• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Æfingaleikir

Liverpool á miðnætti í kvöld

Björn Friðgeir skrifaði þann 4. ágúst, 2014 | 1 ummæli

Young fagnar marki í leiknum á laugardag
Young fagnar marki í leiknum á laugardag

Á miðnætti í kvöld mætum við Liverpool í úrslitum Guinness bikars alþjóðlegu meistaranna. Eitthvað hefur einhverjum auglýsingameistaranum orðið hált á nafngiftinni, því hvorugt liðið er jú meistari. En það getur jú öllum skrikað fótur af og til.

Það er ekki mikið að segja um æfingaleikina hingað til sem hefur ekki þegar verið sagt. Liðið hefur verið að spila fantavel, allir eru í skapi til að leggja sig alla fram fyrir nýja stjórann og allt er í himnalagi (a.m.k. þangað til alvaran hefst).

Á æfingunni í nótt kláruðu Rooney, Shaw, Michael Keane, Young, Valencia, Jones, Evans, Fletcher, Herrera, Mata, Chicharito og Cleverley fyrr en aðrir og ég ætla því að leyfa mér að skjóta á byrjunarliðið:

De Gea

M Keane Jones Evans

Valencia Fletcher Herrera Young

Mata

Rooney Hernandez

Sem er líklega sterkasta lið sem hægt er að stilla upp úr hópnum. Smalling er ekki að æfa á fullu og Welbeck æfði ekki.

Á fréttamannafundinum eftir æfingu sagði Louis van Gaal að eftir að hópurinn kæmi aftur til Manchester væri tilbúinn að taka ákvörðun um hvaða leikmenn yrðu látnir fara. Hann myndi byrja á því að segja viðkomandi það, augliti til auglitis áður en það fréttamenn fái nokkuð um það að vita.  Miðað við allt og allt er lílkegt að á þeim lista séu Anderson, Nani og Hernandez ef ekki fleiri. Van Gaal er búinn að senda þjálfarann Marcel Bout heim til Englands til að koma Fellaini, Januzaj og Van Persie í form en þeir tveir fyrrnefndu hafa verið að æfa í viku en Van Persie kemur í dag. Van Gaal þykir líklegt að Belgarnir verði í standi fyrir fyrsta leikinn gegn Swansea 16. ágúst, en mjög tæpt verður með hvort hann mun treysta Van Persie í þann leik.

Liverpool hafa auðvitað verið að spila í Bandaríkjunum eins og við, léku fyrst gegn Roma og töpuðu 1-0, en í Alþjóðlegameistarabikarnum hafa þeir unnið Olympiakos 1-0, Manchester City á vítum eftir 2-2 jafntefli og loks AC Milan 2-0.

Þeir hafa verið að sanka að sér mönnum í sumar, aðallega frá Southampton og liðið hefur verið að slípast saman. Helsti veikleiki þeirra í kvöld verður líklega sóknin enda báðir stjörnuframherjarnir eru frá, Suárez beit sig í að fara til Barcelona og Daniel Sturridge er meiddur. Það verður því líklega Ricky Lambert sem verður fremstur hjá þeim. Að öðru leyti verða þeir með mjög svo frambærilegt lið, Raheem Sterling sýndi vel síðasta vetur hvað hann getur og stuðningsmenn virðast nokkuð ánægðir með Jordon Ibe. Aðra ættum við að þekkja frá fyrri árum.

En þetta verður enginn venjulegur æfingaleikur í kvöld, það er ekki hægt þegar þessi lið mætast. Þetta verður harkan sex og ég efast ekki um að þau sem hafa sig í að vaka eftir leiknum, sem eins og fyrr segir byrjar á miðnætti, muni ekki sjá eftir því.

Efnisorð: Liverpool Tour 2014 Upphitun 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    4. ágúst, 2014 at 09:29

    http://unitedlive.manutd.com/

    Hægt að kaupa aðgang að leiknum hérna á 2$, ég notaði þetta fyrir United vs Real og virkaði þetta rosalega vel í iPhone5.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress