Evrópudeildin

Úrslitadagur – Stemmning í Stokkhólmi

Það er úrslitadagur. Stemmningin í Stokkhólmi er góð en er vissulega lituð af fjöldamorðinu í Manchester á mánudagskvöld. Stuðningsmenn United eru ekki eins glaðir og kátir og venjulega en gera engu að síður sitt til að hita upp fyrir slaginn í kvöld.

Fréttir af liði United eru að allir séu afskaplega slegnir og það er spurning hversu mjög það mun koma til að hafa áhrif á liðið í kvöld. Við vonum það besta en mikilvægi leiksins er orðið minna í hugum fólks heldur en það var fyrir 36 tímum síðan. Lesa meira

Evrópudeildin

Evrópuúrslitaleikur framundan – Ajax bíður á Vinavangi

Í dag hugsum við öll með hlýhug til Manchesterborgar og vottum samúð sína vegna hryðjuverkaárásarinnar í gærkvöldi.

En jörðin snýst áfram, veröldin heldur áfram og fótboltinn líka. Á morgun kl 18:45 leikur Manchester United sinn sjöunda úrslitaleik í Evrópukeppni, 4 hafa unnist, tveir hafa tapast. Af þeim verðlaunagripum sem ensk lið hafa keppt um hafa lið United síðustu 139 árin hampað öllum. Utan eins. Þess stærsta að þyngd og umfangi. Lesa meira

Evrópudeildin

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar – fyrri úrslitaleikir og leiðin til Stokkhólms

Loksins er löngu og erfiðu deildartímabili lokið, fullu vonbrigða, en eftir er einn leikur sem mun skilgreina þetta tímabil Manchester United þegar litið verður til baka. United fer til Stokkhólms til að sækja eina meiriháttar bikarinn sem vantar í bikarasafnið á Old Trafford.

Það má vera að Evrópudeildin sé litli ljóti bróðir Meistaradeildarinnar en við spyrjum ekkert að því þessa vikuna. United er í úrslitum í Evrópukeppni og því ber að fagna. Lesa meira