• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Félagaskipti Leikmenn Staðfest

Marcos Rojo til Manchester United og Nani til Sporting

Magnús Þór skrifaði þann 19. ágúst, 2014 | 13 ummæli

318688Í gær tilkynnti Sporting að argentínski landsliðsmaðurinn Marcos Rojo sé að ganga til liðs við Manchester United. Skömmu seinna barst staðfesting þess efnis frá Manchester United.

#mufc has reached agreement with Sporting Lisbon to sign defender Marcos Rojo, subject to a medical and personal terms.

— Manchester United (@ManUtd) August 19, 2014

Hann á eftir að standast læknisskoðun og semja um kaup og kjör en það er yfirleitt bara formsatriði þegar kemur að United. Það er því nokkuð ljóst að Marcus Rojo er að verða leikmaður Manchester United. Rojo sló í gegn með landsliði sínu á Heimsmeistarakeppninni i Brasilíu í sumar. Vörn Argentínu var gríðarsterk eftir sem leið á mótið og Rojo mikilvægur hlekkur í henni. Rojo lék upphaflega með Estudiantes de la Plata í Argentínu áður en hann hélt til Rússlands. Þar í landi lék hann með því fræga félagi Spartak frá Moskvu í eitt tímabil áður en hann hélt til Sporting í Lissabon. Þar hefur hann leikið í tvö tímabil.

Marcos Rojo er 24 ára og getur leikið hvort tveggja sem miðvörður eða vinstri bakvörður eins og hann gerði einmitt á HM. Kaupverðið er talið vera um 16 milljón pund. Rojo er þriðji leikmaðurinn sem United hefur keypt í glugganum. Þess má geta að hann er fjórði leikmaðurinn frá Argentínu sem gengur til liðs við félagið á eftir Juan Sebastían Verón, Gabriel Heinze og Carlos Tévez. Nánur um leikmanninn hér. Um þennan leikmann eru skiptar skoðanir. Tor-Kristian Karlsen og Jan Hagen þekkja vel til portúgalska boltans:

Considering what’s available on the market & no CL football, Marcos Rojo is a very decent (late transfer period signing) for Man Utd (1/3) — Tor-Kristian Karlsen (@karlsentk) August 19, 2014

IMO he possesses the right attributes to play as one (the left) of three centre-backs, can fully see the logic in signing him (2/3)

— Tor-Kristian Karlsen (@karlsentk) August 19, 2014

Very few (obtainable) top class centre-backs out there & specifically wanting a left-footed one narrows down the search even further (3/3) — Tor-Kristian Karlsen (@karlsentk) August 19, 2014

Do absolutely see the sense in Man Utd moving for Marcos Rojo: athletic, good size, mobile, intelligent, left footed, ideal for a back 3

— Tor-Kristian Karlsen (@karlsentk) August 12, 2014

Jan Hagen er þó ekki á sama máli:

The reported fee of €20 million is a lot of money, and especially for a player who will be no upgrade on none of Evans, Jones or Shaw. Marcos Rojo can do a good job as a back-up at centre back or left back, but a unreliable back-up is not what Manchester United need, based on their performance versus Swansea City on Saturday. #

Það eru því skiptar skoðanir um þennan leikmann en við hér á Rauðu djöflunum höfum fulla trú á Rojo slái í gegn á Old Trafford. Sem hluti af samkomulaginu fer Nani á lán til Sporting út tímabilið.

*Uppfært* Þetta er endanlega staðfest. Kaupverðið er 20 milljónir evra. Nani fer í hina áttina. Rojo fær fimmuna hans Rio:

BREAKING: Marcos Rojo is a Red. The Argentina defender has signed for #mufc on a five-year contract. #RojoIsRed pic.twitter.com/aLcnbC7BR0

— Manchester United (@ManUtd) August 20, 2014

LVG confirms Rojo may play LB: “He has played at the highest level in world football and can play either as a central defender or left back“

— jamie jackson (@JamieJackson___) August 20, 2014

Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til félagsins.

Efnisorð: Marcos Rojo Nani 13

Reader Interactions

Comments

  1. Ísak Agnarsson says

    19. ágúst, 2014 at 19:58

    já held hann sé frábært add to the squad, þurfum nauðsynlega að hafa annan LB as well, Jones og Smalling eru líka RB þannig þetta er bara akkurat það sem vantaði.
    Núna vantar bara 2-3 í viðbót. Þurfum að netta amk 1 fyrir lokun en vonandi fleirum. Þurfum winger og miðjumann badly.

  2. DMS says

    19. ágúst, 2014 at 20:13

    Getum við ekki hent Anderson inn í fléttuna líka?

    Hinsvegar er þetta gott mál. Hinsvegar betur má ef duga skal. Núna skal snúa sér strax að næsta targeti, klukkan tifar…

  3. DMS says

    19. ágúst, 2014 at 20:13

    DMS skrifaði:

    Getum við ekki hent Anderson inn í fléttuna líka?

    Hinsvegar er þetta gott mál. Hinsvegar betur má ef duga skal. Núna skal snúa sér strax að næsta targeti, klukkan tifar…

    Ok, þetta innlegg mitt staðfestir að ég er að verða klikkaður í þessum félagsskiptaglugga. Hinsvegar hinsvegar hinsvegar….lái mér hver sem vill.

  4. Runólfur says

    19. ágúst, 2014 at 21:13

    Ég er efins. Ekki eins og „track record“ hjá United sé gott þegar kemur að Argentínu mönnum. Verón var alltof dýr og ekkert spes og hinir tveir algjörar kuntur.
    Ég skil ekki af hverju Daley Blind var ekki keyptur, hefði haldið að það væri fyrsti kostur fyrir Van Gaal og United örugglega fyrsti kostur fyrir hann.
    Ps. Ég vill ekki missa Nani.

  5. Hjörvar Ingi Haraldsson says

    19. ágúst, 2014 at 21:44

    Orðin svo þreyttur á Nani, fínt fyrir okkur og gott fyrir hann að hann fari annað. Núna bara fá annan Argentínu gaur sem hefur verið orðaður við okkur og það helst STRAX

  6. Keane says

    19. ágúst, 2014 at 21:44

    Ég svíf enn á skýi eftir að ég frétti að Moyes væri farinn, lái mér hver sem vill.

  7. Einar B says

    20. ágúst, 2014 at 08:06

    Góð viðbót. Hann var frábær á HM en það er um það bil allt sem ég hef séð af honum svo ég ætla ekki að missa mig strax, minnugur nokkrum kaupum af leikmönnum sem hafa átt góð stórmót.. *poborsky* *hóst* *kleberson* *frekarihóst*

    Ég óttast að hann hafi ekki hausinn skrúfaðan alveg rétt á… sbr. 4 rauð spjöld í síðustu 49 leikjum og þetta verkfall hans um daginn, frekar unprofessional og hringir smá viðvörunarbjöllum. En allavega.. Húrra fyrir Rojo og megi hann smellpassa í liðið!

    Nú er bara að sannfæra Glazerpakkið um að það borgi sig að fjárfesta frekar í þessu liði, og öllu erfiðara, sannfæra nokkra toppleikmenn um að við séum actually á uppleið aftur og það sé heilmikil vit að koma til Manchester – Vidal, Di Maria, Ronaldinho, Harry Kewell og Figo – ég er að horfa á ykkur

  8. Kristjans says

    20. ágúst, 2014 at 08:48

    Vona að maður hafi rangt fyrir sér en mér list ekki nógu vel á þennan mann.
    Ummæli frá Jan Hagen eru birt hérna að ofan og svona endar hann grein sína:

    „Marcos Rojo will not be the answer to Manchester United’s problems. He is more likely to create more of them.“

    Ætli ekkert hafi verið reynt við Danny Blind?
    Hljóta kaup á öðrum miðverði ekki að vera líkleg?

  9. Kristjans says

    20. ágúst, 2014 at 12:09

    Leiðrétting – Daley Blind en ekki Danny Blind! En hann getur spilað sem left back, wingback og djúpur á miðju, hefði haldið að hann væri skynsamlegri kaup en Rojo. Spurning hvort Rojo sé hugsaður meira sem miðvörður í 3 manna vörn og þvi enn von fyrir Blind.

    Vona svo að þessu kaup á Rojo séu þau fyrstu af nokkrum í þessum glugga! Verður maður ekki að lifa í voninni?!? Búinn að sjá Strootmann, Khedira, Alonso og De Jong orðaða við okkar menn á hinum ýmsu vefmiðlum í morgun, ásamt Cuadrado frá Fiorentina. Vonandi leynist eitthvað sannleikskorn í þessu slúðri! Ef ég væri að spila CM, myndi ég splæsa í miðvörð, Blind, miðjumann og Cuadrado!

  10. Björn Friðgeir says

    20. ágúst, 2014 at 14:38

    Það sem maður hefur séð speklerað hefur alltaf verið gert ráð fyrir bæði Rojo og Blind. Rojo sem vinstri haffsent og Blind á miðjuna og báðir geta tekið vinstri vængvörð ef þarf.

    Cuadrado eða Di María væri flott, og svo er ég kominn á þá skoðun að Van Gaal ætli að bíða eftir Strootman, hann yrði aldrei keyptur fyrr en í janúar þegar hann er kominn til baka úr meiðslum.

    En að fenginni reynslu geri ég ekki ráð fyrir frekari kaupum núna.

  11. Ísak Agnarsson says

    20. ágúst, 2014 at 19:23

    Gaman að fá Rojo, snilld að fá meira quality.
    Auðvitað er ekkert mikið recent að segja um Nani, enda hefur hann ekki komist í byrjunarliðið í 2 ár eða lengur.
    Frábær leikmaður samt en held að það hafi frekar verið attitude-ið hans frekar en að komast í liðið, svipað með Zaha.
    Ferguson notaði Nani oftast og yfirleitt var hann gríðarlega stoðsendingagjarn og mikill spilari í liðinu, þótt mörkin voru að skornari skammti, gat samt alveg oft skorað samt. Frábær leikmaður en kominn tími á kappann.

  12. Hjörvar Ingi says

    21. ágúst, 2014 at 08:58

    Tekið af fotbolti.net slúðrið: „Hernandez og Fellaini til Man Utd?“

    Ef Eddi kallinn er að reyna að kaupa þessa til að styrkja liðið núna að þá er komin skýring afhverju hlutirnir eru ekki að ganga núna :D

  13. Krummi says

    21. ágúst, 2014 at 10:40

    @ Ísak Agnarsson:
    „Snilld að fá meira quality“. Það er akkúrat vandamálið… við getum ekki einu sinni verið vissir um að þessi kaup tryggi meira quality. Í raun eru miklu meiri líkur á að Rojo sé í svipuðum klassa og þeir sem við eigum nú þegar, þ.e. Jones, Evans og Smalling.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress