Podkast Rauðu djöflanna – 27. þáttur

skrifaði þann 26. september, 2016

Þeir Maggi, Tryggvi Páll og Halldór Marteins og Björn Friðgeir settust niður og tóku upp 27. podkast Rauðu djöflanna.

Spjallað var um spilamennsku liðsins undanfarið sem hefur verið kaflaskipt. Tekinn var snúningur á þriggja leikja taphrinu liðsins og svo sigrinum gegn Leiceister um helgina. Þá var framtíð Rooney, Mata og Blind krufin til mergjar ásamt ýmsu öðru.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:

Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum

MP3 niðurhal: 27.þáttur

Manchester United 4:1 Leicester City

skrifaði þann 24. september, 2016

Stóru fréttirnar fyrir leik voru auðvitað þær að eftir fjölmiðlafár undanfarinna daga fór Wayne Rooney á bekkinn. Það kom ekki óvart ef miðað er við frammistöðu hans undanfarið, það kom meira á óvart að Carrick fékk ekki séns eftir góðan leik á miðvikudaginn.

1
De Gea
5
Blind
3
Bailly
12
Smalling
25
Valencia
6
Pogba
21
Herrera
19
Rashford
8
Mata
14
Lingard
9
Ibrahimović

Varamenn voru: Romero, Rojo, Fosu-Mensah, Carrick, Fellaini, Young, Rooney.

Lið meistaranna leit svona út

Zieler
Fuchs
Huth
Morgan
Simpson
Albrighton
Amartey
Drinkwater
Mahrez
Slimani
Vardy

Daley Blind var sem sé fyrir valinu í vinstri bakverði til að hafa gætur á Riyad Mahrez og byrjaði leikinn á fyrstu mínútu með að hirða boltann af Mahrez. Hann átt síðan fyrsta skot leiksins á fjórðu mínútu en það var varnarmannsskot frekar en hitt og fór vel framhjá. Það kom meira á óvart þegar Zlatan skaut yfir nokkru síðar, en United sótti nokkuð stöðugt þessar fyrstu mínútur.

En ekki í fyrsta skipti eftir góðar fyrstu 10 mínútur komst andstæðingurinn inn í leikinn. Albrighton hefði átt að gera betur þegar hann átti laust skot beint á De Gea og síðar var það Huth sem skaut yfir eftir harða sókn Leicester.

En United náði aftur betri tökum á spilinu og það var eftir að Mata vann hornspyrnu úr fyrirgjöf að Chris Smalling skallaði United í forystu, 1-0 á 23. mínútu. Það er ekki við því að búast að Leicester að þrír varnarmenn láti háan bolta fara yfir sig, en fyrir vikið var Smalling réttur maður á réttum stað.

Innan við tveim mínútum síðar átti Rashford að bæta við. United kom í hraðaupphlaup, Herrera gaf fram á Ibrahimović sem gaf fyrir á Rashford á auðum sjó. Rashford náði ekki nógu góðri fyrstu snertingu og skotið fór svo hvergi nærri markinu. Zlatan fékk svo fínt færi eftir frábæra sendingu Pogba inn á teiginn. Skotið fór samt rétt yfir.

United voru þannig aftur orðnir síógnandi og sóttu fast á. Pogba var að koma vel inn í leikinn og aðrir leikmenn voru allir meira eða minna í stuði. Það var síðan snilldarsamspil frá Mata, Pogba og Lingard sem skilaði Mata inn á auðan sjó í teignum og hann hamraði boltann inn úti við stöng. Glæsilegt mark!

Það liðu síðan ekki tvær mínútur þangað til United fékk enn eitt hornið. Blind sem var búinn að vera taka hornin, tók það eldsnöggt, sá Mata lausan og gaf inn, Mata framlengdi og Rashford smellti inn af tveggja metra færi.

Og hálfleikurinn var ekki búinn enn. Það voru aftur ekki nema tvær mínútur liðnar, þegar, jú, enn eitt hornið, frábært enn og aftur frá Blind og núna var það Paul Pogba sem tók Fuchs í nefið og skoraði með frábærum skalla og skoraði þar með fyrsta mark sitt fyrir United

Gríðarskemmtilegt alltsaman. Þessi Reading leikur var hins vegar bölvað streð, Hálfleikstölurnar voru 4-3 og United lenti tvisvar undir.  Síðasti deildarleikur þegar United var fjórum mörkum yfir í hálfleik var gegn Arsenal 2001.

Ef við skoðum hitakortið í fyrri hálfleik má sjá að næstum er um 3-3-3-1 að ræða. Herrera spilaði mjög aftarlega og var akkerið fyrir að Pogba lék betur en hann hefur gert í haust. Blind og Valencia komu vel fram og Lingard og Mata víxluðu oft sem skýrir stöðu þeirrahitakort-gegn-leicester

Leicester gerði tvær breytingar í hálfleik, Andy King kom inn fyrir Mahrez sem hafði ekki sést og Demarai Grey fyrir Vardy. Magnað að tvær helstu hetjur Leicester fengu að fjúka en það var alveg verðskuldað. Reyndar verður, til að gæta sanngirni, benda á að Leicester leikur gegn Porto á þriðjudaginn og það er betra að hafa þessa tvo vel hvílda í þeim leik en að eyða þeim að óþörfu í töpuðum leik.

Seinni hálfleikur varð fljótt að æfingaleik, United réði lögum og lofum án þess að vera of stressaðir Það kom þeim svo aðeins í koll á 60. mínútu, Leicester sótti, Demarai Gray var með boltann utan við vítateigshornið, hristi af sér Lingard og setti boltann efst í markhornið fjær með þrumuskoti.

United leyfði þessu ekki að ganga mikið lengra og bæði Lingard og Ibrahimovic áttu góð skot framhjá. De Gea varði síðan glæsilega frá Gray úr ekki ósvipuðu skoti og markið var.

Fyrsta skipting United kom á 78. mínútu, Lingard sem hafði verið hægra megin varnarlega séð en hluti af miklum hrókeringum í stöðum þegar kom að sókninni fór útaf, Michael Carrick kom inná. Leicester voru öllu sprækari næstu mínútur og Wayne Rooney kom inná á 83. mínútu fyrir Rashford. Áfram dúllaði United sér og svo kom Young inná fyrir Mata.

Það þarf ekkert að mikið núna hvort Wayne Rooney eigi heima í byrjunarliði United. Þetta var þrælskemmtilegur leikur og einn besti hálfleikur United síðan Sir Alex hætti. Vissulega komu þrjú af mörkunum eftir hornspyrnur, en það var svo mikið meira en það að gerast. Sífelld ógn, skot og læti, svona eins og við viljum það.

Daley Blind er minn maður leiksins, kom frábærlega inn sóknarlega séð. Annars voru fjölmargir leikmenn að spila geysivel, Juan Mata best af hinum, en líka Pogba (sem Sky valdi mann leiksins), Rashford og Herrera. Ibrahimović skoraði ekki en var hvað eftir annað ógnandi og kom líka mikið inn í spilið.

Englandsmeistarar Leicester á Old Trafford

skrifaði þann 23. september, 2016

Manchester United - Leicester CityEnglandsmeistarar Leicester, já, Englandsmeistarar Leicester koma á Old Trafford í fyrramálið kl 11.30. Hvað er hægt að segja um þetta Öskubuskuævintýri litla liðsins í fyrra sem ekki hefur verið sagt? Ekkert. Fyrsta bókin kom út í vikunni, þær verða fleiri, og stuðningsmenn Leicester munu lifa á þessu ævilangt. United komst frá leikjum liðanna í fyrra með þolanlegri sæmd, 1-1 jafntefli varð í báðum leikjum. Fyrir rétt rúmum mánuði vann síðan United Samfélagsskjöldinn með 2-1 sigri á Leicester og hóf því tímabilið ágætlega. Síðan þá hefur Leicester gert jafntefli við Arsenal á King Power, unnið Swansea og Burnley þar líka en tapað eina útileiknum, gegn Liverpool. Þeir unnu ágætan útisigur á Club Brugge í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar en í vikunni skellti Chelsea þeim illa í deildarbikarnum, 2-4, þrátt fyrir að Okazaki skoraði fyrstu tvö mörkin . Þeir eru því aðeins komnir niður á jörðina og það er verkefni United að halda þeim þar.

Eins og flest vita var það á endanum bara N’Golo Kanté sem nýtti sér titilinn til að halda á braut, einmitt til Chelsea þannig að þetta Leiceser lið er enn nær sama liðið og tryggði sér titilinn í vor. Þeir eru engu að síður enn með lítinn hóp og meiðsli skipta máli. Í gær bárust fréttir af því að Kaspar Schmeichel hefði farið meiddur af æfingu og myndi muna um minna ef hann veðrur ekki með. Þá kemur gamli United unglingurinn Ron-Robert Zieler inn og hann er svosem enginn aukvisi. Eins er nýi maðurinn Nampalys Mendy sem kom til að fylla skarð Kanté meiddur. Lið Leicester verður því einhvern veginn svona.

Schmeichel
Fuchs
Huth
Morgan
Simpson
Albrighton
Amartey
Drinkwater
Mahrez
Okazaki
Vardy

Það er bara ein spurning sem við höfum áhuga á þegar kemur að liði United á morgun:

Verður Wayne Rooney með?

Allt annað eru meira eða minna frágengin atriðið. Eftir frammistöðu þeirra og mörk frá báðum á miðvikudaginn reikna flest með að Michael Carrick og Ander Herrera fái að spreyta sig sem aukaleikarar á miðjunni til að leyfa Pogba að sýna hvað hann geti. Anthony Martial og Henrikh Mkhitaryan eru báðir meiddir og þá er framlínan Rashford, Ibrahimović og …

Ég ætla að spá liðinu svona.

1
De Gea
5
Rojo
3
Bailly
12
Smalling
25
Valencia
6
Pogba
21
Herrera
19
Rashford
10
Rooney
8
Mata
9
Ibrahimović

Já. Rooney. Rooney fær enn og aftur tækifærið.Það er ekki til að sýna hvað hann getur. Það er tíl að sýna hvað hann getur ekki. Ég held að José Mourinho ætli að leyfa Rooney að spila út öllum hugsanlegum spilum sínum til að sýna og sanna fyrir heimsbyggðinni að það sé ekkert eftir. Það kann að taka einhverja leiki í viðbót, en sjálfur er ég sannfærður um að það sé raunin.

Hvort Rooney fær heilan leik á morgun, það er hins vegar allt önnur Ella. 4-3-3 hlýtur að verða reynt aftur fyrr en síðar og ég sé ekki að hægt sé að treysta Rooney á miðjunni þar og því síður á kantinum. En hvað sem því líður verður þetta hörkuleikur. United þarf nauðsynlega á sigri að halda ef ekki til annars en að minnka aðeins fjölmiðlafárið kringum gengi liðsins og ég hef fulla trú að sigur hafist!

 

Djöfullegt lesefni: 2016:14

skrifaði þann 22. september, 2016

Rauðu djöflarnir

Eric Bailly er leikmaður ágústmánaðar.

Runólfur velti fyrir sér hvort allt sé í rugli hjá United þessa dagana.

Við fengum stöðutjekk hjá yngri liðunum.

United

United Rant skrifaði fróðlega grein um Phil Jones.

Starfslið félagsins heldur áfram að stækka og stækka.

United fer nýmóðins leiðir til að hjálpa leikmönnum að koma í veg fyrir meiðsli.

Telegraph skrifar um taktískan höfuðverk Mourinho.

Við munum fljótt fara sjá það besta frá Pogba.

Scholes fylgist ekki mikið með Úrvalsdeildinni og er óviss um að verða einhverntímann stjóri.

Fjölmiðlar í Frakklandi voru óvægir í gagnrýni sinni á Pogba eftir leik Frakka gegn Hvíta Rússlandi.

United hefur hlaupið minnst allra liða í deildinni.

Leikmenn United voru hissa að sjá Mourinho skamma Shaw, sem spilaði meiddur, eftir leikinn gegn Watford.

Gagnrýni Mourinho á leikmenn liðsins er mun óvægari en hjá fyrri stjórum United.

Wayne Rooney

Langur ferill Rooney hefur tekið sinn toll.

Jim White kom með grein þar sem hann einfaldlega fullyrðir að Rooney sé ekki lengur nógu góður.

Paul Doyle skrifaði svo um miðjuvitleysuna með Rooney í farabroddi.

Nooruddean pældi svo í því af hverju þulir hafa hunsað lélegar frammistöður hans.

Migueal Delaney segir það að hafa Rooney í byrjunarliðinu er að hamla Pogba og Zlatan.

Ein ástæðan fyrir áframhaldandi vali á Wayne Rooney gæti verið til að geta selt hann á hærri upphæð.

Allskonar

Giggs-vaktin: það er áhugi fyrir því í herbúðum Swansea að Giggs verði næsti stjóri þar.

Enska úrvalsdeildin er frábær í marga staði en sumir vellir hennar eru til háborinnar skammar.

Myndband vikunnar

Þýska landsliðið notaði upptökur af Blind til að undirbúa sig fyrir síðasta heimsmeistaramót.

Northampton Town 1:3 Manchester United

skrifaði þann 21. september, 2016

Manchester United ferðaðist 220 kílómetra frá Manchester til Northampton til að taka þátt í 3. umferð deildarbikarsins. Það var ljóst að þrátt fyrir að miklar breytingar yrðu á byrjunarliði United í leiknum þá átti ekki að taka mikla sénsa því hópurinn var mjög sterkur.

Liðið í leiknum:

20
Romero
5
Rojo
17
Blind
12
Smalling
24
Fosu-Mensah
28
Schneiderlin
16
Carrick
7
Memphis
21
Herrera
18
Young
10
Rooney

Varamenn: Johnstone, Darmian, Fellaini (’73), Lingard, Mata, Rashford (’55), Ibrahimović (’55)

Byrjunarlið Northampton Town var skipað eftirfarandi leikmönnum:

Smith, Moloney, Buchanan, DIamond, Zakuani, Revell, Gorre, McCourt, Hoskins, Beautyman, Taylor

Ákveðin vonbrigði að sjá ekki John-Joe O’Toole í byrjunarliðinu en Írinn kom inn á í síðari hálfleik og byrjaði strax að tækla leikmenn United hægri vinstri. Klassískur neðrideildar-iðnaður í þeim leikmanni.

Fyrri hálfleikurinn

Þetta byrjaði allt eins og við mátti búast, Manchester United hélt boltanum löngum stundum og reyndi að brjóta niður vel peppaða vörn Northampton Town. Wayne Rooney spilaði sem fremsti maður, Young sá um að halda breiddinni hægra megin og reyna að dúndra inn fyrirgjöfum og hinum megin var Memphis æstur í að sýna hvað hann gæti.

Það byrjaði líka ágætlega. Fremstu menn unnu nokkuð vel saman og fengu fínan stuðning frá Herrera sem var duglegur að hlaupa og hjálpa til í spilinu. En það var samt Michael Carrick sem stjórnaði sýningunni. Af öllum „nýju“ leikmönnunum þá náði hann að minna mest á sig og sýna hvers United hefur saknað þegar hann hefur ekki verið í liðinu.

Eftir rúmlega korter fékk United óbeina aukaspyrnu í teig Northampton eftir klaufaskap frá Northampton. Wayne Rooney tók aukaspyrnuna en setti hann beint í vegg heimamanna (sem virtist reyndar vera nær boltanum en þeir máttu) en Michael Carrick náði frákastinu og stýrði boltanum laglega upp í markhornið fjær með góðu skoti. Vel gert hjá Michael „It’s hard to believe it’s not Scholes“ Carrick.

Manchester United virtist ætla að sigla fyrri hálfleiknum nokkuð örugglega í höfn með 1-0 í forskot. En undir lok fyrri hálfleiksins fór að bera á nokkrum skjálfta í vörn United. Fyrst náðu Northampton góðri skyndisókn sem endaði með skoti sem fór annað hvort af Smalling eða Romero og í markslána.

Á 42. mínútu náði Northampton svo annarri sókn. Varnarmenn United virtust hálfpartinn halda að boltinn myndi hreinsast úr teignum af sjálfu sér. Rojo átti glataðan skalla í tilraun til að hreinsa en setti þess í stað boltann á hættulegra svæði. Fosu-Mensah ætlaði í rólegheitum að taka boltann en gætti ekki að sér og leikmaður Northampton hirti boltann af honum og gaf fyrir. Þar ætlaði Blind að pota boltanum í burtu en var of seinn og felldi þess í stað sóknarmann Northampton. Víti dæmt. Alex Revell, fyrrum leikmaður þess leiðinlega félags MK Dons, skoraði af öryggi úr vítinu. 1-1 í hálfleik.

United hafði verið með töluverða yfirburði í fyrri hálfleiknum en alls ekki náð að nýta sér það. Að mestu leyti hafði liðið síðan gefið fá færi á sér en sváfu illilega á verðinum undir lokin. Sanngjörn staða í hálfleik? Já og nei.

Seinni hálfleikur

Seinni hálfleikurinn byrjaði á svipaðan hátt, Manchester United hélt boltanum og náði alveg upp ágætis spili en var ekki að ógna mikið. Eftir 10 mínútna spil í seinni hálfleik vildi Mourinho hrista upp í því og skipti því Zlatan og Rashford inn á fyrir Memphis og Fosu-Mensah.

Bæði Memphis og Fosu-Mensah höfðu byrjað leikinn af krafti og virtust ákveðnir í að sanna sig. Memphis hljóp á vörn Northampton með alls konar tilþrifum. En það fjaraði undan leik hans og ekki hjálpaði þegar hann varð fyrir fólskulegri tæklingu í byrjun seinni hálfleiks. Tæklingin var það slæm að Northampton var heppið að missa ekki mann af velli. Engu að síður hefði ég viljað sjá Memphis klára leikinn, hann þarf á mínútunum að halda.

Fosu-Mensah sýndi líka flotta takta í byrjun leiks. Átti m.a. bylmingsskalla sem hafnaði í slá. En hann dalaði líka eftir því sem leið á og átti stóran þátt í vítaspyrnunnni sem United fékk á sig undir lok fyrri hálfleiks. Engu að síður verður gaman að fylgjast með þessum leikmanni í framtíðinni.

Michael Carrick hélt áfram að eiga góðan leik í seinni hálfleik og Ander Herrera óx mikið eftir því sem á leið. Á 59. mínútu átti Herrera gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stönginni. 9 mínútum síðar fékk hann annað tækifæri og það nýtti hann betur. Schneiderlin vann þá boltann vel á miðsvæðinu, brunaði upp völlinn og gaf stungusendingu á Zlatan. Zlatan missti næstum boltann en náði að gefa hann á Rashfordi úti á vinstri kantinum. Rashford leit upp og sá hvar Herrera kom hlaupandi í seinni bylgjunni. Rashford gaf því góðan bolta inn í hlaupaleið Herrera sem náði skoti rétt fyrir utan teig. Herrera nýtti sér að varnarmenn stóðu í sjónlínu markvarðar Northampton og skaut föstu og hnitmiðuðu skoti niðri í markhornið. Virkilega vel gert og Manchester United verðskuldað komið yfir í leiknum.

Á þessum tíma var komin meiri harka i leik heimamanna, þeir voru farnir að láta finna verulega fyrir sér. Einn þeirra hefði þegar átt að vera farinn út af í byrjun seinni hálfleiks. Á 54. mínútu kom John-Joe O’Toole inn á (sá er þegar búinn að afplána leikbann í deildinni vegna 5 gulra spjalda á leiktíðinni) og var farinn að láta verulega finna fyrir sér. Mourinho ákvað að bregðast við því með meira stáli og á 73. mínútu kom Marouane Fellaini inn á fyrir Morgan Schneiderlin.

Skiptingin hafði strax tilætluð áhrif. Fellaini hafði ekki verið á vellinum nema í 2 mínútur þegar United skoraði sitt þriðja mark. Að vísu kom hann ekki nálægt því með beinum hætti en ég vil meina að hans nærvera inni á vellinum hafi verið nóg. Herrera dúndraði þá háum bolta í átt að markverði Northampton. Rashford tók á sprettinn til að setja pressu á markmanninn. Það var nóg til að valda taugatitringi sem Rashford nýtti sér til að stela boltanum, sóla markmanninn og skora í autt markið. Vel gert og leikurinn búinn.

Eftir þetta var leikurinn í raun búinn. United sigldi þessu bara heim og Carrick hélt áfram að stjórna spilinu. Northampton var aldrei líklegt til að ógna forskoti United eftir þetta. Pláss í 4. umferð deildarbikarsins staðfest.

Eftir leikinn

Eftir hörmungarviku var ljómandi fínt að fá loksins sigur aftur. Þessi sigur gerir þó í sjálfu sér lítið, þannig lagað. Andstæðingurinn var alveg til í að reyna að spila smá bolta en þeir eru mörgum klössum neðar og því átti þetta alltaf að vera sannfærandi sigur.

Það sem var ánægjulegt að sjá var hve flottir Michael Carrick og Ander Herrera voru á miðjunni. Carrick væri ég til í að sjá fá fleiri mínútur í liðinu, held hann gæti verið mjög góður félagsskapur fyrir Paul Pogba. Herrera kemur svo alltaf með ákveðna vinnusemi og náði í kvöld einnig að vera virkur í spili liðsins og sóknaruppbyggingu.

Vörnin var misjafnlega shaky. Smalling átti þó heilt yfir góðan dag og Blind var að mestu góður þótt hann hafi ekki staðið sig vel þegar vítaspyrnan var dæmd. Rojo var bara Rojo, m.a.s. leikur gegn liði í 3. deild virðist ekki geta látið hann líta vel út.

Eftir leikinn var síðan dregið í 4. umferð deildarbikarsins. Það kom í ljós að mótherji okkar þá verður Manchester City og fer leikurinn fram á Old Trafford. Blendnar tilfinningar með það.

Twitterhornið