• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

FC København 4:3 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 8. nóvember, 2023 | 12 ummæli

24
Onana
20
Dalot
35
Evans
5
Maguire
29
Wan-Bissaka
39
McTominay
14
Eriksen
17
Garnacho
8
Bruno
10
Rashford
11
Højlund

Varamenn: Bayındır, Heaton, Varane(15′), Lindelöf, Reguilon, Amrabat, Mount, Hannibal, Forson, Pellistri, Antony, Martial

Grabara
Jelert
Diks
Vavro
Ankersen
Goncalves
Falk
Lerager
Achouri
Claesson
Elyounoussi

Eftir Hasar á síðustu mínútunni gegn Fulham þurftu stuðningsmenn ekki að bíða nema tvær mínútur og fimmtíu og eina sekúndu eftir fyrsta markinu í þessum leik. Rashford gaf á Wan-Bissaka, sem lék upp, gaf síðan frábæra stungusendingu fyrir Scott McTominay að elta upp að endamörkum, hann gaf þversendinguna framhjá Grabara á nærstönginni og Rasmus Höjlund var á réttum stað og skoraði af tveggja metra færi. Snilldar sókn og Unied komið yfir.

United náði ágætist tökum á leiknum en eftir 12 mínútna leik tognaði Jnny Evans og þurfti að fara af velli. Raphaël Varane kom inn á. Miklar

FCK var að koma upp smá spili en á 28. mínútu kom hratt upphlaup, Bruno komst inn í skalla á miðjum vallarhelmingi United, lék upp og gaf upp á Garnacho sem keyrði inn í teig og skaut, Grabara varði til hliðar og þar kom auðvitaðRasmus Höjlund og skoraði auðveldlega. Rétt á eftir komst hann sjálfur inn í sendingu og skaut úr teignum en núna varði Grabara frábærlega yfir.

United leyfði FCK að sækja en voru verulega frískir framávið og öruggari á boltanum en við höfum lengi séð. Á 38. mínútu kom sókn United, Bruno gaf fram og Höjlund keyrði upp að teig en skotið var aðeins of slakt, fór framhjá Grabara en sleikti svo stöngina utanverða. Þá fór dómarinn í skjáinn til að skoða atvik í aðdragandanum þegar Rashford vann boltann en sneri sér óvarlega. Þegar hann var að skýla boltanum fór hann í ökklann á varnarmanninum og steig hann niður, dómarinn rak Rashford útaf fyrir vikið.

https://twitter.com/DaleJohnsonESPN/status/1722358394156114253

Úr aukaspyrnunni kom skalli FCK í slá og rétt á eftir jafnaði Elounoussi þegar hann fékk að skjóta rétt fyrir utan markteiginn.

Það voru verulegar tafir í þessum fyrri hálfleik, áhorfandi hljóp inn á völlinn, Evans meiddist, og tvisvar veiktist áhorfandi og svo kom VARið. Það var því þrettán mínútum bætt við hálfleikinn!

Á sjöundu mínútu upppbótartímans fékk FCK víti þegar Maguire var dæmdur hafa handleikið boltann og Goncalves sendi Onana í vitlaust horn. Á innan við kortéri var United búið að missa niður tveggja marka forystu og orðið manni færri.

Þetta var ótrúlegur fyrri hálfleikur, United með allt á hreinu þangað til allt fór í skrúfuna.

Amrabat kom inná fyrir Erikssen í hálfleik og seinni hálfleikurinn var frekar rólegur framan af. FCK fór svo að færa sig upp á skaftið og sækja meira.

Loksins á 67. mínútu kom boltinn inn á teig FCK, Maguire skallaði í útrétta hendi varnarmanns, dómarinn fór í skjáinn og dæmdi víti! Bruno skoraði af miklu öryggi og á 69 mínútu var United komið yfir.

En vörn United gat ekki látið þetta standa og jöfnunarmarkið kom. FCK var í stífri sókn, allir United menn inni á teig, fyrirgjöfin kom inn á fjær og Diogo Dalot vissi ekkert af Lerager sem kom aftan að honum og var bara sterkari að ná skotinu. 3-3 á 83. mínútu og FCK pressaði áfram og á 87. mínútu kom sigurmarkið. Boltinn inn á tegi, þrír United menn í einum og boltinn fór út í teiginn og á óvaldaðan Bardghji og varamaðurinn ungi skoraði með skoti í jörðina og niður.

Ten Hag hafði verið á leiðinni að skipta Höjlund út fyrir Mount þegar Lerager skoraði og var ekkert að endurhugsa það heldur skipti samt.

FCk sigldi þessu svo heim.

Þetta var hrikalegt tap. Strangt til tekið voru bæði vítin og rauða spjaldið rétt lögum samkvæmt en fyrir tíma VAR hefði ekkert af því gerst. Er VAR þess virði? Gallar United eru augljósir, vörnin er hripleg og liðið brotnaði við minnsta mótlæti. Rashford var skárri hægra megin en hann hefur verið lengi vinstra megin, Höjlund fékk loksins færi og bjó líka til og skoraði tvö og hefði getað náð tveimur í viðbót. Til hvers Mount er veit því miður enginn, stórkaup sumarsins virðast ætla að vera mistök í enn eitt skiptið. Nema planið sé að selja Bruno til Saudi í janúar?

United þarf að vinna Galatasaray og taka stig gegn Bayern til að eiga einhvern séns að fara áfram.

12

Reader Interactions

Comments

  1. Egill says

    8. nóvember, 2023 at 19:19

    Ef Mount passar ekki í liðið gegn bæði City og svo í mikilvægum útileik í CL, af hverju var hann keyptur?
    Og af hverju eru Maguire og Evans að byrja þessa leiki árið 2023, á meðan Varane er á bekknum??
    Svo er Amrabat settur á bekkinn á meðn gæinn sem ETH reyndi að losna við í allt sumar orðinn fastamaður í þessu rusl liði.
    Maður er hættur að pirra sig á þessari þvælu í ETH

  2. Gummi says

    8. nóvember, 2023 at 19:39

    Þetta er löngu hætt að vera fyndið við þurfum að losa okkur við þennan þjálfara og það strax

  3. Ólafur Kristjánsson says

    8. nóvember, 2023 at 20:01

    Ég las einhversstaðar að Ferguson styðji Ten Hag

  4. Arni says

    8. nóvember, 2023 at 21:08

    Afhverju er hann að nota rashford maður er ekki búinn að geta neitt Ten Hag er bara reka sjálfan sig með þessu rugli

  5. Sölvi says

    8. nóvember, 2023 at 22:10

    Gefins víti dugði ekki til.

  6. Elís says

    8. nóvember, 2023 at 22:29

    Þetta er eiginlega hætt að vera fyndið eða nei annars þetta er fyndið, það er ekki hægt að gera annað en að hlægja að þessu skelfilega liði.

  7. SHS says

    8. nóvember, 2023 at 23:05

    Fyrsti leikurinn á tímabilinu sem ætlaði að líta út fyrir að verða þæginlegur, eeen svo fær rassi rautt.
    Ekki viss með rautt spjald, en VAR er svo sannarlega búið að vera óhliðhollt okkar mönnum þetta tímabil!

  8. Dór says

    9. nóvember, 2023 at 00:16

    Maður verður bara klappa fyrir Ten Hag þvílíkur þjálfari sem hann er

  9. Gummi says

    9. nóvember, 2023 at 01:09

    Við eigum bara ekkert skilið að fara áfram þetta er bara búið að vera lélegt allt tímabilið

  10. Laddi says

    9. nóvember, 2023 at 09:33

    Jahérna…

    Eftir 30 mínútna leik hélt ég að þetta væri eiginlega bara búið, United miklu betri og líklegri til að bæta við frekar en hitt. En svo fær Rashford rautt spjald og það má deila um sanngirni þess. Jú, jú, hann stígur á ökklann á gaurnum en aðdragandinn að því skiptir máli því hann horfir ekki einu sinni á hann en það sást að dómarinn var bara að skoða hvar fóturinn lenti, ekki hvað gerðist í aðdragandanum. Ekki verið svona pirraður yfir rauðu spjaldi síðan Nani var rekinn útaf þarna um árið fyrir svipað atvik. En hvað um það, Rashford óheppinn og United manni færri út leikinn en þarna er staðan 0-2 og FCK lítið búið að ógna.

    Það sem gerist í kjölfarið er kannski, í sinni tærustu mynd, ástæðan fyrir því að United eru á þeim stað sem þeir eru í dag. Andlega hliðin bara hrundi, menn urðu hræddir og óöruggir og leyfðu FCK, F.C.fuckin.K að virka eins og stórlið þar sem United var í nauðvörn út hálfleikinn og mjög sanngjarnt jöfnuðu þeir fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði svosem ekkert illa en þetta var bara tímaspursmál hvenær allt færi í skrúfuna. FCK unnu þetta sanngjarnt að lokum enda United bara í bullinu.

    Kannski er þetta stjórinn, kannski eru þetta leikmennirnir, kannski maturinn, kannski æfingaaðstaðan, kannski eigendurnir, kannski bara stuðningsmennirnir. Hvað sem það er þá var þessi frammistaða til háborinnar skammar…

  11. Helgi P says

    9. nóvember, 2023 at 10:04

    Það er bara tímaspursmál hvenar Ten Hag verður rekinn það sjá það flestir að þetta er ekki að ganga upp við erum ekki einu sinni að fara ná þessu 3 sæti í þessum riðli

  12. Ólafur Kristjánsson says

    11. nóvember, 2023 at 11:41

    Er ekki aðalatriðið hvar fóturinn lendir?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress