Djöfullegt lesefni: 2015:07

skrifaði þann 6. mars, 2015

Lespakki vikunnar kominn í hús.

Lesefni vikunnar:

Lag vikunnar:

Nick Cave – „(Are You) The One That I’ve Been Waiting For?“

Er Ryan Giggs ósáttur við Louis van Gaal?

skrifaði þann 5. mars, 2015

United nældi sér í afskaplega mikilvægan sigur í gær gegn Newcastle, sérstaklega í ljósi þess að öll hin liðin í efsta hluta deildarinnar unnu sína leiki. Staðan er því óbreytt fyrir leikjahrinuna núna í mars og apríl sem mun skera úr um hvort að þetta tímabil megi fara á ruslahaugana eða ekki. Heimaleikir gegn Spurs og City, útileikir gegn Liverpool og Chelsea auk bikarleiks við Arsenal. Jesús Pétur.

Ég ætla þó ekki að skrifa um það enda erum við og aðrir búnir að hamra nóg á mikilvægi þessara leikja. Það var eitt atvik í leiknum í gær sem menn fóru ekki að veita athygli fyrr en eftir að leiknum lauk.

United skorar sigurmark leiksins á lokamínútunum og af öllum mönnum býst maður við því að Ryan Giggs muni algjörlega missa sig. Nei, í staðinn sjáum við hann með steinrunnið andlit, nánast eins og að sigurmarkið hafi verið vonbrigði. Ekki batnar það svo þegar Louis van Gaal öskrar eitthvað á hann og klappar honum á kinninna, svona eins og hann sé að segja: „Djöfull, veit ég miklu betur en þú, barnið þitt.“

Þetta myndskeið hefur vakið nokkurra athygli, menn voru að pæla í þessu hér í athugasemdarkerfinu við leikskýrslu leiksins og það stóð ekki á viðbrögðum blaðamanna. Hinn ágæti blaðamaður Telegraph, Mark Ogden veltir upp þeirri spurningu hvort að Ryan Giggs sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart Louis van Gaal?  Það þarf svosem engan gríðarlegan speking til þess að leggja saman tvo og tvo hérna. Fyrst að hann fagnar ekki einu sinni þessu mikilvæga marki hlýtur að vera eitthvað að, ekki satt? Þetta hlýtur að benda til að hann sé eitthvað ósáttur með Louis van Gaal. Eðlileg pæling, þetta er eitthvað sem ég hugsaði þegar ég sá þetta myndskeið fyrst.

Manni fannst nefnilega vanta meiri ákefð í liðið á síðustu 20 mínútunum. United undir stjórn Sir Alex tók alltaf allar áhætturnar til þess að ná í þau úrslit sem liðið þurfti á að halda. Þetta fannst manni skorta á í gær og ég er alveg handviss um að Ryan Giggs hafi verið að reyna að fá Louis van Gaal til að gera breytingar a la Sir Alex, taka sjénsinn, henda mönnum fram. Skora mark.

Eftir allt saman rímar leikstíll Louis van Gaal ekki fullkomnlega við leikstíl Ryan Giggs. Þetta sagði Giggs á sínum fyrsta blaðamannafundi í apríl í fyrra eftir að hann tók við af Moyes:

I want players to play with passion, speed, tempo and be brave with imagination. All the things that are expected of a Manchester United player. Manchester United’s philosophy is to attack.

Ekki beint það sem við höfum séð í vetur og Van Gaal virðist ekki taka hafa tekið tillögur Giggs um hvernig ætti að snúa leiknum gegn Newcastle upp í sigur í mál og þegar United slysast svo á markið getur Hollendingurinn ekki hamið sig í því að segja: „Hah, hvað sagði ég ekki! HVAÐ SAGÐI ÉG EKKI!“

Og þegar maður sér Ryan Giggs ekki einu sinni fagna sigurmarki United veldur það manni áhyggjum.

Svo sá ég þetta:

Þetta breytir eiginlega öllu. Í staðinn fyrir einhverja undirliggjandi gremju sem hefur verið bullandi í einhverja mánuði og suðan orðin svo mikil að hann gat ekki einu sinni fengið sig til að fagna marki sjáum við okkar mann taka þátt í fagnaðarlátunum. Miðað við hvernig Van Gaal virðist segja „Wayne“ í sífellu við Giggs bendir það til þess að Giggs hafi viljað taka Rooney útaf til þess að freista þess að ná marki, ef til vill fyrir ákveðinn kólumbískan framherja sem sat á bekknum allan leikinn.

Vissulega rennur á hann gríma þegar Louis van Gaal klappar honum á kinnnina en í ljósi þessa myndskeið og í þessu samhengi hverfur brosið af vörum Giggs ekki vegna einhvers undirliggjandi ósættis yfir leikstíl liðsins heldur fremur vegna þess að yfirmaður hans kemur að honum og glottir yfir því að hafa haft rétt fyrir sér á meðan Giggs hafi haft rangt fyrir sér.

Hver myndi brosa í gegnum það?

Newcastle 0:1 Manchester United

skrifaði þann 4. mars, 2015

Nú þegar baráttan um 3-4. sæti hefur harðnað all svakalega þá var vitað að ekkert nema sigur kæmi til greina í kvöld.

 Byrjunarliðið

1
De Gea
5
Rojo
6
Evans
12
Smalling
25
Valencia
18
Young
21
Herrera
17
Blind
7
Di Maria
31
Fellaini
10
Rooney

Fyrri hálfleikur

Van Gaal hélt sig við sömu taktík og síðast sem þýddi að Falcao og Mata þurftu að sætta sig við bekkjarsetu í kvöld. Liðið hóf leikinn þónokkuð vel og hélt boltanum vel og átti nokkur færi. Eftir 20 mínútna leik átti Fellaini fínan skalla að marki en Krul var vel á verði. Skömmu síðar fékk Wayne Rooney dauðafæri einn á móti marki eftir laglega sendingu frá Ashley Young en vippaði frekar kjánalega framhjá markinu.

Newcastle-menn virtust vera fyllilega sáttur við að liggja tilbaka og beita skyndisóknum. Þeir áttu nokkrar slíkar sóknir en sem betur fer fyrir varnarlínu United eru þeir arfaslakir klárarar. Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Chris Smalling felldi leikmann heimamanna inni í teig og á einhvern ótrúlegan hátt var ekkert dæmt. Annað umdeild atvik átti sér stað rétt fyrir lok seinni hálfleiks þegar Papis Cissé og Jonny Evans fóru í *spegil* við hvorn annan. Cissé taldi Evans hafa sparkað til sín og sparkaði því á móti. Hvorugur hitti þó en til að hefna fyrir þetta virtust þeir hrækja á hvorn annan. Frekar kjánalegt allt saman og líklega fara þeir félagar í bann fyrir þessa stæla. Staðan var 0:0 í hálfleik.

Angel Di Maria stóð í ströngu í kvöld

Seinni hálfleikur

Ekki er nú hægt að segja að seinni hálfleikurinn hafi verið skemmtilegasti hálfleikur knattspyrnusögunnar. United höfðu enn og aftur tögl og haldir á leiknum og voru á tímabili með 69% boltahald. Angel Di Maria sem átti ekki stórkostlega frammistöðu í fyrri hálfleiknum áttu ágætis rispur í byrjun þess seinni. Á 59. mínútu var hann tekinn af velli og í hans stað kom Belginn ungi Adnan Januzaj. Mörgum þótti þessi skipting undarleg enda var hann nýbúinn að eiga tvær frábærar stungur á Fellaini og Rooney með skömmu millibili. Rooney kom reyndar boltanum í netið en var ranglega dæmdur rangstæður.

Líkt og í fyrri hálfleik lá Newcastle til baka og United var með boltann. Það gekk þó brösulega að sækja en okkar mönnum tókst ótrúlega oft að vera klaufalega rangstæðir og því gekk lítið.  Það var ekki fyrr en á 82. mínútu að næsta skipting átti sér stað en þá loksins kom Juan Mata inná fyrir Marouane Fellaini sem átti þokkalegan leik. Nokkrum mínútum síðar gerði van Gaal frekar spes skiptingu þegar Marcos Rojo var tekinn af velli fyrir Michael Carrick. Það virðist hafa skilað einhverju því skömmu síðar náði Wayne Rooney að þjösnast með boltann að marki Newcastle, boltinn barst á Krul sem sendi boltann beint á Ashley Young sem kláraði og skoraði gott mark. Heimamenn fengu svo fínt færi í uppbótartíma sem að meistari de Gea varði frábærlega í enn eitt skiptið.

Ashley Young fagnar marki sínu innilega

Lokatölur því 0:1 og kærkominn sigur staðreynd.

Maður leiksins

Hver annar?

Skemmtileg móment

Heimsókn til St. James’ Park

skrifaði þann 3. mars, 2015

Síðast mættust United og Newcastle á öðrum degi jóla. Sá leikur fór fram á Old Trafford og vannst 3:1. Það reyndist eini sigurinn í þeirri jafnteflissúpu sem jólatörnin reyndist vera. Newcastle hefur í millitíðinni farið í gegnum stjóraskipti eftir að Alan Pardew (Pardieu) stakk af og fluttist til London og tók við taumunum hjá Crystal Palace. Eftirmanni hans, John Carver, hefur ekki gengið neitt sérstaklega með liðið en Newcastle er þó í 11. sæti. Ekki amalegur árangur hjá liði sem virðist gera upp á bak reglulega. Á sama tíma hefur gengi United verið töluvert ólíkara en liðið er í bullandi baráttu um meistaradeildarsæti og enn með í bikarnum.

Þessi leikur á morgun verður einfaldlega að vinnast, það er bara ekkert flóknara en það. Sigrar Liverpool á City og Arsenal á Everton hafa sett rosalega pressu á liðið og því má ekkert klikka. Það er alltaf erfitt að giska á hvaða liðsuppstillingu van Gaal mun nota hvert skipti en ég tel að þetta sé alveg eins líklegt og hvað annað:

1
De Gea
3
Shaw
5
Rojo
12
Smalling
25
Valencia
17
Blind
18
Young
11
Januzaj
21
Herrera
10
Rooney
49
Wilson