Úfff, þetta voru svo sannarlega svekkjandi úrslit svo ekki sé meira sagt. Tottenham sækir annan sigur sinn í röð á Old Trafford, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 1989. Förum aðeins yfir þetta, byrjum á liðinu:
De Gea
Smalling Vidic Evans Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Januzaj
Welbeck
Varamenn: Lindegaard, Büttner, Ferdinand, Fletcher, Kagawa, Young, Hernandez.
Leikurinn byrjaði af miklum krafti af hálfu United, liðið spilaði að manni fannst 4-4-1-1, mjög hátt á vellinum, voru grimmir í pressunni og héldu boltanum vel. Welbeck var sprækur frammi og miðjan öll að gera bara fína hluti. Valencia var sérstaklega sprækur, með Rose gjörsamlega í vasanum og krossaði boltanum trekk í trekk, eitthvað sem hefur varla sést í allan vetur. Þrátt fyrir alla þessa krossa þá náði United ekki að skapa sér nein hættuleg færi, maður var alltaf að bíða eftir því að boltinn rataði á einhvern United mann sem myndi hamra honum í netið, en í staðinn fóru allir boltar í lappirnar á varnarmönnum Tottenham. Þetta tíst segir í raun allt sem segja þarf:
Manchester United crossed the ball 29 times in the first half – only 4 were accurate #MUFC
— EPL Stat Man (@EPLStatman) January 1, 2014
Það sem maður óttast mest þegar liðið spilar góðan sóknarbolta eru skyndisóknir andstæðinganna. Tottenham náðu þremur mjög hættulegum skyndisóknum í fyrri hálfleik. Allar þessar sóknir áttu það sameiginlegt að þær komu upp hægri kantinn þar sem Lennon var í fullri vinnu við að salta Evra í tunnur. Í einum af þessum sóknum kom fyrsta mark Tottenham-manna. Eriksen fékk boltann á hægri kantinum, gaf fyrir og þar var Adebayor nánast einn og óvaldaður (Smalling stóð nú reyndar hjá honum svona til gamans) og skallaði í fjærhornið. Enn er óljóst hvar Evra var í aðdraganda marksins þar sem hann náðist aldrei á mynd. Þar við sat í hálfleik, fín spilamennska hjá United er 1-0 undir. Er það ekki svolítið týpískt?
Tempóið í seinni hálfleik var ekki alveg jafn hátt og í þeim fyrri. Tottenham datt aðeins aftar á völlinn og United reyndi með þolinmæði að byggja upp sóknir. Á 60 mínútu, þegar ekkert markvert hafði gerst, gerði Moyes tvær sókndjarfar breytingar á liðinu. Kagawa og Hernandez komu inn fyrir Smalling og Carrick. Ég skildi ekki alveg þessa skiptingu, Valencia var að gera ágæta hluti á kantinum, en hefur á sama tíma ekki sýnt glæsilega tilburði í hægri bakverðinum á þessu tímabili, ég varð því smá stressaður yfir þessari hrókeríngu. Ótti minn var svo staðfestur stuttu seinna þegar Tottenham-menn hnoða boltanum inn í teig þar sem Eriksen kemur og „flugskallar“ boltann í netið. Markið verður, því miður, að skrifast á FÁRÁNLEGA slaka varnarvinnu hjá Valencia sem stóð rólegur inn í teig og beð eftir að fá boltann í lappirnar, á sama tíma og alvöru bakvörður hefði mætt boltanum og nelgt honum eins langt í burtu og hægt var.
Á þessum tímapunkti var ég við það að tryllast, en sem betur fer þá aðeins mínútu seinna fær Welbeck fær boltann inn fyrir vörn Tottenham og minnkar muninn. Jæja, smá von hérna! Tottenham gerðu um leið tvær varnarsinnaðar skiptingar og ætluðu sér klárlega að halda forustunni. United pressaði stíft og gaf allt í að reyna að jafna leikinn, áttu til að mynda nokkur dauðafæri á síðustu mínútunum en enn of aftur er eins og heppnin væri ekki með okkar mönnum. Boltar skoppa asnalega, menn renna til, bjargað á línu, augljósar aukaspyrnur ekki gefnar, og svo framvegis. Tottenham héldu því sínum hlut og enn eitt tapið í vetur á Old Trafford staðreynd, sem er svo svekkjandi því ef United hefur einhvern tímann spilað “6 stiga leik” á þessu tímabili þá var það í dag.
Ég nenni ekki að fara að velta mér upp úr einhverjum niðurdrepandi punktum, svona eins og myndinni hér að ofan, spilamennsku sumra leikmanna og frammistöðu dómarans svo dæmi sé tekið. Það verður bara að kyngja þessu og halda áfram, fókusa á leikina tvo sem eru framundan gegn Swansea bæði í bikar og deild. Ef við spilum gegn þeim eins og við gerðum í dag (vorum með boltann 61% af leiknum) þá er ég frekar bjartsýnn, sérstaklega ef heppnin fer að detta aðeins með okkur líka!
Enn einn stöngin-út leikur á þessu stöngin-út tímabili #Djöflarnir
— Tryggvi Páll (@tryggvipall) January 1, 2014
Einar says
Í guðanna bænum Welbeck – haltu áfram, stattu þig, þú getur þetta, sannaðu þig… skil ekki að enginn komist á endann á þessar fínu sendingar frá Valencia. Tap í dag og þá er eiginlega allt búið þetta árið.
Kristjans says
Er þetta ekki versta byrjun Man Utd í Úrvalsdeild frá upphafi? 10 sigrar í 20 leikjum; 6 tapleikir og þarf 4 leikir á heimavelli. Hefur liðið einhvern tímann tapað svona mörgum leikjum á heimavelli?
úlli says
Andskotinn. Það fellur lítið með okkur á Old Trafford. Þessi töp á móti Newcastle, Everton og Tottenham hefðu allt getað verið sigrar með örlítilli heppni. En ef og hefði telur víst lítið þegar upp er staðið….
guðjón says
Ömurlega lélegt! Verðum bara að sætta okkur við þá staðreynd að United er miðlungslið. Ef leikmennirnir, sem mynduðu leikmannahópinn í dag, yrðu settir á sölulista myndu einungis 2-3 freista toppliða. Hinir færu til „minni“ liða. Sir Alex tókst að vísu á einhvern óskiljanlegan hátt að kreista eitthvað út úr þessum hóp (og ekki alltaf með neinni glæsiknattspyrnu), en það er ekki á færi nokkurs annars að gera það. Líklega er Moyes búinn að vera, United er bara einum of stór biti fyrir hann. Ættum að reyna að krækja í þann eina og sanna Bielsa, hvar sem hann er nú annars staddur, meistarinn sá.
Friðrik says
Það þarf nauðsynlega að versla í janúar ef við eigum að eiga einhverja von á á meistaradeildarsæti, en því miður er ekki mikið af stórum bitum til sölu í janúarmánuði. Skaðinn er skeður, við áttum að versla almennilega fyrrasumar , við gerðum það ekki og erum að súpa seyðið af því núna, 11 stigum frá toppnum. Við sáum bara hvad það gerði fyrir Arsenal að fá Özil.
Siggi P says
Frá því ég skrifaði síðast komment eftir tapið gegn Newcasle hef ég vonað að ég hafi haft rangt fyrir mér. 6 sigurleikir í röð og liðið virtist sem komið á rétta braut. En það er ekki svo. Ég vil ekki hljóma neikvæður, ég vil meina að ég sé raunsær og hrífst ekki af rómantík sem nokkrir sigrar gegn veikari andstæðingum færa okkur. Staðreyndin er sú að við erum ekki að vinna liðin í kringum okkur eða ofar. Mér taldist til að eftir fyrri helming mótsins náðum við 6 stigum gegn liðunum í 1-9. sæti. Ég tel við vera á réttum stað í deildinni miðað við getu og hvernig við spilum, rokkum þetta 6-9. sæti og með smá heppni gætum við náð 5. sæti og sæti og Evrópudeildinni.
Hvað veldur? Stjóraskiptin eru augljósa ástæðan. Það var alltaf ljóst að Moyes ætti við ramman reip að etja. Ég er ekki að segja að hann hafi endilega verið rangur stjóri, en hann hefði þurft bæði mikinn stuðning og smá heppni til að þetta gengi upp. Hann fékk hvorugt. Það er ljóst að hann hefur ekki nægilegt vald á þessu liði, hvort sem það er taktík eða að fá leikmennina með sér í að spila hana. Því meira mótlæti, því erfiðara verður það.
Margt mun skýrast á næstu vikum. Við eigum Chelsea og Arsenal á næstunni. Ég sé okkur ekki ná mikið út úr þeim miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast. Það má alltaf vona að eitthvað kraftaverk gerist í glugganum, en ég sé það ekki gerast, og ef svo, þá varla hafa áhrif samstundis. Ég sé tvennt í stöðunni. Annars vegar að Moyes fái að hreinsa út og byggja upp sitt lið á næstu árum. En þá er hætta á að þetta verði bara Moyes’ Everton v 2.0. Hins vegar að skipta um stjóra á einhverjum tímapunkti og fá alvöru stjóra með virðingu leikmanna. Ég hallast þó nú að því að það verði ekki á þessu tímabili. En ef uppskeran verður eins og stefnir í þá fær hann kannski ekki aftur tækifæri næsta haust. Það er vonandi að þá verði betur staðið að stjóraskiptum. Þessi fara í bækurnar sem dæmi um hvernig ekki á að gera þetta.
Ingi Rúnar says
Fjórða sætið er bónus héðan af. Nú eða vinna meistaradeildina, jackpot. Keep going
Kristjans says
Tek undir það sem Siggi P skrifar hér að ofan.
Átta mig ekki á því að skipta bæði um stjóra og chief executive á sama tíma. Ed Woodward, sá sem tók við af David Gill hefur ekki beint heillað mann. Leikmannamálin í sumar og þessar „tilraunir“ við ákveðna leikmenn voru hlægilegar og ekki sæmandi félagi á borð við Man Utd.
Spurning hvort þetta hefði gengið betur ef Moyes hefði haft Gill sér við hlið í sumar? Kaupin á Fellaini voru algjört panic buy og í mínum huga var galið að borga rúmlega 27 milljónir punda fyrir hann.
En hafa sögur verið á kreiki varðandi það að Moyes njóti ekki virðingar leikmanna?
Moyes virkar ekki sannfærandi á mann þessa stundina og reyndi að brosa í viðtali eftir leikinn.
Það var vitað að það yrði nánast ómögulegt að taka við af Ferguson. Spurning hvort Moyes sé nógu stór/sterkur karakter til að höndla þetta. Hefði haldið að einhver á borð við Mourinho hefði þurft að taka við keflinu af Ferguson, einhver sem hefur óbilandi trú á sjálfum sér.
Í þessu samhengi er vert að minnast á hvað Ferguson sagði eftir sinn seinasta leik:
„I would like to remind you this club stood by me in bad times, the players and the staff.“
„Your job now is to stand by the new manager.“
En varðandi leikinn sjálfan, þá vona ég að Moyes átti sig á því að spila ekki Smalling eða Jones í hægri bakverði. Liðinu virðist vegna mun betur með „alvöru/natural“ bakvörð. Synd að Rafael skuli vera meiddur, af hverju fær Fabio ekki tækifæri? Og hvert var game planið hjá Moyes i dag? Senda á Valencia sem átti svo að gefa boltann fyrir, cross and hope the best?
Ánægjulegt að sjá Welbeck skora, hann getur þetta strákurinn og á bara eftir að verða betri, svo lengi sem hann fær að spila sína stöðu, sem framherji.
Hef ekki mikla trú að neitt gerist í þessum glugga. Ætti Moyes ekki að kalla á Powell úr láni og gefa honum tækifæri á miðjunni?
guðjón says
Hér er maðurinn sem við þurfum í stað Moyes, Mercelo Bielsa:
A fanatic of football videos that he adds to his collection, Bielsa on occasion checks pitch measurements by pacing them out before deciding on a particular formation. He allocates separate training times for different parts of his squad. Former Argentine national team captain Roberto Ayala and defender under Bielsa stated „Sometimes we wouldn’t see any of the strikers, because he’d have them training at a different time, and it was the same with the midfielders.“[2]
He is known for watching and collecting numerous football videos to the point of obsession. He edits and analyzes each video for each individual player. He also utilizes statistical software and other technological tools to prepare for games. John Carlin, an English journalist, has stated that Bielsa „has the most cultured library of soccer in the world.“ [26]
Athletic Bilbao’s striker Fernando Llorente said in an interview „At first he seems tough and he may even annoy you with his persistence and don’t-take-no-for-an-answer resilience, but in the end he is a genius.“ [27] Barcelona’s Pep Guardiola called him the „best manager in the world“ in 2012.[28]
As Bielsa refuses to grant exclusive interviews, the press conference has become his preferred method of communication. He has been known to field every last question from the assembled media during these gatherings. If the talk turns to the intricacies of the game, a three- or even four-hour press conference is possible. According to him: Every section of the media should get the same attention from me, from the capital’s most prominent TV channel to the smallest newspaper in the provinces.[2]
Runólfur says
Ég slökkti þegar Tottenham komst í 2-0 en guð minn góður hvernig fór þessi leikur 1-2. Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við fengið víti bæði þegar Welbeck fer niður og þegar Lloris reynir að myrða Young. Held að Fergie effect hafi meiri áhrif á dómgæslu heldur en önnur lið á Old Trafford. Dómararnir virðast bara vissir um að þeir komist upp með hvaða skitu sem er.
Liðið og sérstaklega David Moyes áttu alls ekki skilið að tapa í dag. Líklega sárasta tapið hingað til.
Annars held ég að sama hvað gerist það sem eftir er af tímabilinu þá munum við sjá þessa leikmanna hreinsun sem er búið að vera spá síðustu 2-3 ár.
DMS says
Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa í dag. Dómarnir duttu ekki með okkur og mér fannst mörkin sem Tottenham skoruðu einstaklega ódýr. Evra dettur alltof oft í þann pakka að vera að horfa á leikinn í stað þess að vera með sínar staðsetningar og dekkningar á hreinu. Það sama kom svo fyrir Valencia þegar hann var færður í hægri bak.
Er ekki bara málið að bjóða 20kúlur í Juan Mata hjá Chelsea núna strax í janúar? Besti leikmaður Chelsea á síðustu leiktíð.
http://www.mbl.is/sport/enski/2014/01/01/mourinho_mata_og_essien_geta_farid/
Kristjans says
Væri ekki bara fínt að fá bæði Mata og Essien?
Sigurjón says
Mata er svo sannarlega frábær leikmaður sem ég myndi ekki slá hendinni á móti, en hann spilar einu stöðuna á vellinum þar sem Manchester United þarf ekki nýjan leikmann. Rooney er nú þegar í þessari stöðu (og stendur sig vel) og síðan er Kagawa alltaf tilbúinn. Er það eitthvað pottþétt að Mata myndi standa sig betur en Kagawa (ef við gefum okkur að Mata myndi oftast spila sem kantmaður)? Ég veit það ekki, kannski þó!
NevilleNeville says
Wake up and smell the coffee! Þetta lið okkar er að molna fyrir framan nefið á okkur. Besta stjóra sögunnar var skipt út fyrir Moyes, sem kann lítið annað en að láta kýla boltann fram og vona það besta.
Dómur sögunnar verður að þetta hafi verið jafn vitlaus ráðning og þegar Liverpool fékk Roy Hodgson. Þeir sáu fljótt að sér, og vonandi verður ekki mikið lengri bið á Old Trafford. Ef hann fær tímabilið allt, þá endar þetta tímabil með ósköpum. Virðist sem stærsti partur þess trausts sem hann fær, sé út af því að Sörinn vildi fá hann, vonandi að sú meinloka lifi ekki fram yfir þorrablót. #Moyesout
Bjössi says
Fyrir þá sem eru að væla yfir hvað allt er ómögulegt vil ég bara minna á að það er búið að ræna okkur ófáum stigunum í vetur sama hvað hver segir.
Jöfnunarmarkið hjá Cardiff var aldrei aukaspyrna, 2 stig.
Áttum að fá víti í stöðunni 0-0 á móti Everton (einhverjir myndu segja tvisvar).
sama á móti Newcastle.
Og svo aftur atvikið í gær þar sem staðan hefði auðveldlega getað verið 2-2 og Tottenham manni færri með útivallarleikmann í markinu síðustu mínúturnar.
Þetta er bara það sem mér datt strax í hug og bara úr leikjum þar sem stig töpuðust eflaust hægt að finna fleiri dæmi, þannig að þið sjáið að við gætum auðveldlega verið með 10-15 fleiri stig bara með því að fá eitthvað útúr dómgæslunni.
Keane says
Kæru félagar og samstuðningsmenn, farið nú ekki að detta í vælugírinn… það er alveg óþolandi þegar menn væla yfir ósanngirni og dómurum osfrv. Staðreyndin er sú að við erum lélegir, og það sem verra er að mínu mati ekki burðugur stjóri í brúnni.
Ingvar says
Shit hvað er leiðinlegt að lesa vælið í mönnum á þessu spjalli! Ótrúlega margir sérfræðingar sem eru með lausnirnar á vandanum sem hrjá liðið. Persónulega fannst mér spilamennskan í gær vera þokkaleg. Það sem kostaði okkur leikinn var slakur varnarleikur, sem hefur gerst oft í vetur.
En menn eru alltaf að bera saman lið Fergie í fyrra og lið Moyes í ár. Sama lið? Já svo sannarlega en hafið þið eiithvað pælt í hver munurinn er? Við erum með einn varnarmann sem hefur verið líkur sjálfum sér, Evans. Vidic, Rio og Evra sem voru máttarstólpar í vörninni í fyrra eru búnir á því og ekki hægt að kenna Moyes um það. Okkar besti miðjumaður og bara besti leikmaður í fyrra, Carrick, hefur bæði verið meiddur og enganveginn náð sér á strik. Svo að endingu þá missti Persie ekki af leik í fyrra. Hvaða lið myndi ekki sakna Van Persie.
Við erum ekkert að spila verri fótbolta undir stjórn Moyes, hlutirnir eru bara ekki að falla með okkur. Við erum með fleiri farþega um borð sem þarf að losa okkur við, fleiri en voru í fyrra. Ég hvet menn til að horfa á leiki frá því fyrra eða skoða spjall eftir leiki í fyrra og ath hvort menn voru eitthvað hrifnir af liðinu.
Hættið að væla, þetta er ógeðslega fúlt en í guðana bænum gefið manninum tíma til að byggja upp sitt lið, ekki reyna fá eitthvað útúr liðinu hans Fergie.
Áfram United
Dolli says
Nokkuð rétt hjá þér Ingvar. Það er vörnin sem er að klikka, og sem á sök á þessum fjölda marka sem við erum búnir að fá á okkur, en ekki markmannsins, en hann er með gjörónýta menn fyrir framan sig. Þar þarf að endurnýja, og fá toppmenn enga rusl karla. Svo þarf líka að fara að kenna mönnum að hitta markið, og skora mörk. Ég horfði á fyrri hálfleik í gær, og þar léku drengirnir fyrna vel, og áttu þetta nánast frá a-ö, en nei ekki tókst þeim að setja í mark, þó árásin á spursarana væri þvílík, að viss er ég um að annað lið hefði verið búið að setjan í netið, með þessum ágangi. En viti menn, þurfti aðeins að líta frá skjánum, og er ég kom til baka, þá voru það spursararnir sem voru búnir að setja eitt, fyrr átti ég von á dauða mínum en þessu, miðað við gang leiksins, en svona er boltinn allt getur skeð, rétt á meðan maður lítur af skjánum. En eins og kom fram hér hjá einhverjum, þá er nú að ráðast í það að ná meistaradeildarsæti fyrir vorið. Ef það ekki tekst, þá held ég að við getum gleymt því strax að fá einhverja gæðaleikmenn í sumar. Nú skulum við bara vera bjartsýnir drengir, og vona að Utd-maskínan fari að taka við sér, skora mörk og vinna leiki. Gleðilegt ár og góðar stundir.
Sævar says
jæja. stöndum upp og klöppum fyrir misvitru staurblindu utd mönnum sem héldu að þetta væri allt að koma eftir nokkra sigra á liðum þar sem allt lið þeirra er jafn dýrt og einn maður hjá okkur. Sá sem vill gefa moyes tíma til að byggja einhvern fjandann upp er að miskilja lífið all hraustlega. hafið þið heyrt frá bayern að guardiola þurfi að fá tíma og nokkur titlalaus ár séu allt í lagi.
þessi ráðning á þessum bjána er álíka vitlaus og að landsliðið í handbolta myndi ráða þjálfara sem hefði legið í dái í 15 ár og vissi ekkert um hröðu miðjuna. gott fólk til lands og sjávar, okkar menn í man utd eru með gæðinn til að enda í 6-9 sæti. bayern, real, barsa, city, psg gætu ekki notað EINN leikmann úr okkar liði, það segir sitt. bingó maradona
Kristjans says
Hvar er Guillermo Varela? Er hann ekki hægri bakvörður? Er að velta fyrir mér hvort það væri ekki ráð að nota hann þegar Rafael er meiddur og Fabio virðist ekki vera í náðinni?
Sævar says
Kristjáns
ef þú ætlar að hringja í moyes út af bakvarðavandræðunum þarftu að hringja í heimasímann. hann á ekki gsm.
Runólfur says
Ég er sammála Ingvari. Það gæti verið að keyrslan á mönnum í fyrra (Evra, Van Persie, Carrick) sem spiluðu örugglega hátt í 50 leiki + sé að koma í bakið á okkur í dag. Van Persie meiddur, Carrick búinn að vera frá, Evra gjörsamlega sprunginn.
Jú liðið hefur verið ömurlegt oft á tíðum, lélegt fram á við og bla bla. En oft á tíðum hefur það líka verið gamla góða United – come back gegn Stoke, Alvöru United comeback gegn Hull, dröslast í gegnum Norwich ásamt því sem við höfum unnið fína sigra inn á milli.
Þetta breytir því ekki að of mikið af leikmönnum er í niðursveiflu, hvort sem það er Moyes að kenna eða eki veit ég ekki. Ég vona ekki – ég neita að trúa því (kallið mig blindann).
Ég spáði liðinu top2 fyrir season og eins og Björn benti á þá ættum við að vera töluvert nær því en við erum, það er í raun sturlað hversu margir dómar hafa fallið gegn okkur. Fergie hefur greinilega haft sín áhrif.
Allavega, við þurfum að slefa í CL og þá held ég við munum sjá Moyes hreinsa til. Ég held að við sjáum loksins þessa sumar hreinsun sem menn hafa talað um í ár. Og fáum vonandi hágæða leikmenn í staðinn.
-Runólfur
Keane says
Það er ekki nóg að kaupa leikmenn það þarf að geta og kunna til verka ef þeir eiga að nýtast til fullnustu. Ekki er ég stjóri en ég sé lítið jákvætt í vinnubrögðum david moyes hingað til.. svo vælir hann óþarflega mikið. Útlitið er svart en þó betra en ég þorði að vona, bjóst við að vera í kringum 10 sætið á þessum tíma. Með þessu áframhaldi verður fjandanum erfiðara að ná á topp 4.. og ennþá erfiðara að fá toppleikmenn. Gef moyes séns eftir janúar og sumargluggann, það er eina prófraunin núna.
úlli says
Vælir hann óþarflega mikið? Eitthvað hefði þetta verið kallað annað en væl ef Ferguson væri maðurinn.
Annars skora ég á menn að fara vandlega yfir tímabilið í fyrra. Ég veit ekki hversu mörgum leikjum Van Persie bjargaði fyrir okkur á fyrri hluta tímabilsins og hélt okkur inni í þessu móti. Hann hefur bókstaflega verið úr leik allt þetta tímabil. Á síðari hluta tímabils getum við svo þakkað því að City var stýrt af þunglyndissjúklingi og allt var í rugli hjá Chelsea að við unnum þennan titil. Toppliðin voru einfaldlega í lægð. Núna eru hins vegar Arsenal, City og Chelsea öll ógnarsterk.
Ég er búinn að sætta mig við að titillinn sé úr sögunni. City er einfaldlega með miklu betra lið og þeim náum við ekki. Mér er svo nokkurn veginn drullusama hvort við lendum í öðru eða fjórða sæti. Til þess þurfum við samt að vera fyrir ofan bæði Liverpool og Tottenham sem er augljóslega ekki sjálfgefið eins og staðan er í dag. Hins vegar er algjörlega ótímabært að missa sig alveg í svartnættinu eins og sumir virðast vera að gera.
Keane says
Miðlungsstjóri tók við miðlungsliði.. ekki við öðru að búast.
(öllum sama um tímabilið í fyrra og önnur á undan)
Runólfur says
Fullkomlega sammála úlla. Tímabilið í fyrra einkenndist af 3 leikmönnum: David De Gea – Michael Carrick og Robin Van Persie. Sóknarleikurinn var heiladauður ef Van Persie var ekki með, liðið var hrygglaust ef Carrick var ekki með og De Gea – hann bjargaði rest þegar á þurfti að halda. Vissulega voru Rafael og Evans góðir líka en í ár hefur meiri hlutinn af þessum leikmönnum ekki verið til staðar. Einhverstaðar las ég í fyrra að „Manchester United are a Michael Carrick injury from a mid table team“ … er ekki frá því að það eigi helvíti vel við í ár – hvað þá þegar Rafael og Robin Van Persie eru alltaf meiddir líka.
Annars er komið nýtt ár drengir og ég mæli með að menn reyni að brosa og vera jákvæðir, ef allt fer á versta veg þá verðum við bara eins og Poolarar næstu árin. Við höldum jú með sigursælasta liði á Englandi :)