Mathjis de Ligt og Lisandro Martínez misstu sætin eftir frammistöðuna gegn Porto og Jonny Evans og Harry Maguire mættu til leiks.
Það var Marcus Rashford sem bjó til fyrsta færi leiksins, vann boltann sjálfur úti á kanti, og kom upp og alla leið inni í teig, skotið var ágætt en Emi Martínez sá við því nokkuð örugglega. Hinu megin kom mun einfaldari sókn, Watkins sótti á Maguire sem lokaði hann ekki vel af, Watkins gaf á Rogers og Jonny Evans sömuleiðis bakkaði og leyfði skotið en hafði lokað nógu vel á þannig skotið fór í hliðarnetið.