Henrikh Mkhitaryan á leiðinni til United?

skrifaði þann 27. júní, 2016

Samkvæmt Raphael Honigstein sem er mjög traustverðugur þegar kemur að skúbbi úr þýska boltanum þá eiga Dortmund og United að vera nánast búin að ganga frá félagaskiptum armenska landsliðsmannsins Henrikh Mkhitaryan til Old Trafford. Mkhitaryan sem er 27 ára getur leikið hvort sem er á miðjunni eða á hægri vængnum.

Þetta er ansi góðar fréttir ef allt gengur upp en Sky Sports greinir frá því sama. Fyrir var United búið að ganga frá kaupum á Eric Bailly, ungum varnarmanni Fílabeinsstrandarinnar, frá Villarreal. Einnig er búist við að eitthvað muni skýrast með Zlatan Ibrahimovic á næstu dögum.

Hér að neðan má sjá myndband af helstu frammistöðum Henrikh Mkhitaryan frá liðnu tímabili. Þetta er spennandi leikmaður sem getur spilað nánast hvar sem er svo lengi sem það sé ekki fyrir aftan miðjulínuna. Hann átti frábært tímabil á afstaðinni leiktíð og var m.a. valinn leikmaður ársins í Bundesligunni af leikmönnum deildarinnar.

 

Heitasta slúðrið og leikjadagskrá næsta tímabils

skrifaði þann 15. júní, 2016

Nú eru rétt tæpir tveir mánuðir í að enska deildin hefjist á nýjan leik og þá er ekki seinna vænna en að fá leikjadagskránna fyrir næsta tímabil. Hún datt inn um lúguna í dag og lítur svona út fyrir Manchester United:

13403967_10154362784091320_3222464546231119969_o

Helstu lykildagsetningar eru eftirfarandi1]:

  • Mourinho og Pep mætast í Manchester-slagnum 10. september og 25. febrúar
  • Við mætum Liverpool 15. október og 14. janúar
  • Mourinho snýr aftur á Stamford Bridge þann 22. október
  • Jólatörnin er hin sæmilegasta.
  • Við mætum Arsenal og Tottenham í 36. og 37 umferð.

Við fyrstu sýn er þetta hin ágætasta dagskrá. Byrjunin er ekkert alltof strembin og góðar líkur á góðum úrslitum í ágúst og september. Þáttaka okkar í Evrópudeildinni mun eitthvað fikta í þessu og leikir verða færðir til og frá vegna hennar. Svo ber auðvitað að hafa í huga að nú verða nokkrir leikir á dagskrá föstudögum í vetur.

Opnunarleikurinn verður á útivelli gegn Bournemouth þann 13. ágúst. Þess ber að geta að Mourinho hefur aldrei tapað fyrsta leik tímabilsins á Englandi. Við reiknum fastlega með að það haldi áfram á komandi tímabili.

Leyfum svo Rio Ferdinand að eiga síðasta orðið um leikjadagskránna

Slúðrið

Sky Sports segir svo að Zlatan sé búinn að semja við United og muni fara í læknisskoðun eftir EM. Planið var að ganga frá þessu fyrir EM segir Sky Sports en það hafi ekki tekist vegna skuldbindinga Zlatan með sænska landsliðinu. Menn eru þó afslappaðir yfir þessu og búast við að þetta gangi í gegn þegar Svíar detta út úr EM.

Það er svo sem ekki mikið að frétta í slúðurdeildinni enda EM í fullum gangi eins og allir vita. BBC segir að Henrikh Mkhitaryan, sem á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Dortmund hafi sagt félaginu að hann myndi ekki endurnýja samninginn sinn og vilji fara til Manchest er United. Mkhitaryan er framliggjandi miðjumaður og ef ykkur vantar meiri upplýsingar um hann er best að spyrja Liverpool-mann enda var þetta draumaleikmaðurinn þeirra fyrir ekki svo löngu síðan.

Blöðin á Englandi herma svo að John Stones sé eftirsóttasti miðvörður Englands um þessar mundir. Bæði City og United vilja fá hann og ætla sér í verðstríð um hann. Það kemur ekkert á óvart að Mourinho vilji fá Stones enda reyndi hann allt hvað gat að fá miðvörðinn unga til liðs við Chelsea fyrir síðasta tímabil. Sjáum hvað setur.

Mikilvægast af öllu er þó kannski það að Jorge Mendes-blaðamaðurinn Duncan Castles segir að Real Madrid hafi misstekist að sannfæra David de Gea um að ganga til liðs við félagið. Klásúla þess efnis að Real geti keypt hann fyrir ákveðið verð ku renna út í dag. Mourinho á að hafa verið í stöðugu sambandi við De Gea til þess að láta hann vita að hann hefði engan áhuga á því missa markmanninn ótrúlega og það virðist hafa virkað. Því fagna allir góðir menn enda ljóst að De Gea er besti markmaður í heiminum í dag, það er á kristaltæru.


  1. Með fyrirvara um að dagsetningar muni breytast eitthvað vegna Evrópudeildarinnar

Eric Bailly til United *staðfest*

skrifaði þann 8. júní, 2016

Eric Bailly kemur til United!

Ekki er búið að ganga frá atvinnuleyfinu en það ætti að ganga, hann er fastamaður í landsliði Fílabeinsstrandarinnar

Mourinho segir:

Eric is a young central defender with great natural talent. He has progressed well to date and has the potential to become one of the best around.

„We look forward to working with him to help nurture that raw talent and fulfil his potential. Eric is at the right club to continue his development.

Miðað við slúðrið er kaupverðið 25 milljónir punda og eins og venjulega einhverjar bónusgreiðslur að auki.

Þegar fyrstu fréttir fóru að berast af áhuga United á Eric Bailly ætla ég að leyfa mér að efast um að margir hafi vitað hver í ósköpunum þessi maður var. Og það er ekki nema von.

Eric Bailly er 22 ára gamall Fílabeinsstrendingur sem leikið hefur á Spáni frá því hann var fimmtán ára. Reyndar gekk honum hægt að fá atvinnuleyfi þannig það var ekki fyrr hann var 18 ára að hann lék sinn fyrsta leik fyrir B lið Espanyol. Reyndar notaði hann þá nafnið Eric Bertrand en breytti nafninu síðar í móðurnafn sitt, eins og United hetja sem við þurfum varla að taka fram hver1. Bailly lék 21 leik fyrir fyrir B liðið, kom inn á sem varamaður í leik aðalliðs Espanyol í október 2014 og 9. nóvember ar hann í fyrsta sinní byrjunarliði, gegn Villareal.  Hann lék aðeins þrjá leiki í viðbót fyrir Espanyol áður en hann fór í Afríkukeppni landsliða með Fílabeinsströndinni. Hann byrjaði alla leiki Fílabeinsstrandarinnar og þegar hann skoraði mark í vítakeppni í sigri Fílabeinsstrandarinnar í úrslitaleik keppninnar á móti Ghana þann 7. febrúar  var hann búinn að vera formlega leikmaður Villareal í 9 daga.

bailly

Síðan þá hefur Bailly leikið 35 leiki fyrir Villareal. Hann yfirleitt verið fastamaður í liðinu en þó var eitthvað um róteringar í liðinu og hann lék t.a.m. ekki seinni undanúrslitaleik Villareal gegn Liverpool í Evrópudeildinni.

Bailly er stór og sterkur varnarmaður og vílar víst ekki fyrir sér að tækla, enda var hann nokkuð duglegur í fyrra að safna gulum spjöldum, sérstaklega framan af leiktíð. Hugsanlega vantar eitthvað aðeins upp á tæknina hjá honum, samkvæmt fréttum en hann hefur enn möguleika á að bæta það upp

En það er ljóst að José Mourinho hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði og beðið eftir *staðfest*, hann hefur verið að skoða hvaða leikmenn hann þyrfti að hóa í ef kallið kæmi frá United. Eric Bailly eru Mourinho kaup, ekki nokkur vafi á því.  Við bjóðum Eric Bailly velkominn á Old Trafford.

 


  1. en gerum það samt, Ryan Giggs

Djöfullegt lesefni: 2016:08

skrifaði þann 3. júní, 2016

Rauðu djöflarnir

Bjössi sýndi okkur það að United er búið að vera með sama innkaupalista í fimm ár.

Ritstjórn Rauðu djöflanna gáfu sitt álit á ráðningu Mourinho

Runólfur kom með flotta grein sem getir upp síðustu tvö tímabil United undir stjórn Van Gaal

Við fögnuðum fimmtugsafmæli kóngsins

Van Gaal

Hvernig fór Van Gaal að missa allt traust leikmannana

John Brewin hjá ESPN segir að Van Gaal hafi passað illa inn í klúbb sem stærir sig af sóknarbolta

Independent útskýrir af hverju United fór mjúkum höndum um Van Gaal.

Jose Mourinho

Sky athugaði nánar þá algengu fullyrðingu að Mourinho sé varnarsinnaður þjálfari sem gefi unglingum ekki sjensa

Jerzy Dudek, fyrrum markmaður Real Madrid, skrifaði nokkur orð í ævisögu sinni um hvernig stjóri Mourinho er í raun.

Miguel Delaney segir að Mourinho fái meiri völd hjá United en hann hefur fengið hjá öðrum klúbbum og að þetta verði það starf ferils hans sem hann verður dæmdur eftir.

Aðeins fjórir stjórar hafa orðið Englandsmeistarar með tveimur liðum. Verður Mourinho sá fimmti?

Scott hjá ROM segir að það sé alveg eðlilegt fyrir stuðningsmenn United að skipta um skoðun varðandi Mourinho.

Slúður

Sun segir að United sé búið að bjóða 60 milljónir punda í Paul Pogba

Independent orðar United við Benzema

Annað

Guardian ræddi við Cantona um United, Mourinho, Guardiola og fleira.

Andy Mitten ræddi við Herrera eftir bikarleikinn gegn Palace.

The Guardian fór yfir fjármál liðanna í úrvalsdeildinni.

Giggs glímir við erfiðustu ákvörðun lífs síns.

Evrópumót landsliða 2016

Nú er vika í EM og ekki seinna vænna að fara spá úrslitum. Excel skjal Rauðu djöflanna sér um alla útreikninga, hvort sem úrslit i riðlum ráðast af vítakeppni (já, það er möguleiki!), góðri hegðun eða styrkleikastigi!

EM skjalið