Evrópudeildin er orðin síðasti möguleiki Manchester United á að ná einhverju út úr tímabilinu. Liðið spilaði ágætlega lungann úr leiknum gegn Sociedad í kvöld en fékk á sig svekkjandi jöfnunarmark og slapp loks með skrekkinn.
Manchester United 3 – Ipswich 2
Það er undarlegt að skrifa sum orðin – en Manchester United vann í kvöld mikilvægan sigur á Ipswich í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Vel útfærð föst leikatriði og viljastyrkur Bruno Fernandes gerðu gæfumuninn.
Upphitun: FCSB – Manchester United
Eftir fjóra sigra í Evrópudeildinni í röð hefur hagur Manchester United vænkast verulega. Liðið er öruggt með að komast áfram en gæti enn lent í umspili með óhagstæðum úrslitum og þarf því stig annað kvöld gegn FCSB í Rúmeníu.
Upphitun: Fulham -Manchester United
Manchester United heimsækir Fulham í kvöld á furðulegum leiktíma, um kvöldmat á sunnudagskvöldið. Slíkt hentar eflaust vel til sjónvarpsútsendinga til Bandaríkjanna en síður fyrir vinnandi fólk sem fylgir liðunum. En Fulham virðist yfirhöfuð með miðaverðlagningu sinni ekki hafa áhyggjur af lægri stéttum.
Upphitun: Manchester United – Rangers
Manchester United tekur á móti Glasgow Rangers í næst síðasta leik liðanna í deildarkeppni Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United þráir ekkert heitar en sigra og nýja leikmenn en hvort tveggja er vandfundið þessa dagana.