Manchester United 0:0 Inter (5:3 eftir vítaspyrnur)

skrifaði þann 29. July, 2014

Svona leit liðið út sem byrjaði leikinn

 

fyrri

Fyrri hálfleikur var frekar laus við tilþrif. United var þó töluvert betri aðilinn og spilaði oft á tíðum glimrandi vel. Engin mörk litu þó dagsins ljós og ekki var mikið um færi heldur. Það var skrýtið að sjá gamla fyrirliðann okkar leika gegn United og átti hann fínan leik fyrir Inter.

Ein glæsilega sókn hjá United átti sér reyndar stað

Liðið sem byrjaði seinni hálfleik

seinni

Nani reyndar byrjaði seinni hálfleikinn en var tekinn af leikvelli á 76.mínútu og inná fyrir hann kom Javier Hernandez.

Seinni hálfleikurinn lítið betri en sá fyrri. Það var greinilegt að miðjuspilið var ekki alveg jafn skarpt eftir að Ander Herrera fór af velli en United hafði samt algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum og það var varla að Inter reyndi ð sækja í leiknum. Það var gaman að sjá Zaha loksins fá sjensinn og virkaði hann ákafur og vildi augljóslega sýna hvað hann getur. Nani reyndi ekkert slíkt. Portúgalinn sem á einhvern óútskýranlegan hátt nældi sér í 5 ára samning í haust var svo andlaus og ósýnilegur og var tekinn af velli eftir hálftíma í seinni hálfleik og hlýtur það að senda þau skilaboð að van Gaal sé ekki hrifinn.

Hvorugu liðinu tókst að sigra sem þýddi það að leikurinn fór beint í vítakeppni. Í vítakeppninni kepptust liðin við að skorast sem öryggust mörk en það var þó leikmaður Inter sem negldi í slánna í öllum æsingnum og United vann því vítakeppnina 5-3.

Með sigrinum fær liðið 2 stig. 1 fyrir jafnteflið og hitt fyrir að vinna vítakeppnina.

Næst leikur er gegn Real Madrid og fer hann fram í Ann Arbor og hefst hann kl. 20:06.

ps: Þessir snillingar hittust og skiptust á treyjum eins og þeir voru búnir að tala um þegar þeir tóku yfir twitter síður liðanna:

 

United mætir Inter annað kvöld

skrifaði þann 28. July, 2014

Það er ekki hægt að segja annað en að United hafi farið nokkuð vel af stað undir stjórn Louis van Gaal. Leikurinn gegn Galaxy var auðvitað ekki besti mælikvarðinn á getu liðsins og sást það best í leiknum gegn Roma. Það merkilega við þann leik var að liðið var ekki að leika neitt sérstaklega vel en endaði samt hálfleikinn með 3-0 forystu. Liðið gaf aðeins eftir í seinni hálfleik og hleypti Roma inn í leikinn eftir að Amos fékk á sig martraðarmark markvarðarins og vafasama vítaspyrnu. Þrátt fyrir það var ég mjög ánægður fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi er liðið að leika eftir nýrri leikaðferð sem það er ekki búið að venjast og liðssamsetningin sem við sáum í seinni hálfleik og fékk á sig mörkin tvö mun líklega aldrei sjást í keppnisleik.

Inter byrjaði þetta sama mót gegn Evrópumeisturum Real Madrid og áttu fínan leik á sinn mælikvarða. Real Madrid reyndar skoruðu á undan og var útlit fyrir spænskan sigur en síðan fengu Inter vítaspyrnu sem þeir nýttu. Þar sem engar framlengingar eru í þessu móti þá fór leikurinn beint í vítakeppni þar sem meistari Vidic byrjaði og skoraði mjög örugglega úr sinni vítaspyrnu og Inter hafði sigur að lokum.

Roma enduðu síðasta tímabil í 2.sæti Serie A á eftir meisturum Juventus. Inter hinsvegar enduðu í 5.sæti 25 stigum frá Roma og og 42 stigum frá toppliði Juventus. Þeir hafa verið að fá leikmenn í sumar og ber þá helst að nefna Yann M’Vila sem kemur á láni frá Rubin Kazan, Nemanja Vidic sem kom á frjálsri sölu frá United (takk Moyes) Sapher Taider og Dodo sem einhverju United menn muna að var orðaður við okkur fyrir nokkrum árum.

Rétt er að minnast á að leikurinn hefst klukkan 23:36 og er í beinni útsendingu á MUtv og Stöð 2 Sport 2.

AS Roma 2:3 Manchester United

skrifaði þann 26. July, 2014

Liðið leit svona út í fyrri hálfleik

Johnstone

Jones Evans Blackett

Valencia Cleverley© Mata Herrera James

Welbeck Rooney

Roma liðið: Skorupski; Calabresi, Benatia, Romagnoli, Emanuelson; Uçan, Keita, Paredes; Iturbe, Destro, Florenzi

Leikurinn var varla mínútu gamall þegar löng sending kom inn fyrir vörn United, Destro stakk Blackett og Evans af, vippaði yfir lélegt úthlaup Johnstone, boltinn skoppaði inn í markteig og á einhvern ótrúlegan hátt var skoppið nógu mikið til þess að boltinn fór yfir slána. Gríðar vel sloppið þar. Roma pressaði áfram og Destro átti fljótlega aðra tilraun, beint yfir í þetta skiptið.

Leikurinn var nokkuð rólegur framan af, hitinn og hæðin hefur haft sitt að segja. Roma reyndi stungusendingar, en vörn United var betri í að halda línunni og fá rangstöðuna heldur en í færinu á fyrstu mínutunni. Það var hins vegar ljóst að Roma voru engir Galaxy og United gekk illa að ná upp spili og halda boltanum. Þegar Roma var með boltann voru þeir hins vegar sáttir við að sitja aftarlega og reyna að opna vörnina með löngum sendingum.

Louis van Gaal fékk sínu fram og það var tekið tveggja mínútna vatnshlé um miðjan hálfleikinn. rétt á eftir kom skásta færið í langan tíma, skot beint á Johnstone.

Það var lítið sem benti til þess að United myndi skora en enda kom það upp úr þurru á 36. mínútu. Rooney fékk boltann fyrir utan teig, tók hliðarhreyfingu og skotið í hina áttina og boltinn small í netinu. Glæsilegt mark.

Rétt á eftir átti Mata að bæta við þegar hann komst einn inn í teig en markvörðurinn varði vel slakt skot Mata. Hann hins vegar bætti fyrir það mínútu síðar. Rooney var á eigin vallarhelming, sendi langa sendingu inn í teig og þar var Mata, tók glæsilega á móti boltanum með fyrstu snertingu og í þetta sinn vippaði hann yfir markvörðinn.

Áður en hálfleikurinn var úti var United komið í þrjú núll og aftur var það Rooney. Í þetta sinn skoraði hann úr víti eftir að brotið var klaufalega á Welbeck sem var að komast í stungusendingu frá Rooney

Það er ljóst að Rooney ætlar ekkert að gefa eftir stöðu sína í liðinu þó að uppáhaldsþjálfari Robin van Persie sé mættur á svæðið, hann var sannarlega að sýna mikilvægi sitt fyrir liðið, þó hann væri lítt sýnilegur fyrsta hálftímann.

United gerði 9 breytingar í hálfleik eins og lofað var:

Amos

Smalling Michael Keane Blackett

Young Cleverley© Kagawa Lingard Shaw

Will Keane Nani

Leikurinn var nokkuð slakur í byrjun seinni hálfleiks allt fram að vatnspásu. Roma voru þó sprækari en okkar menn. Eftir vatnspásuna kom Hernandez inná fyrir Cleverley og Chris Smalling fékki fyrirliðabandið. Þá voru Lingard og Kagawa orðnir miðjumennirnir og vonandi að það verið ekki oft, enda fátt skemmtilegt að gerast.

En svipað og í fyrri hálfleik kom mark úr engu á 75. mínútu. Miroslav Pjanic sem var nýkominn inná var 10 metrum innan eigin vallarhelmings, leit upp, sá að Ben Amos var framarlega og tók sénsinn. Skot hans sveif yfir völlinn og þó að Ben Amos reyndi að bakka eins og hægt var smaug boltinn hárfínt undir slána. Glæsilegt mark.

Leikurinn var frekar dapur eftir þetta sem fyrr. Lingard tók aukaspyrnu úr vítateigshringnum, sem fór beint í vegginn, mjög slakt. Hinu megin bætti Amos fyrir markið ef einhverjum fannst hanne iga sök þar á með að verja hjólhestaspyrnu Castan glæsilega í stöng.

Á 89. mínútu fengu Roma víti fyrir hendi á Michael Keane, sem Totti gamli skoraði örugglega út. Dómurinn frekar harður, skotið í hendi Keane af stuttu færi.

En á endanum hafðist þetta í frekar slökum leik og þrjú stig í höfn í Guinness bikarnum.

AS Roma í Denver.

skrifaði þann 26. July, 2014

United er komið til Denver

Hm. Vitlaus Denver. En við þekkjum lagið.

Í278px-AS_Roma_logo_(2013).svg kvöld mætum við svo AS Roma í fyrsta leik Guinness International Champions Cup, enn einni tilrauninni til að gera fótbolta vinsælan í Bandaríkjunum með að flytja inn vinsæl lið. Og selja nokkrar treyjur. Leikið verður á Íþróttavörubúðarvellinum í Denver, 76 þúsund manna velli í 1600 metra hæð. Skv. alnetinu er enn hægt að fá miða á leikinn, en það er víst of seint að koma sér til Denver. Eftir að hafa rústað meðalslöku liði LA Galaxy sem hefði gefið einhverjum hugmyndir um að skreppa á næsta leik, má búast við erfiðari raun í kvöld.

AS Roma átti hreint prýðilegt tímabil síðasta vetur og kom liða mest á óvart. Þeir enduðu í 2. sæti í deildinni með 85 stig, sem engu að síður þýddi að þeir voru litlum 17 stigum á eftir yfirburðaliði Juventus. Það var þó að stórum hluta vegna þess að Roma gaf eftir eftir að Juve tryggði sér titilinn, síðustu þrír leikirnir töpuðust. Liðið byggði fyrst og fremst á sterku samspili, þeir voru með hæsta „posession“ hlutfall í deildinni. Að auki voru þeir með næst bestu vörnina og fína sókn.

Í sókninni voru þeir Gervinho, Mattia Destro og gamli maðurinn Francesco Totti atkvæðamestir. Fyrrverandi næstum-United leikmaðurinn Adem Ljajić er hörku kantmaður fyrir þá en hefur verið að koma inn af bekknum.

Á miðjunni er einn af þeim mönnum sem United hefur oft rennt hýru auga til gegnum árin ef trúa á slúðrinu, Daniele De Rossi og vörnin er næsta brasilísk, Leandro Castan, Maicon og Dodô voru allir með leikjahæstu mönnum.

Rudi García var nýr stjóri Roma fyrir tímabilið, Frakki sem hafði verið að stjórna ýmsum liðum í Frakklandi áður en hann fékk sénsinn og virðist hafa gripið hann höndum tveim, enda var hann einn af þeim sem nefndur var til sögunnar sem mögulegur stjóri United í vor.

En glögg augu hafa tekið eftir að tveir leikmenn eru enn ónefndir.

Kevin StrootmanKevin Strootman hefur verið á radarnum hjá United í mörg ár og slúðrið margoft búið að selja hann til Unied frá PSV. Í fyrra kom hann hins vegar á markaðinn. David Moyes vildi sem oft áður vita alltof mikið um leikmanninn, þorði ekki að taka sénsinn þó United vissi allt um hann fyrir og Strootman fór til Roma fyrir 17 milljónir. Evra. Það eru tæpar 15 milljónir punda. Nei, ég ætla ekki að bera það saman við önnur kaup í fyrra.

Skemmst er frá því að segja að Strootman sló í gegn. Gjörsamlega. Hann var besti maðurinn hjá Roma í fyrra, spilið sem var svo árangursríkt gekk allt í gegnum hann og á einhverjum lista sem eitthvað fyrirtæki tekur saman um áhrifamestu leikmenn Evrópu var hann í 5 sæti, á eftir Suarez, Messi, Zlatan og Ronaldo. Það eina sem á skyggði voru hnémeiðsli sem hlaut 9. mars. Þau bundu enda á tímabilið hjá honum og hann var ekki með á HM og verður líklega ekki með aftur fyrr en liðið er á haust.

Gæti verið að þetta hafi verið afdrífaríkustu mistök Moyes? Líklega bara. A.m.k. fyrir hann sjálfan. Nú er landsliðsþjálfari Strootman við stjórnvölinn á Old Trafford. Louis van Gaal veit allt um Strootman og á fréttamannafundi núna áðan var hann spurður um Strootman. Hann kvaðst aldrei tjá sig um einstaka leikmenn… en hélt svo samt áfram:

I never say anything about individual players. It is my vision that we talk about a team and not individual players.
Strootman I can judge, but he is injured for more than six months. We have to wait and see how he comes back.
It is not easy to say how he comes back from injury, but we will wait and see.

Semsé „við“ ætlum að bíða og sjá. Þannig að Kevin Strootman er enn á radarnum. Eina vandamálið er að núna mun hann kosta vel yfir 30 milljónir punda. Þannig að mestu mistök Moyes verða kannske leiðrétt. En þau yrðu þá dýrustu mistök, nei, líklega bara næst dýrustu mistök Moyes.

En það var ekki bara spurt um Strootman í gær. Það var lika minnst á annan leikmann Roma


Mehdi Benatia er 27 ára marókkoskur miðvörður sem var hornsteinn þessar annars brasilísku varnar Roma síðasta vetur. Á ofangreindum lista BSports er hann í 7. sæti, hvorki meira né minna. Benatia er fæddur í Frakklandi, lék þar víða áður en hann fór til Udinese og síðan til Roma í fyrra á tæpar ellefu milljónir punda. Nafn hans hefur af og til dúkkað upp í slúðrinu en oftar sem möguleika en því að United hafi áhuga. Miðað við að Van Gaal ætlar að spila með þrjá miðverði er kýrskýrt að við kaupum einn slíkan í sumar. Spurningin er hvort að Benatia sýni sínar bestu hilðar í kvöld?

Eftir flugeldasýninguna aðfaranótt fimmtudags vonumst við auðvitað eftir jafn góðum leik í dag. Van Gaal gaf það skýrt út í gær að Tom Cleverley og Tyler Blackett muni spila allan leikinn en að öðru leyti verði skipt um lið í hálfleik.

Það er því frekar til lítils að spá um lið, en þó er vitað að Rafael haltraði af æfingu í gærkvöld, meiddur í nára og verður ekki með í kvöld. Javier Hernandez mun án efa koma við sögu sem og Nick Powell sem kom til Bandaríkjanna í vikunni.

Það verður fróðlegt að vita hvort Wilfried Zaha fær tækifærið sem hann fékk ekki á fimmtudags­morgun. Saga kom frá James Ducker, blaðamanni Times í gær um að á undirbúningstímabilinu hefðu leikmenn verið látnir vita á föstudegi að þeir þyrftu ekki að koma til æfinga á laugardeginum nema þeir vildu. Aðeins einn leikmaður sat heima, Zaha. Eftir efasemda­raddir síðasta vetur bæði frá United og Cardiff um að hann væri ekki með hausinn alveg í lagi, þá er þetta ekki rétta aðferðin til að hrífa nýjan þjálfara.

Leikurinn hefst kl. 20:06 að íslenskum tíma og er í beinni á Stöð 2 Sport 2.

LA Galaxy 0:7 Manchester United

skrifaði þann 24. July, 2014

Þetta var ekki flókið.

Fyrsta byrjunarlið Louis van Gaal var svona:

Screen Shot 2014-07-24 at 02.23.33

Á bekknum voru allir leikmenn sem fóru með í þessa ferð fyrir utan Chicharito sem mætti til leiks á þriðjudaginn.

Lesa meira