• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Djöflavarpið

110. þáttur -Bikarsigrar & Spánverjablæti

Magnús Þór skrifaði þann 21. mars, 2023 | Engin ummæli

Maggi, Hrólfur og Ragnar settust niður og fóru yfir leiki marsmánaðar og þá sérstaklega bikarsigra og spænska ævintýrið í Evrópudeildinni sem virðist engan enda ætla að taka.

Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify

MP3 skrá: 110. þáttur

0
Enska bikarkeppnin

Manchester Utd 3:1 Fulham

Ritstjórn skrifaði þann 19. mars, 2023 | 2 ummæli

Bruno Fernandes (2), Marcel Sabitzer – Aleksandar Mitrović

Embed from Getty Images

Rauð spjöld: Willian 72′, Mitrovic 72′, Marco Silva (stjóri Fulham).

United er komið í undanúrslit (alvöru) bikarsins og mæta þar Brighton. Í hinni viðureigninni mætast Man City og Sheffield Utd.

Embed from Getty Images

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
5
Maguire
29
Wan-Bissaka
15
Sabitzer
39
McTominay
10
Rashford
8
Fernandes
25
Sancho
27
Weghorst

Bekkur: Butland, Lindelöf, Malacia, Fred (Rashford 83′), Mainoo, Pellistri, Antony (McTominay 58′), Elanga, Dalot.

17
Leno
33
Robinson
13
Ream
31
Diop
2
Tete
26
Palhinha
6
Reed
20
Willian
18
Pereira
14
Reid
9
Mitrovic

Bekkur: Rodak, Soares (Tete 89′), Lukic, Wilson, Cairney (Pereira 90′), Solomon (Reid 89′), James (Reed 89′), Vinicius, Adarabioyo.

 

Efnisorð: FA Bikarinn Fulham Leikskýrsla Leikskýrslur 2
Evrópudeildin

Önnur ferð til Sevilla!

Björn Friðgeir skrifaði þann 17. mars, 2023 | 1 ummæli

Manchester United mætir aftur til Sevilla í fjórðungsúrslitum og mætir Sevilla!

Sigurvegarinn mætir síðan sigurvegaranum úr viðureign Juventus og Sporting.

1
Evrópudeildin

Real Betis 0:1 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 16. mars, 2023 | 1 ummæli

Facundo Pellistri byrjar sinn fyrsta leik og Maguire og Malacia fá tækifæri

1
De Gea
12
Malacia
6
Martínez
5
Maguire
29
Wan-Bissaka
17
Fred
18
Casemiro
10
Rashford
8
Fernandez
28
Pellistri
27
Weghorst

Varamenn:  Heaton, Butland, Lindelöf (75′), Varane, Dalot (75′), Shaw, Sabitzer (61′), McTominay, Sancho (61′), Elanga (68+)

Aðeins tvær breytingar hjá Betis frá fyrri leiknum, González kemur inn fyrir meiddan Felipe og Ruibal fyrir Henrique. Canales situr á bekk.

Bravo
Abner
Gonzalez
Pezzella
Sably
Carvalo
Rodriguez
Juanmi
Joaquin
Ruibal
Pérez

Fyrsta alvöru færi fékk Betis, Juanmi fékk sendingu inn fyrir, Maguire var vel á eftir en sendingin var vel á ská og Juanmi var utarlega í teignum þegar hann skau og bolitnn framhjá De Gea og framhjá fjær stönginni líka. Betis voru þó nokkuð grimmari og sóttu meira, United náðu framan af ekki að halda ekki upp spili eða að halda boltanum.

Þetta álag rénaði þó og United fór að geta aðeins betur, almennileg færi létu þó á sér standa. United jók á pressuna en tókst ekki að finna leið í gegn, og þá fékk Betis færi, frábær stungusending en De Gea kom vel út á móti og blokkaði skot Juanmi.

Í millitíðinni er rétt að færa til bókar að Pellistri fékk gult spjald í líklega verstu dómaraákvörðun sem ég hef séð, renndi sér og sparkaði boltanum frá varnarmanni sem kom á ferðinni og sparkaði í Pellistri. Glórulausara en nokkuð annað.

Fyrri hálfleikurinn var þokkalega fjörugur, opinn en ekki mikið af markverðum atvikum fyrr en Pellistri skaut í stöng á síðustu mínútu. 0-0 í hléi.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað, sóknir á báða bóga en varnirnar stóðu sig. Rashford fékk gott færi eftir góða sókn og fína sendingu Bruno, en Bravo varði það. Rétt á eftir var það De Gea sem vari veil, skalla eftir horn sem hann kýldi vel frá. Rashford átti að skora í frábæru færi eftir veggsendingu frá Fernandes en boltinn skoppaði örlítið og skotið fór upp á aðra hæð á vellinum. En hann bætti þvílíkt um betur strax í næstu sókn þegar hann tók neglu af 25 metra færi sem small í netinu úti við stöng. Frábært mark á 56. mínútu og sigur United í einvíginu gulltryggður.

Embed from Getty Images

Skiptingin kom þá, en það voru ekki leikmennirnir á gulu spjaldi í keppninni, Fernandes og Casemiro sem komu útaf heldur Fred og Rashford. Bruno fór þó fljótlega útaf líka. United voru sterkari án þess að gera neitt sérstaklega mikið og það voru skiptingar sem voru helst markverðar, Martinez og Wan-Bissaka næstir út.

Það var mesta furða hvað bæði lið reyndu þó þetta væri allt löngu búið en það var lítið sem var þess virði að bókfæra.

United er komið áfram án vandkvæða og verður í pottinum á morgun kl 12:00

1
Evrópudeildin

United heldur til Sevilla

Björn Friðgeir skrifaði þann 15. mars, 2023 | Engin ummæli

United flaug í dag með 21 manns hóp til Sevilla á Spáni og leikur á morgun seinni leikinn við Betis. Fjölmörg ykkar hafa verið að spyrja hvað þetta Betis sé en það er auðvelt að skýra. Flest þau sem komið hafa til Sevilla vita að áin Guadalqivir rennur einmitt gegnum Sevillu, sem og reyndar þá ágætu borg Córdoba. Þau sem þekkja enn betur til vita auðvitað að rómverskt nafn Guadalqivir var einmitt Baetis, því stór hluti Andalúsiu sem svo nefndist síðar hét á tímum Rómverja Hispania Baetica.

Þá er áhugaverða hluta þessarar upphitunar í raun lokið. Þrátt fyrir hrösun um síðustu helgi þá var það í alls óskyldri keppni, United er engu að síður með 4-1 forskotið úr fyrri leiknum og það þarf stórslys á morgun til að það týnist niður.  Verkefnið er því að koma í veg fyrir það.

Antony og Anthony fóru ekki með hópnum, Antony veikur og Martial enn meiddur. Skemmtileg staðreynd að Wout Weghorst hefur nú byrjað fleiri leiki á árinu fyrir United en Martial síðustu tvö árin.  Garnacho er svo meiddur og verður frá fram yfir landsleikjahlé

1
De Gea
12
Malacia
2
Lindelöf
5
Maguire
20
Dalot
17
Fred
18
Casemiro
10
Rashford
8
Fernandez
25
Sancho
27
Weghorst

Það hlýtur að vera að Ten Hag róteri aðeins. Hvernig er auðvitað bara ágiskun. Verður Casemiro með eða verður tækifærið notað til að reyna einhverja samsetningu sem kemur í stað hans. Martínez gæti verið færður framar, Fernandes aftar en líklegast er að svarið sé McFred. Vonandi verður Casemiro samt inná til slysavarna.

Set Lindelöf og Maguire í haffsentana svona til að gleðja augað.

Real Betis Balompié

Manuel Pellegrini er alveg þokkalega bjartsýnn á leikinn, amk útávið. Á Old Trafforsd meiddist Luiz Felipe og verður frá, en Victor Ruiz ætti að koma í stað hans. Það var gaman að sjá Joaquin í fyrri leiknum en Sergio Canales er orðinn heill og spilar. Pérez var fremstur á Old Trafford en Iglesias gæti komið inn líka, Betis þarf jú nauðsynlega að skora mörk

Bravo
Abner
Ruiz
Pezzella
Sabaly
Rodríguez
Carvalho
Juanmi
Perez
Canales
Iglesias

Leikurinn er eftirmiðdagsleikur, og hefst 17:45. Dómarinn er Serbinn Srđan Jovanović.

0
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 407
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress