Darren Fletcher er búinn að fara í þriðju aðgerðina á skömmum tíma við sáraristilbólgunni sem hrjáir hann. Að aðgerðirnar væru þrjár var samkvæmt áætlun, og nú mun endanlega koma í ljós hvort Fletcher getur snúið til baka sem atvinnuknattspyrnumaður.
Íþróttadagblaðið Sport í Barcelona sló því upp á forsíðu að Thiago væri búinn að semja til fimm ára við United og þetta yrði tilkynnt í vikunni. Ekkert nýtt svo sem þar, en ætli sé ekki óhætt að gera ráð fyrir að samningar séu á því stigi að flestir sem skipti máli vilji að þetta gerist. Ekki er samt sopið kálið þau í ausuna sé komið og enn getur þetta farið gjörsamlega út um þúfur, enda væri það ekki í fyrsta skipti í leikmannasölum sem slíkt gerðist.
Eftir mjög svo skemmtilegan uppslátt eins götublaðsins í Englandi um síðustu helgi að United væri að fylgjast með stöðunni hjá Messi eftir að Neymar gekk til liðs við Barcelona er kominn annar nær skondinn orðrómur á kreik. Skv. gersamlega óstaðfestum heimildum af Twitter á Daniel Levy, formaður Tottenham að vera að íhuga tillögu United um að Wayne Rooney verði skiptimynt í kaupum United á Gareth Bale. Ég get ekki sagt að ég væri afhuga slíku, en milligjöfin mætti ekki vera of mikil.
Í örlítið-en-ekki-mjög-svo-líklegri slúðurdeildinni á United að þiggja 25m evra, 21,5m pund plús David Villa frá Barcelona fyrir Wayne Rooney. Villa er nú helst til gamall fyrir svona held ég.
Fyrir þau sem furða sig á að slúður um Rooney hafi ekki hætt þegar Moyes lýsti því yfir að hann væri ekki til sölu, er skýringin einföld: Moyes kom sér alfarið framhjá því að svara hvort Rooney sjálfur vildi vera áfram hjá United.
Orðið er laust.
Óskar says
Tók líka eftir þessu að Moyes var ekki að tala um óskir leikmannsins þannig að maður var svolítið hugsi eftir.
DÞ says
Sammála, það var einkennilegt hvernig hann forðaðist spurninguna og að mínu mati ekki hægt að lesa þetta öðruvísi en að Rooney málið sé óleyst.
Persónulega finnst mér Rooney málið orðið afar þreytt og vil einfaldlega sjá félagið selja hann sem fyrst svo hægt sé að fylla skarðið fyrir tímabilið. Miðað við hvað gæði hans minnkuðu eftir að hann vildi fyrst fara, er óhugsandi að halda honum áfram eftir annað skiptið.
Augljóslega vill maðurinn ekki lengur spila fyrir félagið, útaf sínum skoðunum sem hann hefur rétt á, en ég sem stuðningsmaður vil ekki sjá hann í liðinu. Leikmenn United ættu að bera meiri virðingu fyrir félaginu og stuðningsmönnum en hann hefur sýnt. Trúi ekki örðu en að hann verði seldur, annað væri vitleysa.
Erlingur says
Tja við skulum anda með nefinu, Rooney hefur aldreið beðið formlega/skriflega til Manchester United um að vera seldur, það eru bara fjölmiðlar sem fullyrða það eftir að hann átti fund með Sir Alex á síðasta tímabili og Sir Alex átti einmitt að hafa sagt að hann vildi fara.b (Getur vel verið að það hafi verið haft rétt eftir Sir Alex, hann setti hann einmitt útur liðinu í lok tímabilsins, en ég tel að það hafi verið af þeirri ástæðu að hann var í lélegu formi, frekar en eitthvað annað)
Mér sýnist Moyes bara leysa þetta mjög vel, það er augljóst mál að koma þarf Rooney í topp form, því hann var langt frá sínu besta formi í fyrra sérstaklea á lokakaflanum.
Setja honum markmið fyrir komandi tímabil og ná því besta útur honum. :)
Mín kenning er bara sú að Rooney hafi verið búinn að fá að heyra að Sir Alex væri að hætta og hafi þess vegna talið að hans tími væri búinn hjá klúbbnum? óháð því hver kæmi inn? Kannski er þetta langsótt hjá mér, en mér finnst menn komnir allt of langt með allt út í Rooney, ég er alveg þeirrar skoðunnar að ef hann er með einhverja fýlu og vill ekki vera áfram hjá okkar liði, þá er auðvitað eðlilegast að honum sé sparkað og fengnar séu þá einhverjar upphæðir fyrir manninn og einhver fenginn inn í hans stað.
En þangað til það liggur ekki fyrir frá hans hendi sjálfum að svo sé, þá ætla ég bara leyfa mér að efast um þessi fjölmiðlaskrif.
Alltaf og ævinlega taka menn of mikið mark á þessum andsk, hræsnurum. :)
Sorry orðbragðið ég fæ bara alveg nóg stundum af þessu bulli. :)
Hlakka til tímabilsins, og spennandi að sjá hvort Thiago mæti ekki á næstunni, spennandi leikmaður. :)
DÞ says
En það eru ekki bara fjölmiðlaskrif sem benda til að hann sé óhamingjusamur hjá félaginu.
Ef svo væri myndi ég vitaskuld ekki vera á þessari skoðun.
David Moyes gat ekki svarað því hvort Rooney vildi vera áfram hjá United, það hlítur að benda til að hann vilji annaðhvort fara eða þá að hann sé ekki búinn að gera upp hug sinn.
Það merkir allavega ekki að maður ætti að gera ráð fyrir að hann sé viljugur til að vera áfram innan okkar raða.
Á seinasta tímabili útskýrði Ferguson ágætlega ástæður Rooney fyrir að vilja fara og ég tók allavega mark á þeim. Þessar ástæður urðu til þess að ást stuðningsmanna á Rooney minnkuðu talsvert. Ef þær voru rangar, af hverju leiðrétti Rooney hann þá ekki? Varla er honum sama um ýmind sína hjá félaginu. Og núna, af hverju ekki bara að gefa frá sér svo sem eina setningu, eins og „þetta er allt þvættingur“?
Friðrik says
Gæti Gareth Bale hafnað United ?
Haffi R says
Að mínu mati er rugl að afskrifa Rooney svona. Ég var ekki glaður þegar ég heyrði þessar fréttir um að hann vildi fara frá okkur en það sem hann hefur gert fyrir okkur undanfarin ár er eitt af því sem lætur mig elska man utd. Hann er alvöru fótboltamaður sem hefur virkilegt keppnisskap og gerir ekki eitthvað sem ég hata svo ógeðslega mikið við fótbolta í dag ( að detta við snertingu eins og þú hafir verið skotinn í löppina). hann spilar þessa íþrótt að alvöru og þannig mann verðum við að halda!
DÞ says
Ég átta mig ekki á ruglinu í að láta leikmann, sem vill ekki spila lengur fyrir Man utd, fara annað, sérstaklega ef vilji hans til að fara bitnar á formi hans og frammistöðu.
Við skulum ekki gleyma því að hann er með í kringum 200.000 pund á viku.
Ég veit að leikmenn eiga misgóð tímabil, en er í lagi að gera kröfu um að hann sé allavega í góðu formi á meðan hann þiggur öll þessi laun?
Ef hann vill vera áfram ætti hann að segja það og útskýra fyrir stuðningsmönnum allt talið um að hann vildi fara, koma sér í gott form og sýna stöðugleika í spilamennsku sinni.
Ef það gerist tek ég honum opnum örmum.
Audunn says
Sammála DÞ.
Þetta er orðin langþreytt saga sem menn verða að binda enda á strax!
Það er ekki hægt að bjóða stuðningsmönnum upp svona langa óvissu.
Rooney er greinilega ekki maður í að koma fram og eyða allri óvissu, hann telur sig vera eitthvað stærri og meiri en aðrir.
Það yrði best fyrir alla aðila að hann yrði seldur sem fyrst.
Maggi Már says
Ég persónulega vill sjá Rooney fara sem fyrst, þetta er ekki að gera neinum neinn greiða að halda honum áfram eftir allt þetta tal um að hann vilji fara og svo virðist sem að honum sé alltaf verðlaunað með nýjum og betri samningum í hvert skipti sem að hann lýsir því yfir að hann vilji halda annað. Held að það sé best að selja hann og þá getur kagawa farið að spila sína stöðu sem fremsti maður á miðjunni en ekki úti á kanti og þá á hann eftir að láta ljós sitt skína.
ms says
Mér finnst það ekkert svona móðgandi að Rooney vilji fara. Hann er búinn að vera í sömu vinnunni í ég veit ekki hvað mörg ár og er ekki lengur „the golden boy“ lengur. Ljóminn er kannski ekki þarna lengur.
En við viljum hafa hann, ekkert lið vill ekki hafa Rooney í liðinu sínu. Hann er ekki langt frá markameti liðsins, sem er alveg epic. Hann gæti Giggsað ferilinn sinn ef hann kysi.
Ingvar says
Alveg er þetta dæmigert!!!!! Enn ein félagaskiptin sem virðast ætla taka allt helvítis sumarið og verða svo að engu, vegna seinagangs og slugsháttar hjá okkar mönnum. Pep búinn að gefa út að Thiago sé eini leikmaðurinn sem hann vill til að fullkomna Bayern lið sitt og ætlar að gera allt sem hann getur til að klófesta leikmanninn. Óþolandi, minnir óendanlega mikið á svo mörg félagaskipti til okkar sem urðu næstum því.
Pétur says
Mjög sammala þer Ingvar, strootman til roma, thiago til bayern … pirrandi!!
en ég held í vonina
Hjörvar says
Hvað vitum við hvað er í gangi… það er svo heimskulegt að vera með eitthvað svona… menn mega ekki láta allt ruglið í blöðunum hafa áhrif á sig, kannski hefur Thiago ekki vilja koma til Man Utd og svo öfugt (kannski kemur hann svo)! Bestu kaup Man Utd hefa oftast verið í ágúst þannig við skulum vera rólegir!