Leicester 1:1 Manchester United

skrifaði þann 28. nóvember, 2015

Liðið var nokkuð breytt frá því sem ég bjóst við. Marcos Rojo var meiddur og Paddy McNair kom inn í liðið. Það þýddi endurkomu hins heittelskaða 3-5-2 kerfis, með Darmian og Young á köntunum. Carrick kom inn fyrir Schneiderlin sem lofaði ekki góðu fyrir hraðann á miðjunni.

1
De Gea
17
Blind
12
Smalling
33
McNair
36
Darmian
31
Bastian
8
Mata
16
Carrick
18
Young
10
Rooney
9
Martial

Leikurinn byrjaði enda ekki mjög fersklega, Leicester fékk að að halda boltanum sem þeir eru frekar óvanir og það var fátt um fína drætti hjá báðum liðum

United fór að færa sig upp á skaftið en það sem þeir höfðu upp úr því var skyndisókn Leicester. Daley Blind tók horn sem fór beint í lúkurnar á Kasper Schmeichel, hann var fljótur að kasta á Fuchs sem óð upp kantinn og átti frábæra sendingu inn á Vardy sem stakk sér milli Young og Darmian sem voru allt í einu orðnir aftastir. Vardy klárar auðvitað svona færi og staðan var orðin 1-0.

Hálfleikurinn var síðan ein hörmung nær til loka. Það kom ekkert út úr spili United en Leicester var hins vegar tvisvar nálægt því að spila sig í gegnum United vörnina og skapa hættu. Þetta var eiginlega mun slakara en móti PSV. En á síðustu mínútu hálfleiksins fékk United sitt fimmta horn, Daley Blind tók stórfínt horn í þetta skiptið, Leicester varðist ekki nógu vel og bæjarfógetinn Bastian hristi sinn mann af sér og skallaði óverjandi í markið.

United var miklu skárra í seinni hálfleik, fór aftur í kunnuglegan halda-boltanum gír. Þá auðvitað jukust möguleikar Leicester á skyndisóknum og De Gea þurfti að verja vel eftir eina slíka, vildi til að skot Ulloa var nær beint á hann.

Það ótrúlega gerðist síðan, Wayne Rooney var tekinn útaf fyrir Memphis. Rooney hafði fengið slæmt spark í síðuna og var eitthvað eftir sig eftir það, en það var bara afsökun, hann átti skilið að vera tekinn útaf eftir arfaslakan leik.

Það er varla hægt að segja að nokkuð hafi gerst það sem eftir af var leikn. Memphis fékk boltann einu sinni inn á teig en fyrsta snerting hans fór í eigið hné, hann mistti boltann of langt frá sér og skaut yfir.

Lokaniðurstaðan jafntefli í leik þar sem United átti tvö skot á rammann, bæði frá Schweinsteiger.

Sama gamla sagan

Já þetta er sama gamla sagan og nú er það sami gamli söngurinn. United spilar með tvo hæga miðjumenn sem eru nær lausir við sköpunargleði (þó má minnast á að Bastian átti nokkrar góðar sendingar). Síðan er vegn meiðsla hlaðið í þriggja manna vörn og bakvörður sem virðist heillum horfinn og kantmaður sem er ekki að standa sig látnir sjá um vængina. Rooney er alveg týndur og var loksins kippt útaf og Martial er ekki sá leikmaður sem við sáum í fyrstu leikjunum hans.

Á bekknum voru auk Memphis þeir Fellaini, Schneiderlin, Rashford, Borthwick-Jackson og Andreas Pereira. Enginn þeirra fékk tækifæri til að koma inn á en Pereira og Rashford hefðu kannske verið þeir einu sem sett hefðu einhvern kraft í sóknina. Jafnvel Plan Feillaini hefði verið þess virði að prófa miðað við hvað þetta var orðið þreytt.

Mér dettur ekki í hug að heimta að Van Gaal verði rekinn, enda ekki hægt að gera slíkt nema við vitum hver eigi að taka við. Ranieiri gæti verið til í tuskið og svo er jú stutt í að Rafa Benitez verði á lausu. Haha. ég er fyndinn! Nei það eru ekki margir sem ég myndi sjá þarna frekar en Louis van Gaal. Það er hins vegar á tæru að á meðan spilamennskan er svona leiðigjörn þá mun hvert tapað stig hækka í kvörtunarkórnum sem mun bara spilla fyrir. VIð erum farin að sjá að vörnin okkar er bara ansi þétt (svona þegar haffsentarnir eru ekki allir í sókninni eins og í markinu í dag) og það hlýtur að koma að því að liðinu verður stillt upp þannig að minni áhersla  verði lögð á að vernda hana og aðeins meiri gleði færð í leik liðsins og aðeins meiri áhætta tekin. Það þarf ekkert að skipta yfir í þriggja manna sókn, heldur bara aðeins að reyna að skerpa á spilinu fram á við.

Það virðist alveg ljóst að maðurinn sem getur gert eitthvað í því er Ander Herrera. Hann sýnir hvað eftir annað að hann þorir að spila boltanum án þess að 100% öruggt sé að liðsfélagi haldi boltanum. Hann þarf að spila og hann þarf að fá leyfi til að spila eins og hann hefur eðli til. Vonum því að hann nái sér af þessum meiðslum sem fyrst.

Hvað um það, þetta verður svona áfram, og það er þó nokkuð langt í að Louis van Gaal missi vinnuna. Það er vika í næsta leik og vonandi nýtist hún vel í að leikmenn jafni sig af meiðslum.

Toppslagur við Leicester!

skrifaði þann 27. nóvember, 2015

Toppslagur!

Það er orðið svolítið síðan síðast. En loksins mætir United í leik tveggja efstu liðanna í deildinni og þá er það Leicester City sem er mótherjinn!

Það er rúmt ár síðan United fór á King Power Stadium, spilaði blússandi sóknarleik og tapaði 3-5. Síðan þá hefur Louis van Gaal lagt áherslu á varnarleikinn svo mjög svö að einhverjum dettur í hug að reka manninn sem búinn er að koma okkur í annað sætið í deildinni og kemur okkur í það fyrsta með sigri á morgun.

Þá var þetta skandall að tapa gegn þessu Leicester liði, nú ári seinna taka þeir á móti okkur sem eina liðið fyrir ofan Manchester United í deildinni. Síðast þegar Leicester var á toppi deildarinnar komu einmitt Manchester United í heimsókn og unnu 3-0 til að hirða toppsætið og það er auðvitað það sem verður að gerast á morgun.

Frammistaða Leicester í haust hefur auðvitað vakið athygli, en kannske ekki eins almenna og ætti að vera, enda hefur Jamie Vardy fengið mestan hluta hennar. Vardy hefur skorað eins og honum sé borgað fyrir það og getur á morgun skorað í 11. leik Leicester í röð. Hann á þó enn 2 leiki í að jafna met Jimmy Dunne hjá Sheffield United sem skoraði í 12 leikjum Sheffield United veturinn 1931-2.1 Alls hefur Vardy skorað 13 mörk í 13 leikjum í deild og er augljóslega maðurinn sem þarf að stöðva á morgun. Án efa munu Vardy og stjóri Leicester, gamla brýnið Claudio Ranieri horfa til þess að láta Vardy hlaupa á Daley Blind og vona að hraði Vardy vinni það einvígi.

En annar lykilmaður í frammistöðu Leicester í vetur er alsírski kantmaðurinn Riyad Mahrez. Mahrez hefur skorað átta mörk í deildinni og lagt upp stóran hluta af mörkum Vardy.

Þessir tveir eru því þeir sem Unitedmenn þurfa að hafa mestar gætur á á morgun. En það er ekki kannske allt sem sýnist í uppgangi Leicester. Af efstu níu liðunum í deildinni á síðasta tímabili hafa Leicester keppt við fjögur. Þeir gerðu jafntefli við Tottenham, Stoke og Southampton, og eina tap Leicester í vetur kom gegn Arsenal.

Leikurinn við Manchester United er fyrsti leikurinn i erfiðri leikjahrinu, það sem eftir er árs eiga þeir svo eftir Swansea, Chelsea, Everton, Liverpool og Manchester City. Það er því ekki nema von að Ranieri sé einn að tala um að meginmarkmið þeirra sé að ná fjörutíu stigum og halda sér frá falli.

Þess vegna verður það að vera hlutverk United á morgun að koma Leicester niður á jörðina. Leikurinn verður sannarlega leikur gjörólíkra liða. Leicester hefur skorað í öllum leikjum sínum í deildinni, alls 28 mörk, en hefur á móti fengið á sig 20 og aðeins tvisvar haldið hreinu. United hinsvegar hefur skorað 19, fengið á sig níu og hefur verið að halda hreinu trekk í trekk. Það er því alveg spurning hvort leikurinn á morgun fer núll núll eða 3-3.

Að okkar mönnum. Eftir 10-0 tapið gegn PSV á miðv… ó! Gerðum við jafntefli? Miðað við viðbrögðin eftir leik hefði mátt halda annað. Eftir 0-0 jafnteflið gegn PSV á miðvikudaginn eru ýmsir stuðningsmenn United gallsúrir yfir spilamennsku liðsins og sjá öllu liðinu og Louis van Gaal allt til foráttu. Rio Ferdinand svarar þessu að mörgu leyti í Sun í dag og bendir á að síðustu árin undir stjórn Sir Alex hafi nú ekki alltaf verið fegurðinni fyrir að fara. Hann vill reyndar meina að samt hafi nú verið meiri ákefð í liðinu en engu að síður séu það alltaf úrslitin sem hafi forgang. En að kvarta undan þeirri stöðu sem United er í nú, annað sæti í deild og það fyrsta ef sigur vinnst á morgun er alls ekki málið á þessum tímapunkti.

Að því sögðu þá mun leikurinn á morgun skipta okkur verulegu máli, og það hvernig hann spilast. En við höfum áhyggjur af því eftir leikinn.

Það er sami meiðslalisti og verið hefur en að auki er einhver vafi á því hvort Lingard verði heill

Ég ætla því að skjóta á þetta lið

1
De Gea
5
Rojo
17
Blind
12
Smalling
36
Darmian
31
Bastian
28
Schneiderlin
7
Memphis
10
Rooney
8
Mata
9
Martial

Mjög stöðluð uppsetning, það er ekki nokkur ástæða til að ætla að Van Gaal veri minna varkár en hann hefur verið og þetta er líklega okkar sterkasta lið miðað við þá sem eru tiltækir.

Leikurinn hefst kl 17.30 á morgun

 


  1. Metið hjá United er auðvitað í höndum í Ruud van Nistelrooy, sem skoraði í tíu leikjum í röð árið 2003, reyndar á sitt hvoru tímabilinu. Fyrir þau sem halda að fótbolti hafi byrjað árið 1992 er þessi tíu leikja markahrina Ruud og Vardy met á þeim tíma

Djöfullegt lesefni: 2015:39

skrifaði þann 26. nóvember, 2015

Rauðu djöflarnir

United

Annað

Tíst vikunnar

Lag vikunnar

Clutch – „X-Ray Visions“

Manchester United 0:0 PSV

skrifaði þann 25. nóvember, 2015

Fjórar breytingar voru gerðar á liði United frá leiknum gegn Watford um helgina. Jones og Herrera eru meiddir og Young og Mata voru settir á bekkinn, Darmian og Rojo komu í bakvarðastöðurnar og Blind  færðist í miðvörðinn, Rooney fór í holuna, og Martial fremstur.

1
De Gea
5
Rojo
17
Blind
12
Smalling
36
Darmian
31
Bastian
28
Schneiderlin
7
Memphis
10
Rooney
35
Lingard
9
Martial

Varamenn: Romero, McNair, Young, Fellaini, Mata, Pereira, Wilson.

Lið PSV:

Zoet
Brenet
Moreno
Bruma
Arias
Guardado
Hendrix
Pröpper
Locadia
Narsingh
De Jong

Ýmsir sáu margt gott í Watford leiknum, meiri tilfærslu leikmanna og meiri hraða en oft áður. Leikurinn byrjaði enda þokkalega, United sótti af krafti frá fyrstu mínútu, PSV lá til baka og leyfði sóknir United. Þá sjaldan PSV fékk boltann leyfði United afskaplega lítið og voru fyrir vikið miklum mun meira með boltan.  Ekki er samt hægt að segja að mikið hafi verið um færi fyrstu tuttugu mínúturnar, en þó var boltinn að koma inn á teiginn oftar en verið hefur og á 22. mínútu endaði góð sókn hjá Jesse Lingard sem náði ekki nógu góðri fyrstu snertingu með nóg pláss í teignum. Þetta lofaði sem sé allt góðu, hreyfingin á mönnum var mjög fín og sérstaklega var Lingard út um allt að vinna í boltanum.

Það var samt auðvitað David de Gea sem átti fyrstu alvöru vörslu leiksins í fyrstu alvöru sókn PSV. Hann þurfti að skutla sér lipurlega eftir skoti Hendrix úr teignum og greip boltann örugglega.

Hinu megin varði svo Zoet skot Martial úr þröngu færi, Martial hefði hugsanlega átt að gera betur. Síðasta kortér fyrri hálfleiks var síðan meira eins og fyrsti hluti leiksins, fátt markvert að gerast. Martial átti síðasta skot hálfleiksins en Zoet varði í horn.

Seinni hálfleikur byrjaði svo frekar fjörlega og sóknir United voru þungar, Lingard skallaði framhjá og Memphis átti lúmskt skot sem var varið.

Louis van Gaal var búinn að vera að íhuga skiptingar frá því í hálfleik og á 58. mínútu komu Ashley Young og Marouane Fellaini inná fyrir fyrir Memphis og Schweinsteiger. Beinar skiptingar stöðulega séð og hvorugur þeirra sem útaf fór hafði verið að standa sig sérlega vel.

Leikurinn var nú orðinn síðan til hægur hjá United og PSV færðu sig upp á skaftið í sóknum sínum. Þar skipti mestu máli að þeir breyttu liði sínu með skiptingu á 60.mínútu og fóru í þriggja manna vörn og tvo kantverði.  Skot þeirra voru þó ýmist framhjá eða beint á De Gea. Loksins fengu þó United upplagt færi, Young gaf á Lingard sem skaut innanfótar hátt yfir. Slæm brennsla þarna hjá Jesse sem hafði verið einna sprækastur okkar manna en þó ekki í fyrsta skipti sem hann fór frekar illa að ráði sínu með boltann.

Síðasta tilraunin til að koma United áfram kom þegar Van Gaal setti Mata inn á fyrir Darmian. Hún hafði lítil áhrif á leikinn síðustu mínúturnar og leikurinn dó náttúrulegum dauðdaga.

Þetta byrjaði allt þokkalega en endaði í skelfilega dræmum leik. United voru afskaplega slakir stærstan hluta seinni hálfleiks og áttu engin svör við sterkri vörn PSV. Það er ekki hægt að segja að PSV hafi ógnað marki United að ráði en engu að síður voru gagnsóknir þeirra í seinni hálfleik ekki alltaf þægilegar. Sem fyrri daginn var vörnin þétt og De Gea jafn öruggur og alltaf. Eins og kemur fram að ofan var Jesse Lingard einna sprækastur, en á móti kom að hann var ekki nógu yfirvegaður þegar kom að því að klára færin sem hann þó fékk. Við höfum líka séð Martial slútta betur en hann gerði í dag.

Nú þarf United að halda til Þýskalands eftir tvær vikur og gera jafn vel þar og PSV á heimavelli gegn CSKA. Það þýðir væntanlega að United þarf að vinna Wolfsburg og miðað við spilamennskuna undanfarið þá gæti það reynst mjög erfitt. Wolfsburg hefur að auki ekki tapað síðustu 29 leikjum í Bundesligunni.

Næsta verkefni er svo toppslagurinn gegn Leicester. Miðað við spilamennskuna í kvöld má ætla að 0-0 jafntefli þar verði góð úrslit, en þá þarf líka vörnin að eiga topp dag til að halda Jamie Vardy niðri.

PSV kemur til Manchester

skrifaði þann 24. nóvember, 2015

Meistaradeildarkvöld á Old Trafford…fátt betra og það er eitt slíkt í vændum enda er PSV á leiðinni í heimsókn. Við höfum að harma að hefna, ekki bara fyrir tapið í fyrstu umferð riðlakeppninnar heldur einnig fyrir fótbrotið á Luke Shaw 1

Það var ekkert sérstök byrjun á riðlakeppninni en United hefur rétt úr kútnum og sigur á morgun tryggir ósköp einfaldlega sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Við erum því á ágætis róli, engar flugeldasýningar kannski en allt á réttri leið, nákvæmlega eins og í deildinni.

PSV

Ég fór ágætlega yfir Philip Cocu í upphituninni fyrir fyrri leikinn og því er tilvalið að kíkja á það séu menn áhugasamir um þennan ágæta stjóra sem gerði PSV að Hollandsmeisturum á síðasta tímabili.

Liðið er líka að gera ágætis hluti Í Meistaradeildinni og er með sex stig í 2. sæti, einu stigi á eftir okkar mönnum. Staðan er þannig að öll liðin eiga möguleika á því að fara áfram. PSV fær CSKA í heimsókn í lokaumferðinni og er því í ágætri stöðu nái þeir í stig eða meira á morgun.
Screen Shot 2015-11-24 at 18.27.39
Hollendingarnar hafa reyndar ekki miklar rósir á útivöllum og tapað báðum sínum leikjum hingað til og stigin sex hafa öll komið á heimavelli.

Heima fyrir eru þeir á ágætis róli, í þriðja sæti á eftir erkifjendunum í Ajax. Um helgina gerði liðið jafntefli við WIllem II í tiltölulega erfiðum útileik þar sem þeir lentu 2-1 en náðu að jafna fyrir rest.

Uefa segir að Lestienne, Koch og Willems séu meiddir. Það er ágætt, Lestienne hefur verið sérstaklega sprækur fyrir PSV í vetur og lagði m.a. upp seinna mark liðsins gegn United en hann er þeirra stoðsendingahæsti leikmaður.

Öðru leyti eru allir heilir og Cocu getur nokkurnveginn stillt upp sínu sterkasta liði á morgun.

United

Það er nú varla hægt að segja það sama um United en að undanförnu hefur ákveðið meiðslavandamál læðst aftan að okkar mönnum eftir frekar meiðslafrítt tímabil. Leikurinn gegn Norwich var smá púsluspil enda virtist annar hver leikmaður meiðast í þessu fullkomlega tilgangsmikla landsliðshléi.

Jæja, hvað um það.  Van Gaal splæsti í blaðamannafund í dag og þar kom fram að Wayne Rooney og Anthony Martial eru fullsprækir og til í tuskið. Það sama er ekki hægt að segja um Phil Jones 2 og Ander Herrera sem eru á meiðslalistanum ásamt Valencia, Carrick og auðvitað Shaw.

Gæti verið verra.

Leikmennirnir æfðu fyrir leikinn í dag og það var mikið af u21-leikmönnum á æfingunni þannig að það er spurning hvort að einhver þeirra fái sénsinn á bekknum eins og undanfarið. Bastian fékk svo hvíldardag í verðlaun fyrir þetta yndislega mark sem HANN skoraði á laugardaginn.

Ég átta mig ekki alveg á því hvernig við gætum séð liðið á morgun. Það kæmi mér ekkert svo á óvart ef Blind myndi skella sér á miðjuna, svona aðeins til þess að Bastian smá frí. Sér einhver fyrir sér miðju með Schneiderlin og Fellaini? Það hljómar einhvernveginn einum of á heimavelli þar sem við munum vera með 65 prósent possesion.

McNair gæti jafnvel fengið að koma inn við hlið Smalling. Í raunar skiptir engu máli hver er með Smalling, hann er orðinn það öflugur. Setjum Darmian og Young eða Rojo í bakvörðinn.

Ég vil endilega sjá Lingard nýta tækifærið sitt og Memphis má byggja á fínni frammistöðu. Setjum Rooney þarna með þeim en leyfum Martial að hvíla svo hann jafni nú sig alveg fullkomnlega á þessum meiðslum sínum.

1
De Gea
5
Rojo
33
McNair
12
Smalling
36
Darmian
17
Blind
28
Schneiderlin
7
Memphis
8
Mata
35
Lingard
10
Rooney

Verkefnið er einfalt. Sigur og farseðilinn í útsláttarkeppnina er bókaður. Það myndi létta pressuna og það er fínt að þurfa ekki að fara til Wolfsburg með það á bakinu að verða að ná í úrslit til að fara áfram.

Heimavöllurinn er drjúgur og ég spái 2-0 sigri, bæði mörkin í seinni. Lingard og McNair stangar hann inn.

Leikurinn hefst kl. 19.45, miðvikudagskvöld.


  1. Endurhæfing hans gengur btw vel og von er á því að hann fari í skoðun á næstu dögum svo hægt sé að meta framhaldið

  2. SHOCKER!