Leikmannaglugginn – síðustu 25 tímarnir

skrifaði þann 31. ágúst, 2015

Tafla neðst í þessari færslu tekur saman hverjir hafa komið og farið nú í glugganum

18:54 David de Gea er staðráðinn í því að vinna sætið sitt aftur

18:48 Yfirlýsing frá Manchester United varðandi misheppnuð kaup Real Madrid á David de Gea

17:48 United hafa gengið frá kaupum á miðverðinum unga Regan Poole frá Newport

16:14 Anthony Martial hefur skrifað undir fjögurra ára samning með eins árs framlengingarákvæði. Verðið er 36,3 milljónir punda, með viðbótarákvæðum sem geta hækkað það í 58,8 milljónir.

15:34 Háværar raddir eru að segja að Dortmund hafi boðið United að kaupa Marco Reus á 60 milljónir punda. United sagði Nei takk. Það eru stórtíðindi ef satt er.

13:10 Aðeins meira um De Gea. Real Madrid er búið að gefa út tilkynningu og þeir kenna United alfarið um hvernig fór með De Gea. Sid Lowe á Guardian er með allt um þetta og þýdda tilkynningu

Látum Alex Shaw um þetta:

Sam Wallace á Independent segir svo

13:00 Í morgun kom slúður um að United hefði boðið 100 þúsund pund í Regan Poole, 17 ára varnarmann Newport County og síðan talað um kaup á allt að 400 þúsund pundum. Poole hefur verið að æfa með United undanfarið.

11:31 Real Madrid ætlar ekki að áfrýja, David de Gea verður leikmaður United í vetur !

10:50 Martial er búinn að standast læknisskoðun og er á leiðinni til baka til Frakklands, væntum staðfestingar von bráðar.

10.10 Blaðamaður Guardian segir að United hafi ekki áhuga á Griezmann, leikmanni Atletico Madrid.

1. sept. kl 7:22 Nóttin er liðin og við erum engu nær um stöðuna á David de Gea. Margir segja að málið sé hjá FIFA og fordæmi séu fyrir að mínútu of seint sé mínútu of seint. Þetta kemur allt í ljós þegar líður á daginn.

23.54. Að öðru. Það eru mjög misvísandi tölur í gangi hvað kaupverðið á Anthony Martial muni verða eins og þetta tíst sýnir. Það má þó fastlega gera ráð fyrir því að þau kaup gangi í gegn á morgun….svo lengi sem bæði lið hafa uppfært allar tölvur og forrit hjá sér.

23.07 Sterkur punktur.

22.43 Það er einhver reikistefna í gangi varðandi De Gea og hvort að gögnin hafi náð í gegn á réttum tíma. Ljóst að þetta mun dragast eitthvað á langinn.

 

22:19 Það lítur allt út fyrir að David de Gea og Keylor Navas muni ekki skipta um lið eftir allt. Pappírsvinnan kláraðist ekki í tíma.

21:10 

20:06 Keylor Navas er í læknisskoðun í Madrid. Antoine Griezman var hins vegar að tísta:

Tom Coast þýddi

 

19:35 Hér er grein um Anthony Martial. Höfundur telur hann mjög lofandi leikmann en að United sé örugglega að borga of mikið fyrir hann sem leikmann í dag.

17:54 *staðfest* Anders Lindegaard er farinn til West Bromwich

17:50 Verðmiðinn á Chicharito er 7,3m punda. Þokkalegt miðað við allt og allt, 12m sem verið að tala um hefðu verið mjög ó-Unitedlegur gróði.

17:40 Fréttir berast um að Keylor Navas hafi ákveðið sig og ætli að koma til United. Sá díll ætti þá að ganga í gegn fljótlega enda lokar markaður á Spáni í kvöld. United fær 25m evra eða 18,3m punda og Navas er metinn á 15m evra, alls 40m evra eða 29,2m punda. United hefur gefið ansi vel eftir þarna.

17:10 Jæja, Van Gaal hefur greinilega orðið svo svekktur með Chicharito í leiknum gegn Brugge að hann seldi kappann til Bayer Leverkusen. Twitter síða United var að staðfesta það nú rétt í þessu.

16:14 Nú snýst allt á Twitter um verðið á De Gea. United hefur gefið eftir og talað um 40m evrur, eða 29,3m pund. Það verð myndi þá innihalda að Keylor Navas komi til United.

Það eru 25 tímar þangað til glugginn lokar

Klukkan er fjögur, leikmannaglugginn lokar klukkan fimm á morgun að íslenskum tíma og það er kominn tími til að opna lifandi færslu. Það verður nóg af staðfestingum hér og sú fyrsta er komin

Við bíðum síðan eftir

  • að Anthony Martial (ekki Martel eins og ég er alltaf að misrita) klári læknisskoðunina á Carrington
  • að David De Gea gangi til liðs við Real Madrid

og svo er spurning hvað fleira menn ætla að draga upp úr hattinum

 Keyptir og seldir

Inn

Út

Memphis Depay £25.000.000 Tom Cleverly Frjáls sala
Matteo Darmian £12.700.000 Ben Amos Samningur útr.
Morgan Schneiderlin £24.000.000 Tom Thorpe Samningur útr.
Bastian Schweinsteiger £14.400.000 Nani £4.250.000
Sergio Romero Frjáls sala Robin van Persie £4.200.000
 Anthony Martial £36.300.000 Angel Di Maria £44.300.000
Rafael £2.500.000
Javier Hernandez £7.300.000
Jonny Evans £5.800.000
Ángelo Henriquez £1.200.000
Anders Lindegaard  Frjáls sala
Reece James
Saidy Janko
 Lán
Adnan Januzaj
Will Keane
Ben Pearson
Joe Rothwell
Tyler Blackett

Anthony Martial og lokametrar leikmannagluggans

skrifaði þann 31. ágúst, 2015

Það er ýmislegt að gerast á Old Trafford svona á síðustu dögum leikmannskiptagluggans. Anders Lindegaard er á leiðinni í United útlaganýlenduna West Bromwich Albion á frjálsri sölu, Javier Hernandez er of dýr fyrir West Ham og er á leiðinni til Bayer 04 Leverkusen sem eru prýðilegar fréttir ef af verður, við þurfum þá ekki að sjá hann skora gegn okkur.

Það kemur ekki á óvart að sjá að Adnan Januzaj er orðaður við útlán, en að hann sé á leiðinni til Borussia Dortmund í vetrarlán er nýtt. Hann hefur ekki stimplað sig inn í þessum fáu leikjum núna og þolinmæði Van Gaal er ekki meiri. En ef Januzaj á að sanna sig eru fáir staðir betri en Dortmund, ef hann sendur sig ekki vel hjá Dortmund þá er ekki ástæða til að hugsa um það meir

En stórfréttir dagsins eru rúsínan í pylsuenda þessarar greinar

Anthony Martial verður leikmaður Manchester United (næstum staðfest)

Morguninn hefur farið í umræður um Anthony Martial. Þessi 19 ára leikmaður Monaco hefur fengið dagsleyfi frá franska landsliðinu til að fara til Manchester í læknisskoðun. James Ducker frá Times og Stu Matheson hjá MEN hafa fengið það staðfest að búið sé að semja um kaupverðið og það eina sem vantar er Martel í United treyju.

Anthony Martial er 19 ára Frakki fæddur 5. desember 1995. Hann gekk til liðs við Lyon 14 ára gamall og AS Monaco keypti hann fyrir tveim árum fyrir 5 milljónir evra auk bónusa.

Martel lék 35  leiki fyrir Monaco í deild í fyrra, þar af 16 sem varamaður og skoraði 9 mörk og átti 3 stoðsendingar. Hann mun þó ekki hafa spilað sem miðframherji fyrr en seinni hluta tímabils. Alls lék hann 46 leiki í fyrra og skoraði 12 mörk.

Ýmsar fréttir um kaupverð og annað hafa verið að ganga í morgun, 36 milljónir punda eru margnefndar en frá Frakklandi berast enn hærri tölur. L’Equipe segir 80 milljónir með aukagreiðslum inniföldum. Síðan hafa menn verið að rifja upp að Spurs hafi boðið einhverjar 10m evrur í hann en Monaco hafi viljað 20. Nú á United að vera að borga amk 50m evrur.

Einnig hefur verið haldið fram að Van Gaal og United hafi verið að fylgjast með snáða í heilt ár. Ef svo er þá er spurning hvers vegna beðið var með að kaupa hann? Svarið gæti auðveldlega legið í því að hann hafi fyllt þann flokk manna sem Van Gaal talaði um síðast í gær og ‘væri alltaf hægt að fá’, og United hafi að vera að reyna við stærri skotmörk og þegar þau hafi ekki gengið þá sé gengið í að fá Martial og það verið auðvelt.

ScoutNation er alltaf með þetta og hér er vídeó frá þeim um Martial í fyrra.

Hann virðist vel fljótur og hreyfanlegur og hefur skorað nokkuð í frönsku. Við höfum verið að biðja um sóknarmann og þarna er kominn sóknarmaður, vissulega helst til ungur en hefur framtíðina fyrir sér

Tor-Kristian Karlsen sem við höfum stundum vitnað til vann hjá Monaco og þekkir til piltsins:

Verðmiðinn er hár, hugsanlega gríðarhár, en það á ekki að skipta öllu máli, það eina sem skiptir máli er hvernig hann stendur sig hjá United. Af því á að dæma hann en ekki því hvað hann kostaði.

Swansea 2:1 Manchester United

skrifaði þann 30. ágúst, 2015

Byrjunarliðið var svipað og flestir bjuggust við en Herrera kom inn fyrir Januzaj sem er meiddur, einnig var Carrick á bekknum.

20
Romero
23
Shaw
17
Blind
12
Smalling
36
Darmian
31
Bastian
28
Schneiderlin
7
Memphis
21
Herrera
8
Mata
10
Rooney

Bekkurinn; Johnstone, McNair, Valencia, Carrick, Young, Fellaini, Chicharito.

Liðið hjá Swansea var svona; Fabianski, Naughton, Fernandez, Williams (C), Taylor, Cork, Shelvey, Sigurdsson, Ayew, Routledge, Gomis.

Leikurinn
United byrjaði leikinn af krafti en strax eftir 30 sek fékk liðið aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Memphis tók. Því miður varði Fabianski vel. Stuttu seinna fékk Mata fínt skotfæri fyrir utan teig og hamraði yfir.
Leikurinn var svo fljótur að jafnast út.

Að Missa tökin
Swansea fékk sitt fyrsta hálffæri um miðjan hálfleikinn. United tapaði boltanum á miðjunni og Ayew lyfti boltanum yfir Blind þar sem Gomis á ferðinni en átti skot framhjá fyrir utan teig.
Eftir þetta tók Swansea völdin, Gylfi Sig skaut rétt framhjá eftir vel útfærða aukaspyrnu og svo átti Romero mjög vonda spyrnu beint á Shelvey sem náði ekki nægilega góðu skoti.
Áfram hélt Swansea að herja á United vörnina en núna fór Gomis illa með Blind og setti boltann utanfótar í utanverða stöninga. United slapp með skrekkinn í annað skiptið á örfáum mínútum.
Í raun náði United aldrei aftur tökum á leiknum í fyrri hálfleik og voru heppnir að sleppa með 0-0 í hálfleik.

Að taka stjórnina
Eftir aðeins þrjár mínútur í síðari hálfleik tók Luke Shaw á rás upp vinstri vænginn, tókst að böðla sér í gegnum tvo varnarmenn Swansea við miðjulínu og þegar hann kom að teignum þá „chippaði“ hann boltanum í átt að Rooney sem lét hann fara og boltinn fór á hina umræddu fjærstöng þar sem Mata mætti og smellti boltanum í netið. 1-0 fyrir Manchester United og stuðningsmenn liðsins trylltust af gleði.

Stuttu síðar átti Rooney lúmska vippu sem Fabianski rétt náði að blaka frá marki.
Þrátt fyrir að vera með það sem virtist vera fullkomin stjórn á leiknum þá jafnaði Swansea gegn gangi leiksins. Mata var nýbúinn að klúðra fínu færi þegar Wayne Rooney tapar boltanum ofarlega á vellinum, Luke Shaw var því ekki í stöðu þegar Gylfi fær boltann úti hægra megin og sendir þessa fínu sendingu inn í teiginn þar sem Andrey Ayew stangar boltann í netið. Staðan því orðin 1-1.

Að Missa tökin, aftur!
Á sama tíma í báðum hálfleikjum missti United algjörlega tökin á leiknum og stuttu eftir jöfnunarmark Swansea þá komst Swansea í 2-1 með marki frá Gomis þar sem Ayew átti samskonar utanfótar sendingu og í fyrri hálfleik,  yfir varnarmann United, utanfótar snudda yfir varnarmann United, í þessu tilviki Smalling. Nema núna náði Gomis boltanum og sendi hann löturhægt framhjá hjálparlausum Romero. Flestir sammála því að Romero hefði átt að gera mun betur þarna.

Louis Van Gaal brást við með því að setja Michael Carrick og Ashley Young fyrir Morgan Schneiderlin og markaskorara liðsins, Juan Mata.
Þegar það voru 15 mínútur eftir af leiknum þá var Plan B sett í gang. Marouane Fellaini kom inn á fyrir Ander Herrera.
Plan B virkaði engan veginn og United tókst aldrei að ógna marki Swansea. Nema ef til vill þegar Rooney virtist vera að sleppa í gegn aðeins til að leyfa Williams að komast á milli sín og boltans. Lokatölur voru því 2-1 og fimmta tapið gegn Swansea í röð staðreynd.

Nokkrir punktar úr leiknum:

a) United liðið byrjaði báða hálfleikana mjög vel, pressaði hátt og pressaði vel. Svo dró úr pressunni og Swansea tók völdin og United virtist hvorki vita hvort þeir voru að koma eða fara.

b) Luke Shaw var mjög duglegur sóknarlega í dag. Lagði upp markið á Mata (nema Rooney hafi náð snertingu) en hins vegar í stöðunni 1-0 er hann lengst út úr stöðu þegar Rooney tapar boltanum og Swansea jafna metin. Algjör óþarfi að láta bösta sig svona út úr stöðu þegar liðið er með unnin leik í höndunum.

c) Liðið notaði ekki sama uppspilskerfi og gegn Club Brugge og var alltaf með tvo miðjumenn á miðjunni þegar það sótti. Hins vegar fóru báðir bakverðir mjög hátt og kantmennirnir inn á við. Þetta virkar fínt í að halda boltanum en virðist ekki vera búa til mörg færi.

d) Þrátt fyrir að leka tveimur mörkum þá var Smalling enn og aftur í „beastmode“ eins og Rio orðaði það. Var að taka menn af boltanum trekk í trekk og átti rosalegt hlaup upp völlinn í fyrri hálfleik. Virtist reyndar frekar týndur í jöfnunarmarkinu og vissi ekki hvort hann ætti að fara út í Gylfa, sem var aleinn á leiðinni upp vænginn, eða vera inn í teignum. Það endaði með því að Ayew fékk nokkuð frían skalla en það má kenna Schneiderlin um það þar sem hann elti hann ekki alla leið inn í teig.

e) Fyrsti slaki leikur Romero. Romero var búinn að vera fínn hingað til en átti nokkrar afleitar spyrnur í fyrri hálfleik og þetta seinna mark var hrein og bein skelfing. Einnig voru þó nokkrir Twitter notendur sem töldu að David De Gea hefði mögulega farið skallann í fyrra markinu.

f) Lítil hreyfing fram á við. Það sést vel að þegar Mata fær boltann þá er hann alltaf að leita að þessu hlaupi í gegnum vörnina eða inn í svæði en það kemur ekki og hann endar oftar en ekki á því að gefa hann til hliðar eða snúa einfaldlega við og rúlla honum á Smalling.

g) Rooney er farinn aftur í sumarfrí. Hann virtist taka Memphis með sér en þeir voru báðir vægast sagt slakir í dag.

h) Skiptingarnar voru vægast sagt undarlegar. Mata og Herrera voru líklega bestu leikmenn United fram á við en samt sem áður eru þeir teknir útaf á meðan Memphis og Rooney klára leikinn. Með þessu var enginn möguleiki að finna menn í fætur þegar Plan B var sett í gang og bara hægt að dæla háum boltum í átt að Fellaini og vona það besta. Það virkaði ekki!

j) United voru hreinlega skelfilegir þegar þeir voru að leita að jöfnunarmarkinu í lokin. Skelfilegar háar sendingar um allan völl sem skiluðu engu. Skelfileg varnarvinna þar sem þeir brutu af sér aftur og aftur og gáfu Swansea allt sem þeir þurftu til að gjörsamlega drepa leikinn.

Á jákvæðu nótunum þá var Gylfi Sig frábær og vonandi að hann eigi svipaða frammistöðu með landsliðinu gegn Hollandi eftir nokkra daga.

Nokkur Tweet:

Swansea á morgun

skrifaði þann 29. ágúst, 2015

Swansea - Manchester United

Manchester United mætir á Liberty Stadium í Wales á morgun. Gestgjafarnir Swansea City hafa staðið sig vel í sínum leikjum á tímabilinu. Liðið átti stórgóðan leik gegn Chelsea í fyrstu umferð og hefðu getað með smá heppni tekið öll stigin úr þeim leik. Þeirri frammistöðu fylgdi heimasigur gegn Newcastle og jafntefli gegn Sunderland á útivelli. Garry Monk er vissulega að gera stórgóða hluti með þetta Swansea lið. Heimamenn eru ekki með neinn leikmann á meiðslalistanum og ættu því að geta stillt upp sínu sterkasta liði.

Manchester United ætlar að halda áfram góðu gengi á tímabilinu með sigri á morgun. Vaskleg frammistaða Wayne Rooney í vikunni hefur gefið fólki vonir um að hann sé kominn í gang. Ég býst ekki við öðru en að Louis van Gaal muni stilla upp óbreyttu liði á morgun. Líklega verður eina breytingin sú að Ander Herrera muni byrja í stað Adnan Januzaj sem mun vera meiddur. Einnig myndi ég telja það líklegt að Morgan Scheiderlin og Bastian Schweinsteiger muni koma aftur inn í liðið.

Eftir úrslitin í dag þá hlýtur það vera enn mikilvægara að sækja þrjú stig á morgun og ná almennilegu bili á Liverpool, Arsenal og Chelsea. Einnig er mikilvægt að halda í við Man City.

Líklegt byrjunarlið:

20
S.Romero
23
Shaw
17
Blind
12
Smalling
36
Darmian
28
Scheiderlin
31
Bastian
21
Herrera
7
Memphis
8
Mata
10
Rooney

Mótherjar Manchester United í B-riðli

skrifaði þann 27. ágúst, 2015

PSV Eindhoven

PSV-EindhovenPSV varð hollenskur meistari í vor í 22. skipti. Liðið hefur einu sinni unnið Evrópukeppni meistaraliða en það var tímabilið 1987-88.  Liðið sigraði Benfica í úrslitum 6-5 eftir vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik.

CSKA Moskva

cska-moscow-logoCSKA lentu í 2.sæti í rússnesku deildinni í vor en liðið hefur samt unnið hana tólf sinnum. Liðið hefur aldrei sigrað í Meistaradeild Evrópu en vann þó UEFA bikarinn 2005.

VFL Wolfsburg

480px-VfL_Wolfsburg_Logo

Wolfsburg átti frábært tímabil í Bundesliga í fyrra en það lenti í 2.sæti á eftir rándýru liði Bayern. Liðið hefur einu sinni unnið deildina en var 2008-09. Þetta er bara í annað skiptið sem liðið kemst í Meistaradeild Evrópu en síðast lenti liðið í riðli með Manchester United, CSKA Moskvu og Beşiktaş.