• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Enska bikarkeppnin

Enska bikarkeppnin

Leicester City 3:1 Manchester United

Daníel Smári skrifaði þann 21. mars, 2021 | 19 ummæli

Manchester United er úr leik í bikarkeppninni eftir hörmulegt 3-1 tap gegn Leicester á King Power vellinum. Það voru einstaklingsmistök og einbeitingarleysi sem að kostuðu liðið sæti í undanúrslitunum.

Svona stilltu liðin upp:

Man Utd

26
Henderson
27
Telles
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
31
Matić
6
Pogba
34
van de Beek
11
Greenwood
9
Martial

Leicester City

1
Schmeichel
4
Soyuncu
6
Evans
3
Fofana
27
Castagne
8
Tielemans
17
Perez
25
Ndidi
11
Albrighton
14
Iheanacho
9
Vardy

Fyrri hálfleikur

Stöðubaráttan var mikil fyrstu 20 mínútur leiksins en United byrjaði leikinn þokkalega. Þó gekk ekki alltaf vel að halda boltanum innan liðsins og Leicester liðið pressaði okkar menn hátt. Það var lítill broddur í sóknarleiknum þar sem að Martial gekk illa að tengja við mennina fyrir aftan sig. Donny van de Beek leitaði oftast til baka þegar hann fékk boltann og lítið pláss var fyrir Greenwood úti hægra megin. Viðvörunarbjöllur fóru snemma í gang hvað miðjumennina Fred og Nemanja Matic varðar. Brasilíumaðurinn missti boltann nokkrum sinnum ákaflega klaufalega á eigin vallarhelmingi og var í litlum takti við gang mála. Lesa meira

19
Enska bikarkeppnin

Bikarslagur gegn Leicester

Daníel Smári skrifaði þann 20. mars, 2021 | Engin ummæli

Á sunnudaginn bíður Ole Gunnar Solskjær enn einn stórleikurinn. Leicester City og Manchester United mætast á King Power vellinum kl. 17:00, í 8-liða úrslitum enska bikarsins, þremur dögum eftir sigurinn góða í Mílanó.

Liðin hafa mæst einu sinni á þessu tímabili og þá var einnig leikið á heimavelli Leicester. Leikurinn endaði með svekkjandi 2-2 jafntefli, þar sem að okkar menn höfðu tækifæri til að drepa leikinn áður en markahrókurinn og Red Bull fíkillinn Jamie Vardy skoraði jöfnunarmark Leicester. Marcus Rashford og Bruno Fernandes skoruðu mörk United, en Harvey Barnes hafði áður jafnað leikinn 1-1. Lesa meira

0
Enska bikarkeppnin

Manchester United 1:0 West Ham

Björn Friðgeir skrifaði þann 9. febrúar, 2021 | 6 ummæli

De Gea er heima í dag og Bruno á bekknum, en annars er þetta hörkusterkt lið og Amad fær að vera í hóp

26
Henderson
27
Telles
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
31
Matić
10
Rashford
34
Van de Beek
11
Greenwood
9
Martial

Varamenn: Grant, Shaw, Tuanzebe, Shaw, Bruno, James, McTominay, Amad, Cavani

Lið West Ham

Fabianski
Cresswell
Ogbonna
Dawson
Coufal
Noble
Rice
Bowen
Fornals
Soucek
Yarmolenko

Þetta var allt frekar átakalaust fyrstu tíu mínúturnar, West Ham komst varla fram fyrir miðju, og boltinn kom varla inn í teig West Ham.

Loksins komst Martial inn í teiginn og var kominn í færi en Ogbonna komst vel fyrir skotið og vildi ekki betur til en að Martial steig óvart á ökkla Ogbonna og sá síðarnefndi þurfti að fara útaf, Issa Diop kom inn á Lesa meira

Efnisorð: Scott McTominay 6
Enska bikarkeppnin

West Ham heimsækir United í bikarslag

Magnús Þór skrifaði þann 8. febrúar, 2021 | 1 ummæli

Annað kvöld heldur bikarævintýri United áfram. Mótherjinn í þessari umferð er lið West Ham undir stjórn David Moyes. Lundúnarliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og hefur verið verðskuldað í baráttunni um Evrópudeildarsæti og er eins og stendur í 6.sæti með jafnmörk stig og Chelsea sem er í 5.sætinu. Einn albesti leikmaður tímabilsins hefur verið tékneski varnartengiliðurinn Tomáš Souček en hann hefur ásamt sínu varnarsinnaða hlutverki verið að skora mikilvæg mörk fyrir liðið. Souček fékk mjög umdeilda brottvísun um helgina gegn Fulham og þykir nokkuð öruggt að leikbannið verði ógilt og því er viðbúið að hann mæti til leiks gegn United. Jesse Lingard gekk til liðs West Ham á dögunum og byrjaði mjög vel með því að skora 2 mörk í sínum fyrsta leik fyrir Moyes. Þar sem Lingard er á láni frá United þá getur hann ekki leikið gegn liðinu það sem eftir lifir tímabils. Lesa meira

1
Enska bikarkeppnin

Manchester United 3:2 Liverpool

Björn Friðgeir skrifaði þann 24. janúar, 2021 | 14 ummæli

Aðeins Bruno og De Gea hvíldir

28
Henderson
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
39
McTominay
10
Rashford
34
Van de Beek
11
Greenwood
7
Cavani

Varamenn: De Gea, Telles, Tuanzebe, Fernandes(65′), Fred (65′), James, Mata, Matic, Martial

Liverpool var líka með nær fullsterkt lið

Alisson
Robertson
Fabinho
Williams
Alexander-Arnold
Wijnaldum
Thiago
Milner
Jones
Firmino
Salah

Leikurinn byrjaði fjörlega, sóknir á báða bóga en fljótlega virtist United ná tökum á spilinu og sótti vel. Engin opin færi sköpuðust þó, Mason Greenwood átti ágætan sprett næstum upp að endamörkum en í stað þess að reyna að senda út í teiginn á Rashford eða van de Beek reyndi hann skot úr þröngu færi sem Alisson varði auðveldlega. Edinson Cavani gerði honum skýra grein fyrir með látbragði hvað Mason hefði frekar átt að gera þarna. Lesa meira

14
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 19
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Scaltastic um Ofurdeildin fallin
  • Jona um Ofurdeildin fallin
  • Tómas um Ofurdeildin fallin
  • SHS um Engin Ofurdeild
  • TonyD um Engin Ofurdeild

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress