• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Manchester United 1:0 FC København

Hrólfur Eyjólfsson skrifaði þann 24. október, 2023 | 9 ummæli


Loksins Loksins Loksins.
loksins er heppnin með okkur undir lokinn á leiknum í meistaradeildinni
loksins er heppnin með Maguire að skora mark.
loksins er heppnin með Onana að taka stóra vörslu sem virðist ætla bjarga tímabilinu.
Þrátt fyrir spennandi endi var þetta langt frá því að vera eins geggjaður leikur og fólk hefði haldið.
Leikurinn byjaði hægt og virtust United eiga erfitt með að komast úr öðrum gír allan fyrri hálfleik og var fyrsta korterið nánast enn verra og það sem hefði átt að vera besta færi fyrri hálfleiks var byrjun þessa liðs á tímabilinu í hnotskurn á meðan Rashford var tilbúinn á eigin vallarhelmingi eina sem þurfti var rétta sendingin en Reguilon sem var að spila fyrsta leikinn í mánuð var ryðgaður og var sendingin því miður of stutt en ólíkt því sem hefur verið áður fékk liðið ekki á sig mark þannig fóru liðin því jöfn til hálfleiks frekar rólegur hálfleikur á enda og augljóst að það þurfti að breyta einhverju.
Seinn ihálfleikur og Erik beið ekki með breytingarnar setti Eriksen inná fyrir Amrabat sem hafði verið fínn fyrstu 45 en eitthvað þurfti að gerat og með þessi mörk sem McTominay hefur verið að skora undanfarið var nánast ekki hægt að taka hann útaf.
lífgaðist yfir united við þá skiptingu og fóru að skapa meira en samt náði FCK alltaf smá counter og sennilega besta færi þeirra (þangað til að annað gerðist) kom á 50 mín en Onana varði frábærlega og gaf allavega sumum von um að þetta væri loksins að fara smella saman vörn og nýji markmaðurinn einnig virtist Rashford vera vakna aftur og skapaði nokkur færi sem annaðhort voru ofhugsuð af sókarmönnum eða varin.
Loksins loksins á 71 min fékk united víti og vítið sjálft var kannski ekki það besta og var hreinsað en í átt að Eriksen sem sendi boltann aftur inn í teig þar sem Jacob Harry Maguire af öllum leikmönnum í þessu liði stóð einn og með allan þann tíma sem hann þurfti skallaði boltann í netið og sem beturfer er Vavro varnarmaður FCK stór, stæðilegur og axlabreiður og spilaði því Maguire réttstæðan þannig VAR gat ekki haft neikvæð áhrif á okkur í þetta skiptið.
Þetta mark breytti leiknum eins og mörk eiga til að gera og fóru FCK að setja menn framar á völlinn og fengu united séns eftir séns til að skora mark númer 2 og gulltryggja þennan mikilvæga sigur en auðvitað kom það mark aldrei og í síðustu mín af uppbotartíma fékk FCK hornspyrnu sem hefði bara átt að vera rútína að hreinsa og taka 3 stig og ekkert drama en auðvitað þurfti að vera smá auka stress valdur og fengu FCK víti eftir hættuspark hjá McTominay og þarna var komið að þessu þetta hefði getað verið lokinn á evrópukeppni united þetta tímabilið (hver nennir Europa League enn eitt árið) Larsson yngri bauð sig fram til að taka vítið á móti manninum sem hafði fljótt skipað sig í sess með einmitt Magurire sem helsta skotmark fólks á samfélagsmiðlum þegar gera þurfti grín af einhverjum united manni sem gerði það sem hann þurfti og varði vítið og hver veit hvort Sir Bobby hafi eitthvað hjálpað honum eins og hann var vanur að gera og því urðu öll 3 stigin eftir á Old Trafford og er því liðið enn í séns að halda áfram í Meistaradeildinni en liðið þarf að sýna annan eins karakter í seinni leiknum á Parken þann 8 nóvember en fyrst er það heimaleikur á móti City á sunnudaginn 29 október.

24
Onana
15
Regulion
5
Maguire
19
Varane
20
Dalot
4
Amrabat
39
McTominay
21
Antony
8
Fernandes
10
Rashford
11
Højlund

Bekkur: Eriksen, Lindelöf, Garnacho, Martial, Bayindir, Heaton, Evans, Mount, Mejbri, Pellestri
1
Grabara
19
Jelert
2
Diks
3
Vavro
22
Ankersen
9
Goncalves
33
Falk
12
Lerager
30
Achouri
10
Elyounoussi
7
Claeson

Bekkur: Sørensen, Orri Steinn, Larsson, Højlund, Sander, Dithmer, Khocholava, Boilesen, Lund, Tanlongo, Babacar, Bardghji

9

Reader Interactions

Comments

  1. s says

    25. október, 2023 at 08:12

    Loksins hvað, vonandi er ég ekki einn um að finnast þetta næstum því eins og tap. Þetta er FCK, for crying out loud. Hvernig getum við ekki staðið okkur betur gegn liði eins og þeim?
    Á heimavelli og í þvílíku basli með þá. Ef þeir væru með meiri einstaklingsgæði þá hefðu þeir sigrað. Ten Hag var undir í taktískri baráttunni.

  2. Arni says

    25. október, 2023 at 11:46

    Ten Hag þarf að fara drullast til prufa breyta um sóknarlínu því þeir eru ekki ná neitt útur hverjum öðrum alveg ömurlegt að þurfa horfa á það sama leik eftir leik

  3. Gummi says

    25. október, 2023 at 12:32

    Afhverju var Mount keyptur hann fær ekki lengur mínútur þetta sýnir bara hvað Ten Hag er búinn gera mörg slæm kaup síðan hann kom

  4. Egill says

    25. október, 2023 at 18:50

    Þriðja tapið í röð sem skilyr mann eftir með óbragð í munninum. En þetta er bara neikvæðisraus í manni.
    Sterkur 1-0 sigur gegn fokking Fc Köben á heimavelli.
    Það má kenna Glazer um ýmislegt, en þeir velja ekki leikmennina í liðið, þeir sjá ekki um taktíkina eða æfingar. Þetta er það allra versta sem við höfum þurft að horfa uppá, Moyes var allavega með leikplan þótt það hafi verið lélegt. Gefðu mér frekar LvG eða Racknick, þeir voru með skemmtilegri fótbolta.

  5. Helgi P says

    25. október, 2023 at 19:06

    Við erum búnir að eiga einn góðan leik og þá var hvorki brunó né rashford með í þeim leik ef við ætlum að byrja leikinn svona eins og við höfum byrjað í síðustu leikjum þá verðum við 3 til 4 mörkum undir í hálfleik

  6. evra says

    25. október, 2023 at 20:55

    kæru félagar var að horfa á myndband af stuðnings mônnum cyti syngja nýðsông um sir bobby chalton þvílígt ógeð af mônnum vona að eric ten hag sýni mônnum þetta tape fyrir leik andstyggilegt.

  7. Arni says

    26. október, 2023 at 17:04

    Það þarf nú bara að fara skoða það að látta Ten Hag fara bara útaf því hvernig að er búinn að taka á þessu Sancho máli að banna leikmanni að fara inní mötuneytið að fá sér að borða hvað er í gangi í hausnum á þessu þjálfara skrímsli bara burt með þennan gæja ég mún aldrei skilja hvað sumir stuðnings menn sjá við hann lætur liðið spila leiðinlegasta bolta sem maður hefur séð

  8. Björn Friðgeir says

    28. október, 2023 at 10:44

    Árni: Prófaðu að setja á Instagram að yfirmaður þinn sé lygari og vittu hvað þú heldur vinnunni lengi.

  9. Arni says

    28. október, 2023 at 12:17

    Ég get alveg skilið það að Ten Hag vilji ekki nota hann en það sem Ten Hag er að gera er bara einelti en er stafið hjá united búnir að segja það þau eru ekki sátt með þessa framkomu hjá Ten Hag á sancho

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress