• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

Manchester United 1:0 Watford

Björn Friðgeir skrifaði þann 9. janúar, 2021 | 4 ummæli

Það er varalið sem tekur á móti Watford  en bekkurinn er sterkur

26
Henderson
27
Telles
38
Tuanzebe
3
Bailly
33
Williams
39
McTominay
34
Van de Beek
21
James
8
Mata
14
Lingard
11
Greenwood

Varamenn: De Gea, Maguire 45′, Wan-Bissaka, Bruno, Fred, Matic 79′, Ighalo, Martial 66′, Rashford 66′

Það tók ekki langan tíma fyrir þetta varalið að komast yfir, Daniel James komst í gott færi á fjórðu mínútu sem var varið, og úr horninu skoraði fyrirliði dagsins, Scott McTominay með flottum skalla sem fór í jörðina og síðan í stöng upp við vinkil og inn, óverjandi.

Embed from Getty Images

United hélt uppi stöðugri pressu, komust hvað eftir annað inn í teig með fjölda sóknarmanna en var ekki búið að bæta við þegar Watford fékk allt í einu prýðisfæri. Masina komst í boltann eftir aukaspyrnu, Henderson blokkaði skotið vel og það var á leiðinni framhjá þegar Tuanzebe hreinsaði.

United hélt uppteknum hætti annars, pressaði stíft en það var þó ekki alveg laust við að Watford gæti sótt. Það var þó oftast auðvelt fyrir vörn United að stöðva það en eftir því sem leið á hálfleikinn komst Watford betur og betur inn í leikinn. Þegar hálftími var liðinn varð alls kyns darraðardans inni í teig eftir horn, Watford fékk síðan tvö í viðbót og loks var dæmd rangstaða. Ekki alveg nógu traust þó ekki hafi neitt orðið úr því í þetta sinn.

Það verður síðan að segjast sem var að Watford réði leiknum næstu tíu mínúturnar. Þeir nýttu það þó ekki og United komst aftur inn í leikinn og Juan Mata átti að skora þegar hann var kominn í gegn eftir frábæra hælsendingu Donny van de Beek en Bachmann varði mjög vel.

Embed from Getty Images

Dean Henderson var búinn að vera þokkalega öruggur en aðeins of ákafur stundum, tók tvisvar á rás út að hliðarlínu að reyna að komast í boltann gegn sóknarmanni, náði boltanum í annað skiptið en í hitt skiptið var næstum orðin hætta við markið, Bailly náði þó að hreinsa. Síðan rétt fyrir hlé fór hann út í bolta og hamraði hnénu í höfuð Eric Bailly. Bailly er alveg nógu brothættur þó ekki sé reynt að drepa hann og hann haltraði illa vankaður af velli.

Embed from Getty Images

Solskjær ætlaði að reyna að bíða en Watford sótti og fékk horn og þá tók hann enga sénsa og sendi Maguire inná. Hornið var slakt og United hreinsaði og með það var blásið til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var aðeins minna líflegur. United sótti eitthvað en ógnin var lítil. Ekki bar mikið á Mason Greenwood og Dan James er Usain Bolt, fljótur og áhugasamur um fótbolta en ekki alveg með það sem þarf til að vera nógu góður.

Solskjær ákvað þá að hrista aðeins upp í þessu og gerði sjaldgæfa tvöfalda skiptingu um miðjan hálfleikinn, Martial og Rashford komu inná og Dan James og Mason Greenwood fóru útaf. Þetta breytti nú ekki of miklu þó Rashford ætti góðan sprett tíu mínútum fyrir leikslok, sem endaði með að Bachmann varði skotið.

Síðasta skiptingin var síðan að Matic kom inná fyrir Lingard til að þétta miðjuna

Það var sem sé afskaplega tíðindalítið allan seinni hálfleikinn og viðbótartíminn leið með aukaspyrnum fyrir bæði lið sem hvorug var nýtt á skynsaman hátt og United er komið í fjórðu umferð.

4
Enska bikarkeppnin

United tekur á móti Watford í enska bikarnum

Magnús Þór skrifaði þann 8. janúar, 2021 | Engin ummæli

Í kjölfarið á afgerandi og sanngjörnu tapi gegn Manchester City í Carabao bikarnum þá er komið að næsta bikar. Manchester United hefur ekki unnið bikarinn síðan 2016 gegn Crystal Palace í síðasta leik Louis van Gaal með liðið. Eins og frægt er orðið þá hefur United tapað í  fjórum undunúrslitaleikjum í röð. En þar sem frekar langt er í þá stöðu í þessari keppni og Evrópudeildinni. Þar af leiðandi má gera sér vonir um sigur gegn Watford liði sem hefur átti betri daga.

Eins og fram hefur komið í fréttum verður Facundo Pellistri ekki með annað kvöld eftir að hafa greinst með Covid-19 í dag. Svekkjandi fyrir drenginn sem hefur verið að æfa vel og átt fína spretti með U-23 liði United. Einnig er bakvörðurinn efnilega Ethan Laird á leiðinni til MK Dons á láni út tímabilið. Edinson Cavani tekur út lokaleikinn í þriggja leiki banninu. Svo eru þeir Phil Jones og Marcos Rojo á meiðslalista og eru einnig taldir á leiðinni frá félaginu núna í janúar. Undirritaður vonast til að Bruno Fernandes fái frí en hann var bara skugginn af sjálfum sér gegn City í vikunni.

Líklegt lið

26
Henderson
27
Telles
5
Maguire
3
Bailly
24
Fosu-Mensah
34
van de Beek
31
Matic
21
James
8
Mata
11
Greenwood
9
Martial

Leikurinn hefst klukkan 20:00

Efnisorð: Upphitun Watford 0
Djöflavarpið

89. þáttur – Á United að kaupa Jack Grealish?

Magnús Þór skrifaði þann 7. janúar, 2021 | Engin ummæli

Maggi, Björn og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Aston Villa og Manchester City. Einnig ræddum við fráfall fyrrverandi stjórans litríka Tommy Docherty, ráðningu Darren Fletcher, kaupin á Amad Diallo og veltum því fyrir okkur hvort United eigi að festa kaup á Jack Grealish.

Upphitunin fræga

Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:

Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:

Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í Apple Podcasts
Gerast áskrifandi í öðrum forritum

MP3 niðurhal: 89. þáttur

Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.

Efnisorð: Amad Diallo Anthony Martial Aston Villa Bruno Fernandes Darren Fletcher Donny van de Beek Jack Grealish Manchester City Marcos Rojo Moises Caicedo Paul Pogba Tommy Docherty 0
Enska deildarbikarkeppnin

Manchester United 0:2 Manchester City

Björn Friðgeir skrifaði þann 6. janúar, 2021 | 7 ummæli

Bæði lið stilltu upp sterkum liðum

26
Henderson
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
6
Pogba
39
McTominay
18
Bruno
10
Rashford
9
Martial

Varamenn: De Gea, Telles, Bailly, Tuanzebe, James, Mata, Matic, Van de Beek, Greenwood

Steffen
Zinchenko
Dias
Stones
Cancelo
Gündogan
Fernandinho
Foden
De Bruyne
Mahrez
Sterling

Leikurinn byrjaði á afskaplega skemmtilegu sjálfsmarki City, Steffan varði skot frá Rashford og boltinn fór af varnarmanni og lak í netið. En því miður hafði Rashford verið rangstæður þannig þessi skemtun var til lítils. City var annars meira með boltann og Gündogan setti boltann í netið líka en var sömuleiðis rangstæður.

Þetta var nokkuð opið og næsta færið var United megin, varamarkmaðurinn Steffan þurfti að skutla´sér nokkuð fimlega til að verja skot Fernandes í horn.

Hinu megin var svo komið að Kevin de Bruyne, skot hans utan teigs small í stöng, leikurinn var svo opinn að jaðraði við að hægt væri að kalla þetta kaos. Þetta var í það minnsta miklu meira fjör en síðasti leikur þessara liða.

United pressaði City mjög framarlega og á köflum var það að gana mjög vel, en opnaði auðvitað möguleika fyrir City að komast framhjá pressunni og í færi. Á hinn bóginn var United liðið ekki hrætt við að bakka vel ef City hélt boltanum og verjast mjög aftarlega.

Seinni hálfleikurinn byrjaði sömuleiðis fjörlega og City komst yfir á 51. mínútu. Foden tók aukaspyrnu frá vinstri og boltinn fór inn á teiginn framhjá öllum og fór svo í lærið á John Stones sem vissi ekkert alltof mikið af því en inn fór boltinn. 1-0 fyrir City. Frekar ólánleg varnarvinna þar.

City var mun líklegra næstu mínúturnar á eftir og Dean Henderson var vel á verði í markinu sérstaklega þegar hann varði þrumuskot Mahrez utan af velli.

Þá tók við smá frískur kafli frá United án þess að úr yrði mikil hætta. Þó möguleiki væri á fimm skiptingum var hvorugt lið búið að nýta svo mikið sem eina þrátt fyrir að það hefði verið góður hraði í leiknum.

United sótti áfram en ein af meginástæðum þess að liðinu gekk illa að vinna á City var að Bruno Fernandes gekk illa að hafa áhrif á leikinn, var langt frá sínu besta.

En United galt fyrir bitleysið og City innsiglaði sigurinn, Wan-Bissaka skallaði frá eftir horn, beint á Fernandinho sem skoraði með skoti utan teigs, neðst í markhornið, óverjandi fyrir Henderson þó ekki væri það fast.

Skipting hjá United kom loksins á 87. mínútu þegar Donny van de Beek kom inná fyrir Fred en það breytti engu.

Tap var niðurstaðan og sanngjarn sigur City

7
Enska deildarbikarkeppnin

Undanúrslit deildarbikarsins

Björn Friðgeir skrifaði þann 5. janúar, 2021 | Engin ummæli

Eitt af því fáa sem gefið var eftir þegar þetta seinkaða tímabil var sett upp var tvöföld umferð í undanúrslitum deildarbikarins, eða Carabao bikarsins eins og hann heitir eftir orkudrykk sem fæst okkar þekkja.

Það verður því leikið til þrautar á Old Trafford annað kvöld kl 19:45 þegar Manchester City mætir, með framlengingu og vítakeppni eftir þörf. En af því að reglur eru gerðar til að breyta þeim þá var í vikunni ákveðið að leyfa fimm skiptingar í leiknum.

En að slíkum formsatriðum frátöldum, hvað gerist á morgun. Einhvern tímann hefði deildarbikarinn verið láta mæta algerum afgagni en því verður ekki að heilsa á morgun. Fyrir það fyrsta er Manchester City í heimsókn og það er ekki hægt að leyfa þeim að komast endalaust upp með allt. Að vinna City í deildarbikarnum er vissulega ekki stærsta skráveifa sem hægt er að gera þeim en City hefur eignað sér bikarinn svo síðustu ár með þremur sigrum í röð og fimm af síðustu sjö, að sigur á morgun gæti pirrað. En það sem skiptir meira máli og Ole Gunnar hefur talað um undanfarið er að það er kominn tími til að United liðið læri að vinna titla. Á síðasta tímabili heltist liðið úr bikurum þrívegis í undanúrslitum og það er lexía sem þarf að læra af.

Við megum því alveg búast við þokkalega sterku liði á morgun þó vissulega sé mikilvæg törn framundan í deild og bikar.

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
3
Bailly
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
31
Matić
10
Rashford
18
Bruno
21
James
9
Martial

Dean Henderson hefur verið treyst í markinu og verður það áfram. Annars leyfi ég mér að giska á sterkt lið. Edinson Cavani er auðvitað í banni og einhverjar hrókeringar verða fleiri en ég býst frekar við því að það verði breytingar fyrir Watford leikinn í bikarnum á laugardaginn.

Manchester City

City hefur orðið fyrir COVID-19 hremmingum og Ederson, Gabriel Jesus, Kyle Walker, Ferran Torres, Eric Garcia og Tommy Doyle voru allir frá um helgina móti Chelsea vegna sýkingar eða einangrunar og verða líklega ekki með á morgun þó er möguleiki að Jesus og Walker verði með, þar sem þeir ljúka einangrun í dag. Einnig má búast við að Aymeric Laporte og Nathan Aké verði áfram frá vegna smávægilegra meiðsla. United hefur fengið tveimur dögum meiri hvíld en City og þetta gæti því reynst þeim smá erfitt þó þeir hafi unnið góðan sigur á Chelsea um síðustu helgi

Steffen
Mendy
Stones
Dias
Cancelo
Fernandinho
Gündogan
Mahrez
De Bruyne
Foden
Agüero

En þetta væri auðvitað firnasterkt lið hjá City þó allra þessara breytinga væri þörf og það er ljóst að City er á siglingu. Liðið er aðeins fjórum stigum á eftir United í deildinni og með leik til góða og verður því í toppbaráttunni áður en varir.

Það væri ágætisstimplun hjá okkar mönnum að vinna þennan leik á morgun. Jafnteflið ömurlega leiðinlega 12. desember síðast liðinn er flestum gleymt, en var ágætis veganesti í góðan desember. Nú þurfa leikmenn að sýna að það er hægt að gera betur en spila þétta vörn og taka jafnteflið.

0
  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Go to page 4
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 344
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Tómas um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Karl Garðars um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Sindri um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Scaltastic um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Helgi P um Liverpool 0:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress