurinn Lisandro Martinez, hefur tekið við keflinu sem Ajax-miðvörður sem er orðaður við Manchester United. Timber er lágvaxinn en Martinez er jafnvel enn lágvaxnari. Til að setja þetta í samhengi þá er Daley Blind hávaxni maðurinn í varnarlínunni við hliðina á miðvarðaparinu. Ajax er þó ekki par sátt við að missa frá sér enn fleiri leikmenn en þegar er orðið svo það virðist allt benda til þess að United þurfi að velja annað hvort Antony eða Martinez í þessum sumarglugga. Það ætti að skýrast ef(tir) að Frenkie de Jong díllinn klárast.

Annar Ajax-drengur sem hefur verið orðaður við Manchester United er hinn síspræki Christian Eriksen. Eriksen kæmi þó ekki beint frá Ajax heldur eru komin 9 ár frá því hann yfirgaf hollenska klúbbinn. Í millitíðinni hefur hann spilað fyrir Tottenham, Inter og Brentford. Hann er mjög klár knattspyrnumaður með auga, heila og fætur fyrir skapandi sóknarleik. Það væri kostur að fá hann inn með mikla reynslu á frjálsri sölu en hann er víst enn að hugsa málið og ekki víst að hann sjái Manchester United sem verkefni fyrir sig. Sjáum hvað verður.

Embed from Getty Images

Ef það er eitthvað sem toppar Ajax-tenginguna þegar kemur að slúðurvélinni þá er það líklega ef leikmaðurinn getur eitthvað og spilar í Portúgal. Þá er strax farið að orða hann við Manchester United. United átti víst að hafa boðið 100 milljón skrilljónir (eða eitthvað þar um bil) fyrir sóknarmanninn Evanilson hjá Porto. En þrátt fyrir að vissulega sé komin ágætis hefð fyrir portúgölskum tengingum hjá Manchester United þá virðist þetta vera enn eitt dæmið um portúgalska umboðsmenn og portúgölsk félög sem nota Manchester United til að hræra upp áhuga á leikmönnum þeirra. A tale as old as time. Kannski kemur portúgalskur leikmaður til United í sumar en eins og staðan er núna virðist ekki mikið benda til þess í fullri alvöru.

100 leikmenn á leiðinni

Það er alltaf jafn hressandi að fylgjast með slúðrinu í kringum Manchester United. Það er þessi skemmtilega blanda af leikmönnum sem vilja nýta United til að fá nýja samninga, félög sem vilja selja leikmenn, umboðsmenn sem vilja búa til áhuga og umtal á umbjóðendum sínum, blaðamönnum sem ýmist hafa rangar heimildir, reyna að giska í eyður eða einfaldlega taka sér ákveðið skáldaleyfi (líklega ekki margir í síðasta hópnum samt) og svo jú, þessir nokkru leikmenn sem Manchester United hafa í alvöru áhuga á og eru að reyna að vinna í að fá til félagsins.

Í sumar nálgast tala leikmanna sem hafa verið orðaðir við United á einhverjum tímapunkti núna 100. Það er svakalegt, eftir aðeins einn mánuð af sumarfríi og enn styttri tíma þar sem glugginn sjálfur hefur verið opinn. Förum við ekki bráðum að sjá Wesley Sneijder orðaðan við liðið? Hlýtur að styttast í það.

Can we get 100 by the end of the week? https://t.co/4lYNldKwgr pic.twitter.com/WGtv2av8Sd

— UnitedMuppetiers (@Muppetiers) June 21, 2022

Held við getum nú flest afskrifað ansi hressilegan hluta af þessum nöfnum strax þótt það sé verið að orða þau við félagið. Hins vegar væri ansi gaman ef það kæmi svo einhver góð þruma úr heiðskíru og United myndi semja við leikmann sem væri ekki búið að orða við félagið.

Richard Arnold, nýi forstjóri Manchester United, hitti stuðningsmenn á hverfispöbbnum sínum um daginn. Það var skemmtileg leið til að koma í veg fyrir að þeir myndu mótmæla fyrir framan húsið hans, að fara í staðinn, hitta þá á barnum og bjóða þeim upp á bjór á meðan þeir ræddu málin. Hann fór um víðan völl og ræddi meðal annars um væntanleg innkaup félagsins.

🗣 Richard Arnold: “The money is there to spend on new players this summer, that the manager & director of football want.”

Richard Arnold speaking to fans at Pub, who were allegedly planning a protest at #mufc. Ed Woodward or the Glazers never did this 👏pic.twitter.com/IdguMxBBpe

— centredevils. (@centredevils) June 18, 2022

Hluti af mér finnst þetta mjög vel gert hjá Arnold en það er líka partur af mér sem finnst þetta minna á nokkuð alræmd orð Ed Woodward á sínum tíma.

Ed Woodward in July: "We can do things in the transfer market that other clubs can only dream of. Watch this space."

— Man Utd Stuff (@ManUtdStuff) September 2, 2014

Það er ekki víst að þeir sem sjái um samningaviðræður við Barcelona hafi verið sérstaklega ánægðir með þessi orð frá Arnold en sjáum til hvernig málin þróast og hvernig gengur svo í framhaldinu hjá Arnold.

Hvað er í gangi með kvennaliðið?

Það var gaman að fylgjast með kvennaliði Manchester United á síðasta tímabili. Þær voru í toppbaráttunni framan af og héldu sér inni í baráttu um Meistaradeildarsæti allt fram í lokaumferðina. Í síðasta leik gáfu þær verðandi deildarmeisturum Chelsea góðan leik og mikla baráttu en urðu á endanum að játa sig sigraðar.

Þetta er enn meira afrek í ljósi þess að samkvæmt nýjustu fréttum þá er United að vinna með lægra fjármagn í kvennaliðinu en allavega fimm önnur félög. Það leiðir til þess að kvennaliðið getur illa keppt við hin toppliðin um laun og leikmenn.

🗞 It is understood that #MUWomen have a lower budget than at least five other clubs in the WSL and have struggled to compete with player salaries. [@em_sandy]

— Utd District (@UtdDistrict) June 20, 2022

Þetta hefur leitt til þess að öflugir leikmenn, eins og t.a.m. Lauren James, hafa yfirgefið félagið og þær bestu hjá liðinu núna eru tregar til að framlengja.

I understand Alessia Russo has turned down an offer to extend her contract at Manchester United.

She has a year remaining & is not believed to be in talks with other clubs currently but could leave on a free next summer if a deal isn’t met. More on BBC Sport shortly. #MUFC

— Emma Sanders (@em_sandy) June 20, 2022

Þetta er ekki nógu vel gert hjá félagi eins og Manchester United. Þegar félagið kom loksins aftur í nútímann og skráði kvennalið aftur til leiks þá virkaði við fyrstu sýn eins og það væri verið að gera þetta rétt. Mjög efnilegur og klár þjálfari var ráðinn, flottur hópur leikmanna með blöndu af reynslu, gæðum og tengingu við Manchester United var safnað saman og út á við leit út eins og stefnan væri sett á toppinn. En Casey Stoney hætti sem þjálfari liðsins eftir að ljóst varð að aðstaðan sem liðinu var boðið upp var ófullnægjandi, skipulagið lélegt, fjármagn lítið og metnaður stjórnar ekki nógu mikill heldur.

Kannski finnst þeim bara nóg að vera með lið í efstu deild, telja sig ekki þurfa að keppa um eitthvað meira en það. Það er sorglegt, þessir leikmenn eiga meira skilið. Það hlýtur að vera hægt að leggja meira í þetta. Vonandi á þetta eftir að batna því það væri frábært að sjá metnaðarfullt kvennalið hjá Manchester United, með titlabaráttum, Evrópukeppnum og jafnvel fleiri íslenskum leikmönnum.

Eitthvað að lokum?

Við tökum áfram stöðuna hérna. Munum koma inn með pistla þegar leikmenn fara að rúlla inn, tökum umræður þegar æfingaferðin hefst og hver veit nema við hendum jafnvel í nýtt podkast fljótlega.

Eruð þið með einhverja fleiri punkta eða umræður hingað inn? Hendið þeim endilega í komment hér að neðan.

20
Stjórinn

Nýr stjóri tekinn við

Halldór Marteins skrifaði þann 25. maí, 2022 | 15 ummæli

Manchester United beið ekki lengi með að fá nýja knattspyrnustjóra liðsins inn. Strax daginn eftir síðasta leik á þessu versta tímabili í lengri tíma var Erik ten Hag mættur á Old Trafford til að heilsa upp á gjörsamlega alla hjá félaginu, skoða sig um og halda einn góðan blaðamannafund. Auk þess hófst dagurinn á að MUtv birti viðtal við kappann. Samfélagsmiðlar voru undirlagðir af fréttum um Ten Hag og félaga. Fréttamiðlar tóku það sömuleiðis upp, jafnvel svo mikið að minna fór fyrir fréttum af fögnuði Manchester City sem keyrði um borgina í rútu fyrir framan mismikið af fólki. Enda skiljanlegt, við vitum öll hvert er stóra félagið í Manchester-borg.

Þetta var afskaplega vel þegið, að fá strax eitthvað til að dreifa huganum frá þessu knattspyrnulega gjaldþroti sem síðustu vikur hafa verið fyrir Manchester United.

Fyrsti blaðamannafundurinn

Ein besta leiðin til að fá tilfinningu fyrir nýjum knattspyrnustjóra er að heyra hans eigin orð um nýja starfið, félagið, liðið og verkefnin framundan.

Success is tattooed right across the club badge. I’m determined to get the first [trophy] on the board as soon as possible.

Þetta er góð lína. Árangurinn er flúraður yfir merki félagins. Sterkt.

The owners and the CEO have a lot of confidence in me. They have come to me and I explained my philosophy and they were excited. Because of that I’m here. We have to wait and see if I can fulfil this expectation of those people and the supporters. The fans are very important, I know that.

Stuðningur stjórnar er mikilvægur og stuðningsfólk er mikilvægt líka. Þetta hljómar mjög vel.

This is not a dream job. This is reality. I am Manchester United manager. The reality is that this is a job that everyone wants and I have it. I know the responsibility and the expectation. At the same time I know the legacy. I know what’s behind me. I know what the history is and what the fans expect from me.

Veruleikinn og væntingarnar, þetta er auðvitað risastórt starf.

I think first thing is first game, think about getting my principles into the boys, get the players to understand how I want them to play and let’s take the results later on see how many points we can gather but this club has made many many points before but I’m not going to set that target now.

Mikilvægt að setja sér og liðinu góð markmið.

The legacy of this club is unique. There are not many clubs with such history and DNA. It’s not only a legacy, it’s also something that, for the people working for this club, we have to follow this legacy and make sure that the DNA will also be respected, always be respected.

Jújú, algjörlega einstakur klúbbur með stórmerkilegt DNA.

Þetta eru allt falleg orð. Peppandi orð. En reyndar er ekkert af þessu hér að ofan komið beint frá Erik ten Hag þótt hann hafi sagt margt sem hljómaði svipað. Þetta eru tilvitnanir í fyrstu blaðamannafundina hjá David Moyes, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick, í þeirri röð. Það er auðvitað ekki endilega erfitt að segja réttu hlutina í upphafi, stærra mál er að fylgja þeim síðan eftir og þessum herramönnum sem eiga orðin hér að ofan gekk mjög misvel með það.

En þetta er ekki sett svona fram til að hnýta í þessa stjóra eða getu þeirra. Alls ekki heldur til að bauna á Erik ten Hag og það sem hann sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi. Þetta er kannski aðallega hugsað sem ákveðin jarðtenging fyrir höfund þessarar greinar, sem verður að viðurkenna að hann gíraðist rækilega upp við það að hlusta á Ten Hag tala í fyrsta viðtalinu og á fyrsta blaðamannafundinum. Það virðist einhvern veginn aldrei rosalega langt í peppið þegar maður heldur með fótboltaliði.

Eitt það fyrsta sem maður tók þó eftir við það að hlusta á Ten Hag var að hann er greinilega ekki með fullkomin tök á enskunni. Hann virtist vanda sig mikið við að reyna að finna réttu orðin til að koma hugsunum sínum frá sér en við vitum auðvitað líka að það þarf ekki slappa enskukunnáttu til þegar kemur að því að passa hvernig þú orðar hlutina fyrir framan þessa ensku pressu. Það var mjög augljóst að hann vildi ekki gefa nein færi á sér, vildi ekki gefa færi á neinum stórum fyrirsögnum sem tengdist ákveðnum leikmönnum eða störfum fyrri stjóra.

Embed from Getty Images

Ralf Rangnick hefur verið duglegur að láta gamminn geisa upp á síðkastið, sífellt meira eftir því sem leið á tímabilið og gengi liðsins versnaði. Ten Hag passaði sig að láta allt slíkt vera, sagði að hann væri að greina stöðuna, myndi halda því áfram og svo ræða við leikmenn sína. Hann var fljótur farinn að vísa í fyrri svör þegar blaðamenn héldu áfram að reyna að veiða einhver djúsí tilsvör upp úr honum.

Vissulega gæti eitthvað af því hafa verið tungumálatengt en samkvæmt Andy Mitten og félögum í United-hlaðvarpi Athletic þá sögðu hollensku blaðamennirnir á staðnum að svona væri Erik ten Hag einfaldlega þegar kæmi að fjölmiðlum. Þetta væri ekki tengt tungumálakunnáttu hans því hann væri vanur að svara með svipuðum hætti á hollensku. Ekki beint stuttur í spunann en kjarnyrtur og diplómatískur, heilt yfir.

Aðalmálið er þó að hann geti tjáð sig með sem bestum hætti við sína leikmenn. Leikmenn Manchester United eru þó auðvitað ekki allir endilega sleipir í ensku heldur tala nokkur mismunandi tungumál. Ten Hag talar þýsku en það er kostur að þeir tveir sem hann valdi sér til aðstoðar bæði þekkja hann og hans fótbolta mjög vel og eru að auki færir um að tala við leikmenn á mörgum tungumálum. McClaren hefur auðvitað enskuna, bæði tungumálið og alla mögulega klefa- og leikmannahópamenningu sem bresku leikmennirnir bjóða upp á. Hann talar reiprennandi hollensku sjálfur eftir sinn tíma í Hollandi. Hinn aðstoðarmaðurinn, Mitchell van der Gaag, talar svo sjö tungumál. Þar á meðal bæði portúgölsku og spænsku. Það sem Ten Hag getur ekki komið sjálfur til skila munu aðstoðarmenn hans tryggja að skili sér þannig að ekkert tapist í þýðingunni. Hafandi sagt það þá eru þessir tveir menn ekki þarna fyrir tungumálakunnáttu sína, hún er bara mjög heppilegur bónus.

Embed from Getty Images

En þrátt fyrir allar þessar vangaveltur um enskukunnáttu Ten Hag þá komst hann oft helvíti vel að orði á blaðamannafundinu. Til dæmis þegar hann var spurður að því hvort hann teldi að eitthvað lið ætti möguleika á að vinna deildina á þessum tímum þegar Guardiola og Klopp virðast hafa yfirhöndina á Englandi. Þá svaraði hann:

In this moment I admire them. I admire them both. They play, in this moment, really fantastic football, both Liverpool and Manchester City. But you will always see that an era can come to an end.

Viðbrögð ritstjórnar Rauðu djöflanna

Spjallþræðirnir hjá ritstjórn Rauðu djöflanna hafa ekki verið að springa úr gleði og hamingju síðustu vikurnar en það hefur lifnað heldur betur yfir þeim í samhengi við Erik ten Hag. Almennt er ritstjórnin á að þetta sé spennandi ráðning sem verði áhugavert að fylgjast með á næstu mánuðum og árum. Auðvitað eru sett helstu spurningamerki við hvort hann fái nægilegan stuðning til að bæði sækja leikmenn sem falla inn í hans heimspeki og losa út leikmenn sem ættu ekki að vera hjá félaginu lengur.

Daníel Smári:

Ég er ofsalega gíraður fyrir þessari ráðningu. Alveg frá því að Solskjær kvaddi að þá var Ten Hag maðurinn sem að ég vildi sjá í stjórastólnum, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því. Þá ekki nema það að ég hafði heillast af Ajax liðinu hans í Meistaradeildinni og að liðið hefði dóminerað heima fyrir – sem að er svosem krafan þar á bæ. Hann er því vanur pressunni sem að fylgir því að vinna og hann er að koma á réttum tíma, þ.e. ekki þegar að ferillinn er í niðursveiflu eins og hjá til dæmis Jose Mourinho og Louis van Gaal. Auðvitað er ekki hægt að líkja saman pressunni og athyglinni sem að knattspyrnustjóri Ajax er undir og svo hjá Manchester United, en hann virðist 100% klár í þá áskorun.

Embed from Getty Images

Elli:

Tilfinningin sem ég fékk við að horfa á viðtalið var að hann vildi ekkert endilega vera þarna. Viðtalið var einfaldlega fylgifiskur þess að vera nýr stjóri Manchester United.Ég held að hans hugur hafi verið annaðstaðar, nánar tiltekið að hann hafi frekar viljað vera inn á skrifstofu að plana og plotta næstu skref. Hann eflaust gerir sér algjöra grein fyrir hversu risavaxið verkefni er fyrir framan hann, sérstaklega ef Ragnick hefur verið jafn opinskár og við höfum séð á undanförnum fréttamannafundum. Það fyllir mig von um að við höfum fengið réttan mann í starfið. En kannski er maður að lesa of mikið inn í þetta og hann einfaldlega stressaður sem skiljanlegt er fyrir mann í nýju starfi með öll augun á sér.

Zunderman:

Ég er mjög hóflega bjartsýnn, held það skipti máli að halda sig á jörðinni. Ég horfi alltaf á að þjálfarar, eða í raun flestir nýir stjórnendur, þurfi amk 3 ár til að ná árangri. Fyrsta árið fer í að taka til, breyta hlutunum eftir sínu höfði og læra af mistökum, annað árið í framfarir og þriðja í að ná virkilega árangri. Akkúrat í þessu ljósi er svo fúlt hvernig fór fyrir Solskjær á hans þriðja heila tímabili. Sagan er fræg um að reka hafi átt ten Hag ef hann ynni ekki Real. Þá hafði hann verið meira en ár í starfi.

Kosturinn fyrir ten Hag er að það er viðurkennt að þörf sé á breytingum hjá United. Rangnick hefur amk tekist það þótt ekkert annað hafi gengið upp. Ég held það sé mikill kostur fyrir ten Hag að fjöldi leikmanna sé á förum, t.d. þessir samningslausu.

Þótt nýju fólki fylgi von þá megum við ekki gleyma stöðunni sem liðið er í. Það er ekki bara tugum stiga á eftir City og Liverpool í deildinni, heldur árum á eftir í þróun og trúlega amk 6-12 mánuðum á eftir Spurs, Chelsea, Arsenal. Síðan bætist við að Evrópudeildin hefur gjarnan reynst liðum þreytandi. Ég horfi því á markmiðin sem í raun hin sömu og síðustu 10 ár: Að komast aftur inn í Meistaradeild og gaman væri að vinna eina bikarkeppni.

Sumarið framundan

Slúðrið er auðvitað löngu farið af stað í því að orða annan hvern leikmann við Manchester United. Það virðist þó vera nokkuð ljóst að Ten Hag og klúbburinn hefur hug á að reyna að ná allavega meirihlutanum af kjarnainnkaupum sumarsins inn snemma. Það væri afskaplega sniðugt, bæði fyrir geðheilsu stuðningsfólks en líka bara þennan praktíska hlut að hafa leikmennina til staðar á undirbúningstímabilinu.

Ten Hag sagðist ætla að taka slurk í vinnu á Old Trafford núna en leikmennirnir eru allir farnir í sumarfrí svo þessi vinna tengist líklega frekar því að leggjast yfir greiningar á núverandi leikmönnum og væntanlegum leikmönnum. Síðan tekur við smá sumarfrí hjá stjóranum áður en undirbúningstímabilið hefst, þann 27. júní.

Embed from Getty Images

Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ten Hag verður í æfingatúrnum um Asíu og Ástralíu, gegn Liverpool. Sá leikur verður spilaður þriðjudaginn 12. júlí klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Í kjölfarið kemur leikur gegn Melbourne Victory í Ástralíu föstudaginn 15. júlí klukkan 10:05 að íslenskum tíma. Að lokum verður síðan leikið gegn Crystal Palace á Melbourne Cricket Ground þriðjudaginn 19. júlí klukkan 10:10. Við höfum ekkert æðislega reynslu af þessum Asíu- og Ástralíuleikjum í gegnum tíðina, oftar en ekki er veðurfar og vallarástand með þeim hætti að leikirnir koðna niður. En í það minnsta þurfum við ekki að vaka fram eftir nóttu eftir einhverjum æfingaleikjum. Og hver veit nema þetta verði bara spennandi og skemmtilegt.

Aðrar dagsetningar sem vert er að minna á fyrir sumarið:

  • 16. júní – leikjaniðurröðun fyrir komandi tímabil í deildinni er gefin út
  • 6. ágúst – enska úrvalsdeildin hefur göngu sína (nema fyrsti leikurinn verði föstudaginn 5. ágúst)
Efnisorð: Erik ten Hag 15
Enska úrvalsdeildin

Crystal Palace 1:0 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 22. maí, 2022 | 2 ummæli

United spilaði með leikmenn sem verða áfram, utan Cavani. Hannibal fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði

1
De Gea
22
Alex Telles
3
Lind
5
Maguire
20
Dalot
17
Fred
39
McTominay
46
Hannibal
18
Bruno
36
Elanga
21
Cavani

Varamenn: Heaton, Bailly, Fernandez, Jones, Varane, Mata, Savage, Garnacho, Shoretire

Skýrslan er frekar einföld í dag enda nennti enginn þessu hvorki leikmenn né United stuðningsmenn. Wilfried Zaha skoraði eina markið á 37. mínutu, fékk fína sendingu frá Bruno Fernandes, og náði skoti enda voru bæði Dalot og Lindelöf að reyna að stoppa hann og gátu það auðvitað ekki.

Hannibal átti þokkalegt skot yfir í seinni hálfleik en eina færið var þegar Scot McTominay var 2 metrum frá næsta manni og fékk að skalla á markteig eftir horn en skallaði auðvitað beint á markmanninn.

Juan Mata og Alejandro Garnacho komu inná, fortíð og vonandi framtíð en besti maður United í dag var Dat Man Welbz sem tryggði United Evrópudeildarsæti með marki gegn West Ham.

Takk fyrir tímabilið, við tölum aldrei um það aftur!

2
Enska úrvalsdeildin

Lokaleikur á morgun: Til hvers?

Björn Friðgeir skrifaði þann 21. maí, 2022 | 2 ummæli

Loksins loksins loksins lýkur þessu, hörmungarnar taka af og við taka þrír mánuðir af STURLUÐU slúðri.

Orðið á götunni í gær var að Ralf ætlaði ekki að spila með neinn af þeim mönnum sem fara í sumar. Svo áttuðu menn sig á því að þarf að spila með 11 manns þannig að það plan gengur ekki upp.

Ég held ég geti fullyrt að það er enginn spenntur fyrir þessum leik á morgun. Við höfum mörg verið að vona að yngri drengirnir fengju sénsa en það hefur ekki náð lengra enn á bekkinn. Samt er nú talað um að leikmaður ársins í U-23 liðinu, hinn 17 ára Alejandro Garnacho fái eitthvað tækifæri á morgun. Það er hægt að tala um að það sé bjarnargreiði að setja unga leikmenn inn í svona hrunið lið og það er alveg punktur en það þarf líka að herða drengina aðeins. Það væri líka fínt að sjá Hannibal fá meira en fimm mínútur.

EN allavega

1
De Gea
27
Telles
19
Varane
2
Lindelöf
20
Dalot
17
Fred
39
McTominay
10
Rashford
18
Bruno
36
Elanga
7
Ronaldo

Og grínlaust verða þessir allir á næsta tímabili, utan Alex Telles. Jájá.

Og að lokum ef að West Ham vinnur Brighton og United vinnur ekki Palace verður United í framrúðudeild Evrópu, einnig þekkt sem Europa Conference League. Sem er jú bikar sem félagið hefur aldrei unnið. Það er nú eitthvað!

Crystal Palace

Palace hefur litið vel út í vetur og Viera fengið hrósið en eru í raun á mjög svipuðum slóðum og í fyrra þrátt fyrir að hafa mann innanborðs sem er einn af sex efstu mönnum í kjöri um leikmann ársins. Conor Gallagher er hins vegar í eigu Chelsea og verður augljóslega þar á næsta árin þannig að þeir munu eiga erfitt með að fylla það skarðið.

Palace var með sigur í höndunum á móti Everton í hálfleik á miðvikudaginn en Everton setti í gír og bjargaði sér frá falli með 3-2 sigri og vallarinnrás. Spurning hvort þetta hefur einhver áhrif á leikmenn. Annars er þetta bara steindauður lokaleikur. Að lokum samviskurspurning: Ætlar þú að horfa?

2
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 386
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Keane um Mánuður af sumarfríi
  • Keane um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress