Manchester United er úr leik í bikarkeppninni eftir hörmulegt 3-1 tap gegn Leicester á King Power vellinum. Það voru einstaklingsmistök og einbeitingarleysi sem að kostuðu liðið sæti í undanúrslitunum.
Svona stilltu liðin upp:
Man Utd
Leicester City
Fyrri hálfleikur
Stöðubaráttan var mikil fyrstu 20 mínútur leiksins en United byrjaði leikinn þokkalega. Þó gekk ekki alltaf vel að halda boltanum innan liðsins og Leicester liðið pressaði okkar menn hátt. Það var lítill broddur í sóknarleiknum þar sem að Martial gekk illa að tengja við mennina fyrir aftan sig. Donny van de Beek leitaði oftast til baka þegar hann fékk boltann og lítið pláss var fyrir Greenwood úti hægra megin. Viðvörunarbjöllur fóru snemma í gang hvað miðjumennina Fred og Nemanja Matic varðar. Brasilíumaðurinn missti boltann nokkrum sinnum ákaflega klaufalega á eigin vallarhelmingi og var í litlum takti við gang mála.