• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:1 Reading

Björn Friðgeir skrifaði þann 28. janúar, 2023 | 1 ummæli

Aðeins ein breyting frá síðasta leik, Maguire kemur inn fyrir Martínez. Enginn Sancho sjáanlegur

1
De Gea
12
Malacia
2
Lindelöf
5
Maguire
28
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Varamenn> Heaton, Martínes, Varane, Williams, Fred (57′), Mainoo (73′), Pellistri (68′), Elanga (73′), Garnacho (68′)

Nokkur kunnugleg nöfn úr fortíðinni hjá Reading:

Lumley
Hoilet
Holmes
McIntyre
Ndiaye
Ince
Baba
Hendrick
Yiadom
Joao
Carroll

United var eins og við mátti búast mun sterkara liðið og sótti verulega en Reading bakkaði vel. Færin komu, vörnin blokkaði skot Eriksen eftir að Lumley hafði varið aukaspyrnu frá Rashford og Antony skaut rétt framhjá fjær, ekki í fyrstaskipti sem við sjáum svoleiðis skot frá honum, og ekki það síðasta því hann reyndi aftur rétt á eftir, í það skiptið fór skotið yfir því hann var að reyna að koma boltanum yfir Lumley. Þetta hlýtur að fara að koma hjá honm.

Embed from Getty Images

Nauðvörn Reading var að virka, næst þegar þeir blokkuðu skot Eriksen sem var frír við vitateignn eftir flotta rispu Rashford vinstra megin. United átti greiða leið þeim megin og þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Rashford hafði tekið bakvörðinn út úr leiknum og átt auðvelda fyrirgjöf.

Næst kom svo Antony upp hægra megin og það endaði á skoti Bruno yfir.

Næst var það VAR sem hindraði, Marcus Rashford kom boltanum í netið en Wout Weghorst var rangstæður í undirbúningnum. Skemmtilegt mark en telur ekki. Eins var VAR ekki gott við United, Hoilett fór í Casemiro inni í teig en það var ekki talið brot.

Embed from Getty Images

Reading voru alveg lausir við reyn að sækja og United komst auðveldlega inn í allar sendingar og sóknartilraunir þeirra og átti að vera búið að ganga frá leiknum. En það var næstum Reading sem tók forystuna á síðustu mínúm seinni hálfleiks þegar boltinn var allt í einu inni í teig United, Malacia reyndi að taka boltann niður og þá kom Hoilett og skaut af tánum á Malacia. De Gea varði en þetta var aðeins of hættulegt.

Núll núll í hálfleik.

United byrjaði mun hægar í seinni hálfleik en á móti kom að þegar eitthvað loksins gerðist var það mark. Þversending frá Eriksen, boltinn til Antony sem átti frábæra sendingu inn í teiginn á Casemiro sem hélt aftur af varnarmanni og skoraði. Geysilega snyrtilega afgreitt hjá honum, 1-0 á 55. mínútu.

Embed from Getty Images

Og Casemiro bætti við marki innan við þremur mínútum síðar. Fred sem var nýkominn inná fyrir Eriksen lagði boltann fyrir Casemiro úti á velli, Casemiro tók tilhlaup alveg óhindraður og sveigði boltann laglega inn úti við stöng. Vörn Reading föst við teiginn og einn þeirra setti hárið í boltann og breytti kannske stefnu boltans um millimeter.

Eriksen þurfti annars að fara útaf eftir klippitæklingu frá Andy Carrol sem hefði átt að sjá gult fyrir það, og fékk svo loksins gult fyrir groddalegt brot á Malacia. Heppinn þar og augljóst í hvað stefndi því aðeins örfáum mínútum kom hann í skriðtæklingu á Casemiro og tók hann niður eftir að Casemiro var búinn að losa sig við boltann enda sá hann Carrol koma á óstöðvandi skriði. Ævintýralega heimskulegt og hann var heppinn að það vara bara seinna gula en ekki beint rautt.

Embed from Getty Images

Og tveim mínútum seinna hélt brasilíska ævintýri kvöldsins áfram, horn, Bruno með sendingu inn á teiginn og Fred kláraði með glæsilegri hælspyrnu.

Þá gerði Ten Hag breytinguna, Rashford missti af tækifærinu að skora í tíunda heimaleiknum í röð og Bruno fór útaf sömuleiðis en Pellistri og Garnacho komu inná. Ekkert gefið eftir í sóknarleiknum þar.

En Reading minnkaði muninn. Aukaspyrna úti á velli, sending inn á teiginn og Mbengue kom óáreittur og skallaði inn. Slæleg dekkning.

Síðastu skiptingarnar komu svo þegar Casemiro og Weghorst fóru útaf og Elanga og Mainoo komu inn á .

Reading voru búnir að vera mun frískari eftir að Carroll var rekinn útaf og nokkrar skiptingar og sóttu á, án þess þó að ógna of mikið og United stóð það af sér og sótti svo út leikinn.

Antony átti að skora fjórða markið einn móti markmann þegar sendingin kom frá Garnacho en ran til og kiksaði.

En eftir streð í fyrri hálfleik var sá einni fínn, Casemiro með tvö mörk, Fred með eitt og Antony maður leiksins, samba!

1
Enska bikarkeppnin

Bikarveislan heldur áfram um helgina!

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 27. janúar, 2023 | Engin ummæli

Manchester United tekur á móti Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á Old Trafford kl 20:00 annað kvöld. United gerði sér lítið fyrir og vann Everton 3-1 í næstsíðasta leik þeirra bláklæddu undir stjórn Frank Lampard í síðustu umferð á meðan gestirnir í Reading lögðu Watford að velli með mörkum í uppbótartíma í sitthvorum hálfleiknum.

Á blaði gæti margur sagt að United hafi fengið auðvelda viðureign en bikarleikir hafa þá rómantík að þeir einfaldlega eru annars eðlis en hefðbundnir deildarleikir. Það væri þó afar lélegt af okkur að ganga út frá því að þetta verði léttur leikur því við höfum oftar en ekki brennt okkur á að vanmeta andstæðingana, sérstaklega þegar þeir fá að spila á „stóra sviðinu“. En þráhyggjukenndur sigurvilji Erik ten Hag er svo sterkur að hann einn og sér ætti að duga til að koma okkur áfram inn í næstu umferð bikarsins en lítum fyrst á mótherjana.

Embed from Getty Images

 

Reading

Fótboltafélagið Reading hefur verið atvinnumannalið frá árinu 1895 og spilar á Madejski vellinum sem tekur rúmlega 24 þúsund manns í sæti. Liðið er undir stjórn Paul Ince, fyrrum leikmanni Manchester United og Liverpool, en hann tók við liðinu 19. febrúar á síðasta ári. Hann þekkir það að vinna titla og hefur einnig gert það sem knattspyrnustjóri því árið 2008 vann hann tvennuna með MK Dons, þ.e.a.s. vann Football League Trophy og League Two og kom þeim þannig beint upp í c-deildina.

Hins vegar hafa síðustu ár ekki reynst honum auðveld því næst tók hann við Blackburn Rovers en sú saga endaði þegar þeir lágu á Old Trafford 5-3 einungis hálfu ári eftir að hann tók við stjórn þar. Þá snéri hann aftur til MK Dons en entist ekki nema ár þar, tók við Notts County, Blackpool og að lokum Reading á síðasta ári.

Embed from Getty Images

Hjá Reading hefur ekki gengið neitt gífurlega vel en liðið rétt bjargaði sér frá falli úr Championship deildinni í 21. sæti en eitthvað virðist ganga betur í ár en liðið var lengi vel meðal efstu liða og eftir fyrstu 13 umferðirnar var liðið í 4. sæti. En síðan þá hefur tekið að halla undan fæti og í dag situr liðið í 14. sæti deildarinnar. Síðustu leikir hafa ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir en liðið hefur einungis unnið tvo af síðustu sjö leikjum.

Þeir leikmenn Reading sem hvað mestan spilatíma hafa fengið á tímabilinu eru þeir Jeff Hendrick, Andy Yiadom og Tom Ince, sonur stjórans, en þeir eru allir komnir komnir yfir þrítugt. Erik ten Hag ætti því að sjá sér leik á borði og leyfa ungu, snöggu leikmönnunum að spreyta sig í þessum leik enda spilar þetta lið mikið upp á föst leikatriði sem er þeirra helsti styrkleiki fram á við en einnig talsverður veikleiki .

Paul Ince stillir ýmist upp í 3-5-2 eða 3-4-2-1 með vængbakverði en mögulega munu þeir spila með þá dýpra og vera þéttir til baka, sérstaklega miðað við að þeir verða á útivelli.

1
Lumley
17
Yiadom
3
Holmes
5
McIntyre
12
Rahman
8
Hendrick
22
Loum
23
Hoilett
10
Ince
11
Meite
7
Long

 

Manchester United

Það er áhugavert að velta fyrir sér liðsuppstillingunni fyrir leikinn því um er að ræða annan bikarleikinn af þremur í röð og heil vika í næsta deildarleik. Það er ærið verkefni fyrir Erik ten Hag að finna jafnvægi milli þess að hvíla leikmenn og halda þeim frá meiðslum annars vegar og hins vegar halda þeim í leikformi fram að næstu helgi þegar deildin fer aftur af stað.

Það væri að mínu mati óskynsamlegt að hrófla ekkert við liðinu því ten Hag hefur sýnt það að hann getur róterað liðinu og samt knúið út sigur þrátt fyrir að bekkurinn sé ekki eins sterkur og hann hefði viljað, rétt eins og við sáum í leiknum gegn Arsenal.

Embed from Getty Images

Ég myndi þó halda að ákveðnir einstaklingar þyrftu að spila og sumir þyrftu að fá hvíld. David de Gea ætti að fá hvíld en tel samt sem áður að hann byrji. Varnarlínunni verður breytt og mögulega verður Martinez látinn hvíla til móts við Varane sem ekki byrjaði gegn Nottingham Forest í vikunni. Annars spái ég liðinu svona:

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
2
Lindelöf
12
Malacia
18
Casemiro
17
Fred
49
Garnacho
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Á meiðslalistanum eru þeir Dalot, Donny, Tuanzebe og Martial.

Eins og svo oft áður þá er gaman að líta til sögu þessara tveggja liða saman en af síðustu 22 leikjum sem United og Reading hafa att kappi hefur Reading einungis unnið einn og það var fyrir 96 árum síðan. Erik ten Hag hefur einnig tekist að breyta Old Trafford í ógnvænlegt virki og reynist liðum heimsókn í Leikhús draumanna oft líkari martröð þessa dagana og vonandi heldur það áfram.

Leikurinn hefst 20:00 og á flautunni verður Darren England.

 

 

0
Enska deildarbikarkeppnin

Nottingham Forest 0:3 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. janúar, 2023 | 2 ummæli

Maguire í banni, Shaw veikur og Varane hvíldur

1
De Gea
12
Malacia
6
Martínez
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Varamenn: Heaton, Varane, Williams, Fred (71), Mainoo, McTominay, Pellistri (71), Elanga, Garnacho (57′)

Lið Forest

Hennessey
Lodi
McKenna
Worrall
Aurier
Danilo
Freuler
Scarpa
Gibbs-White
Surridge
Johnson

United sótti stíft frá fyrsta flauti og þegar Forest fékk sína fyrstu sókn vann United boltann, Rashford fékk boltann á miðju úti við hliðarlínuna, keyrði á vörnina, stakk sér á milli Freuler og Worrall og inn í teig og afgreiddi boltann einfaldlega framhjá Hennessey með vinstri. Einfalt, auðvelt og frábært, United komið í 1-0 á sjöttu mínútu.

Embed from Getty Images

Forest sótti þó nokkuð eftir markið en komust litið áfram, United vörnin og Casemiro áttu auðvelt með að brjóta upp sóknirnar og sækja hratt á, sérstaklega upp vinstra megin með Rashford. En eftir eina slíka var það Forest sem kom til baka, voru allt í einu þrír á tvo og einföld sending fann Surridge sem skoraði örugglega. En varsjáin sá að hann var kominn með hnéð í rangstöðu og United slapp með skrekkinn.

Eftir þetta ógnaði Forest meira og það var ekki alltaf sem maður treysti vörninni almennilega. Antony átti þokkalega spretti móti vafasamri vörn Forest en of einfæættur til að gera of mikinn usla, besta færið hans kom eftir fínt spil hans, Rashford og Bruno gegnum vörnina en þó það kæmi á vinstri fótinn þurfti hann að teygja sig aðeins of og skotið fór beint á Hennessey. Hefði mátt gera betur þar.

Það var samt skot Antony utan teigs sem gaf mark, hann fékk sendingu frá Casemiro, boltinn skoppaði upp og flott skot á lofti. Hennessey varði boltann út í teiginn og Wout Weghorst var fyrstur til og skoraði auðveldlega, 2-0 alveg undir lok fyrri hálfleiks.

Embed from Getty Images

Seinni hálfleikur byrjaði verulega fjörlega, bæi lið sóttu á og áttu alls kyns tækifæri ef ekki færi. Skot Eriksen utan teigs fór í slá og svo varði Hennessey frá Rashford.

Það virtist ekki ástæða til að láta Rashford hlaupa meira, Garnacho kom inn á, en áfram var þetta opinn leikur.

Gibbs-White hreinlega hirti boltann af Casemiro ekki oft sem maður sér það, lék inn í teig en skaut yfir. Forest voru alveg að gera sig líklega fram ávið.

Næsta skipting kom þegar tuttugu mínútur voru eftir, Fred þétti miðjuna í stað Eriksen og Pellistri fékk að spreyta sig fyrir Antony.

Leikurinn var ekki slæmur það sem eftir var en var vissulega að fjara út þegar United tók góða rispu undir lokin aðallega gegnum Pellistri, og sókn á 89. mínútu skilaði þriðja markinu, boltinn barst til Fernandes utan teigs og lágt og fast skot hans fór í netið. Sigurinn tryggður og leikurinn á Old Trafford því sem næst formsatriði.

Embed from Getty Images

Mjög góður sigur hjá liðsheild. Casemiro og Martínez leggja hornstein að svona sigrum með að sjá til þess að vörnin sé þétt. Forest náði vissulega sínum færum en veikari miðja og vörn hefði þýtt að þau hefðu orðið að mörkum. Marcus Rashford er í besta formi lifs síns og skoraði meira að segja með veikari fætinum. Ef Antony væri ekki svona hrottalega einfættur væri hann án efa næstum jafn góður. En hann er bara 22ja ára og gæti bætt það.

Næst er það alvöru bikarinn!

2
Enska úrvalsdeildin

Undanúrslit í deildarbikar í kvöld – heimsókn á City Ground

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. janúar, 2023 | Engin ummæli

Í kvöld mætir United á City Ground í Nottingham til að mæta Forest þar í fyrsta skipti í 24 ár. Síðast fór 8-1 fyrir United og Ole Gunnar Solskjær skoraði fjögur mörk á 12 mínútum undir lok leiksins. Forest féll það vorið og hefur United ekki einu sinni mætt þeim í bikarkeppnum síðan.

Forest kom auðvitað upp í úrvalsdeild í fyrravor og gekk afspyrnuilla framan af vetri og tapaði á Old Trafford í fyrri leik liðanna í deildinni 3-0 27. desember. En síðan þá hefur liðið ekki tapað leik í deildinni, tapaði reyndar illa í þriðju umferð bikarsins, 4-1 í Blackpool, en unnu Wolves í vítakeppni í fjórðungsúrslitum deildarbikarsins.

En í kvöld er það fyrri leikurinn í undanúrslitum deildarbikarins. Á blómaskeiði Nottingham Forest undir stjórn Brian Clough vann liðið þessa keppni fjórum sinnum en hefur ekki haft erindi sem erfiði síðan þá. Leikurinn í kvöld er í fyrsta skipti sem Forest er í undanúrslitum einhvers bikars síðan þeir töpuðu í úrslitum deildarbikarsins 1992, einmitt gegn okkar mönnum í Mancheter United.

Lið Forest hefur tekið miklum breytingum, liðið sem fór upp var að miklum hluta skipað lánsmönnum og liðið keypti 21 leikmenn síðasta sumar, fékk fjóra á láni og svo hafa bæst við þrír núna í janúar. Tíu leikmenn fóru í sumarglugganum vegna lánsloka eða á frjálsri sölu og fimm í viðbót seldir. Það er því ekki að undra að liðið hafi verið lengi að komast á skrið.

Fyrir kvöldið á Forest við nokkur meiðslavandræði að etja. Moussa Niakhate, Omar Richards, Taiwo Awoniyi og Cheikhou Kouyate eru meiddir, sem og Dean Henderson, en United hefði ekki leyft honum að spila hvort heldur er. Chris Wood sem er á láni frá Newcastle United er að auki bikarbundinn.

Liði Forest er því spáð svona

Hennessey
Lodi
Boly
Worrall
Aurier
Mangala
Freuler
Danilo
Gibbs-White
Surridge
Johnson

Sama vörn og svipuð miðja og í jólaleiknum á Old Trafford, en Danilo kemur nýr inn á miðjuna, kaup frá Palmeiras. Af ofangreindum meiddum var það bara Taiwo Awoniyi sem byrjaði leikinn þá.

Manchester United

Eftir naumt tap um helgina þar sem Arsenal sýndi að þeir eru tveimur og hálfu ári á undan í uppbyggingu og United að auki Casemirolausir þá er komið að bikartörn. Næsta laugardag er Reading í bikarnum og svo seinni leikurinn gegn Forest á miðvikudaginn næsta. Það verður áhugavert að sjá hvernig Ten Hag skiptir út mönnum til að reyna aðeins að hvíla menn, en af ummælum hans í vikunni er ljóst að hann mun reyna að landa bikar og þá er víst að deildarbikarinn er hendi næst. Það má því búast við sterku liði í kvöld. Á meiðslalistanum eru Anthony Martial og Diogo Dalot og enn er Jadon Sancho ekki alveg tilbúinn í slaginn. Að þessu gefnu á búast við sterkasta liði. Ef vel fer í kvöld má svo hvíla aðeins menn í seinni leiknum.

31
Butland
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Ten Hag hefur enn trú á að Antony bæti sig en gæti verið að Garnacho byrji, en þá má bóka að Antony verður í byrjunarliðinu á móti Reading. Jack Butland er genginn til liðs við United og verður án efa í markinu.

Leikurinn í kvöld byrjar á slaginu átta og dómari er Michael Oliver

0
Enska úrvalsdeildin

Arsenal 3 : 2 United

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 22. janúar, 2023 | 6 ummæli

Erik Ten Hag gerði bara eina breytingu frá Crystal Palace leiknum í miðri viku og hún var sú að McTominay koma inn fyrir Casemiro sem var í leikbanni. Þrátt fyrir að Jadon Sancho sé byrjaður að æfa með liðinu þá var hann ekki í hóp. Þá voru Diogo Dalot og Anthony Martial enn fjarri góðu gamni.

 

 

Fyrri hálfleikur

Arsenal menn byrjuðu mjög sprækir og fengu tvö hálffæri á fyrstu tveimur mínútunum, en engin raunveruleg hætta sem skapaðist. Á sjöttu mínútu kom löng sending fram til Bruno, hann náði að pota boltanum áður en Ramsdale komst í boltann og féll við, lítil snerting og Taylor dómari dæmdi bara markspyrnu. Það var algjörlega hægt finna spennuna í leiknum þó lítið væri um færi. EN á 17 mínútu unnu Shaw og Rashford boltann á vallarhelmingi Arsenal, boltinn féll til Bruno sem sendi hann á Rashford. Rashford fór illa með Thomas Partey og lúðraði boltanum fyrir utan vítateig og fram hjá Ramsdale, 1-0 fyrir United. 5 mínútum síðar fékk Nketiah fínt hálffæri inn í teig en teigurinn pakkaður United mönnum og boltinn beint í varnarmann og í horn. Úr horninu fengu Arsenal menn fínt færi, en boltinn var sendur út í teig þar sem Martinelli var staðsettur en hann setti boltann framhjá.

Arsenal hélt áfram pressunni og á 24. mínútu átti Xhaka sendingu fyrir og Nketiah stangaði boltann í netið, Wan-Bissaka gleymdi sér algjörlega á fjærstönginni, 1-1. Leikurinn var fjörugur eftir mark Arsenal á 29 mínútu átti McTominay fínt skot sem Ramsdale varði í horn. Það var ekki mikið um fína drætti eftir 30. mínútu og leikurinn einkenndist af mikilli baráttu á miðsvæðinu. Arsenal voru þó ívið betri en United menn brögguðust aðeins undir lokin á hálfleiknum. Í uppbótartíma átti Zinchenko skot fyrirgjöf sem fór fram hjá, United kallaði líka eftir víti í uppbótartíma þegar Wan-Bissaka fór niður ekkert var dæmt. Arsenal kláraði svo hálfleikinn með álitlegri sókn, eftir mikið kraðak í teignum barst boltinn til Saka sem setti boltann í Shaw og beint upp í loft og auðvelt fyrir De Gea.

Arsenal menn voru aðeins betri í fyrri hálfleiknum og komust oft inn í teig United en áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi. United menn áttu í sömu vandræðum og andstæðingarnir sínir og aðal færin voru skot fyrir utan teig. United áttu í erfiðleikum að spila aftur úr vörninni, Arsenal átti kannski ekki beint auðvelt með það en það tókst oftar hjá þeim. Þá einkenndist hálfleikurinn aðallega að mikilli baráttu á miðjunni og greinilegt að leikmennirnir vissu alveg hversu mikilvægur leikurinn var.

 

Seinni hálfleikur

Arsenal gerði eina breytingu í hálfleik, Tomiyasu koma inn í stað Ben White, White hafði fengið gult spjald í fyrri hálfleik og kannski treysti Arteta honum ekki í heilan hálfleik á gulu gegn Rashford. Fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik voru svipaðar og fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik, Arsenal sprækari án þess þó að skapa sér almennilegt færi. En á 53. mínútu sprengdi Saka inn á völlinn og átti skot af u.þ.b. 25m færi alveg í fjærhornið og De Gea koma engum vörnum við 2-1 fyrir Arsenal. Tveimur mínútum síðar fór Rashford illa með Tomiyasu koma sér inn á teig átti skot úr þröngu færi og Ramsdale varði vel. JÁ á 59 mínútu fengu United menn hornspyrnu, Ramsdale koma út sló boltann út í teiginn, stríðsmaðurinn Lisandro Martinez kastaði sér á boltann höfuðið fyrst skallaði boltann yfir pakkann og í netið, geggjaður skalli, 2-2.

5 mínútum síðar fékk Nketiah ágætt færi inn í teig en skot hans í Martinez til baka í Nketiah og útaf. Nokkrum mínútum seinna komst Xhaka í fínt færi lagði boltann út í teiginn á Ödegaard sem var í fínu færi en setti boltann í varnarmann og útaf.

Bukayo Saka köttaði inn á teiginn á 70 mínútu svipað eins og í markinu en nú fór boltinn af varnamanni og í stöngina, pressan frá Arsenal orðin dálítið óþægileg. Fred kom inn á fyrir Antony á 70. mínútu greinilegt að Ten Hag var orðinn þreyttur á pressunni frá Arsenal. Nokkrum mínútum síðar átti Bruno sendingu inn fyrir á Rashford Tomiyasu virtist vera kominn með boltann en þá var Ramsdale kominn út Rashford gaf í og lenti á Ramsdale en náði ekki boltanum og Taylor dæmdi ekkert. Annað skiptið í leiknum sem Ramsdale er hreinlega heppinn að leikmaður United komst ekki almennilega í boltann. Eftir þetta áttu Arsenal menn u.þ.b. þriggja mínútna sókn þar sem þeir fengu urmul hálffæra. Á 84. mínútu fengu Arsenal menn dauðafæri eftir aukaspyrnu en De Gea varði skot Nketiah mjög vel, Arsenal menn farnir að banka fastar. Tveimur mínútum síðar fékk Eriksen fínt skotfæri en skot hans í Gabriel og í horn. Á 90. mínútu koma boltinn út í teiginn Ödegaard átti skot sem skoppaði upp í loftið til Nketiah sem potaði boltanum í markið og staðan 3-2 fyrir Arsenal. Garnacho koma inn fyrir Varane í fagnaðarlátum Arsenal. United menn ógnuðu markinu ekkert eftir þetta og Arsenal sigraði leikinn 3-2.

 

Að lokum

Arsenal voru bara betri í leiknum, United menn virtust þreyttir kannski einhver þreyta eftir leikinn í miðri viku. Sigurinn var í raun bara verðskuldaður hjá Arsenal, fyrri hálfleikurinn var ágætlega jafn Arsenal þó ívið betri en skytturnar tóku algjörlega yfir í þeim síðari, miðjan hjá United átti ekki roð í Arsenal í sinni hálfleik og augljóst að menn söknuðu Casemiro. Aðal hætta United var þegar Rashford fékk boltann en í seinni hálfleik fór þeim stundum bara fækkandi, það vantaði bara einhver kraft í United hreinlega. Það er svo sem ekkert mikið um þetta meira að segja, bara mjög pirrandi niðurstaða og ljóst að þegar það vantar menn í þetta lið þá er breiddin ekkert svakaleg. Næsti leikur eru undanúrslit í deildarbikarnum gegn Nottingham Forest eftir 3 daga, það vantar ekkert leikina hjá United þessa dagana.

Liðin

United:

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
39
McTominay
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandes
21
Antony
27
Weghorst

Bekkur: Heaton, Lindelöf, Maguire, Malacia, Fred, Pellistri, Mainoo, Elanga, Garnacho

 

Arsenal:

1
Ramsdale
35
Zinchenko
6
Gabriel
12
Saliba
4
White
34
Xhaka
5
Partey
8
Ödegaard
11
Martinelli
14
Nketiah
7
Saka

6
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 401
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Arsenal 3 : 2 United
  • Steve Bruce um Arsenal 3 : 2 United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress