Manchester United 1:4 Dortmund

skrifaði þann 22. júlí, 2016

Jæja, þetta var nú ekki merkilegt hjá okkar mönnum gegn Dortmund í fyrsta leik okkar í International Champions Cup.

Mourinho stillti liðinu svona upp:

50
Johnstone
23
Shaw
3
Bailly
4
Jones
25
Valencia
17
Blind
21
Herrera
14
Lingard
8
Mata
22
Mkhitaryan
7
Memphis

Bekkur: Romero, McNair, Rojo, Tuanzebe, Januzaj, Pereira, Young, Keane, Rashford.

Byrjum á því að minnast á aðstæður í Kína í dag. Þær voru hrikalegar, gríðarlega heitt og mikill raki í loftinu enda var þessi leikur ekki spilað af miklum hraða eða ákefð. Við það má bæta að grasið á vellinum var hræðilegt og eftir um korter var það orðið að vígvelli.

Leikurinn fór mjög hægt af stað og það fyrsta markverða sem gerðist var mark Dortmund á 20. mínútu. Eftir ódýra aukaspyrnu skaut Aubameyang að marki. Skotið var ekkert sérstakt og flestir markmenn hefðu haldið þessum bolta. Ekki þó okkar Sam Johnstone sem var í markinu en hann missti boltann beint fyrir fætur Dortmund-manna sem tókst að hnoða boltanum í netið. Afar ódýrt mark.

Dortmund tók við þetta völdin á vellinum án þess þó að skapa sér mikið af færum. Seinna mark þeirra var einnig afar ódýrt þegar Aubameyang átti hrottalega slaka hjólhestaspyrnu. Það vildi þó svo ekki betur til en að boltinn fór hönd Antonio Valencia og kínverski dómarinn dæmdi víti sem Aubameyang skoraði af öryggi úr.

Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik: Marcos Rojo, Sergio Romero, Ashley Young og Marcus Rashford komu inn á fyrir Johnstone, Memphis, Jones og Lingard.

United spilaði ögn betur í síðari hálfleik en Dortmund náði þó að komast í 3-0 þegar Dembéle nokkur fíflaði Marcos Rojo upp úr skónum og skoraði glæsilegt mark.

Henrikh Mkhitaryan minnkaði þó muninn fljótlega með laglegu marki eftir glæsilegan undirbúning Blind og Mata en Gonsalo Castro smellti ansi laglegu marki á stigatöfluna undir lok leiksins. Lokatölur 1-4

Þessi frammistaða var ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en hafa skal þó í huga að aðstæður voru ekki góðar, Þetta var sjötti æfingarleikur Dortmund á undirbúningstímabilinu. Það sást bersýnilega að þeir væru í betra formi en okkar menn og voru þeir afar duglegir að pressa og loka á sendingarleiðir okkar manna.

Svo má ekki gleyma að þetta er undirbúningstímabil þar sem úrslitin skipta litlu sem engu máli. Louis van Gaal vann nánast alla leikina á undirbúningstímabilinu með stæl og við sjáum hverju það skilaði. Maður vill þó sjá betri frammistöðu en í dag og Mourinho getur ekki verið sáttur. Við treystum því að hann láti okkar menn heyra það. Þrátt fyrir allt er varla boðlegt að láta rústa sér svona og maður spyr sig hvort að ákveðnir leikmenn séu að kyssa sinn United-feril bless.

Shaw, Mkhitaryan og Bailly, mögulega Mata, komast nokkuð klakklausir frá þessum leik. Aðrir áttu ekki góðan dag og þar má sérstaklega benda á Phil Jones í vörninni, Memphis Depay sem spilaði frammi og innkomu Marcos Rojo sem var skelfileg.

Maður hlýtur líka að setja spurningamerki við ákvörðun peningamannanna um að ferðast til Kína á æfingartímabilinu. Aðstæðurnar voru ömurlegar í dag, völlurinn skelfilegur og stúkan varla hálffull. Er þetta besti undirbúningurinn fyrir komandi tímabil?

United spilar næst á mánudaginn gegn Manchester City. Pep vs. Mourinho. Vonandi fáum við betri frammistöðu þá.

Nokkur tíst

 

Paul Pogba á 110 milljónir punda – sturluð fjárhæð eða algerlega eðlilegt?

skrifaði þann 21. júlí, 2016

Annað kvöldið í röð fer í að skoða tíst og greinar um hvað hafi gerst í samskiptum Manchester United og Juventus og nú er staðan sú að eitthvað mikið þarf að gerast til að Paul Pogba verði ekki leikmaður United næsta vetur.

L’Équipe hefur eftir heimildum að allt sé klappað og klárt og United borgi 120 milljónir evra fyrir Pogba.  Aðrar heimildir í kvöld segja að boð United sé enn 110 milljónir og Juve bíði eftir 120 milljóna boðinu. Stærsti vinkillinn sem eftir er í þessu máli er líklega greiðsla til umboðsmanns Pogba, Mino Raiola. Skv Guardian vill Juve samt 110m evra (92m punda) og láta United greiða Raiola 18,4 milljónir punda.

Er Manchester United þá að fara að greiða sem nemur 110 milljónum punda fyrir leikmann? Er það ekki sturluð fjárhæð?

Stutta svarið er ósköp einfaldlega: Nei

Þessi tafla sýnir hvar Pogba myndi falla í lista yfir dýrustu kaup United á hverju ári frá 1992, raðað eftir hlutfalli kaupupphæðar af veltu hvers árs. Ef kaupverðið verður í raun 110m punda hækkar hann um… eitt sæti. Hlutfallstalan fer í 21,6% og er enn hárfínt lægri en hlutfallstala Juan Sebastian Veron.

Skoðum þrjú gröf, fyrst hvað dýrasti leikmaður United á hverju ári hefur hoggið djúpt í tekjur þess árs

Dýrasti leikmaður hvers árs - hlutfall af veltu

Dýrasti leikmaður hvers árs – hlutfall af veltu

Og Paul Pogba er þarna aftast, miðað við 110 milljón punda kaupverð.

Þessi mynd sýnir líka að frá því að núverandi eigendur tóku yfir hefur Manchester United aldrei keypt leikmann sem var félaginu hlutfallslega dýrari en Roy Keane var þegar Martin Edwards skellti veskinu á borðið árið 1993 og meistararnir keyptu feitasta bitann á leikmannamarkaðnum. Hverju skilaði það? Tvennu árið eftir, annarri tveim árum síðar og þrennunni 1999.

En stakir leikmenn eru ekki allt, skoðum heildareyðslu í leikmannakaup, nettó að sjálfsögðu. Athugið að eins og oft áður í greinum mínum um fjármál þá leiðrétti ég fyrir tvennu: Tekjunum af Ronaldo er dreift yfir fjögur ár, til að sýna betur hvernig þeim var varið og kaupin á Dimitar Berbatov eru færð aftur um ár, enda var vitað þegar hann var keyptur að Ronaldo færi.

Leikmannakaup - hlutfall af veltu

Vinstri: Leikmannakaup – hlutfall af veltu – Hægri: Sama, fimm ára meðaltal

Þessar myndir sýna líka skýrt að á árunum 2005-2013  snarlækkar fjárfesting í leikmönnum, og sést það hvað skýrast á myndinni til hægri. Það er ekki fyrr en Sir Alex hættir að eigendurnir átta sig á undirfjárfestingunni sem var í liðinu og gefa loksins eftir, enda var þá skuldastaða félagsins loksins orðin viðráðanleg eftir átta ára skuldagreiðslur (til að greiða upp skuldir eigandanna auðvitað, ekki félagsins). Það varði reyndar bara í tvö ár því mestöll kaupin í fyrra voru niðurgreidd af sölunni á Ángel di María. Fyrirhuguð stórinnkaup þessa sumars verða vissulega þau mestu í sögu félagsins en ef hoft er til lægðarinnar undanfarið þá er ekki enn ástæða til að krýna eigendurna sem mestu eyðslukónga allra tíma. Til þess hefur fjárhagslegt hálstak þeirra á eyðslu verið of mikið hingað til. Það er hins vegar rétt að nú loksins er United að eyða peningum eins og eðlilegt að liðið geri.

Síðan erum við auðvitað að vonast til þess að með þessum kaupum sé José Mourinho að gera nákvæmlega það sem hann er að lofa, að kaupa leikmenn sem munu bera liðið upp næstu árin. Á næsta ári mun United vissulega tapa peningum vegna þess að félagið er ekki í Meistaradeildinni en á móti kemur að launagreiðslur verða lægri. þær hafa verið um 50% af veltu síðustu fjögur ár, líka veturinn sem United var ekki í Meistaradeildinni, eingöngu vegna þess að þá voru greiddir lægri bónusar. En á móti kemur að sjónvarpssamningur næsta árs mun gefa United um 50 milljónir punda í auknar tekur, veltutölurnar sem reiknað er útfrá í gröfunum hér miðast við fjárhagsár United, sem var að ljúka, þannig að eyðsla sumarsins 2016 er í hlutfalli af tekjum fjárhagsárið 2015/16.

Kaupin á Paul Pogba, 23 ára, geta því á engan hátt talist sturluð eyðsla, heldur eðlileg kaup fyrir tekjuhæsta liðið í enska boltanum.

Æfingaferðalagið byrjar í dag

skrifaði þann 19. júlí, 2016

Eftir mikinn þvæling á æfingaferðalögum síðustu ár fer United í óvenju stutt og snarpt ferðalag þetta sumarið. Tvö síðustu ár fóru í þvæling um Bandaríkin, en nú er komið aftur að Kína. Ólíkt fimm leikja Asíuferðalaginu 2013 verða einungis leiknir tveir leikir í þetta sinn í Asíu en í bakaleiðinni kemur liðið við í Svíþjóð og leikur við Galatasaray í Gautaborg.

Tour 2016

Liðið flýgur til Kína í dag og búið er að tilkynna 25 manna hóp sem stígur upp í vélina.

David de Gea, Eric Bailly, Phil Jones, Marcos Rojo, Memphis, Juan Mata, Wayne Rooney, Chris Smalling, Jesse Lingard, Adnan Januzaj, Michael Carrick, Daley Blind, Ashley Young, Marcus Rashford, Will Keane, Sergio Romero, Ander Herrera, Hinrikh Mkhitaryan, Luke Shaw, Timothy Fosu-Mensah, Antonio Valencia, Sam Johnstone, Paddy McNair, Axel Tuanzebe, Andreas Pereira,

Samkvæmt því sem Mourinho hefur sagt má ekki búast við að Rooney, Rashford og Smalling leiki í Kína þar sem þeir eru ekki búnir að æfa neitt áður en lagt verður af stað, þannig að leikmannahópurinn er í raun sá sem lék gegn Wigan að frátöldum James Wilson.

Fyrsti leikurinn verður við Borussia Dortmund nú á föstudaginn á hádegi að íslenskum tíma í Sjanghæ.

Síðan verður farið til Beijing og spilað við nágrannana í City þar sem José og Pep mætast í fyrsta sinn sem stjórar United og City. Leikurinn verður á mánudaginn kl. hálf tólf.

Það er farið til Gautaborgar, leikurinn við Galatasaray verður laugardaginn 30. júlí þannig það er ágætis tími milli leikja til að ná sér.

Fyrsti leikurinn á keppnistímabilinu verður síðan Samfélagsskjaldarleikurinn við Leicester City sunnudaginn 7. ágúst, en 3. ágúst verður leikið við Everton í styrktarleik fyrir Wayne Rooney.

Þetta undirbúningstímabil er því eins þægilegt og á verður kosið, leikið í Kína til að styrkja budduna og auglýsingasamböndin en ekki of lýjandi áður en alvaran hefst þann 14. ágúst.

Wigan 0:2 Manchester United

skrifaði þann 16. júlí, 2016

Sigur í fyrsta leik undir stjórn José Mourinho. Will Keane og Andreas Pereira með mörkin.

 

Liðið sem hóf leikinn

Johnstone
Shaw
Blind
Bailly
Fosu-Mensah
Carrick
Herrera
Memphis
Mkhitaryan
Lingard
Wilson

Varamenn: Joel Pereira, Blackett, Jones, Tuanzebe, Varela, Januzaj, Mata, A. Pereira, Valencia, Young, Keane.

Djöfullegt lesefni: 2016:09

skrifaði þann 14. júlí, 2016

We’re back!! Lespakkinn hefur verið í smá sumarfríi síðustu vikur en er núna komið aftur, tvöfalt öflugra en áður! Hér er það helsta sem hefur verið í gangi hjá United.

Rauðu Djöflarnir

Leikjadagskrá næsta tímabils var kynnt (Athugið þó að sumum dagsetningum hefur verið breytt síðan þá)

Ryan Giggs ákvað að yfirgefa United og leita á ný mið

United keypti varnarmanninn Eric Bailly frá Villareal

ZLATAN!!!

Henrikh Mkhitaryan var keyptur af Dortmund og kynnti Runólfur okkur fyrir kappanum

Mourinho

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um Jose Mourinho, þá birtu Just Football grein árið 2012 í þremur hlutum um kappann.

Mourinho talaði eins og stjóri Manchester United á að tala þegar hann var kynntur til leiks.

Mourinho vill breyta ímynd sinni og vera, líkt og Ferguson, stjóri United í mörg ókomin ár

Mourinho er spenntur fyrir því að labba í gegnum göngin og stjórna liðinu í fyrsta skipti

Marcel Desailly segir að Mourinho hafi sagt árið 2010 að hann ætlaði að verða stjóri United

Góðvinur síðunnar Andy Mitten ræðir aðeins um breytingar á starfsliði Manchester United

Annað

Zlatan mun líklega ekki spila sinn fyrista leik fyrir United fyrr en í leiknum gegn Galatasaray 30.júlí

ROM velti fyrir sér hvort United eigi að vera eltast við stórstjörnur eða ekki.

Ryan Baldi hjá The Busby Babes veltir fyrir sér hvort það gæti verið slæm ákvörðun að fá Zlatan til United

Karl-Heinz Rummenigge segir að United hafi boðið metupphæð fyrir Muller síðasta sumar

Rooney segist aldrei ætla að spila fyrir annað lið í ensku úrvalsdeildinni og sagði Mourinho á fréttamannafundi að hann muni spila frammi í vetur

Herrera nýtti sumarið og æfði í júní með Real Zaragoza

Leikmenn United vilja halda Juan Mata og Alistair Tweedale segir að Mourinho eigi að gefa kappanum annan sjens.

Giggs og Scholes munu taka þátt í Futsal keppni í Indlandi ásamt mönnum eins og Deco, Hernan Crespo og Ronaldinho

Langt viðtal við Bruce þar sem hann kemur inn á tímann hjá United og hvernig andinn var þá

Myndbönd vikunnar

Takk til Hjörvars Inga fyrir þessi tvö myndbönd!