• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 4:0 Wigan

Tryggvi Páll skrifaði þann 15. september, 2012 | 17 ummæli

Wigan kom í heimsókn á Old Trafford á þessum fallega eftirmiðdegi. Leikar enduðu 4-0 í  nokkuð þægilegum heimasigri fyrir Manchester United. Liðið sem byrjaði var svona:

Lindegaard

Rafael Rio Vidic Büttner

Scholes Carrick

Nani Welbeck Giggs

Chicarito

Fyrir leikinn var mikið rætt um hvort að Kagawa og Robin van Persie myndu byrja inná en þeir fengu sæti á bekknum og inn komu Javier Hernandez, Paul Scholes og Ryan Giggs. Alexander Büttner spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir félagið. Lindegaard hélt sæti sínu í markinu.

Leikurinn byrjaði vel fyrir United því strax á 6. mínútu fengu okkar menn víti þegar Danny Welbeck var felldur af markmanni Wigan Ali Al-Habsi. Javier Hernandez steig á punktinn en honum tókst á ótrúlegan hátt að taka lélegra víti en van Persie í síðasta leik og því var auðvelt fyrir Al-Habsi í markinu að verja spyrnuna.

Eftir vítið gerðist fátt markvert í fyrri hálfleik sem verður að segjast að hafi verið afskaplega dapur af hálfu okkar manna. Danny Welbeck var kannski sprækasti leikmaður liðsins og á 8-mínútna kafla í fyrri hálfleik átti hann þrjár ágætar tilraunir að marki án þess þó að skora. Í sínum fyrsta leik fyrir félagið var Alexander Buttner mjög sprækur og duglegur að koma upp vinstri kantinn. Wigan-liðið gerði ekki mikið en þeir áttu þó með skömmu millibili um miðjan hálfleikinn ágætar tilraunir að marki þar sem okkar menn í vörninni voru sofandi. Það kom þó ekki að sök og smám saman fjaraði þessi fyrri hálfleikur út.

Eitthvað hefur verið sagt við leikmennina í hálfleik því þeir komu mun sprækari út í seinni hálfleik. Hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar United setti þunga pressu á varnarlínu Wigan sem endaði með því að Nani sendi fastan bolta fyrir markið, Al-Habsi í markinu sló boltann beint út í teig þar sem ellismellurinn Paul Scholes var mættur í frákastið og skoraði fyrsta mark leiksins, 1-0.

Eftir markið hafði United tögl og haldir í leiknum. Á 62. mínútu barst boltinn til Alexander Büttner sem sendi bolta fyrir markið og þar var Javier Hernandez mættur til þess að bæta fyrir vítaklúðrið. Hann var spilaður réttstæður af Emerson Boyce og skoraði týpískt Chicarito-mark, staðan orðin 2-0.

Örfáum mínútum síðar var Büttner með boltann á vinstri kantinum, virtist vera kominn í eitthvað rugl en náði að hrista af sér varnarmanninn. Hann tók svo bara beina stefnu inn í markteiginn, lék á tvo varnarmenn Wigan og var kominn alveg upp að endalínu þegar hann skaut að marki og boltinn fór í Al-Habsi, sem hefur átt betri leiki en þessa, og þaðan í markið. Draumabyrjun á United-ferlinum hjá unga Hollendingnum og staðan orðin 3-0.

Á 70. mínútu komu öldungarnir Paul Scholes og Ryan Giggs útaf fyrir Robin van Persie og Nick Powell. Þeir tveir voru ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Með innkomu van Persie varð sóknarleikurinn markvissari og var Robin van Persie klaufi að skora ekki skömmu eftur að hann kom inná en hann setti boltann einhvernveginn framhjá fyrir opnu marki undir pressu frá varnarmönnum Wigan Á 81. mínútu skoraði svo Nick Powell glæsilegt mark sem hann mun að öllum líkindum aldrei gleyma. Eftir hraða sókn United fékk hann boltann fyrir utan vítateiginn, lék á einn varnarmann og þrumaði boltanum í markhornið. Glæsilega gert og morgunljóst að hann hefur verið að fylgjast með Paul Scholes á æfingum.

Eftir fjórða markið fjaraði leikurinn smám saman út. Okkar menn sköpuðu sér nokkur hálffæri án þess þó að skora fimmta markið og enduðu leikar 4-0.

Það er erfitt að draga eitthvað sérstakt út eftir svona leik. Vissulega var maður nokkuð pirraður á leik liðsins í fyrri hálfleik enda var hann hægur og hugmyndalaus. Í seinni hálfleik settu okkar menn hinsvegar í gírinn og kláruðu þennan leik nokkuð örugglega.

Það var frábært að sjá nýliðina setja mark sitt á þennan leik. Sóknarleikur Alexander Büttner var mjög góður. Hann er augljóslega fullur sjálfstrausts og óhræddur við að sækja fram á við eins og sást bersýnilega í markinu hans. Það er þó augljós veikleiki á leik hans að hann virðist ekkert vera sérstaklega öruggur varnarlega og þarf að læra ýmislegt í þeim efnum. Það er hinsvegar ómetanlegt fyrir liðið að fá samkeppni í þessa stöðu enda Patrice Evra orðinn vel þreyttur. Nick Powell gerði mjög vel í markinu sínu og það verður spennandi að fylgjast með honum þróa leik sinn áfram.

Mér fannst Danny Welbeck vera besti leikmaður liðsins í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt leikur hans niður. Javier Hernandez skoraði mjög gott mark og vonandi að hann nýti tækifæri sín á þennan hátt. Nani var afar dapur í fyrri hálfleik en var mjög líflegur í seinni hálfleik. Það er þó aðeins einn maður sem getur gert tilkall til þess að vera útnefndur maður leiksins. Það er Alexander Büttner. Það er alls ekki ónýtt að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið á Old Trafford og bæði leggja upp og skora mark. Frábært opnunarleikur og við viljum meira af því sama.

Næsti leikur er í Meistaradeildinni gegn Galatasaray á Old Trafford nk. miðvikudag.

Efnisorð: Leikskýrslur Wigan Athletic 17

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    sveinbjorn says

    15. september, 2012 at 16:10

    Thad var 4-0, ekki 3-0 :)

    0
  2. 2

    Tryggvi Páll says

    15. september, 2012 at 16:13

    Það er hárrétt. Því hefur verið breytt.

    0
  3. 3

    Goggi says

    15. september, 2012 at 16:23

    Powell þurfti nú ekki að fylgjast mikið með Scholes því hann var keyptur frá Crewe útaf þessu akkúrat…hann mun vera rosalega sparkviss með báðum! :)

    0
  4. 4

    sveinbjorn says

    15. september, 2012 at 16:25

    Annars frabær seinni halfleikur fannst mer, midad vid thennan leik ætti Buttner ad geta haldid Evra aftur ur byrjunarlidinu i næsta leik. Flott mark hja Powell lika :)

    0
  5. 5

    Siggi Gunn says

    15. september, 2012 at 16:26

    Var Welbeck feldur af markmanni Wigan ? Ég missti gersamlega af því, heimskulegt úthlaup en aldrei snerting og hin fínasta dýfa frá Welbeck.

    Þó rétlætinu hafi verið (rað)fullnægt með vítaklúðrinu þá er þetta vítaskyttuvandamál orðið frekar þreytt. Er Nilstelroy ekki á lausi ? mundi næstum tíma tveimur skiptingum í að setja hann inná til að taka víti…

    0
  6. 6

    Ragnar Auðun says

    15. september, 2012 at 16:45

    Glæsilegur fyrsti leikur hjá Buttner og Powell.
    Gaman líka að sjá liðið spila svona vel í seinni hálfleik

    0
  7. 7

    Óskar Ragnarsson says

    15. september, 2012 at 17:19

    Ömurlegur fyrsti hálfleikur og frábær seinni hálfleikur. Mjög ánægður með Buttner. Kraftur í honum og ekki vantar sjálfstraustið. Powell með gott mark, en hann er engin Pogba. En vonandi á hann framtíðina fyrir sér. Og náttúrlega ekkert að marka 20 minutur í fyrsta aðalliðsleik. Gömlu kallanir voru flottir.

    0
  8. 8

    Magnús Þór says

    15. september, 2012 at 19:05

    Paul Pogba er enginn Pogba, ótrúlega yfir hypaður leikmaður. Er vissulega efnilegur en hugarfarið er ekki til fyrirmyndar. Annars er ég feginn að Powell fékk 20 mínútur í dag og hlakka til að sjá meira af honum.

    0
  9. 9

    Máser says

    15. september, 2012 at 21:36

    Flottur seinni hálfleikur en þetta var hrikaleg dýfa hjá Welbeck

    0
  10. 10

    McNissi says

    15. september, 2012 at 21:40

    Loksins héldum við hreinu, vonandi fer vörnin að halda þó að ég sé persónulega meiri De Gea maður. Buttner er kominn til að vera (Neymar hvað!!!) og verður gaman að sjá hann og Rafael kveikja í köntunum sitthvorum megin næstu árin!

    Veit samt ekki með Welbeck…. hann skorar ALLTOF fá mörk miðað við ógrynni af skotum leik eftir leik.

    0
  11. 11

    Rakel says

    16. september, 2012 at 02:12

    Ég var mjög ánægð með Hernandez þrátt fyrir vítaklúðrið, hann var út um allt, skoraði mark og lagði upp eitt, ég virkilega vona að hann sé að komast í sitt rétta form :D En annars var ég mjög ánægð með alla í seinni hálfleik;) Glory glory!!

    0
  12. 12

    Ingi Rúnar says

    16. september, 2012 at 07:53

    Fyrri og seinni hálfleikur voru einsog svart og hvítt. Aldrei víti hjá Welbeck en afskaplega erfitt fyrir dómarann ad sjá tetta. Buttner lofar gódu eftir fyrsta leik og gott baráttumark hjá honum. Ekta Hernandes mark.
    Finnst alltof oft ad lidid okkar sé ad gera tetta med hálfum hug, t.e ad hálfleikirnir séu svo ofbodslega ósvipadir. Ef lidid keyrir upp hradann á móti Liverpool hef ég ekki teljandi áhyggjur af teim leik, en annars eru teir alltaf bestir á móti stóru lidunum.

    0
  13. 13

    Björn Friðgeir says

    16. september, 2012 at 08:57

    Ég ætla að fá að vera alveg sammála þessum vítaspyrnudómi. Al-Habsi fer með hnéð í ristina á Welbeck sem tekur hann úr jafnvægi, enda ekki á neinum smá hraða. Welbeck ýkir svo fallið aðeins, en þetta var samt púra brot.
    Var ánægður annars með Welbeck í leiknum í dag og viðurkenni ég skil bara alls ekki þá sem ‘nenna honum ekki’. Mættuð taka eftir því að bæði í Hernandez og Powell markinu var búið að strauja Welbeck niður rétt áður án þess að nokkuð væri dæmt, átti að fá víti og aukaspyrnu rétt utan teigs fyrir þetta. En við skoruðum þannig það er í lagi
    Büttner var grimmur og er góð áminning til Evra. Væri gaman að sjá Evra taka slaginn og komast í sitt gamla form aftur.
    Seinni hálfleikurinn annars fínt veganesti í erfiða næstu viku, gríðarlega nauðsynlegt að vinna Galatasaray og Liverpool!

    0
  14. 14

    ásgeir says

    17. september, 2012 at 12:45

    skil ekki þá sem eru ekki að fýla welbeck… hann bjó til 2 mörk í þessum leik bara með endalausri pressu… hann var ALLTAF á eftir boltanum… sá hann aldrei slaka á og enda borgaði það sig, varnarmenn wigan höfðu engin svor við honum þegar þeir voru með boltan í öftustu línu og annaðhvort mistu þeir hann eða þrusuðu honum framm og oftast á man utd leikmann… welbeck og butner menn leiksins að mínu mati

    0
  15. 15

    Jói says

    18. september, 2012 at 14:36

    Ásgeir, þú hefur þá væntanlega verið gríðarlega mikill aðdáandi Ji-Sung Park? Annars er ekkert vítaspyrnuvandamál. Van Persie er ekki að fara að klúðra einu einasta víti sem eftir er.

    0
  16. 16

    ásgeir says

    18. september, 2012 at 21:00

    jói þó svo að éf fýli welbeck er ég ekki að segja að hann eigi að spila alla leiki… hann er með þeim betri frammherjum sem eru „bekkjarsetumenn“ í ensku deildini. og þegar menn meiðast, eins og núna, þá er ég MJÖG ánægður að hafa menn eins og welbeck á bekknum sem geta eithvað..
    og nei ég var ekki að fýla park bara svona til þess að svara þér.

    0

Trackbacks

  1. Rauðu djöflarnir skrifar:
    31. desember, 2012 kl. 10:25

    […] það verði í þetta skiptið lánsmaðurinn frá okkur, Ángelo Henriquez. Fyrri leikurinn var öruggur sigur United en Wigan kemur í leikinn núna með meira sjálfstraust eftir góðan sigur á Villa á […]

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress