• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Slúður

Herrera og Shaw í morgunslúðrinu.

Björn Friðgeir skrifaði þann 24. júní, 2014 | 7 ummæli

Ander Herrara, 25 ára miðjumaður

Munið þið eftir Ander Herrera? Ég var næstum búinn að gleyma honum, enda gerði hann lítið hjá Athletic Bilbao í vetur til að minna á sig. Hann var þó fastamaður í liðinu.. En núna fullyrðir spænska blaðið Marca að hann sé búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við United. Þetta verði tilkynnt opinberlega í dag. United á að hafa greitt upp klásúluna góðu upp á 36m. Upphaflega á þetta sér rætur í frétt Cadena Ser útvarpsstöðvarinnar.

Þessir verða samherjar á næstu leiktíð.
Þessir verða samherjar á næstu leiktíð… sögðum við fyrir nokkru

Daily Mirror segir að við séum svo búnir að hækka boðið í Luke Shaw í 34m punda. Shaw er á leiðinni heim frá HM næstu nótt og getur því einbeitt sér að því að ganga frá framtíð sinni. Það gæti því stefnt í viðburðaríka viku, en þegar Edward Woodward er viðloðandi málið er rétt að gera ekki ráð fyrir neinu sem gefnu fyrr en leikmaðurinn er kominn inn á völl í United treyju.

Efnisorð: Ander Herrera Luke Shaw 7

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Krummi says

    24. júní, 2014 at 10:10

    Man að í fyrra var ég ekki sérlega spenntur fyrir þessum leikmanni. Síðan sá ég einn leik með honum, Bilbao gegn Real Madrid (sem er eini heili leikurinn sem ég hef séð hann spila), þar sem hann fór gjörsamlega á kostum. Af þeim leik að dæma er þetta virkilega öflugur leikmaður.

    0
  2. 2

    DMS says

    24. júní, 2014 at 10:33

    Er ekki Herrera örugglega central midfielder?

    Það litla sem ég hef séð af honum þá er þetta snjall miðjumaður með gott auga fyrir spili og fína sendingargetu. Fyrir eru tveir Spánverjar hjá okkur þannig að þeir ættu að geta hjálpað honum að aðlagast fyrr.

    Ég vona hinsvegar að við séum að kaupa leikmenn sem Louis van Gaal hefur lagt blessun sína yfir. Reyndar held ég að hann yrði fljótur að láta í sér heyra ef svo væri ekki, en maður veit aldrei með Ed Woodward.

    0
  3. 3

    Björn Friðgeir says

    24. júní, 2014 at 11:31

    Þetta virðist næstum frágengið, allir blaðamenn sem geta á annaðborð talist hafa einhverjar innherjaupplýsingar eru búnir að segja að þetta sé að gerast.
    Herrera á að vera þessi box-to-box miðjumaður sem okkur vantar, nú síðast var Andy Mitten á twitter að segja hvað hann væri frábær (Mitten býr á Spáni, amk að hluta)

    0
  4. 4

    Eyjó says

    24. júní, 2014 at 20:35

    Ég er spenntur fyrir þessum strák. Það vissi ekki margir hver Alanso var áður en hann kom til liverpool. Er það ekki rétt hjá mér að Bilbao endaði í meistaradeildar sæti á spáni og það megi þakka þessu strák mikið í þeim árangri. Hins vegar er ég ekki eins spenntur að spreða öllum þessum pening í Shaw það er alveg hægt að fá sambærilegan bakvörð fyrir mun minni pening. Ég var samt að vonast að við mundum reyna við Ross Barkley sem mun verða lang lang lang besti miðjumaður Englands mjög fljótlega. En það er ekki verið að linka okkur við nein miðvörð sem okkur vantar sárlega en vonandi fer maður að sjá staðfest nokkur nöfn fljótlega…..

    0
  5. 5

    DMS says

    25. júní, 2014 at 12:06

    Sá í slúðrinu að Southampton vildu fá 40m punda fyrir Shaw. Vissulega er vafasamt að taka einhverju bókstaflega í slúðurfregnum, en ef þetta er sú upphæð sem þeir vilja fá fyrir hann þá held ég að við ættum bara að leita annað. Örugglega hægt að fá Daley Blind á mun minna og Van Gaal þekkir kauða úr hollenska liðinu, valinn besti maður Ajax á síðasta tímabili í þokkabót. Að auki getur hann leyst fleiri stöður en bara vinstri bak. Hinsvegar er ég alveg spenntur fyrir Shaw líka en verðmiðinn er að verða ansi hár fyrir 18 ára vinstri bakvörð sem átti gott tímabil með Southampton.

    0
  6. 6

    Kristjans says

    25. júní, 2014 at 14:03

    Sammála, rugl að borga 40 mills fyrir Shaw. Held að málið sé þá að fá Daley Blind – var orðaður við Utd á um 12 milljónir punda.

    0
  7. 7

    Runólfur says

    26. júní, 2014 at 00:53

    Er nokk viss um að LvG hefur lagt blessun sína yfir þessi kaup þar sem hann á að hafa klippt á Toni Kroos kaupin á núll einni eftir að hann mætti. Ég viðurkenni að ég veit gjörsamlega 0 um Herrera en það að United sé að ganga frá dílnum núna sýnir að menn lærðu eftir stórslysið í fyrra (þar sem að klásúlan hans á víst að hækka um einhverjar 4-5 kúlur um mánaðarmótin).
    Annars verð ég að viðurkenna að ég er ekkert að missa vatn yfir Luke Shaw, vissulega enskur og gæti verið í þessari stöðu næstu 15 árin en einhverja 40kúlur + 100k+ á viku (las 160k einhverstaðar) er hrein og bein sturlun. Hann væri kominn með nýjan samning og yfir 200k eftir 3-4 ár. Ég sjálfur er allavega alltof nískur til að samþykkja það – Daley Blind er fæddur 1990 og ætti að vera ódýrari hvað varðar kaup og kjör ásamt því að hann þekkir LvG svo Blind er minn maður.
    Ps. Mig langar í Robben – fáum gæða kantmann meðan Januzaj er að undirbúa sig í að verða besti leikmaður í heimi eftir 2-3 ár :)

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress