Maðurinn á milli stanganna

skrifaði þann 16. desember, 2014

Í gær birtum við grein um manninn á bakvið tjöldin enda ekki skrýtið, endurkoma Michael Carrick í byrjunarliðið hefur skilað liðinu 18 stigum af 18 stigum mögulegum. Gríðarlega mikilvægur leikmaður sem virðist loksins vera að fá þá ást sem hann á skilið.

David de Gea hefur ekki verið síðri á þessu tímabili og tryggt okkur ófá stigin á þessu tímabili. Hann hefur átt sína gagnrýnendur en virðist loksins vera að sigrast á þeim enda er erfitt að gagnrýna kappann eins og hann er að spila í dag. Hjörvar Hafliðason hefur verið helsti gagnrýnandi hans hér á Íslandi en í Messunni í gær hrósaði hann honum duglega og keypti sér í leiðinni miða um borð í David de Gea vagninn.

Gary Neville hefur einnig gagnrýnt David de Gea en hann tók sig til í gær í Monday Night Football á SKY og lofsamaði okkar mann fyrir framfararnir sem hann hefur sýnt undanfarin 3 ár eða svo:


David De Gea’s improvement over last 3 years by mfsn1604

Þessi mynd birtist í lok þessa myndbands og segir alla söguna. Það er mikið rót á vörninni okkar og hún gerir mörg varnarmistök en þau leiða ekki til marka vegna þess að fyrir aftan vörnina er einfaldlega heimsklassamarkmaður:

Screen Shot 2014-12-16 at 11.50.21

 

Þess má geta að ritstjórn þessarar síðu hannaði og smíðaði David de Gea vagninn og hefur keyrt hann allar götur síðan.  Það þarf að negla þennan leikmann niður á langtímasamning ekki seinna en á morgun.

Djöfullegt lesefni: 2014:13

skrifaði þann 16. desember, 2014

Hér er kominn lespakki síðustu tveggja vikna. Njótið vel!

Lesefni vikunnar:

Lag vikunnar:

The Storm Before The Calm – Anathema

Maðurinn á bakvið tjöldin

skrifaði þann 15. desember, 2014

Til að byrja með vill ég benda öllum á að lesa leikskýrsluna hér að neðan eftir frækinn sigur liðsins gegn Liverpool í gær. Einnig vill ég taka fram að þessi grein var í raun rituð fyrir Liverpool leikinn en uppfærð með smá tölfræði úr honum. En að greininni sjálfri … :

Tímabilið 2005/2006 lenti Manchester United í 2.sæti í ensku Úrvalsdeildinni. Heilum átta stigum á eftir Chelsea. Liðið datt út gegn Liverpool í 5. umferð FA bikarsins og mistókst að komast upp úr vægast sagt auðveldum riðli í Meistaradeild Evrópu. Liðið vann vissulega Deildarbikarinn en fyrir titla þyrsta stuðnigsmenn liðsins var það ekki nóg. Flestir reiknuðu með að Sir Alex Ferguson myndi rífa upp veskið enda Chelsea vægast sagt óárennilegir á þessum tíma. Ferguson, ekki í fyrsta skipti, kom öllum á óvart. Hann keypti einn leikmann sumarið 2006 (kannski var hann upptekinn að horfa á HM?). Ég endurtek, EINN. Sá leikmaður var ekki Pirlo, ekki Gattuso, ekki Seedorf, ekki Gerrard, ekki van Bommel. Þessi leikmaður sat sem fastast á bekknum hjá Englendingum yfir sumarið.

Sá leikmaður var Michael Carrick, enskur miðjumaður frá Tottenham. Ekki beint þessi glamúr, spennandi, S-Ameríski leikmaður sem allir vilja heldur hljóðlátur breskur leikmaður sem hafði verið tvö tímabil hjá Tottenham og þar áður West Ham. Á þessum tveimur tímabilum hafði hann spilað 68 leiki, skorað tvö mörk og lagt upp 12 mörk. Ekki beint leikmaðurinn sem United þurfti til að rífa sig upp eftir þrjú titlalaus ár, eða hvað?

Tímabilið 2006/2007 reyndist besta tímabil United í heil þrjú ár. Liðið vann deildina með sex stiga mun, komst í 4-liða úrslit í Meistaradeildinni og alla leið í úrslitaleik FA bikarsins. Því miður tapaði liðið fyrir AC Milan í Evrópu og Chelsea í FA. Mikilvægi Carrick enduspeglast ef til vill best í því að hann byrjaði alla leiki liðsins í Meistaradeildinni og FA bikarnum (19 leikir samtals). Ásamt 33 leikjum í deild (kom inn á sem varamaður í fjórum leikjum). Hann skoraði fimm mörk og lagði upp fjögur. Næsta tímabil var ennþá betra. Liðið vann deildina, vann Meistaradeildina og komst í sjöttu umferð FA bikarsins (á einhvern ótrúlegan hátt tapaði liðið fyrir Portsmouth sem endaði á því að lyfta dollunni).

Carrick byrjaði þó tímabilið frekar hægt en United byrjaði tímabilið einstaklega illa (sem hefur svo sem gerst áður og síðan), hann endaði þó með 31 leik spilaðan í deild (7 sem varamaður), spilaði alla leikina í Meistaradeildinni og þrjá leiki í FA bikarnum. Þegar kom að „squeaky bum time“, eins og Sir Alex kallaði oft lokahlutann á tímabilinu þá byrjaði Carrick hvern einasta leik. Barcelona; heima og úti, Roma; heima og úti, Arsenal og Chelsea í deildinni – Í apríl spilaði hann níu leiki og kláraði alla nema einn. Yfir allt tímabilið lagði hins vegar aðeins upp tvö mörk og skoraði þrjú.

Midfield General

Þvílíkt teymi

Eftir þriggja ára titlaleysi og leiðindi á Old Trafford var United aftur komið þar sem það átti að vera. Þeir voru að spila frábæran sóknarbolta og menn eins og Rooney, Ronaldo og Bolabíturinn (hann verður ekki nefndur á nafn hér) voru að brillera. Einnig höfðu kaupin á Hargreaves, Nani og Anderson fyrir tímabilið ekki skemmt fyrir en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Carrick alltaf að vera skilinn útundan. „Hann skorar ekki“, „Hann leggur ekki upp“, „Hann gefur bara til hliðar og til baka“ voru setningar sem heyrðust í sífellu þegar Michael Carrick var ræddur. Málið er einfaldlega að Carrick er engin stórstjörnutýpa og virðist aldrei hafa sóst eftir því.Einnig spilar inn í að þegar hann kom til Manchester United þá var hann að spila á miðjunni með manni að nafni Paul Scholes ,sá hinn sami er talinn einn sá besti (ef ekki sá besti) miðjumaður síns tíma. Það var því mjög eðlilegt fyrir Carrick að gefa boltann einfaldlega á Scholes þegar tækifæri gafst.

Þetta er er þó gífurleg einföldun þar sem Michael Carrick er einstaklega góður fótboltamaður og þá sérstaklega í þeirri list sem felst í því að halda boltanum innan liðs en til þess þarftu að vera alltaf laus, geta tekið við og losað boltann frá þér undir pressu og fleiri skemmtilega hluti sem fela ekki í sér að skora eða leggja upp. Það virðist skipta litlu máli hvort hann spilar sem hafsent eða sem miðjumaður, hann er alltaf með í kringum, eða yfir, 90% af heppnuðum sendingum. Í gær var Carrick til dæmis með 94% heppnaðar sendingar og það í stöðu sem hann spilar mjög sjaldan. Til að setja þetta í betra samhengi þá voru mennirnir í kringum hann ekki nálægt þessari tölfræði. Jonny Evans var með 73% heppnaðar sendingar, Phil Jones með 84%, Marouane Fellaini 81% og Wayne Rooney 84%. Einu leikmennirnir sem komust nálægt Carrick í gær voru Juan Mata með 91% og Antonio Valencia með 93% (Mest sjokkerandi tölfræði leiksins).  Verandi með hollenskan þjálfara sem elskar að halda boltanum mætti því áætla að Carrick sé lykilmaður í öllum hans plönum, ekki skemmir að United hefur unnið alla sex leikina sem Carrick hefur startað. Og svo er þetta ágætis tölfræði líka (var tekin saman fyrir Southampton leikinn að ég held)

Xavick

Þetta dömur mínar og herrar, er alls engin tilviljun. Þetta köllum við „Gæði“ á gamla góða ylhýra. Ég persónulega geng svo langt að kalla Carrick mikilvægasta leikmann liðsins síðastliðin 6-7 ár. Það er rosalega erfitt að dæma hann út frá því að horfa á leiki í sjónvarpinu því leikurinn hans er ekki beint sjónvarpsvænn ef svo má að orði komast. Hér má svo sjá Gary Neville segja svona um það bil það sama :

Tölfræðin Michael Carrick talar svo sínu máli. Frá því hann kom til liðsins 2006 hefur hann spilað 365 leiki fyrir félagið, skorað í þeim 22 mörk og lagt upp 26. Á þessum tíma hefur hann unnið Ensku Úrvalsdeildina Fimm sinnum. Ásamt því hefur hann unnið Heimsmeistarakeppni Félagsliða, Meistaradeild Evrópu, Deildarbikarinn og Góðgerðaskjöldinn (þeir telja það með á manutd.com) fjórum sinnum. Ásamt þessu þá hefur Carrick tvisvar verið í tapliði í úrsitaleik Meistaradeildar Evrópu (ég er ennþá í fýlu út í Barcelona) og einu sinni hefur hann verið í tapliði í úrslitum FA bikarsins. Að lokum er einn persónulegur titill sem mig grunar að Carrick haldi hvað mest upp á. Þau fékk hann fyrir tímabilið 2012/2013 – fyrsta tímabil Robin van Persie með liðinu. Þegar það tímabil er rætt þá er talað um að Persie hafi unnið deildina „einn síns liðs“ – leikmenn Manchester United voru allavega ekki sammála því og völdu Carrick sem „Player´s Player of the Year“.

Endum þetta svo á Youtube myndbandi af árinu hans Carrick:

Manchester United 3 : 0 Liverpool

skrifaði þann 14. desember, 2014

Er eitthvað skemmtilegra en að vinna en Liverpool?

10407877_10153432735764148_3786387832098196340_n

Fyrir leikinn hafði United unnið 5 leiki í röð. Það sem gerir það sætara er að samkvæmt Louis van Gaal hefur liðið ekki spilað vel nema í 2 leikjum það sem af er tímabils, gegn QPR og Hull á Old Trafford. Reyndar má segja að liðið hafi hreinlega verið lélegt í síðasta leik gegn Southampton og þökk sé RvP og David de Gea vannst þar sigur, einhvern veginn.

Liverpool hefur engan veginn náð að fylgja eftir frábæru tímabili þar sem þeim tókst einhvern veginn að klúðra titlinum í síðustu umferðunum. Það er svo augljóst að þeir sakna úrúgvæska bitvargsins og brothættu postulínsdúkunnar eða SaS eins og þeir voru kallaðir. Reyndar má færa nánast alla sökina á stjórann sem hefur fjárfest ævintýralega illa á stjóratíð sinna á Anfield.

United hefur átt í varnarveseni á tímabilinu en þrátt fyrir það hafa einungis 3 lið fengið á sig færri mörk í vetur og bara liðin 2 fyrir ofan okkur sem hafa skorað fleiri. Krísan er ekki verri en það. Það er reyndar ekki algjörlega satt. David de Gea hefur varið þvílíkt vel í vetur og lætur vörnina kannski líta betur út en hún er í rauninni.

Liverpool hafa verið í eintómi basli í varnarleiknum það sem af er og vandamálið er að þeir geta ekki notað planið frá í fyrra sem var að einfaldlega skora meira en hitt liðið. Dejan Lovren stefnir í að vera ein verstu kaup tímabilsins og hversu lélegur er Mamadou Sakho að hann kemst ekki í liðið.

 

En snúum okkur að leik dagsins.

Louis van Gaal stillti liðinu upp svona:

1
De Gea
6
Evans
16
Carrick
4
Jones
18
Young
10
Rooney
8
Mata
31
Fellaini
25
Valencia
49
Wilson
20
van Persie

Á bekknum sátu:
Anders Lindegaard, Paddy McNair (Jones 89′), Radamel Falcao (Rooney 77′),  Darren Fletcher, Ander Herrera (Wilson ’71, Tyler Blackett, Adnan Januzaj.

Brendan Rodgers stillti liði gestanna svona upp:

Jones
Lovren
Skrtel
Johnson
Moreno
Allen
Gerrard
Henderson
Coutinho
Lallana
Sterling

Á bekknum sátu: 
Mignolet, Toure (Johnson), Lambert, Lucas, Can, Balotelli (Lallana), Markovic (Moreno).

Fyrri hálfleikur

Liverpool liðið byrjaði leikinn ágætlega og pressuðu vel á United vörnina og það skilaði sér í dauðafæri sem Raheem Sterling fékk en skaut beint á David de Gea. Það var svo nánast strax í næstu sókn sem þetta gerðist:

Antona Valencia ákvað bara að taka mann á og setja hann fyrir á Rooney sem skoraði laglega. Samt verður að setja spurningarmerki við varnarleik Liverpool þarna.

Eftir þetta færðist smá harka í leikinn og Liverpool urðu aðeins sprækari og fyrir vikið voru okkar menn helst til ákafir að brjóta og voru duglegir að safna spjöldum en Fellaini, Jones, Evans og Rooney fengu allir að líta gul spjöld í fyrri hálfleik.

En á 40. mínútu gerist þett:

Ashley Young á fína sendingu inní teiginn sem Robin van Persie fleytir áfram til Juan Mata sem klárar færið. Mata var rangstæður og hefði markið ekki átt að standa. Ef að van Persie hefði ekki snert boltann þá hefði Mata verið réttstæður.

En staðan 2-0 í hálfleik og 4 United menn með gul spjöld og maður bjóst alveg eins við því að United myndi missa mann af velli.

Seinni hálfleikur

Að mínu mati var seinni hálfleikurinn ekki mikið fyrir augað. Amk ekki framan af.

Liverpool héldu áfram að skapa sér færi sem að David de Gea varði á tíðum meistaralega. Raheem Sterling komst einn á móti markmanni en á einhvern ótrúlegan hátt varði de Gea. Og þetta hér gegn Balotelli:

Það var eins og að de Gea ætti hreinlega ekki að fá á sig mark í leiknum.

Það var svo á 71. mínútu að United gerði út um leikinn með þessari frábæru sókn:

Robin van Persie bindur endahnútinn á laglega sókn United.

Eftir þetta var eins og Liverpool menn væru hreinlega búnir að gefast upp og bjóst maður alveg eins við því að United myndu frekar bæta við marki frekar en hitt.

En þrátt fyrir snaggaralegar sóknir United síðasta korterið urðu úrslitin 3-0.

Maður leiksins:

Liverpool er að koma í heimsókn

skrifaði þann 12. desember, 2014

Það fyrsta sem maður gerir þegar leikjadagskráin fyrir hvert tímabil er birt er að athuga hvenær Manchester United keppir við Liverpool. Leikjadagskráin fyrir þetta tímabil kom út 18. júní og þá kom í ljós að við myndum mæta Liverpool helgina 13/14. desember. Nú er sú helgi framundan. Á sunnudaginn mætum við Liverpool á Old Trafford.

Eins og Sigurjón orðaði það í síðasta þætti af Podcastinu okkar á United alltaf harma að hefna gegn Liverpool. Í þetta skiptið eigum við þó kannski örlítið meiri ástæðu en venjulega til þess vilja fara með sigur af hólmi á sunnudaginn.
Halda áfram að lesa