• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Meistaradeild Evrópu

Meistaradeild Evrópu

RB Leipzig 3:2 Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 8. desember, 2020 | 17 ummæli

Byrjunalið kvöldsins kom frekar mikið á óvart. United þurfti einungis stig frá þessum leik og ákvað Solskjær að stilla upp mjög „varnarsinnuðu“ liði með þrjá miðverði og og tvo djúpa miðjumenn fyrir framan. Sóknarlega kom ekki annað til greina en að velja Rashford og Greenwood vegna meiðsla Cavani og Martial. Pogba og Van de Beek voru báðir settir á bekkinn og greinilegt var að Bruno Fernandes átti að sjá um að skapa í þessum leik. Miðað við taktíkina var líklegast að pælingin væri að finna Greenwood og Rashford í skyndisóknum. Umboðsmaður Pogba fór enn og aftur að tjá sig um málefni Frakkans og ekki útilokað að það hafi orsakað bekkjarsetuna í þessum leik. Dýrt spaug ef reynist rétt. Lesa meira

Efnisorð: Byrjunarlið Leikskýrsla Leikskýrslur 17
Meistaradeild Evrópu

Ekkert minna en stig dugar í Þýskalandi

Magnús Þór skrifaði þann 7. desember, 2020 | 5 ummæli

Eftir þrjá frábæra sigra og tvö svekkjandi töp er komið að lokaumferð H-riðils. Staðan er sú að Manchester United, PSG og RB Leipzig eru öll með 9 stig. Botnlið Baseksehir er með 3 stig og hefur að engu að tapa í París þegar það heimsækir PSG. Sömu söguna er ekki að segja um heimamenn í Leipzig og gestina frá Manchester. Liðið sem sigrar leikinn er öruggt í 16 liða úrslit en tapliðið fer beint í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar eru sú staða uppi að jafntefli dugi báðum liðum en til að það gangi upp þarf PSG að tapa sínum leik. Staðreyndin er sú að Manchester United er í þeirri hættulegu stöðu að þurfa bara jafntefli til að tryggja sig áfram í keppninni. Lesa meira

Efnisorð: RB Leipzig Upphitun 5
Meistaradeild Evrópu

Manchester United 1:3 Paris Saint-Germain

Björn Friðgeir skrifaði þann 2. desember, 2020 | 19 ummæli

Það vantaði miðverði til að United gæti stillt upp þremur miðvörðum svo United stillti upp í venjulegt kerfi

1
De Gea
27
Telles
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
9
Martial
18
Bruno
10
Rashford
7
Cavani

Varamenn:

Ástæðan fyrir að Ole valdi að vera með bæði Fred og McTominay var frekar augljóst, Paredes og Verratti voru mættir til leiks eftir að hafa misst af þeim fyrri

Navas
Kimpempe
Diallo
Marquinhos
Florenzi
Paredes
Pereira
Verratti
Mbappé
Kean
Neymar

Leikurinn byrjað frekar fjörlega og PSG sótti meira og var komið yfir áður en sex mínútur voru liðnar, gott samspil Neymar og Mbappé endaði á skoti Neymar, í Lindelöf og út til hliðar, Neymar var mættur á markteigshornið og skaut framhjá De Gea. Frekar einfalt og auðvelt fyrir Parísarliðið. Lesa meira

Efnisorð: Anthony Martial Fred Ole Gunnar Solskjær 19
Meistaradeild Evrópu

Meistaradeildin heldur áfram

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 1. desember, 2020 | 1 ummæli

Annað kvöld tekur Manchester United á móti Paris Saint-Germain í næstsíðustu umferð H-riðils í Meistaradeildinni. Leikurinn fer fram á Old Trafford en riðillinn er bæði opinn og áhugaverður fyrir hlutlausa þar sem Man United, PSG og RB Leipzig geta öll unnið riðilinn eða setið eftir og lent í Evrópudeildinni. Það yrði eflaust saga til næsta bæjar ef Thomas Tuchel endaði með Kylian Mbappé og Neymar í Evrópudeildinni en til þess þarf þó ýmislegt að gerast. Lesa meira

Efnisorð: Kylian Mbappé PSG Thomas Tuchel 1
Meistaradeild Evrópu

Manchester United 4:1 Istanbul Başakşehir

Magnús Þór skrifaði þann 24. nóvember, 2020 | 2 ummæli

Fyrri hálfleikur

Leikurinn fór ágætlega af stað að hálfu Manchester United. Liðið var ekki endilega að spila stórkostlega en það virtist ágætt flæði á sóknarleik liðsins. Á 7. mínútu tók Alex Telles hornspyrnu sem Alexandru Epureanu miðvörður Başakşehir hreinsaði klaufalega úr teig gestanna og þar var Bruno Fernandes mættur og negldi boltanna í markið og markvörðurinn átti ekki séns á að verja. Nokkrum mínútum síðar virtist Marcus Rashford hafa tvöfaldað forystu United en við nánari athugun reyndist hann rangstæður. Á þessum kafli voru United menn orðnir beittir og greinilega með blóðbragð í munninum. Á 19. mínútu átti Telles aftur fyrirgjöf en í þetta skipti misreiknaði markvörðurinn boltann og Bruno Fernandes var aftur mættur og skoraði þægilega og United komið með tveggja marka forystu. Kortéri síðar var brotið á Marcus Rashford inni í teig og eftir VAR-skoðun var dæmd vítaspyrna á gestina og fékk Rashford leyfi frá Bruno til að framkvæma spyrnuna. Rashford tók nett Pogba aðhlaup að boltanum en skoraði svo örugglega og United leiddi í hálfleik 3:0. Lesa meira

Efnisorð: Alex Telles Bruno Fernandes Daniel James Marcus Rashford 2
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 26
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • Tómas um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Karl Garðars um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Sindri um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Scaltastic um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Helgi P um Liverpool 0:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress