• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Æfingaleikir

Myndasyrpa frá Chicago

Sigurjón skrifaði þann 1. ágúst, 2015 | 3 ummæli

Ég tók þá skyndiákvörðun að henda mér til Chicago, frá New York, í þeim tilgangi að sjá okkar menn spila gegn PSG. Þetta var kannski ekki alveg það skynsamlegasta sem mér gat dottið í hug þar sem ég var að vinna til miðnættis á þriðjudeginum og átti svo að vera mættur aftur á föstudeginum. Ég hafði því 48 tíma til að keyra til Chicago og til baka, samtals 2600km.

Þetta hafðist allt saman og þó svo spilamennskan hjá okkar mönnum hafi verið arfaslök þennan daginn, þá var stemmningin í mannskapnum góð og umgjörðin hin flottasta. Ég tók nokkra ramma og má sjá afraksturinn hér að neðan:

_X1A0286
Menn að koma sér á völlinn
_X1A0293
Búinn að redda sér trefli leiksins
_X1A0312
Þykkari útgáfan af Memphis Depay?
_X1A0332
Ryan, Eric og Nemanja mæta á völlinn
_X1A0389
Varningur til sölu
_X1A0400
Fólk að kaupa!
_X1A0379
Menn að tía sér inn
_X1A0345
Best að finna sætin sín.
_X1A0408
United mættir í upphitun
_X1A0417
Tunglið fylgdist með
_X1A0442
Soldier Field leikvangurinn í allri sinni dýrð
_X1A0433
Bylgja!
_X1A0460
61.351 stykki mættu á völlinn!
_X1A0498
Fólk að koma sér út eftir leik
_X1A0527
Menn í góðu skapi þrátt fyrir dapra spilamennsku
_X1A0539
Stuðningskona PSG
_X1A0577
Rooney og Zlatan flottir saman
_X1A0572
Straumurinn af fólki
_X1A0610
Á leiðinni heim
_X1A0600
Fólk heldur út í nóttina í Chicago
_X1A0616
Þessir voru hressir!
Efnisorð: Tour 2015 3

Reader Interactions

Comments

  1. Þröstur Steinþórsson (Thordarson) says

    1. ágúst, 2015 at 02:52

    Ég sat víst rétt hjá þér – af myndum að dæma.
    Við byrjun leiksins virtust okkar men ætla að spila skemmtilegan bolta. Ég sagði við bróðir minn, ‘Það eru nokkur mörk í þessum leik’. En svo gerðu þeir stór og klaufaleg mistök, og fylgdu því eftir með sama spili fram og til baka og undanfarið ár, með ekkert bit í sóknarleiknum. Hvenær sem Rooney tók við boltanum, stoppaði hann, snéri sér til baka og gaf á aðra. Með þessu spili og þessum mannskap ná þeir ekki að vinna deildina. Þýðir ekkert að pútta fram og aftur, og þora ekki að ráðast til atlögu. Þeim vartar snerpu og yfirgrip. Ungu strákarnir höfðu skemmtilega takta og reyndu að gera eitthvað, en vantar leikreysnlu. Munurinn á liðunum tveimur var Zlatan or Rooney! Gjörólík spilamennska og viðhorf til leiksins.

  2. Tóró says

    1. ágúst, 2015 at 17:01

    Gaurarnir á fyrstu myndinni virðast hafa góð sambönd. Mér sýnist hvíta treyjan ekki enn vera komin í opinbera sölu og sú rauða bara frá því í gær. Kannski góðar eftirlíkingar?

  3. Rúnar Þór says

    1. ágúst, 2015 at 22:44

    18 þús hva bara aðeins dýrara en hinar ;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress