José Mourinho er nýr framkvæmdastjóri Manchester United *staðfest*

skrifaði þann 27. maí, 2016

Mourinho skrifar undir þriggja ára samning með framlengingarmöguleika og segir.

To become Manchester United manager is a special honour in the game. It is a club known and admired throughout the world. There is a mystique and a romance about it which no other club can match.

„I have always felt an affinity with Old Trafford; it has hosted some important memories for me in my career and I have always enjoyed a rapport with the United fans. I’m looking forward to being their manager and enjoying their magnificent support in the coming years.

Ed Woodward er ekkert að draga úr því

José is quite simply the best manager in the game today.

Við erum spenntir fyrir sumrinu!

Velkominn José

 

José Mourinho tekur við United… nánast staðfest

skrifaði þann 26. maí, 2016

Screen-Shot-2016-02-11-at-09.31.04

Verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins undanfarna mánuði er ekki leyndarmál lengur:

José Mourinho tekur við stjórn Manchester United af Louis van Gaal!

Sky Sports birti frétt áðan þess efnis að José hefði skrifað undir og Craig Norwood sem er fyrrverandi ljósmyndari United og með traustar heimildir tók undir það.

Reyndar slær Samuel Luckhurst hjá Manchester Evening News varnagla við þessum fréttum

Við ætlum því að slá þessu föstu þó tilkynningin frá United sé ekki komin!

Stjóratíð Louis van Gaal lauk á mánudaginn eins og allir vita og við erum búnir að kveðja stjóratíð hans. Eftir það var aðeins tímaspursmál hvenær tilkynnt yrði um ráðninu Mourinho. Breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina, skömmu eftir að United vann sigur í FA-bikarnum, að búið væri að semja við Mourinho. Viðræður hafi hafist af fullu fyrir einhverjum vikum. Síðustu tvo daga hafa fréttir af samningum United og Mourinho aðallega snúist um ímyndarrétt og þá staðreynd að Chelsea á vörumerkið „José Mourinho“. Þetta var auðvitað ekki ásteytingarsteinn og samningar hafa nú náðst.

Áhuginn nær þó lengra aftur en allt frá því að Mourinho var rekinn frá Chelsea í desember á síðasta ári hafa menn velt uppi þeim möguleika að hann tæki við að Louis van Gaal. Gengi United var auðvitað hræðilegt um þetta leyti og vert er að rifja upp fréttir sem allir helstu miðlar Bretlands birtu um að Louis van Gaal yrði hreinlega rekinn myndi hann ekki ná í sigra gegn Stoke og Chelsea í jólatörninni.

Fljótlega fór slúðurvélin af stað um að Mourinho myndi taka við af Van Gaal og hún hefur ekki hætt að snúast allt tímabilið eins og flestir stuðningsmenn United ættu að þekkja. Allir miðlar heimsins hafa á einhverjum tímapunkti birt fréttir af því að Mourinho myndi taka við og nú er það staðreynd.

Einnig má rifja upp þessa frétt frá hinum afar hæfa íþróttablaðamanni Miguel Delaney þar sem hann greindi frá því að Mourinho hefði ritað bréf til stjórnar United þar sem hann á að hafa lýst því yfir hversu mikið hann vildi taka við starfinu, hvaða ákvarðanir hann myndi taka og hvað þyrfti að gera.

Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að gera sér það í hugarlund að Mourinho og þjálfarateymi hans hafi stúderað lið United undanfarna mánuði til þess að sjá hvað betur mætti fara og hvernig hægt væri að bæta liðið. Mourinho ætti því að mæta reiðubúinn til leiks og klár í slaginn fyrir átök komandi tímabils.

Pressan er þó mikil eftir mögur ár frá því að Ferguson hætti en ef það er einhver sem getur staðist hana er það José Mourinho.

Velkominn á Old Trafford!

Louis Van Gaal: Uppgjör

skrifaði þann 25. maí, 2016

Louie Louie, oh no
Sayin’ we gotta go, yeah yeah, yeah yeah yeah
Said Louie Louie, oh baby
Said we gotta go

Þó brottför Louis Van Gaal hafi ekki alveg verið háttað eins og fyrsta versið í laginu Louie Louie eftir The Kingsmen er háttað þá hefur Hollendingurinn yfirgefið Manchester United eftir tvö ár við stjórnvölin.

Þó svo að margir hafi viljað sjá hann klára síðasta árið af samningnum sínum þá eru enn fleiri sem telja að samband Manchester United við Van Gaal hafi staðið of lengi. Hvað þá fyrst Portúgali að nafni José Mourinho sé á lausu í dag. Samkvæmt könnun sem var gerð nýlega meðal þeirra stuðningsmanna félagsins sem mæta á leiki þá vildu 80% sjá stjórann fara í sumar.

Hér að neðan ætlum við hjá Rauðu djöflunum að gera okkar besta til að gera upp tíma United undir stjórn Van Gaal.

Tímalína

Byrjum á byrjuninni; Van Gaal var sum sé ráðinn til að snúa við gengi United eftir hörmulegt tímabil undir stjórn David Moyes og Ryan Giggs. Hann mætti með pompi og prakt og fer strax að rífa kjaft. Allt sem stuðningsmenn félagsins eru vanir að sjá frá þjálfara liðsins, allavega í tvo áratugi áður en David Moyes tók við.

Undirbúningur félagsins fyrir tímabilið 2014/2015 virtist hreint út sagt frábær þar sem liðið vann LA Galaxy 7-0 ásamt því að vinna Reald Madrid, Liverpool, Roma, Valencia og Inter á vítaspyrnum. Þarna leit hið nýja leikkerfi liðsins, hið undursamlega 3-4-1-2, út eins og bylting sem myndi ætti eftir að rúlla yfir ensku deildina.

Nú þegar mikið vatn er runnið til sjávar þá hefur kvisast út að undirbúningstímabilið hafi verið líkara fangabúðum þar sem það voru tvær æfingar á dag ásamt vídjó fundum og mönnum skipað að sofa á milli æfinga. Einnig er talað um að kvöldmaturinn hafi verið ristað brauð, ég ætla þó að leyfa mér að efast um að liðið hafi lifað á ristuðu brauði eintómu.

Svo virðist sem álagið á undirbúningstímabilinu hafi sagt til sín því liðið mætti hreinlega með tóman tank inn í deildina, em sést það best á hvernig fyrstu leikirnir fóru. Einn sigur í fyrstu fimm, gegn QPR á heimavelli, á meðan liðið tapaði fyrir Swansea City og Leicester City ásamt því að gera jafntefli við Sunderland og Burnley.

Svo má ekki gleyma því að minnast á 4-0 tap fyrir neðri deildar liði MK Dons í Deildarbikarnum. Ekki nóg með það að Van Gaal virtist hreinlega stilla liðinu þannig upp að hann hefði afsökun til að losa sig við flesta þá leikmenn sem spiluðu, heldur tókst honum, og öllu þjálfarateyminu, alveg að líta framhjá ákveðnum leikmanni MK Dons. Hann heitir Bamidele Jermaine Alli, spilar fyrir Tottenham Hotspur í dag og er á leiðinni á Evrópumót landsliða í sumar.

Þarna voru viðvörunarbjöllur strax farnar að hringja. Flestir stuðningsmenn félagsins voru gjörsamlega búnir að fá upp í kok af 3-4-1-2 leikkerfinu sem hafði gengið svo vel á undirbúningstímabilinu. Reyndar var Van Gaal búinn að prófa 4-4-2 með tígulmiðju, til að mynda í sigrinum gegn QPR, en skipti svo alltaf ítrekað til baka í 3-4-1-2 sem skilaði hreinlega engu nema óðagoti og stressi á vellinum. Til að geta spilað kerfið voru svo ýmsir leikmenn færðir fram og til baka á vellinum. Þannig fór Ángel Di María úr því að vera miðjumaður með frjálst hlutverk í einhvers konar skyndisóknar-stungu-framherja sem fékk úr litlu sem engu að moða. Þar á milli hafði honum verið spilað á báðumvængjum. Á meðan Di Maria var frammi þá var Wayne Rooney samt kominn niður á miðjuna.

Á endanum þegar liðið fór á skrið þá höfðu meiðsli og leikbönn leitt Van Gaal út í einhverskonar 4-1-4-1 leikkerfi þar sem Daley Blind blómstraði sem vinstri bakvörður með Ashley Young fyrir framan sig, Michael Carrick fór hamförum sem djúpur miðjumaður og Marouane Fellaini var frábær sem einhver útfærsla af djúpum Target senter. Að sama skapi var Juan Mata allt í einu orðinn hægri kantmaður.

Það er ef til vill óþarfi að fara í gegnum tímabilið skref fyrir skref en í 38 deildarleikjum þá tók liðið þrisvar sinnum þrjá leiki í röð án sigurs. Loka hrinan kom þegar liðið hafði verið á góðu skriði og meðal annars unnið Tottenham Hotspur, Liverpool og Manchester City. Þarna leit út fyrir að liðið gæti náð öðru sæti og endað tímabilið með smá bravör en allt kom fyrir ekki og liðið tapaði gegn Chelsea, Everton og West Bromwich Albion án þess að skora mark. Að sama skapi endaði liðið síðustu tvo leiki tímabilsins með jafntefli.

Fjórða sætið í deildinni með 70 stig var niðurstaðan. 20 sigrar, 10 jafntefli og 8 töp. Liðið skoraði 62 mörk og fékk á sig 37.

Hvað aðrar keppnir varðar þá tapaði félagið eins og áður var sagt gegn MK Dons í Deildarbikarnum. Í FA bikarnum komst liðið í sjöttu umferð þar sem það tapaði fyrir Arsenal 2-1 en á leiðinni þurfti það endurtekinn leik gegn Cambridge United þar sem fyrri leikurinn fór 0-0. Síðari leikurinn vannst 3-0 en ásamt þeim sigri vann liðið 2-0 sigur á Yeovil Town og 3-1 sigur á Preston North End.

Eftir tímabilið hélt Van Gaal rosa ræðu á lokahófi félagsins og fékk alla stuðningsmenn félagsins til að trúa því að næsta ár yrði enn betra. Miklu betra. MIKLU MUN BETRA.

Fyrir tímabilið gaf Van Gaal það út að hann ætlaði að minnka leikmannahópinn en að sama skapi gera hann samkeppnishæfari. Það var eitthvað sem fáir stuðningsmenn skildu almennilega en liðið var komið í Meistaradeildina sem þýddi aukið álag ásamt því að meiðsli tímabilsins á undan gerðu það að verkum að liðið notaði ítrekað leikmenn sem voru ekki enn komnir með sína eigin Wikipedia síðu. Að sama skapi losaði Van Gaal sig nánast við alla framherja félagsins og sagði bara að Wayne Rooney myndi skora 20-25 mörk í vetur … hvað gæti mögulega farið úrskeiðis.

Til varnar grey Rooney þá eru sögusagnir um að hann hafi verið að spila alveg eins og Van Gaal vildi að hann spilaði og það hafi ástæða þess að hann varla komist í færi. Þegar hann kom aftur inn í liðið í janúar mun hann hafa sagt að núna yrði hann að fá að spila sinn leik og þó loksins fór hann að skora, en svo meiddist hann auðvitað!

Hvað varðar leikmannakaup þá voru nokkrir leikmenn keyptir og sást bersýnilega að allt tal um að Van Gaal vildi hávaxnara lið var rétt þegar hæð leikmanna sem hann keypti er skoðuð.

Fyrir utan Memphis Depay þá eru Matteo Darmian, Morgan Schneiderlin, Bastian Schweinsteiger og Anthony Martial allir yfir 180 cm á hæð. Sérstaklega miðjumennirnir tveir en Schweinsteiger er 183 cm og Schneiderlin er 185.

Stuðningsmenn félagsins, þar á meðal undirritaður, voru mjög spenntir fyrir tímabilinu enda loksins var United komið með miðju sem leit ógnvænlega út. Morgan Schneiderlin hafði verið einn af betri miðjumönnum deildarinnar síðustu ár. Bastian Schweinsteiger var Þýskalandsmeistari, Evrópumeistari, Heimsmeistari og ég veit ekki hvað og hvað. Memphis var markahæstur í hollensku deildinni og átti fínt HM, hafði þessa ofurstjörnu eiginleika sem maður vill sjá hjá framherjum alla stóru félaganna í heiminum. Matteo Darmian kom inn sem ítalskur landsliðsmaður og Anthony Martial kom inn sem einhver mest spennandi framherjinn í Evrópuboltanum, hvað átti hreinlega að geta klikkað?

Þannig fór það svo að nánast allt klikkaði. Tímabilið sjálft og spilamennskan voru öskrandi vonbrigði á alla vegu!

Rennum yfir þetta;

Undirbúningstímabilið var talsvert styttra enda þurfti liðið að fara í undankeppni Meistaradeildarinnar, sem byrjaði þó þegar deildarkeppnin var hafin. Það virðist sem Van Gaal hafi áttað sig á því að undirbúningstímabilið árið áður hafi farið aðeins yfir strikið. Liðið vann Club América, San Jose Earthquakes og Barcelona áður en það tapaði fyrir Paris Saint-Germain.

Deildarkeppnin hófst talsvert betur en árið á undan en Tottenham Hotspur og Aston Villa voru lögð af velli 1-0 áður en Newcastle kom og hélt hreinu á Old Trafford í fyrsta 0-0 leik tímabilsins. Þeir áttu eftir að verða nokkrir svo vægt sé til orða tekið. Svo fór liðið til Wales og tapaði aftur fyrir Gylfa Sig og Swansea City. Þarna í millitíðinni var Club Brugge sigrað nokkuð þægilega og sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tryggt.

Í kjölfarið fylgdu nokkrir mjög góðir sigrar og sjálfstraustið augljóslega í botni, liðið skoraði til að mynda þrjú mörk í þremur leikjum í röð. Gegn Liverpool, Southampton og Sunderland. Þarna hafði maður trú á þessu, það var eins og eitthvað gæti gerst í vetur. Svo kom skellurinn gegn Arsenal, 3-0 á Emirates þar sem enginn virtist vita hvað leikplanið væri, hvorki leikmenn né stuðningsmenn.

Það kvissaðist svo út að leikmenn hefðu verið mjög ósáttir með leikplanið en Van Gaal hafði viljað fara í hápressu eltingarleik gegn Arsenal með bæði Carrick og Schweinsteiger á miðjunni sem endaði með því að Mesut Özil fékk hreinlega að leika lausum hala og Alexis Sanchez fór svo illa með Darmian greyið að hann var marga mánuði að jafna sig.

Í millitíðinni hafði United hafið leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, fyrsti leikurinn þar endaði með ósköpum. 2-1 tap gegn PSV Eindhoven Í Hollandi og Luke Shaw, sem hafði byrjað tímabilið frábærlega, tvífótbrotnaði eftir groddaralega tæklingu frá Hector Moreno.

Formið í deildinni var reyndar frekar gott fram í desember en liðið vann Everton, West Bromwich Albion og Watford en gerði þó fjögur jafntefli. Gegn Manchester City, Crystal Palace, Leicester City og West Ham United. Þrjú af þessum jafnteflum voru þó 0-0 jafntefli og liðið hafði að sama skapi dottið út úr Deildarbikarnum á vítaspyrnum fyrir Middlesborough þar sem Van Gaal spilaði á nánast fullu liði í 120 mínútur.

Að sama skapi var liðið komið í vandræði í Meistaradeildinni en riðillinn sem átti að vera formsatriði var að breytast í martröð. Eftir jafntefli í Rússlandi og jafntefli á heimavelli gegn PSV Einhoven þá þurfti United að fara til Wolfsburg og vinna til að komast áfram.

Á þessum tímapunkti voru ýmis meiðsli farin að segja til sín og Guillermo Varela byrjaði til að mynda gegn Wolfsburg ásamt því að Cameron Borthwick-Jackson kom inn á í fyrri hálfleik. Að ógleymdri skiptingu ársins þegar Nick Powell kom inn á fyrir Juan Mata á 69 mínútu. Sú skipting mun seint gleymast að Powell var ennþá að skríða saman eftir rosaleg meiðsli.

Sjaldan hafa stuðningsmenn United séð annan eins desember mánuð en eftir fjögur jafntefli í sjö leikjum var félagið hrunið niður í fjórða sætið. Það átti aðeins eftir að versna. Eftir þrjú töp í röð gegn AFC Bournemouth, Norwich City á Old Trafford og Stoke City þá var liðið komið í sjötta sæti. Við bættist svo 0-0 jafntefli gegn Chelsea sem höfðu ekkert getað á tímabilinu.

Þegar hér var komið við sögu var liðið búið að spila átta leiki í öllum keppnum án þess að vinna og margur stuðningsmaðurinn orðinn ansi gramur. Gramur er reyndar léttvægt orð, stuðningsmenn voru hreinlega brjálaðir, önnur eins úrslit og almennt andleysi var til skammar. Ekki bætti úr skák að leik eftir leik sat Van Gaal sem fastast í sætinu sínu og ríghélt í svörtu möppuna sína sem guð einn veit hvað inniheldur.

Öll fína spilamennska liðsins fyrr á tímabilinu var sum sé horfin, liðið skapaði sér varla færi, skoraði ekki mörk og meiðslin hrönnuðust upp.

Form United eftir þetta var slitrótt í meira lagi, það vann í mesta lagi tvo leiki í röð áður en því var sparkað aftur niður á jörðina og komst það aldrei upp úr fimmta sætinu þar sem það sat þegar deildarkeppninni lauk núna um daginn. Af 38 leikjum þá vann United 19, gerði 9 jafntefli og tapaði 10. Liðið skoraði aðeins 49 mörk og fékk á sig 35. Félagið hefur ekki skorað færri mörk í deildinni í 26 ár!

Þessi árangur í deildinni einn og sér er brottrekstrarsök.

Árangur liðsins í öðrum keppnum var ekki upp á marga fiska. Vissulega var bikarinn loksins unninn en mótherjarnir verða nú seint taldir þeir sterkustu. Stórlið Sheffield United var sigrað á Old Trafford með víti á 93 mínútu. Derby County voru lagðir af velli 3-1 á Pride Park. Shrewsbury Town voru sigraðir 3-0 á þeirra eigin heimavelli. Það þurfti tvo leiki til að sigra West Ham United og David De Gea þurfti að draga enn eina kanínuna úr hattinum þegar liðið lagði Everton á Wembley 2-1 í undanúrslitum eftir sigurmark Martial á 93 mínútu. Að lokum var Crystal Palace sigrað 2-1 í framlengingu þökk sé Jesse Lingard.

Aðrar keppnir voru hins vegar nánast til skammar, eins og áður sagði þá datt liðið út gegn Middlesborough í deildarbikarnum, komst ekki upp úr riðlinum í Meistaradeildinni og vann aðeins einn af fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Ásamt því að láta Liverpool, af öllum hel…is liðum, henda sér öfugt út úr Evrópudeildinni.

Samantekt

 1. Í síðustu 76 deildarleikjum þá hefur Manchester United unnið 39 leiki, gert 19 jafntefli og tapað 18 leikjum. Liðið tapaði sum sé 1/4 allra deildarleikja undir stjórn Louis Van Gaal.
 2. Í bikarnum hefur liðið unnið níu leiki, gert tvö jafntefli og tapað einum leik. Þó þessi tölfræði sé auðvitað frábær þá er vert að nefna að hún inniheldur fleiri lið fyrir neðan Premier League heldur en innan.
 3. Í deildarbikarnum hefur liðið unnið einn, gert eitt jafntefli, tapað í vítaspyrnukeppni, og tapað einum. Enginn af mótherjum félagsins í deildarbikarnum var í Úrvalsdeildinni.
 4. Í forkeppni Meistaradeildarinnar vann það tvo af tveimur. Í riðlakeppninni vann það tvo, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur.
 5. Í Evrópudeildinni vann liðið einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur.
 6. Í rauninni var langbesti árangur liðsins í æfingaleikjum, en þar vann liðið níu leiki og tapaði aðeins einum. Túlkið það eins og þið viljið.

Eingöngu byggt á úrslitum þá er þetta ekki nægilega gott. Ef knattspyrnan almennt og skemmtun áhorfenda er skoðuð er þetta alls ekki nægilega gott.

Ef við setjum þetta upp í nokkra punkta hér í lokin þá skulum við byrja á þeim jákvæðu;

Jákvæðir punktar

 • Van Gaal endaði hörmulegt gengi gegn stóru liðunum sem einkenndi félagið undir stjórn David Moyes. Tveir sigrar, eitt jafntefli og eitt tap gegn Manchester City er dæmi um það. Að sama skapi vann hann öll sín einvígi við Liverpool í deildinni!
 • Blaðamannafundir og viðtöl voru sjaldan leiðinleg, í raun var flest allt sem hann sagði mjög skrautlegt. Allavega til að byrja með, um leið og það fór að halla undan fæti í desember 2015 þá varð hann þurrari með hverjum deginum sem leið.
 • Van Gaal tók að vissu leyti til í leikmannahópnum. Menn geta samt deilt um hversu vel hann tók til í leikmannahópnum en það er efni í aðra grein fyrir sig.
 • Hann virðist hafa uppfært æfingasvæðið og félagið er í aðgerðum sem snúa að því að endurbyggja unglingakerfið sem var í raun orðið úrelt.
 • Van Gaal kom Manchester United í Meistaradeildina.
 • Liðið vann bikarinn í fyrsta skipti í 12 ár undir stjórn Van Gaal.
 • Van Gaal keypti Anthony Martial. Ég meina, hvar væri United í dag án Anthony Martial?
 • Van Gaal gaf ungum leikmönnum séns. Á tveimur tímabilum hafa yfir 10 uppaldir leikmenn spilað sinn fyrsta leik fyrir Manchester United.
 • Upprisa Chris Smalling. Stóra spurningin er reyndar hvort Smalling sé ekki að uppfylla þær vonir sem voru gerðar þegar hann var keyptur. Hvort Van Gaal spili stóran þátt í því verður Smalling sjálfur að svara.
 • Marcus Rashford, Timothy Fosu-Mensah og Cameron Borthwick-Jackson. Hvort hér eigi að þakka Van Gaal eða Warren Joyce og Paul McGuinnes verður látið liggja milli hluta.

Þá er komið að neikvæðu punktunum;

 • Hann er ekki Pep Guardiola, José Mourinho né Jurgen Klopp en það eru eflaust þeir þrír stjórar sem flestir stuðningsmenn Manchester United vildu sjá taka við.
 • Knattspyrnan sem var boðið upp á var hreinlega leiðinleg, en félagið hefur ekki skorað jafn fá mörk í manna minnum. Ekki nóg með það heldur tókst liðinu varla að skora í fyrri hálfleikjum leikja eða þá að eiga skot á markið.
 • Hann datt út úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann datt út gegn Liverpool í Evrópudeildinni.
 • Árangur gegn minni liðum er til skammar. Til að mynda hefur Louis Van Gaal aðeins unnið Tony Pulis einu sinni, gert eitt jafntefli og tapað tvisvar. Einnig má nefna árangur United gegn liðunum sem féllu í ár; þeir slefuðu í 1-0 sigra gegn Aston Villa bæði heima og að heiman, tvo jafntefli gegn Newcastle United ásamt því að tapa öðrum leiknum gegn Norwich City. Reyndar er Aston Villa eina liðið af neðstu sjö liðum deildarinnar sem United vann í bæði skiptin í vetur.
 • Meiðsli ofan á meiðsli ofan á meiðsli. Á fyrra tímabilinu voru þetta álagsmeiðsl þar sem menn meiddust ítrekað sökum of mikils æfingaálags. Í ár tókst leikmönnum að sleppa við það en það virtist sem leikmenn æfðu samt sem áður það mikið að þeir gátu varla spilað leiki án þess að meiðast.
 • Ekki nóg með öll meiðslin þá spilaði Van Gaal flest alla sína leiki á sínu sterkasta liði. Skipti engu máli hvort mótherjinn væri Sheffield United, Yeovil Town eða Cambridge United. Þetta leiddi auðvitað til aukinnar þreytu hjá flestum leikmönnum liðsins og til að mynda þá meiddist Bastian Schweinsteiger illa í leik gegn Sheffield United sem hann hefði undir öllum kringumstæðum ekki átt að spila. Að sama skapi voru flestir þessara leikja tilvaldir til að spila ungum leikmönnum sem sátu sem fastast á bekknum eða í stúkunni.
 • Ítrekað væl í fjölmiðlum. Eftir að hafa spilað sömu leikmönnunum ítrekað gegn jafn slökum liðum og þeim sem nefnd eru í fyrra punkti þá kvartaði hann yfir hversu þreyttir leikmenn væru. Sömuleiðis talaði hann oftar en ekki um að liðinu vantaði meiri hraða fram á við og fleiri skapandi leikmenn. Samt spilar hann Juan Mata á vængnum og seldi leikmenn á borð við Danny Welbeck, Wilfried Zaha, Javier Hernandez og Shinji Kagawa sem flokkast flestir með þennan hraða eða sköpunargáfu sem hann vildi.
 • Leikmannakaup undanfarin tvö ár. Fæstir leikmenn sem Van Gaal hefur keypt hafa gert eitthvað af viti. Ángel Di María og Memphis Depay eru eflaust bestu dæmin, tveir gífurlega sóknarþenkjandi og spennandi leikmenn sem byrjuðu báðir allt í lagi og svo voru þeir bekkjaðir og nánast útskúfað almennt. Enda lét Di Maria sig hverfa um leið og möguleiki var. Svo mætti hér nefna Matteo Darmian, Bastian Schweinsteiger, Morgan Schneiderlin og fleiri.
 • Spila leikmönnum út úr stöðu. Eins og var nefnt hér að ofan var Di María ítrekað spilað í mismunandi stöðum á vellinum, og hann er ekki einn um það. Mætti segja að Van Gaal hafi tekið við af Claudo Ranieri sem Tinkerman, á fyrra tímabilinu var t.d. Marcos Rojo miðvörður og Daley Blind bakvörður en í ár voru þeir búnir að skipta. Svo reyndi hann að byrja tímabilið með Memphis í holunni áður en hann fór út á kant og svo á bekkinn, Juan Mata hefur ítrekað verið spilað út á kanti, Martial sömuleiðis ásamt fleiri dæmum.
 • Victor Valdes fíaskóið. Mér í raun alveg sama hvað kom upp á milli Valdes og Van Gaal, hvernig það mál var höndlað er til skammar frá A-Ö og er vandræðalegt fyrir alla innan félagsins.
 • Leikmannaval og skiptingar í leikjum. Leik eftir leik var ekki framherji á bekknum, enda Van Gaal búinn að selja eða lána alla framherja félagsins. Þannig að þegar liðið þurfti að skora í leikjum þá skipti hann bara um bakvörð! Þvílík töfralausn. Þetta leiddi af sér heimsmet í bakvarðaskiptingum yfir stakt tímabil. Svo má ekki gleyma Nick Powell, greyið mun eflaust aldrei fá að gleyma þessu.
 • Meðferð ungra leikmanna. Munið þið eftir leikmönnunum sem skutust upp á stjörnuhimininn í fyrra eða hitt í fyrra. Hér má nefna Adnan Januzaj, James Wilson, Paddy McNair, Tyler Blackett eða Andreas Pereira. Nei þeim var öllum sparkað í byrjun tímabils þegar Van Gaal ætlaði að búa til lítinn 18 manna kjarna leikmanna sem átti að geta spilað alla leiktíðina á fullu gasi. Svo þegar meiðslin fóru að hrúgast inn þá neyddist Van Gaal til að prófa nýja unglinga sem sprungu sem betur fer út.
 • Traustið sem Wayne Rooney fékk. Hverjum hefði dottið í hug að hugmyndin um að treysta á þreyttan Wayne Rooney sem 30 marka framherja gæti sprungið í andlitið á þér. Örugglega flestum öðrum en Van Gaal, sem betur fer tókst félaginu að landa Martial áður en glugginn lokaði.
 • Fíaskóið sem er að leka út núna varðandi tölvupósta þar sem hann tók hvern og einn leikmann fyrir, tala nú ekki um ef hann setti í alvöru mælitæki sem sýndi hversu lengi tölvupósturinn var opinn. Þetta jaðrar við geðveilu.
 • Samkvæmt ýmsum heimildum, meðal annars Andy Mitten virðist sem leikmenn vilji breytingu en margir hverjir voru komnir með upp í kok af því hvernig Van Gaal talaði niður til þeirra og fór með þá eins börn. Sömuleiðis segir Mitten að leikmenn hafi í raun verið komnir með gífurlega leið á flestum í þjálfarateyminu og að minnstu hafi munað að til handalögmála kæmi á æfingasvæðinu milli leikmanna og þjálfara.
 • Að lokum er þetta eflaust punktur sem fáir eru sammála mér um en mér finnst Van Gaal hafa verið alltof duglegur að losa sig við leikmenn sem vita um hvað félagið snýst. Eflaust erfitt að setja fingurinn á það um hvað nákvæmlega félagið snýst en áður en Van Gaal tók við þá hafði liðið misst leikmenn á borð við Patrice Evra, Nemanja Vidic og Rio Ferdinand. Síðan ári síðar voru leikmenn á borð við Darren Fletcher, Rafael, Jonny Evans og Danny Welbeck horfnir á braut. Eflaust vildu einhverjir fá að spila meira en ég er á því að liðið hefði verið betur statt með allavega tvo af þessum leikmönnum áfram, leikmenn sem voru tilbúnir að leggja blóð, svita og tár í hverja einustu mínútu. Núna virðist líka sem Michael Carrick sé á leiðinni frá félaginu, þó svo að hann hafi verið slakur í ár þá væri fásinna að sleppa honum í sumar, liðið þarf á honum að halda á næsta ári þó það væri ekki nema aðeins í einstaka leik og á æfingum.
 • Ég get alveg viðurkennt það að síðustu tvö ár hafa líklega verið þau erfiðustu sem ég hef upplifað sem stuðningsmaður Manchester United. Ég persónulega skemmti mér betur yfir David Moyes tímabilinu, ég hafði í raun meiri von þá heldur en síðustu sex mánuði. Nú hins vegar, með nýtt þjálfarateymi yfirvofandi þá verður að viðurkennast að ég er orðinn lúmskt spenntur fyrir næsta tímabili! Stuðningsmenn annarra liða eru nú þegar byrjaðir að væla.

En Louie Louie, við munum alltaf hafa Wembley … og Jesse Lingard!

Kóngurinn fimmtugur

skrifaði þann 24. maí, 2016

Það er nóg að gerast og verður næstu daga en við skulum staldra aðeins við því

Eric Cantona er fimmtugur í dag

Cantona big

Éric Daniel Pierre Cantona skrifaði undir samning við Manchester United 26. nóvember 1992 og varla er nokkur leikmaður nokkurs staðar sem hægt er að kalla með meiri rétti ‘Síðasta púslið’

Cantona fleytti United til sigurs í deildinni fjögur ár af næstu fimm, eina undantekningin var árið þegar hann var í banni frá febrúar og út tímabilið.

Töframaðurinn hætti knattspyrnuiðkun vorið 1997 og hafði þá unnið titla á sjö af síðustu átta tímabilium sínum1

Cantona kom með nýjar víddir í leik United og kynnti unglingunum í liðinu fyrir því hvernig þrotlausar æfingar skiluðu árangri.

En fyrst og fremst var hann töframaður með boltann og vann sér ekki eingöngu inn viðurnefnið ‘kóngurinn’ sem Denis Law hafði einn áður borið, eða á frönsku ‘Le Roi’ heldur einnig þrepinu hærra:

Le Dieu

Látum myndböndin tala:

Sunderland

Wimbledon

Bikarmeistari 1996

 

Mörkin, taktarnir (og smá ruddaskapur)

Vítakóngurinn

Cantona skoraði í 14 af 16 vítum, og sendi markmanninn í vitlaust horn í 13 af þessum 14 (og annað af þessum tveim, Tim Flowers var eini markvörðurinn sem varði frá honum

Öll mörkin

Cantona - 1966

Til hamingju með daginn, konungur!

 


 1. Með Marseille 1990-1 og Leeds 1991-2

Louis van Gaal sagt upp störfum *staðfest*

skrifaði þann 23. maí, 2016

Louis van Gaal hefur verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Manchester United, aðstoðarmenn hans, þeir Albert Stuivenberg, Frans Hoek og Max Reckers fylgja Van Gaal út um dyrnar. Manchester United hefur staðfest þetta.

Ed Woodward segir

I would like to thank Louis and his staff for their excellent work in the past two years culminating in winning a record-equalling 12th FA Cup for the club (and securing him a title in four different countries). He has behaved with great professionalism and dignity throughout his time here. He leaves us with a legacy of having given several young players the confidence to show their ability on the highest stage. Everyone at the club wishes him all the best in the future.“

Sagt er að ákvörðun um nýjan stjóra verði tilkynnt fljótlega

United birtir einnig yfirlýsingu frá Van Gaal þar sem hann segir m.a.:

I am immensely proud to have helped United win the FA Cup for the 12th time in the club’s history. I have been privileged during my management career to have won 20 trophies but winning the FA Cup, which is steeped in so much history, will always be one of the most special achievements of my career.

I am very disappointed to be unable to complete our intended three-year plan. I believe that the foundations are firmly in place to enable the club to move forward and achieve even greater success.

Finally, my special thanks go to Sir Alex Ferguson and Sir Bobby Charlton for always making me and my family feel so welcome throughout my time as Manchester United manager.

Svo virðist sem að Louis van Gaal hafi fengið fregnirnar í gær frá Ed Woodward og dagurinn í dag hafi farið í það að ganga frá lausum endum.

Fréttirnar láku út í morgun en raunar var fastlega gert ráð fyrir því að dagurinn í dag yrði sá síðasti í stjóratíð United eftir að allir helstu miðlar Bretlands greindi frá því um helgina að Jose Mourinho myndi taka við United.

Craig Norwood sem lesendur þessarar síðu ættu að þekkja tístir svo um að gengið verði frá ráðningu Mourinho á næstu 2 dögum. Norwood starfar sem ljósmyndari fyrir félagið og tístir ekki oft en þegar hann gerir það er alltaf kjöt á beinunum.

Skv. fréttum fær Van Gaal fimm milljónir punda í starfslokasamning, sem er einn milljarður króna, plús eða mínus. Hann var staddur á æfingarsvæði United í morgun ásamt lögfræðingi, líklega til þess að semja um starfslokasamninginn eða ganga frá öllum pappírum og svona.

Óvíst er með stöðu Ryan Giggs en fregnir herma að honum verði boðin þjálfarastaða undir stjórn Mourinho. ESPN greinir frá því að Giggs sé að alvarlega að íhuga það að yfirgefa félagið en eins og flestir vita var planið með ráðningu Louis van Gaal upphaflega það að Giggs myndi sjálfur taka við eftir næsta tímabil.

Í raun þarf ekki að koma á óvart að Louis van Gaal hætti og Mourinho taki við. Þetta var verst geymda leyndarmál fótboltans frá áramótum og nánast orðið óumflýjanlegt. Ítarleg grein Daniel Taylor, yfirmann knattspyrnuumfjöllunar á The Guardian varpar svo ljósi á það hvernig Louis van Gaal var gjörsamlega búinn að missa klefann.

FA-bikarinn var vissulega kærkominn og Louis van Gaal hefur að mörgu leyti gert ágæta hluti með þetta United-lið. En þegar öllu er á botninn hvolft er 5. sæti í deild og það að komast ekki áfram úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar í sögulega léttum riðli er dauðasynd sé maður knattspyrnustjóri Manchester United. Það er ekkert flóknara en það.

Við hér á Rauðu djöflunum þökkum Louis van Gaal fyrir framlag sitt en bjóðum á sama tíma Jose Mourinho velkominn til starfa.

Vaan-Gaaal