• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

United 0 – 0 Southampton

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 12. mars, 2023 | 5 ummæli

Byrjunarliðið United gegn Southampton var aðeins sóknarsinnaðra en við höfum vanist frá  Ten Hag. Það virtist vera 4-1-4-1 með þá Antony, Fernandes, Weghorst, Sancho og Rashford alla inn á og væntanlega eru eitthvað flæðandi í þessum framliggjandi stöðum. Casemiro fékk engan Fred, Sabitzer eða McTominay með sér inn á miðjuna, þá fékk Aaron Wan-Bissaka traustið.

 

Byrjunarliðin

United:

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
25
Sancho
27
Weghorst
8
Fernandes
21
Antony
10
Rashford

Bekkur: Heaton, Maguire, Malacia, Dalot, Fred, Pellistri, McTominay, Mainoo, Garnacho

Southampton

31
Bazunu
15
Perraud
37
Bella-Kotchap
35
Bednarek
2
Walker-Peters
45
Lavia
8
Ward-Prowse
20
Sulemana
26
Alcaraz
32
Walcott
10
Adams

 

Fyrri hálfleikur

Fyrri hálfleikur byrjaði hálf rólega og ekkert almennilegt færi hafði litið dagsins ljós á fyrstu 15. mínútum leiksins. Kyle Walker-Peters hafði átt skot í byrjun leiks en það fór beint á De Gea og var alltaf frekar hættulítið. En eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik fékk Rashford ágætt færi, átti skot úr frekar þröngri stöðu sem Bazunu varði vel. Áfram hélt leikurinn ekki að bjóða upp á mörg færi, á 24. mínútu fékk Theo Walcott, já hann er enn að spila, fínt skallafæri sem De Gea varði vel enda á ekki að vera boðlegt að fá á sig skallamark frá Walcott. Nokkrum mínútum seinna fékk Sulemana fínt færi eftir að hafa stungið Wan-Bissaka af var Ganverjinn kominn inn á teig en skot hans í Varane sem gerði vel. Á 30. mínútu fékk Weghorst fínt skallafæri eftir að sending frá Luke Shaw fór yfir Bella-Kotchap en Weghorst klaufi og gerði ekki ráð fyrir boltanum.

 5 mínútum síðar sóttu Southampton, Casemiro renndi sér á boltann en braut á Alcaraz í leiðinni, Taylor gaf Casemiro gult spjald fyrir tæklinguna. Anthony Taylor fékk þó skilaboð að fara í VAR skjáinn og eftir nánari skoðun ákvað Taylor að taka til baka gula spjaldið og senda Casemiro í sturtu. Svekkjandi, svosem hægt að réttlæta rautt en algjört óvilja verk hjá Casemiro og brasilíumaðurinn óheppinn. James Ward-Prowse tók aukaspyrnuna, boltinn fór í vegginn og rétt framhjá markinu. Nokkrum mínútum síðar fékk United aukaspyrnu sem Bruno slengdi inn í teiginn þar var Varane mættur en Bazunu varði vel. Á 44. mínútu gerði Ten Hag loks breytingu, McTominay kom inn á í stað Weghorst, United hafði þó verið talsvert betri aðilinn eftir bottvik Casemiro og haldið boltanum ágætlega manni færri. Lítið annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum, eftir rauða spjaldið vildu United menn þó tvisvar fá vítaspyrnu fyrra atvikið var þegar Walker-Peters tæklaði Bruno en virtist þó hafa náð boltanum eitthvað þó hann hafi klárlega farið fyrst í Bruno. Seinna atvikið fannst undirrituðum talsvert meiri vítaspyrna, en þá stoppaði Bella-Kotchap boltann með hendinni þannig að boltinn barst ekki til Weghorst sem var í fínu færi. Bella-Kotchap er að detta og er að setja hendina niður sem stuðning en hún virtist vera talsvert frá líkamanum og var ekki komin á jörðina.

Svekkjandi fyrri hálfleikur, United voru ágætir en voru með smá mislagða fætur þegar á vallarhelming Southampton var komið og náðu að skapa sér frekar lítið. Rauða spjaldið á Casemiro gerir leikinn enn erfiðari fyrir United en liðið var þó miklu betri en Southampton þrátt fyrir að vera manni færri. Það var eins og rauða spjaldið hefði kveikt í leikmönnum United. Anthony Taylor var þó ekkert að hjálpa United með því að sleppa því að dæma víti í fyrri hálfleik.

 

Seinni hálfleikur

Seinni hálfleikur byrjaði talsvert rólega en efttir þriggja mínútna leik komst Walker-Peters upp að endamörkum. Sending hans fór af Scott McTominay sem var við það að skora sjálfsmark eftir að hafa sett fótinn í boltann, Wan-Bissaka var þó mættur á línuna og bjargaði hreinlega marki. Á 52. mínútu fengu Southampton aukaspyrnu fyrir utan teig, það er bara einn maður sem kemur til greina þegar Southampton fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, James Ward-Prowse. Ward-Prowse setti boltann ofan á þverslána, United heppnir. United lágu aðeins til baka og Southampton áttu í erfiðleikum með að búa til færi, Shaw fékk fínt færi eftir hraða sókn en Walker-Peters bjargaði í horn. Upp úr horninu fékk Southampton hraða sókn, Walcott slapp alveg einn inn fyrir. Martinez elti hann uppi en Walcott náði máttlausu skoti sem De Gea blakaði í horn. Á 67. mín átti Bruno mjög gott skot fyrir utan teig en Bazunu varði skotið í innanverða stöngina og út.

Fimm mínútum síðar gerði Ten Hag tvöfalda skiptinu, Pellistri og Garnacho komu inn á fyrir Sancho og Antony. Leikurinn hélt áfram að vera endanna á milli en samt lítið um opin færi, United að spila ágætlega verandi manni færri. Þegar 90 mínútur voru liðnar komu Fred og Maguire inn á fyrir Martinez og Garnacho, Garnacho hafði meiðst eitthvað nokkrum mínútum fyrr vonandi ekki of alvarlegt. Liðin héldu áfram að mása og blása en færi af skornum skammti og eftir 5 mínútna uppbótartíma flautaði Anthony Taylor leikinn af og markalaust jafntefli staðreynd.

 

Ég veit ekki hvað er hægt að segja eftir þennan leik, 11 á móti 11 þá hefði United alltaf unnið þennan leik, ég er sannfærður um það. Rauða spjaldið á Casemiro er fyrst og fremst svekkjandi, þá er líka alveg galið að United hafi ekki fengið a.m.k. eina vítaspyrnu í leiknum.

Anthony Taylor má alveg taka fína pásu frá því að dæma United leiki, kannski það þurfi að heyra í Arsenal og spyrja hvernig þeir hentu Lee Mason í burtu. Leikurinn sjálfur var frekar skrítinn hann var líflegur og endana á milli en samt er ekki eins og liðin hafi verið að fá urmul góðra færa. Oftast þegar United komst í fína stöðu á vellinum þá virtust leikmennirnir fá mislagða fætur og sóknin rann út í sandinn. Það er alveg uppörvandi þó að liðið hafi ekki gefist upp eftir rauða spjaldið, þá voru þeir ekkert verri en Southampton, sem segir kannski meira um hversu lélegir Southampton eru.

 

Að lokum

Þessi leikur var einstaklega frústrerandi, Casemiro á leið í fjögurra leikja bann, Anthony Taylor ákvað að United mætti ekki vinna, Garnacho meiddist og Southampton voru í afskaplega ljótum búningum. Það verður þó kannski að virða punktinn, United situr enn þægilega í þriðja sæti, tveimur stigum á undan Tottenham sem hefur þó leikið einum leik meira. Næst er það seinni leikurinn gegn Betis á Spáni, Casemiro fær a.m.k. að spila þann leik, svo er það heimaleikur gegn Fulham í FA Cup næstu helgi. Næsti leikur í ensku úrvalsdeildinni er 2. apríl á St. James’ Park í Newcastle.

Það er bara næsti leikur!

 

Svo legg ég til að Anthony Taylor biðjist afsökunar á að hafa gleypt flautuna sína og verið almennt óþolandi.

5
Enska úrvalsdeildin

Djöflar gegn Dýrlingum

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 11. mars, 2023 | 1 ummæli

Á morgun, sunnudaginn 12. mars klukkan 14:00, mun United taka á móti Southampton á Old Trafford í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa verið slegnir all hressilega niður á jörðina síðustu helgi þá svaraði liðið mjög vel fyrir sig gegn Real Betis í miðri viku, 4-1 sigur á Old Trafford og miðinn í 8-liða úrslit evrópudeildarinnar nánast tryggður (7,9,13). Dýrlingarnir í Southampton sitja á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 21. stig. Liðið tapaði gegn Leeds 1-0 í ensku úrvalsdeildinni 25. febrúar, liðið lék þá gegn Grimsby í FA bikarnum 1. mars og tapaði 2-1. Liðið vann svo síðasta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni gegn Leicester síðustu helgi 1-0.

Það er nánast óþarfi að segja það en þessi leikur er skyldusigur, þrátt fyrir að United ætti að sigra Southampton talsvert þægilega, þá hafa Southampton verið að sækja stig gegn stærri liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er búið að vinna Chelsea tvisvar, City einu sinni, hafa sótt stig gegn Arsenal á tímabilinu. James Ward Prowse er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk og ég biðla til United leikmanna að sleppa því að brjóta af sér í ákjósanlegri skotstöðu fyrir Ward-Prowse.

United liðið var óbreytt milli Liverpool leikjarins og Betis leikjarins, kannski skynsamlegt að leyfa mönnum að girða sig sjálfa í brók. Maður fær smá á tilfinninguna að sumir United leikmanna séu orðnir dálítið lúnir á löngu og ströngu leikjaprógrammi og kannski líklegt að Ten Hag hvíli 1-2 leikmenn annað hvort um helgina eða í leiknum í bikarnum næstu helgi. En Ten Hag hvílir aldrei leikmenn, hann gæti mögulega tekið Casemiro og Rashford ef United er í góðri stöðu gegn Southampton. Það er alltaf vesen að mæta liðum sem eru að berjast fyrir lífi sínu og því mikilvægt að United mæti strax til leiks en ekki bara til síðari hálfleiks eins og hefur komið fyrir talsvert oft á tímabilinu.

 

Líkleg byrjunarlið

United:

Ég ætla bara að spá sama liði og gegn Betis, kannski kemur Wan-Bissaka inn á fyrir Dalot en annars held ég að Ten Hag haldi sig við þetta byrjunarlið.

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
20
Dalot
18
Casemiro
17
Fred
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

 

Southampton

Ég hef ekki mikið að segja um lið Southampton nema fylgist með hinum 19 ára Lavia á miðjunni hann er mjög skemmtilegur. Gæti verið fínn miðjukostur, sérstaklega ef Southampton fellur.

31
Bazunu
2
Walker-Peters
37
Bella-Kotchap
35
Bednarek
3
Maitland-Niles
45
Lavia
8
Ward-Prowse
20
Sulemana
24
Elyounoussi
32
Walcott
10
Adams

 

Að lokum

Tölfræði liðanna á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni
Leikir á milli liðanna í ensku úrvalsdeildinni
1
Evrópudeildin

Manchester United 4:1 Real Betis

Björn Friðgeir skrifaði þann 9. mars, 2023 | 12 ummæli

Liðið sem hóf leik á sunnudaginn fékk tækifærið til að reka af sér slyðruorðið, Ten Hag stillti upp óbreyttu liðði

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
20
Dalot
17
Fred
18
Casemiro
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
10
Rashford

Varamenn: Butland, Heaton, Lindelöf, Maguire, Malacia (65′), Wan-Bissaka (45′), Mainoo, McTominay (82′), Pellistri (82′), Elanga, Garnacho, Sancho (65′)

Lið Betis

Bravo
Abner
Felipe
Pezzella
Sabaly
Rodríguez
Carvalho
Juanmi
Joaquin
Henrique
Pérez

Wout Weghorst setti boltann í netið með kassanum strax á fjórðu mínútu en Fred var rangstæður þegar hann fékk boltann áður enn hann gaf á Wout. Þetta kom þó ekki að sök því það var tveimur mínútum síðar að United kom í hraða skyndisókn eftir að Betis hafði ógnað en misst boltann. Bruno var með boltann hægra meginn, gaf inn á teiginn, Felipe kom tá í boltann og féll við, boltinn fór beint á Rashford sem fór létt framhjá Felipe og þrumaði yfir Bravo í markinu.

1-0 strax á sjöttu mínútu.

Embed from Getty Images

United stóð svo af sér áhlaup Betis og tók svo aftur á leiknum. Weghorst átti ágætt færi, skot framhjá og við endursýningu sást að boltin sleikti varnarmann, og rétt síðar kom Bravo vel út og bjargaði þegar Rashford komst inn í slæma sendingu varnarmanns.

United voru almennt betri og ógnuðu í öllum sóknum en Betis varðist vel. Sóknir Betis voru færri og ekki sérlega beittar. Engu að síður náðu þeir að refsa United þegar Ajoze Perez fékk boltann aleinn utarlega í teig, tók skotið og í fjær stöng og inn. Slök dekkning þar og alger óþarfi. Jafnt eftir rétt rúman hálftíma.

Leikurinn var í svipuðum gír, United betri, Betis sótti samt, og undir lok hálfleiks var Betis næstum búið að skora, De Gea gaf boltann beint út á Juanmi, sending inn á Perez sem skaut í Fernandes sem kom á skriðtæklingu, boltinn í boga framhjá De Gea og í stöngina út. Þar slapp De Gea vel, búinn að vera skelfilegur að gefa boltann í leiknum.

Í hálfleik kom Wan-Bissaka inn á fyrir Dalot og United sótti að mestu og eftir sex mínútur kom markið. United sótti upp, Fernandes tók snúning og gaf út á Antony sem gerði hvað? Jú setti boltann yfir á vinstri, sveiflaði fætinum og boltinn snerist í markið fjær. Einhvers staðar í Hollandi situr Arjen Robben og hugsar um það hvort ekki mætti sækja um höfundarlaun.

Embed from Getty Images

Pellegrini var um það bil að taka tvöfalda skiptingu en fyrst tók United horn. Luke Shaw sveiflaði boltanum rétt yfir fremsta mann og Bruno kom alveg óvaldaður og skallaði inn. 3-1 og ekki átta mínútur liðnar af seinni hálfleik.

Embed from Getty Images

Áfram hélt þetta, frábær sending Bruno inn á Antony sem hefði bara þurft að renna boltanum til hliðar á samherja en reyndi sjálfur að vippa yfir Bravo og boltinn fór yfir. Erfitt fyrir senter að sleppa svona tækifæri en verður að kalla þetta mistök.

Embed from Getty Images

Rashford og Sancho fengu svo hvíld, skynsamlegt, en United réði nú lögum og lofum. Wout Weghorst var sem fyrr alveg lánlaus, þegar Felipe átti misheppnaða hreinsun komst Weghorst í boltann en Felipe komst fyrir skotið og það endaði í höndunum á Bravo. Rétt á eftir rann Carvalho til, Weghorst hirti boltann, gaf innfyrir á Antony sem var aðeins of fljótur á sér og skotið ekki nógu gott og Bravo varði vel.

Svo voru það Pellistri og McTominay sem komu inná fyrir Antony og Fred og þeir létu strax að sér kveða. United átti horn og Pellistri fékk boltann og snéri af sér tvo varnarmenn og fór upp að endamörkum, gaf út í teiginn, McTominay skaut, Bravo varði og loksins loksins skoraði Wout Weghorst á Old Trafford. Prýðileg afgreiðsla.

United hefði jafnvel getað bætt við, Betis var alveg heillum horfið eins og liðið hafði verið allan seinni hálfleikinn en 4-1 voru lokatölur og seinni leikurinn næstum formsatriði.

12
Evrópudeildin

Real Betis á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 8. mars, 2023 | Engin ummæli

You are never gonna keep me down
I get knocked down, but I get up again
You are never gonna keep me down
I get knocked down, but I get up again
You are never gonna keep me down
I get knocked down, but I get up again
You are never gonna keep me down

Við fengum víst ekki stig í deildinni um síðustu helgi en hitt er líka víst að það er ekki stigafrádráttur sama hver úrslitinu eru þannig það skiptir minnstu núna. Næsta verkefni bíður, Real Betis Balompié, eða Real Betis, eða bara Betis kemur í heimsókn á Old Trafford í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem við mætum Betis, því á meðan athygli heimsins beindist að Katar skruppu eftirsátar United til Spánar og kepptu meðal annars við Betis. Liðið sem mætti Betis 10. desember síðastliðinn var svona: De Gea; Williams, Lindelöf, Mengi, Wan-Bissaka; Elanga, Zidane, McTominay, Hansen-Aaröen Garnacho; Martial. Af þessum má aðeins bóka De Gea í byrjunarliðið á morgun og því ekki mikið að marka eitt núll tapið sem þá var. Reyndar eru ekki mikið fleiri Betis leikmenn sem voru þá en eitthvað. Þetta var enda æfingaleikur og mikið skipt inn á. Nóg um það.

Real Betis Balompié

Byrjum á gestunum og kannske fyrst þekktasta andlitinu sem mætir á Old Trafford á morgun:
Embed from Getty Images

Já þjálfari Betis er gamli granninn Manuel Pellegrini. Þetta er þriðja tímabil hans með liðið og honum hefur bara gengið þokkalega. Fyrsta veturinn endaði liðið í sjötta sæti og komst í Evrópudeildina og í fyrra bættu þeir um betur og voru í fimmta sæti, sem er einmitt sætið sem liðið situr í í dag.

Betis vann riðil sinn í Evrópudeildinni í haust, unnu alla leiki nema einn, gerðu jafntefli á heimavelli gegn Roma eftir að hafa unnið leikinn í Róm, og verður að teljast ágætt hjá þeim. Þeir eru á sínum stað ef svo má segja í deildinni og gerðu markalaust jafntefli gegn Real Madrid um helgina á heimavelli. Pellegrini hvíldi þar einn af sínum mikilvægustu mönnum, Sergio Canales sem var næstum tilbúinn eftir meiðsli en Pellegrini ákvað að United leikurinn yrði mikilvægari, Canales hefur æft í vikunni og verður með á morgun. Þetta er ekki síður mikilvægt fyrir Betis fyrir þá staðreynd að annar mikilvægur leikmaður, Nabil Fekir, er frá út tímabilið eftir nýleg krossbandsslit.

Bravo
Miranda
Felipe
Pezzella
Sabaly
Rodríguez
Canales
Pérez
Rodri
Ruibal
Iglesias

Þetta er spá fyrir liðið, og ef við lítum yfir það stöldrum við fyrst við gamla brýnið Claudio Bravo í marki, sem er rétt ókominn á fimmtugsaldurinn. Í vörninni er meðal annara Germán Pezzella sem er heimsmeistari með Argentínu, kom inná í framlengingunni í úrslitaleiknum. Á miðjunni stöldrum við við William Carvalho sem var næstum því jafn oft orðaður við United fyrir nokkrum árum og Wesley Sneijder. Carvalho fór til Betis fyrir fimm árum og hefur staðið sig þokkalega þar, en líklega ekki þannig að United þurfi að hafa eftirsjá. Fremstur er svo Borja Iglesias, sem hefur ekki verið mikill markaskorari, en gekk nokkuð vel á síðasta ári, skoraði 20 mörk á almanaksárinu, fékk tækifæri í einum landsleik, en var ekki tekinn með til Katar

Það er því alveg óþarfi að afskrifa Betis, enda koma þeir inn í leikinn vel stemmdir eftir ágæt úrslit

Manchester United

Hvað skal segja? Hvernig skal velja liðið?

Stóra spurningin er hverjir fá á baukinn eftir ófarir helgarinnar, og hverjir ekki? Hverjum skal treysta? Aðeins Ten Hag getur svarað því.

Casemiro gæti verið að glima við meiðsli, sem og Victor Lindelöf, Raphaël Varane og Luke Shaw, Það gæti orðið ves. Marcel Sabitzer verður áreiðanlega frá. Martial er víst koma til, kannske kemst hann á bekkinn. Vonum samt það besta með alla þessa og spáum þessu svona.

1
De Gea
12
Malacia
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
17
Fred
18
Casemiro
25
Sancho
8
Fernandez
21
Antony
10
Rashford

Leikurinn er kl átta annað kvöld og dómarinn er þýskur, Daniel Siebert.

0
Enska úrvalsdeildin

Liverpool 7:0 Manchester United

Ritstjórn skrifaði þann 5. mars, 2023 | 7 ummæli

 

Embed from Getty Images

Efnisorð: Leikskýrsla Leikskýrslur Liverpool 7
  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Go to page 4
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 407
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress