London beibí yeh. Arsenal á morgun

skrifaði þann 21. nóvember, 2014

Arsenal - Manchester UnitedLandsleikjahléið loks á enda og meiðslahrinan sem því fylgir.

Það voru ekki nema fimm leikmenn sem hafa meiðst síðustu 10 daga, Carrick, Blind, De Gea, Di María og Shaw. Það virðist þó vera að af þessum sé að það aðeins Daley Blind sem er illa meiddur. De Gea og Di María verða með á morgun og Carrick og Shaw líklegir. Shaw og Rafael æfðu báðir í dag.

Að öðru leyti eru það Young, Jones, Evans, Falcao, Rojo og Lingard sem eru á meiðslalistanum og koma ekki við sögu á morgun.

Ég ætla að vona hið besta og stilla upp vænlegu liði:

De Gea
Shaw
McNair
Carrick
Valencia
Di María
Herrera
Fellaini
Januzaj
Rooney
Van Persie

Það eru held ég flestir á því að vilja sjá demantsteningstígulinn, sérstaklega til að Di María fái betri tækifæri til að sýna hvað hann getur en ég á erfitt með að sjá Van Gaal spila svo glannalega.  Ég er að vona að Herrera sé orðinn sýnilegur og er svolítið spenntur að sjá Herrera og Fellaini á miðjunni. Bind engar rosalega vonir við þá þannig séð, en það er smá séns að það gæti orðið nokkuð smekklegt.

Haffsentaparið finnst mér alveg gefið. Paddy McNair er sá eini af miðvörðunum okkar sem hefur staðið sig meira en þokkalega og Carrick er maðurinn til að koma með reynsluna við hliðina á honum. Ég vil ekki sjá Chris Smalling, a.m.k. ekki í bili.

En að Skyttunum. Það eru fá liðin sem hafa verið jafn mikil einsmannslið og Arsenal í vetur. Alexis Sánchez er maðurinn sem hefur haldið þeim á floti en restin af liðinu ýmist verið meidd eða léleg.

Szczęsny
Gibbs
Monreal
Mertesacker
Chambers
Wilshere
Arteta
Sánchez
Cazorla
Ox-Chmbrlain
Welbeck

Giroud og Arteta eru víst báðir að koma til baka úr meiðslum, Giroud mánuði á undan áætlun og vel gæti verið að þeir byrji á bekknum. Talað var um að Theo Walcott myndi byrja sinn fyrsta leik síðan í janúar, en fréttir í dag segja að hann hafi laskast lítillega aftur og verði ekki með. Þetta þarna er er því síðasta lið Arsenal að öðru leyti en því að Arteta er inni fyrir Flamini. [uppfært] Ég tók mér það bessaleyfi að breyta liðinu yfir í það sem Guardian spáir að öðru leyti en því að Arteta fer inn. Jack Wilshere var ekki með móti Swansea

Eins og hjá United er vörn Arsenal ekki upp á marga fiska. Nacho Monreal sem er víst ekki miðvörður frekar en Rafael hefur engu að síður þurft að leysa það hlutverk og ekki vel. Calum Chambers hefur hins vegar staðið sig ágætlega í bakverðinum þrátt fyrir að vera ekki nema nítján.

Frammi spilar maður sem við þekkjum öll og vonum að hann standi sig ver í dag en hann hefur verið að gera á tímabilinu.

En það verður á miðjunni sem leikurinn ræðst.  Ég get ekki sagt ég sé neitt sérstaklega bjartsýnn á að okkar menn muni drottna þar, en krefst þess samt að við gefum hana eftir.

Þetta verður leikur tveggja liða sem hafa staðið sig undir getu og væntingum í vetur og sigurvegarinn mun halda af velli með höfuðið hátt og bjartsýni fyrir komandi leiki.

Það er alveg bráðnauðsynlegt að sá sigurvegari sé lið Manchester United

Djöfullegt lesefni: 2014:11

skrifaði þann 20. nóvember, 2014

Hér er það helsta sem við lásum/hlustuðum á síðustu 2 vikur…

Lesefni vikunnar:

Vídeó vikunnar

Lag vikunnar:

Children of the Grave – White Zombie

Ársfjórðungsuppgjörið

skrifaði þann 18. nóvember, 2014

Fyrst það er ekkert annað að gerast í dag er ekkert að því að fara aðeins yfir uppgjör fyrsta ársfjórðungs rekstrarársins, þ.e.a.s. júlí – september sem birt var núna í hádeginu. Eins og við var búist er um þó nokkra tekjulækkun að ræða frá fyrra ári, eða um 10% í heildina. Þar munar mestu um að tekjur af leikjum lækka um 21% og sjónvarpstekjur lækka um 13,5. Auglýsingatekjur lækka um 5,5% og sölutekjur af varningi um heil 21%. Allt þetta kemur til vegna fjarverunnar úr meistaradeildinni, það síðastnefna vegna ákvæðis í samningnum við Nike

Í peningum talið voru heildartekjur ársfjörðungsins 88,7m punda og hagnaður var 8,9m punda. Skuldir hækkuðu um milljón pund í 362m punda.

Woodward vinur okkar er samt ekki svartsýnn og United lét frá sér eftirfarandi myndir til að sýna að tekjuleysi yrði ekki vandamál

Búningsdílar_600 Skyrtuauglýsingadílar_600

(athyglisvert samt að á seinna grafinu er United treyjan um 3,7 sinnum stærri en barcelona og real treyjurnar… það er svona að hafa lesið ‘How To Lie WIth Statistics einhvern tímann)

Annars segir Daily Telegraph okkur að Evans, Jones og Falcao séu allir líklegir til að vera tilbúnir í Arsenal leikinn um helgina. Er of snemmt að spá því að Evans og Jones byrji og að amk annar þeirra fari svo meiddur útaf?

Tímavélin: Bikarmeistarar 1985

skrifaði þann 16. nóvember, 2014

deloreanRauðu djöflunum áskotnaðist á dögunum ný bifreið sem við nánari skoðun hafði leynda eiginleika. Við bjóðum ykkur því sæti við hliðina á okkur og förum með ykkur á tímaflakk.

Stillingarnar eru tiltölulega einfaldar en við ákveðum fljótlega að gera þetta ekki of flókið til að byrja með, heiðrum upprunaár tryllitækisins og sláum inn:

 18. maí 1985

Það voru 17 ár frá Evrópumeistaratitlinum, 10 ár frá árinu í annarri deildinni, 4 ár frá því Dave Sexton var rekinn fyrir of leiðinlegan fótbolta og United var komið í sinn annan bikarúrslitaleik á þrem árum. Völdin í enska boltanum voru þó kyrfilega í höndum Liverpoolbúa. Liverpool voru Englands- og vrópumeistarar frá árinu áður og Everton handhafar bikarsins og hinir síðarnefndu voru rétt nýbúnir að rúlla upp deildinni með einhverju besta liði sem enski boltinn hafði séð, á þeim árum þegar ekkert lið varð meistari nema að vita besta 11 manna liðið… og eiga svona nokkra til vara.

Hópurinn 1985

Efri röð: Mike Duxbury, Alan Brazil, Stephen Pears, Arthur Graham, Gary Bailey, John gidman, Kevin Moran, Gordon McQueen, Norman Qhiteside, Paul McGrath, Arnoldus Johannus Hyacynthus Mühren, Mark Hughes. Neðri röð: Jesper Olsen, Arthur Albiston, Bryan Robson, Gordon Strachan, Frank Stapleton, Graeme Hogg.

Ron Atkinson var búinn að finna leiðina að skemmtilegum bolta þó að það skilaði ekki nema fjórða sætinu, en í bikarnum gekk betur og Liverpool var slegið út í undanúrslitum í aukaleik (munið þið eftir svoleiðis?). Mark Hughes og Bryan Robson skoruðu frábær mörk í aukaleiknum til að tryggja sætið í bikarúrslitunum.

Nýkrýndir meistarar og Evrópumeistarar bikarhafa Everton biðu þar og í annað skiptið á sjö árum var það undir United komið að hindra að þrenna færi til Liverpoolborgar.

Fyrir leikinn var vissulega ljóst að leikurinn yrði erfiður, en það var engin ástæða til að óttast of mikið. Allir leikmenn United höfðu leikið með landsliði og áttu að eiga í fullu tré við meistarana.

 

1
Bailey
3
Albiston
5
Moran
6
McGrath
2
Gidman
11
Olsen
4
Whiteside
7
Robson ©
8
Strachan
10
Hughes
9
Stapleton

Varamaður var hægri bakvörðurinn Mike Duxbury.

Meistarar Everton stilltu upp sínu besta liði:

1
Southall
3
van den Hauwe
5
Mountfield
4
Ratcliffe ©
2
Stevens
11
Sheedy
10
Bracewell
6
Reid
7
Steven
9
Gray
8
Sharp

Líklega var leikurinn sjálfur líðið fyrir augað en fimm af leikmönnum United voru búnir að leika fimmtíu leiki eða fleiri á tímabilinu og líklega eitthvað svipað hjá Everton. En umtalaðasta atvik bikarúrslitaleikja fram að þessum átti sér síðan stað á 77. mínútu þegar Kevin Moran dúndraði niður Peter Reid sem var um það bil að sleppa í gegn og var rekinn útaf. Í dag myndi umræðan um svona atvik aðallega snúast um lengd leikbannsins, en þetta var á þeim árum þegar rétt nýbyrjað var að taka á svona brotum og það vantaði ekkert uppá að óháðum rýnendum þætti brottreksturinn firra hin mesta. Moran greyið fékk ekki einu sinni medalíuna sína eftir leikinn enda brottrekstur skelfilegt afbrot. Síðar í vikunni fékk hann hana þó eftir að áfrýjunarnefnd miskunnaði sig yfir hann.

1985 Robson lyftir bikarnumEn Everton tókst ekki að brjóta 10 manna múr United á bak aftur og í framlengingunni skoraði Norman Whiteside eitt glæsilegasta mark sem Wembley hefur séð og United fór heim með bikarinn.

Tímabillið á eftir byrjaði stórkostlega á 10 sigrum en endaði í algerum vonbrigðum, Endalaus meiðsli Bryan Robson og algjör uppgjöf Mark Hughes sem vissi hann var á leið til Barcelona án þess í raun að vilja það sáu til þess og Alex Ferguson beið handan við hornið.

En það er óþarfi að hafa of mörg orð um leikinn þegar við getum eytt þessum ágæta landsleikjadegi í að horfa á allan bikarúrslitaleikinn 1985 á YouTube. Okkur sem munum þetta lið þykir gaman að rifja upp þessar gömlu hetjur, og þið hin hafið tækifæri til að kynna ykkur leikmenn sem í besta falli hafa verið nöfn á blaði.

Og ef tíminn er af skornum skammti þá er hér fimmtán mínútna útdráttur

Nú eða þið látið nægja að horfa bara á helstu atvikin, eða öllu heldur bæði atvikin úr leiknum

Big Dave

skrifaði þann 15. nóvember, 2014

Leikur Manchester United og Crystal Palace var ekki merkilegur fótboltalega séð nema fyrir þær sakir að í honum hélt David De Gea hreinu í fimmtugasta skipti fyrir Manchester United. 50 ,,hrein lök“ er ágætis árangur í 144 leikjum, sérstaklega ef litið er til þeirra varnarvandræða sem liðið hefur verið í nánast síðan að hann skrifaði undir. Leik eftir leik var hann, og er, með nýtt hafsentapar fyrir framan sig.

Flestir muna eftir því þegar hann skrifaði undir við Manchester United. Hér var á ferðinni ungur, óreyndur og frekar slánalegur náungi frá Spáni sem átti að taka við af Edwin Van Der Sar. Góður. Ekki skánaði það þegar hann fékk á sig klaufaleg mörk gegn Manchester City og West Bromwich Albion í fyrstu leikjum tímabilsins. Hvað þá þegar hann ,,stal“ kleinuhring úr Tesco (eða annarri stórverslun), þá fyrst fór skíturinn í viftuna. Margir skildu ekkert hvað United var að spá að kaupa þennan ræfil frá Spáni (og sumir skilja ekki enn – en það er þeirra vandamál) en það virðist sem Sir Alex og restin af teyminu sem valdi arftaka Van Der Sar hafi vitað hvað hún var að gera. Þetta var allavega enginn Mark Bosnich.

article-2009393-0CC8D2E000000578-98_634x442 De-Gea-Celebrate

Hér má sjá rengluna skrifa undir og svo buffið sem hann er í dag (þó að þetta sé örugglega tveggja ára gömul mynd).

Eftir frekar erfitt fyrsta ár, þá sérstaklega leik gegn Blackburn um áramótin 2011-2012, má segja að De Gea hafi snúið blaðinu við. Á öðru árinu sínu vann hann deildina með Manchester United og var valinn í lið ársins (official lið ársins hjá deildinni allavega). Ekki amalegt það. Á síðasta tímabili tók reyndar við hörmungin sem var David Moyes en eini leikmaðurinn sem kom á einhvern hátt vel út úr því tímabili var okkar maður. Hann var valinn „Players´Player Of The Year“ og „Fans Player Of The Year“.Hann var orðinn algjört Fan Favorite og nánast fyrsti leikmaður á blað. Stuðningsmenn og í raun allir sem horfðu á leiki með United voru orðnir vanir að sjá De Gea eiga stórkostlegar markvörslur aftur og aftur. Hér má sjá brot af stórkostlegum markvörslum drengsins frá því í fyrra:

Í ár hefur hann svo aldeilis ekki hætt að heilla menn og átti líklega sína bestu frammistöðu í Manchester United treyju (og líklega á ferlinum) gegn Everton. Orð eru óþörf þegar maður hefur Youtube (afsakið gæðin):

Því miður tókst honum að fara úr lið á litla putta og missir af næstu tveimur landsleikjum Spánar (sem hann hefði líklega byrjað) en við United stuðningsmenn biðjum til Allah og annarra æðri máttarafla að okkar maður verði tilbúinn í Arsenal leikinn um næstu helgi. Það síaðsta sem United má við er að missa sinn besta mann í meiðsli.

Að lokum endum við þetta á markvörslu sem De Gea finnst örugglega ekkert leiðinlegt að rifja upp með góðvini sínum Juan Mata.