• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Félagaskipti Leikmenn

Manchester United hefur náð samkomulagi um kaup á Juan Mata.

Björn Friðgeir skrifaði þann 24. janúar, 2014 | 8 ummæli

Juan mata
Juan Mata hefur spilað 30 landsleiki fyrir Spán og skorað í þeim 9 mörk. Hann var valinn besti leikmaður mótsins á EM-u21 árið 2011 og var í liði Spánar þegar liðið varð heimsmeistari 2010 og Evrópumeistari 2012.

Það er orðið opinbert, Manchester United og Chelsea hafa komið sér saman um kaup United á Juan Mata. Kaupverð talið vera 37 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Manchester United. Mata á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samning. Læknisskoðanir hjá United eru algjört formsatriði enda komust bæði Owen Hargreaves og Michael Owen í gegnum slíkar. Þá hefur verið ljóst síðan í gær að samkomulag um kaup og kjör liggur. Þetta er því nær allt saman klappað og klárt, annað tímabilið í röð kaupir United gríðarlega sterka leikmenn frá fjendum sínum úr höfuðborginni.

Juan Mata er fæddur í Burgos á Spáni þann 28. apríl 1988 og er því 25 ára. Hann var í unglingaliði Real Madrid, gekk síðan til liðs við Valencia og eftir fjögur ár hjá þeim keypti Chelsea hann fyrir 23,5m punda sumarið 2011. Mata var ekki lengi að koma sér fyrir í ensku deildinni og á þeim tímabilum sem hann lék fyrir Chelsea lék hann 135 leiki, skoraði í þeim 35 mörk og lagði upp 58. Hann var valinn leikmaður ársins af Chelsea fyrir árin 2012 og 2013 sem þýðir það að Chelsea er að selja okkur sinn besta leikmann undanfarin tvö tímabil!

Hann féll þó í ónáð við endurkomu José Mourinho og hefur lítið fengið að spila undir stjórn hans. Mata hefur til að mynda aðeins lokið 90 mínútum tvisvar á leiktíðinni og varla fengið tækifæri til að spila nokkra leiki í röð. Það hefur þó ekki stoppað hann í að spila sinn leik, þrátt fyrir lítinn spilatíma er hann með tvær stoðsendingar og er næstefstur á blaði meðal Chelsea-manna þegar kemur að lykilsendingum í leik. Þess má geta að að hann er með jafnmargar stoðsendingar (2) á tímabilinu og Antonio Valencia sem hefur spilað umtalsvert meira en Juan Mata.

Þetta er skemmtilegt kvót frá Mata um Giggs:

When I was growing up, I had many idols, like Dennis Bergkamp and Gianfranco Zola. But Ryan Giggs was an inspiration to me. I think he showed what he’s worth with that goal. He’s one of the best ­wingers ever. Perhaps I noticed Giggs because he plays in the same position as me. He was incredibly impressive, with his tackling, dribbling and general style.

Efnisorð: Juan Mata 8

Reader Interactions

Comments

  1. Bjarni says

    24. janúar, 2014 at 21:36

    Glæsilegt

  2. Karl Garðars says

    24. janúar, 2014 at 21:36

    Magnað! Takk Móri.

  3. lampamaður says

    24. janúar, 2014 at 22:41

    mér líður eins og litlum krakka í nammibúð á laugardegi

  4. DMS says

    24. janúar, 2014 at 23:15

    Þetta verður góð helgi. Enginn United leikur til að spilla gleðinni og maður getur notið þessara fregna til fullnustu!!

  5. Valdi Á says

    24. janúar, 2014 at 23:34

    Svei mér þá ég held að fari bara og fái mér einn ískaldann og skáli þessu. Það er bara smá tilhlökkun fyrir næsta leik.

  6. McNissi says

    24. janúar, 2014 at 23:58

    Eftir miklar vangaveltur yfir þessum kaupum undanfarna daga hef ég áttað mig á því hvað liggur á bakvið þessi kaup….

    Það er öllum ljóst að Ferguson og Mourinho eru miklir vinir og þegar sá gamli hætti voru margir sem héldu að Móri myndi taka við af honum. Svo allt í einu var Moyes kynntur til sögunnar og hefur hann sökkt skútunni niður í miðja töflu. Á sama tíma og allir United stuðningsmenn eru hoppandi sturlaðir virðist stjórn United vera sultu slök yfir þessu. Hver ætli sé ástæðan fyrir því?

    Jú… Ferguson er undanfarin ár búinn að horfa uppá United hópinn dala í gæðum og lagði hann því höfuðið í bleyti hvernig hann gæti gert United að stórveldi aftur. Hann setti þá saman þetta plan:

    1. Plata áralangan vin sinn til að selja sér markahæsta leikmann deildarinnar. Tókst honum það með því að aumka sér yfir Wenger um að þetta yrði hans seinasta tímabil við stjórn.

    2. Gera samning við Mourinho um að taka við United (sumarið 2014).

    3. Fá Moyes til að taka á sig að ,,eyðileggja“ United. Svo að önnur lið myndu ekki óttast þá lengur.

    4. Láta Mourinho og Mata leika smá leikrit sem innifól í sér að Mata fengi ekkert að spila og láta virðast vera ósætti á milli þeirra tveggja.

    4. Þar sem United er ekki lengur talin nein ógn við toppliðin þá er ekkert mál fyrir Mourinho að sannfæra Abramovich um að selja sína bestu menn til United.

    5. Besti leikmaður Chelsea seinustu 2 ár er seldur til United.

    6. United laumast í Meistaradeildina með hjálp Mata.

    7. Chelsea vinnur Ensku deildina og í eftirpartýinu sannfærir Mourinho Abramovich um að selja Hazard til United.

    8. Mourinho tekur við United í sumar af Moyes sem sest í helgan stein og fyrsta verk Móra á skrifstofunni á Carrington er að hringja í góð vin sinn Ronaldo og segir honum að nú geti hann loksins komið heim.

  7. Friðrik says

    25. janúar, 2014 at 00:14

    Skemmtileg saga mcnissi en þetta er þvílíkt bull. Eina sem liggur bakvið þessi kaup er að móri fær 37 millur fyrir leikmann sem hann vill ekki nota og að auki eykur þetta líkur okkar að ná í stig gegn arsenal og city sem eru í baráttu við chelsea. Ég hef verið að velta því fyrir mer hvort að mourinho hefði selt okkur Mata ef við hefðum unnið þá um síðustu helgi og verið aðeins 6 stigum á eftir þeim ?? En að öðru leyti verð ég að segja að mér finnst þetta heimskulegt af chelsea að selja mata til united en eg ætla ekki að kvarta og mer er nakvamlega sama hvad hann kostar , gengur ekki lengur að laaaang besti leikmaðurinn okkar er 18 ára unglingur að spila sitt fyrsta timabil i meistaraflokk.

  8. DMS says

    25. janúar, 2014 at 10:20

    @McNissi – Voru Ronaldo og Mourinho einhverjir sérstakir vinir? Voru þeir ekki hálfpartinn komnir upp á kant hvor við annan undir það síðasta hjá Real Madrid?

    http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2013/06/05/mourinho_ronaldo_telur_sig_vita_allt/
    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2322342/Jose-Mourinho-Cristiano-Ronaldo-fall-out.html

    Ég reyndar hugsa oft út í það hvað við vorum nálægt því að fá Eden Hazard líka. Tel að hann hefði eflaust valið okkur ef Chelsea hefði ekki álpast til að vinna meistaradeildina það árið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress