• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Upphitun

Enska bikarkeppnin

United tekur á móti Watford í enska bikarnum

Magnús Þór skrifaði þann 8. janúar, 2021 | Engin ummæli

Í kjölfarið á afgerandi og sanngjörnu tapi gegn Manchester City í Carabao bikarnum þá er komið að næsta bikar. Manchester United hefur ekki unnið bikarinn síðan 2016 gegn Crystal Palace í síðasta leik Louis van Gaal með liðið. Eins og frægt er orðið þá hefur United tapað í  fjórum undunúrslitaleikjum í röð. En þar sem frekar langt er í þá stöðu í þessari keppni og Evrópudeildinni. Þar af leiðandi má gera sér vonir um sigur gegn Watford liði sem hefur átti betri daga. Lesa meira

Efnisorð: Upphitun Watford 0
Meistaradeild Evrópu

Ekkert minna en stig dugar í Þýskalandi

Magnús Þór skrifaði þann 7. desember, 2020 | 5 ummæli

Eftir þrjá frábæra sigra og tvö svekkjandi töp er komið að lokaumferð H-riðils. Staðan er sú að Manchester United, PSG og RB Leipzig eru öll með 9 stig. Botnlið Baseksehir er með 3 stig og hefur að engu að tapa í París þegar það heimsækir PSG. Sömu söguna er ekki að segja um heimamenn í Leipzig og gestina frá Manchester. Liðið sem sigrar leikinn er öruggt í 16 liða úrslit en tapliðið fer beint í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar eru sú staða uppi að jafntefli dugi báðum liðum en til að það gangi upp þarf PSG að tapa sínum leik. Staðreyndin er sú að Manchester United er í þeirri hættulegu stöðu að þurfa bara jafntefli til að tryggja sig áfram í keppninni. Lesa meira

Efnisorð: RB Leipzig Upphitun 5
Enska úrvalsdeildin

West Ham seinni partinn

Björn Friðgeir skrifaði þann 5. desember, 2020 | 3 ummæli

Rétt fyrir kvöldmat á eftir mætir United á London Stadium og tekst á við West Ham. Leikurinn við PSG á þriðjudaginn situr vonandi ekki um of í okkar mönnum, en við á Rauðu djöflunum höfum tekist á við hann bæði í podkasti vikunnar og í rýni Zunderman í gær.

Upphitunin er því í seinna lagi en það kemur ekki að sök. Uppsláttur dagins er auðvitað sá að United er nú að mæta fyrrum stjóra. Þetta er svolítið einkennilegt að vera alltaf að hitta fyrir fyrrverandi stjóra, nokkuð sem varla kom fyrir í um 20 ár, en svona hefur hringekjan verið á Old Trafford. David Moyes hefur verið að gera fína hluti hjá West Ham og liðið situr í fimmta sæti. En það er sýnir vel hversu óráðið er að vilja reka okkar ágæta Ole út frá frammistöðu, að United er aðeins stigi á eftir West Ham og með leik til góða. Ef þessi leikur, gegn Aston Villa ynnist á pappírnum í dag, þá er United í fjórða sæti, með lakari markatölu en Chelsea. Svo slæmt er það nú. Lesa meira

Efnisorð: Upphitun 3
Enska úrvalsdeildin

Hádegis leikur í Guttagarði

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 6. nóvember, 2020 | 4 ummæli

Á morgun skella okkar menn sér í rútuferð yfir til Liverpool og spila við Everton á Goodison Park. Aðeins tveimur og hálfum sólarhring eftir afhroðið í Istanbul og langt ferðalag. Þar þurfa okkar menn að hysja upp um sig og sýna hvað í þeim býr og ná í sigur ef ekki á að sturta ný höfnu tímabili í úrvalsdeildinni algjörlega niður. Fimtánda sæti og sjö stig eftir sex spilaða leiki er langt frá því að vera ásættanlegt. Það verður hinsvegar við ramman reip að draga þar sem bláliðar í Guttagarði hafa staðið sig mjög vel í byrjun tímabilsins en fatast flugið þó í síðustu leikjum. Carlo Ancelotti fékk að rífa upp veskið í sumar og setja en meira sitt handbragð á liðið sem virðist hafa gengið upp með fínum árangri það sem af er. Ekki hefur gengið vel gegn Everton síðustu þrjú skipti sem við höfum mætt þeim, tvö 1-1 jafntefli og svo 4-0 rasskelling. Ole þarf að ná í þrjú stig og fá góða framviðstöðu frá leikmönnum sínum. Ef ekki, þá mun orðrómur um brottrekstur verða en hærri heldur en nú er.  Lesa meira

Efnisorð: Everton Ole Gunnar Solskjær Upphitun 4
Meistaradeild Evrópu

Manchester United mætir RB Leipzig í fyrsta sinn

Daníel Smári skrifaði þann 27. október, 2020 | 1 ummæli

Það gerist æ sjaldnar að Manchester United bjóði nýja gesti velkomna í Leikhús draumanna, en sú er þó raunin þegar liðið fær þýska liðið RasenBallsport Leipzig e.V., eða einfaldlega RB Leipzig í heimsókn. Ástæðan er margþætt, en helsta ástæðan kannski þó sú að gestaliðið er ekki nema 11 ára gamalt! Félagið var stofnað 2009 og hefur upprisa liðsins verið hröð síðan þá. Svo hröð að liðið komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, en laut þar í lægra haldi fyrir uppáhalds fórnarlömbum okkar – Paris Saint Germain. Lesa meira

Efnisorð: Meistaradeild Evrópu Upphitun 1
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 70
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Cantona no 7 um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Audunn um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Helgi P um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Egill um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Einar Ingi Einarsson um Crystal Palace 0:0 Man Utd

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress