Markasúpa

skrifaði þann 25. nóvember, 2014

Úr því að við erum ekki upptekin við að horfa á Meistaradeildina er ágætt að hræra hér smá markasúpu.

U21 liðið spilaði við Blackburn í kvöld og stillti upp sterku liði  Lindegaard, Janko, Thorpe, J. Evans, Vermijl, Herrera, Pearson, Harrop, Pereira, W. Keane, Januzaj.

Skemmst er frá að segja að United vann 5-0 með mörkum frá Will Keane, Herrera, Pereira og tveimur frá Joe Rothwell og hér koma mörkin:

Will Keane

Ander Herrera

Andreas Pereira

Joe Rothwell

og tvö sjónarhorn af seinna marki Rothwell, besta marki kvöldsins

Við uppfærum þennan póst ef við fáum YouTube videó með öllum í einu.

En hann Nani okkar allra var að keppa í meistaradeildinni og setti þetta líka fína mark.

Arsenal 1:2 Manchester United

skrifaði þann 22. nóvember, 2014

United fór á Emirates í dag með enn eina miðvarðasamsetninguna og afturhvarf til 5-3-2 leikaðferðarinnar. Nauðsynlegt vegna þessara hrikalegu meiðsla sem verið hafa að hrjá liðið

1
De Gea
42
Blackett
33
McNair
12
Smalling
3
Shaw
7
Di Maria
31
Fellaini
16
Carrick
25
Valencia
10
Rooney
20
Van Persie

Bekkur:
Lindegaard, Fletcher, Herrera, Young, Mata, Januzaj, Wilson

Lið Arsenal er svo skipað:
Szczesny, Chambers, Mertesacker, Monreal, Gibbs, Ramsey, Arteta, Wilshere, Oxlade-Chamberlain, Welbeck, Sanchez

Arsenal byrjaði mun betur í leiknum og það hjálpaði ekki að strax á fjórðu mínútu komu 40. meiðsli United í vetur. Já, fertugustu. Luke Shaw sneri sig illa á ökkla og gat ekki haldið áfram. Hann haltraði þó um í tíu mínútur þangað til að hann var tekinn útaf fyrir Ashley Young.

Í millitíðinni hefði Arsenal verið búið að skora og fá víti. Jack Wilshere var að verki í bæði skiptin. Fyrst fékk hann sendingu innfyrir en var of lengi að hlutunum og á endanum var skotið ekki nógu gott, David de Gea varði mjög vel. Síðan átti hann í höggi við Luke Shaw, Shaw virtist hafa meiri áhuga á manninum en boltanum. Úti á velli hefði verið dæmt, en inni í teig var þetta ekki alveg nógu afgerandi brot.

Áfram hélt Arsenal að drottna yfir leiknum. United komst ekkert áfram og vörn United var gríðarlega brothætt. Smalling var þar manna skástur en Blackett verstur. De Gea var hins vegar frábær og varði allt sem á markið kom. Ein besta varslan kom þegar Oxlade-Chamberlain fékk stungusendingu, en De Gea kom vel útá móti og blokkaði á endanum skotið.

Þegar hálftími var liðinn var Wilshere enn og aftur að verki, en í þetta sinn af því hann átti að fá rauða spjaldið. Wilshere braut klaufalega á Fellaini, brjálaðist í átt að dómaranum þegar flautan gall og þegar Fellaini koma á eftir honum með hrópum sneri Wilshere sér við og skallaði Fellaini. Nú er Fellaini höfðinu hærri og því fór skallinn í bringuna á Fellaini sem brást forviða við.

Dómari, hvað er maðurinn að reyna hérna??

Dómari, hvað er maðurinn að reyna hérna??

United náði uppúr þessu allt í einu nokkru spili með Wayne Rooney og Ángel Di María í broddi fylkingar. En færin sáust ekki og það var Arsenal sem var frekar ógnandi undir lok hálfleiksins.

United var gríðarheppið að sleppa með jafnt inn í hléiið og gat eingöngu þakkað David de Gea það.

Jack Wilshere lauk þátttöku sinni í leiknum snemma í seinni hálfleik þökk sé dúndrandi tæklingu Paddy McNair sem hitti hann beint í fótinn. Varla var hann farinn útaf fyrr en að United skoraði það sem ég kallaði á Twitter:

United sótti upp vinstra megin, Di María gaf inn á teiginn þar sem Fellaini lúrði rangstæður. Gibbs komst framfyrir Fellaini og sá síðarnefndi ýtti á Gibbs sem lenti þá í samstuði við Szczesny um leið og Szczesny kýldi frá. Boltinn barst til Valencia sem nelgdi fyrir eins og alltaf, og í þetta sinn var Gibbs enn hálf vankaður, slæmdi fæti í boltann og stýrði honum í netið. Hrikalegt sjálfsmark og auðvitað alfarið gegn gangi leiksins, enda United ekki búnir að eiga skot á mark!

Szczesny þurfti að fara útaf eftir þetta samstuð og það verður að segjast að það er gott að sjá að læknar liðanna eru farnir að taka höfuðhögg alvarlega.

Arsenal sótti auðvitað stanslaust eftir þetta og United pakkaði. Nú var þó Smalling búinn að taka sig saman í andlitinu og hélt vörninni á floti. Fellaini og Carrick komu sterkir til hjálpar og Ashley Young átti bara prýðisleik. En Arsenal fékk samt færin og það var sem fyrr De Gea semhélt liðinu á floti með öruggum markvörslum.

Önnur skipting United kom á 75. mínútu. Robin van Persie var búinn að vera ósýnilegur í leiknum og James Wilson kom inná. Wilson hlýtur að byrja næsta leik gegn Hull.

Sókn Arsenal þyngdist og United bakkaði. Það var samt augljóst hvað United spilaði uppá. Rooney og Di María voru sífellt að hreyfa sig frammi við miðju og það bar árangur á 86. mínútu. Arsenal voru orðnir of gráðugir og þegar boltinn barst til Fellaini rétt utan teigs þurfti ekki nema eina nákvæma sendingu frá honum á Di María og Ángel og Rooney voru komnir tveir á móti einum. Di María sendi á Rooney sem spilaði inn í teig og vippaði létt yfir Damian Martinez varamarkvörð Arsenal. Sigurinn þá í höfn, en ekki alveg.

Ángel di María gráti nær þegar hann fagnar með Rooney

Ángel di María gráti nær þegar hann fagnar með Rooney

Vegna mikilla meiðsla í seinni hálfleik bætti dómarinn við heilum átta mínútum. United var næstum komið í 3-0 með spegilmynd af öðru markinu, stunga Rooney á Di María sem var á eigin vallarhelming með engan Arsenal mann milli sín og markmanns. Di María fór alla leið uppí teig, en í stað þess að leika á markmanninn reyndi hann vippuna og hún fór framhjá.

Það fór því um mann þegar Arsenal skoraði strax. Giroud komst í of gott færi og De Gea náði aðeins að stýra þrususkotinu í netið. Síðustu þrjár mínúturnar voru þrungnar spennu en sigurinn var United.

Þetta er einn svakalegasti, og fyndnasti leikur sem ég hef séð. United mætti til leiks með hálfvængbrotið lið eins og svo oft áður, náði engan veginn upp neinu spili, en fór með öll stigin heim. United skoraði tvö mörk en áttu ekki nema eitt skot á rammann. Það voru sem fyrr segir nokkrir leikmenn sem stóðu sig þokkalega, aðrir sem voru arfaslakir og einn sem var lang-, lang-, LANGbestur

 

Engu að síður var Louis van Gaal ekkert að missa sig í hrósinu. Hann sagði jú De Gea hafði verið mjög góðan í viðtali við Sky, en við blaðamenn sagði hann líka

Þar á Louis án efa við boltadreifingu De Gea sem má bæta sig á því sviði Engu að síður segi ég:

Semja við hann! Strax!

Við þurfum þennan markmann næstu 15 árin!

London beibí yeh. Arsenal á morgun

skrifaði þann 21. nóvember, 2014

Arsenal - Manchester UnitedLandsleikjahléið loks á enda og meiðslahrinan sem því fylgir.

Það voru ekki nema fimm leikmenn sem hafa meiðst síðustu 10 daga, Carrick, Blind, De Gea, Di María og Shaw. Það virðist þó vera að af þessum sé að það aðeins Daley Blind sem er illa meiddur. De Gea og Di María verða með á morgun og Carrick og Shaw líklegir. Shaw og Rafael æfðu báðir í dag.

Að öðru leyti eru það Young, Jones, Evans, Falcao, Rojo og Lingard sem eru á meiðslalistanum og koma ekki við sögu á morgun.

Ég ætla að vona hið besta og stilla upp vænlegu liði:

De Gea
Shaw
McNair
Carrick
Valencia
Di María
Herrera
Fellaini
Januzaj
Rooney
Van Persie

Það eru held ég flestir á því að vilja sjá demantsteningstígulinn, sérstaklega til að Di María fái betri tækifæri til að sýna hvað hann getur en ég á erfitt með að sjá Van Gaal spila svo glannalega.  Ég er að vona að Herrera sé orðinn sýnilegur og er svolítið spenntur að sjá Herrera og Fellaini á miðjunni. Bind engar rosalega vonir við þá þannig séð, en það er smá séns að það gæti orðið nokkuð smekklegt.

Haffsentaparið finnst mér alveg gefið. Paddy McNair er sá eini af miðvörðunum okkar sem hefur staðið sig meira en þokkalega og Carrick er maðurinn til að koma með reynsluna við hliðina á honum. Ég vil ekki sjá Chris Smalling, a.m.k. ekki í bili.

En að Skyttunum. Það eru fá liðin sem hafa verið jafn mikil einsmannslið og Arsenal í vetur. Alexis Sánchez er maðurinn sem hefur haldið þeim á floti en restin af liðinu ýmist verið meidd eða léleg.

Szczęsny
Gibbs
Monreal
Mertesacker
Chambers
Wilshere
Arteta
Sánchez
Cazorla
Ox-Chmbrlain
Welbeck

Giroud og Arteta eru víst báðir að koma til baka úr meiðslum, Giroud mánuði á undan áætlun og vel gæti verið að þeir byrji á bekknum. Talað var um að Theo Walcott myndi byrja sinn fyrsta leik síðan í janúar, en fréttir í dag segja að hann hafi laskast lítillega aftur og verði ekki með. Þetta þarna er er því síðasta lið Arsenal að öðru leyti en því að Arteta er inni fyrir Flamini. [uppfært] Ég tók mér það bessaleyfi að breyta liðinu yfir í það sem Guardian spáir að öðru leyti en því að Arteta fer inn. Jack Wilshere var ekki með móti Swansea

Eins og hjá United er vörn Arsenal ekki upp á marga fiska. Nacho Monreal sem er víst ekki miðvörður frekar en Rafael hefur engu að síður þurft að leysa það hlutverk og ekki vel. Calum Chambers hefur hins vegar staðið sig ágætlega í bakverðinum þrátt fyrir að vera ekki nema nítján.

Frammi spilar maður sem við þekkjum öll og vonum að hann standi sig ver í dag en hann hefur verið að gera á tímabilinu.

En það verður á miðjunni sem leikurinn ræðst.  Ég get ekki sagt ég sé neitt sérstaklega bjartsýnn á að okkar menn muni drottna þar, en krefst þess samt að við gefum hana eftir.

Þetta verður leikur tveggja liða sem hafa staðið sig undir getu og væntingum í vetur og sigurvegarinn mun halda af velli með höfuðið hátt og bjartsýni fyrir komandi leiki.

Það er alveg bráðnauðsynlegt að sá sigurvegari sé lið Manchester United

Djöfullegt lesefni: 2014:11

skrifaði þann 20. nóvember, 2014

Hér er það helsta sem við lásum/hlustuðum á síðustu 2 vikur…

Lesefni vikunnar:

Vídeó vikunnar

Lag vikunnar:

Children of the Grave – White Zombie

Ársfjórðungsuppgjörið

skrifaði þann 18. nóvember, 2014

Fyrst það er ekkert annað að gerast í dag er ekkert að því að fara aðeins yfir uppgjör fyrsta ársfjórðungs rekstrarársins, þ.e.a.s. júlí – september sem birt var núna í hádeginu. Eins og við var búist er um þó nokkra tekjulækkun að ræða frá fyrra ári, eða um 10% í heildina. Þar munar mestu um að tekjur af leikjum lækka um 21% og sjónvarpstekjur lækka um 13,5. Auglýsingatekjur lækka um 5,5% og sölutekjur af varningi um heil 21%. Allt þetta kemur til vegna fjarverunnar úr meistaradeildinni, það síðastnefna vegna ákvæðis í samningnum við Nike

Í peningum talið voru heildartekjur ársfjörðungsins 88,7m punda og hagnaður var 8,9m punda. Skuldir hækkuðu um milljón pund í 362m punda.

Woodward vinur okkar er samt ekki svartsýnn og United lét frá sér eftirfarandi myndir til að sýna að tekjuleysi yrði ekki vandamál

Búningsdílar_600 Skyrtuauglýsingadílar_600

(athyglisvert samt að á seinna grafinu er United treyjan um 3,7 sinnum stærri en barcelona og real treyjurnar… það er svona að hafa lesið ‘How To Lie WIth Statistics einhvern tímann)

Annars segir Daily Telegraph okkur að Evans, Jones og Falcao séu allir líklegir til að vera tilbúnir í Arsenal leikinn um helgina. Er of snemmt að spá því að Evans og Jones byrji og að amk annar þeirra fari svo meiddur útaf?