• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Aston Villa 1:1 Manchester United

Tryggvi Páll skrifaði þann 20. desember, 2014 | 13 ummæli

Jafntefli gegn Aston Villa staðreynd. Svekkjandi byrjun á jólatörninni en nokkrir jákvæðir punktar.

Liðið var svona:

1
De Gea
6
Evans
16
Carrick
4
Jones
18
Young
10
Rooney
8
Mata
24
Fletcher
25
Valencia
9
Falcao
20
van Persie

Bekkur: Lindegaard, Blackett, McNair, Rafael, Di Maria, Januzaj, Wilson

Enn og aftur stillti Louis van Gaal upp í 3-5-2 á útivelli enda þetta leikkerfi búið að skila góðum sigrum undanfarið. Það er samt með þetta kerfi að það virðist stífla sköpunargáfuna og menn eiga í erfiðleikum með að skapa sér góð færi. Falcao fékk tækifæri í byrjunarliðinu, Carrick datt í vörnina og Fletcher og Rooney stilltu sér upp á miðjunni.

Okkar menn réðu ferðinni lengst af þessum leik en gekk illa að gera eitthvað almennilegt við boltann. Það beit okkur í rassinn á 18. mínútu þegar Benteke skoraði ansi laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Fabian Delph. Hann tók boltann niður og sneri hann laglega í markhornið. Lítið sem De Gea gat gert en ef til vill hefðu varnarmenn okkar geta lokað betur á Benteke en hann er þó illviðráðanlegur þegar hann fær að taka boltann niður í teignum.

View image | gettyimages.com

Eftir markið spilaðist leikurinn eins og hann hafði gert fyrir markið. United-menn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi og staðan var því 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Í hálfleik tók Louis van Gaal Darren Fletcher útaf og Blackett kom inn á í hans stað. Carrick færði sig á miðjuna og Blackett niður í vörnina. Við þessa skiptingu hresstust okkar menn og með Carrick og Rooney á miðjunni að stjórna spilinu í sameiningu þrýstist VIlla-liðið alltaf neðar og neðar á völlinn í upphafi seinni hálfleiks. Virkilega fín pressa hjá okkar mönnum sem gátu varla annað en uppskorið mark. Það kom á 50 mínútu. Ashley Young keyrði inn í teiginn, kom með fínan bolta inn í og þar var enginn annar en Radamel Falcao mættur og skallaði hann afskaplega snyrtilega í markið.

28: No team has scored more headed goals in the last 3 Premier League seasons than ManUtd (via @WhoScored).

— ManUtd_Fact (@ManUtd_Fact) December 20, 2014

Þetta var fyllilega verðskuldað mark og maður bjóst við því að eftir þetta myndi United klára dæmið. Sérstaklega eftir að Gabriel Agbonlahor fékk beint rautt á 65. mínútu fyrir klaufalegt samstuð við Ashley Young. Ég veit ekki alveg hvað Agbonlahor var að reyna að gera og þetta var frekar heimskulegt hjá honum en þó verður að viðurkennast að rauða spjaldið var harkalegur dómur.

Eftir þetta fengu United-menn mikið pláss á vængjunum en Villa-menn voru þéttir fyrir á miðjunni. Di María hafði komið inn á fyrir Van Persie á 61. mínútu og Wilson kom inn fyrir Antonio Valencia. Við það fór Young á hægri vænginn. Hann fékk ítrekað mikið pláss þar og við sóttum mest þar upp. Þannig gekk leikurinn fram að leikslokum en við náðum aldrei að nýta okkur liðsmuninn eða plássið á hægri vængnum. Young komst oft í fína stöðu til að gefa fyrir en annaðhvort voru sendingarnar slakar eða framherjarnir ekki mættir inn í teiginn. Okkur vantaði meiri hættu í gegnum miðjuna en Villa-menn lokuðu alveg á það. Við fengum nokkur hálffæri en ekkert virkilega gott færi. Villa-menn voru nokkuð skeinuhættir í restina en hvorugu liði tókst að skora og því enduðu leikar 1-1.

View image | gettyimages.com

Það er fúlt að tapa stigum gegn þessu Villa-liði. Við vorum klaufar að ná ekki að nýta okkur liðsmuninn og oftar sem áður vantaði alltaf eitthvað upp á sóknarleikinn. Menn voru oft að koma sér í fínar stöður til að veita Villa-mönnum skráveifur en það vantaði einfaldlega bara meiri gæði. Ashley Young er náttúrulega bara Ashley Young, Di María var ryðgaður og miðjan var svo þétt í seinni hálfleik að Mata náði ekki að töfra eitthvað fram.

Screen Shot 2014-12-20 at 17.21.06

Þetta kerfi gerir liðið þéttara fyrir varnarlega og eftir afleitt gengi á útivöllum framan af hefur tekist að snúa því við og því kannski ekki skrýtið að Louis van Gaal freistist til þess að nýta sér það. Það gerir það hinsvegar að verkum að það er auðvelt að loka á miðjuna okkar og það gengur illa að skapa færi. Boltinn fer meira upp kantinn eins og sást t.d. í leiknum í dag og í fyrstu tveimur mörkunum gegn Liverpool. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þar er gengi okkar afskaplega gott og þar er liðið að spila sinn besta bolta. Ég vil því fá að sjá demantinn skína um jólin.

Næsti leikur er annan í jólum gegn Newcastle.

Efnisorð: Aston Villa Leikskýrslur 13

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Thorsteinn says

    20. desember, 2014 at 14:14

    Merkileg uppstilling en alls ekki galinn. Verður gaman að sjá Rooney leysa miðjuhlutverkið og loksins sjá hvað Falcao getur. Fletcher á alveg skilið að byrja en hvar er Herrera? Ekki einu sinni á bekknum? Di Maria kemur svo væntanlega inná fyrir Fletcher á einhverjum tímapunkti. GG man
    united!

    0
  2. 2

    Gísli G says

    20. desember, 2014 at 14:22

    Spenntur að sjá Falcao frá byrjun… Herrera veikur… eigum við ekki að taka þetta ?

    0
  3. 3

    Hjörvar Ingi says

    20. desember, 2014 at 14:45

    Þegar Villa menn eru orðnir þreyttir að þá höfum við rosalega hraða leikmenn á varamannabekknum til að fara illa með þá. Erfiður leikur en sé okkur ekki gera neitt annað en að vinna

    0
  4. 4

    Hjörtur says

    20. desember, 2014 at 15:41

    Fyrri hálfleikur langt kominn 1-0 undir miklu meira með boltan en ekkert gengur Utd varla átt færi en mörkin koma heldur ekki nema reynt sé að skjóta á markið. Vonandi lífgast þetta í seinni hálfleik.

    0
  5. 5

    Valdi Á. says

    20. desember, 2014 at 17:36

    Þetta var bara hörkuleikur og leiðinlegt að ná ekki inn öðru marki. Það sem ég vil sjá í næsta leik er bara að Falcao verði í byrjunarliði. Hann á eftir að vera mikilvægur. Þarf bara að spila reglulega.

    0
  6. 6

    Óli says

    20. desember, 2014 at 19:48

    Ákveðinn léttir að sjá Falcao skora. Ég verð að játa að ég sá ekki mikið til hans hjá Atletico Madrid, en mér finnst eins og það sé engin snerpa í honum. Veit ekki hvort það sé vegna meiðslanna en grunar að hann sé að lenda í svipuðum málum og Torres. Einfaldlega ekki sami leikmaður og áður.

    Annars fannst mér jafntefli nokkuð sanngjarnt og allt í lagi ef við komumst aftur á sigurbraut í næsta leik.

    0
  7. 7

    Hjörtur says

    20. desember, 2014 at 20:33

    Það má kanski segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, miðað við að það vantar alltaf hjá liðinu að reka endahnútinn á þessar stanslausu sóknir. Ég á bara bágt með að skilja að við skyldum ekki skora fleir mörk miðað við gang leiksins, en Villa var að vísu með þétta vörn, og svo varði markmaður oft á tíðum vel. Hvernig sem á því stendur, þá finnst mér varnarleikur annara liða miklu betri en okkar, sem er eins og galopin bók oft á tíðum. En ég er svektur yfir að hafa ekki náð þremur stigum í þessum leik.

    0
  8. 8

    Roy says

    20. desember, 2014 at 21:47

    Leikurinn við Tottenham, er hann ekki á útivelli?

    0
  9. 9

    Hannes says

    20. desember, 2014 at 22:17

    Jú Roy, leikurinn við Tottenham er á útivelli. Ég vona núna að Fletcher hafi spilað sinn síðasta leik í byrjunarliði, hann getur komið inná í restina þegar leikurinn er unninn en nú er þetta komið gott hjá Fletcher kallinum, hef samt ekkert nema jákvætt um þann ágæta mann að segja en hann er bara ekki sá sami eftir þessi erfiðu veikindi. Held við verðum að kaupa varnarmann í janúar, Hummels, Pique eða Varane. Gengur ekki lengur að markmaður sé maður leiksins og í dag voru Aston Villa menn ósáttir með að hafa ekki unnið í lokin þrátt fyrir að vera einum færri, það er óásættanlegt og þetta var ekta leikur þar sem United hefði klárað 1-2 manni fleirri undir stjórn Ferguson, vona að þetta killing instinct hafi ekki horfið með gamla kallinum.

    0
  10. 10

    Ingi Utd says

    21. desember, 2014 at 09:14

    Bara helvítis fokk að gera jafntefli við Aston Villa

    0
  11. 11

    DMS says

    21. desember, 2014 at 10:58

    Missti af meirihlutanum af leiknum. Náði að horfa á frá cirka 70. mínútu. Fannst virkilega slappt að við gátum ekki nýtt okkur liðsmuninn betur. En 7 leikja hryna með 6 sigurleikjum og 1 jafntefli er ekki slæmt. Hinsvegar hefur maður pínu áhyggjur af þessum útivöllum hjá okkur, mér finnst ég sjá talsverðan mun á liðinu á heimavelli og útivelli alveg sama hver andstæðingurinn er. Ég er einnig ekki alveg viss með þetta 3-5-2 kerfi, held við höfum hreinlega ekki gæðin varnarlega til að púlla það alveg. Mikið vonast ég til þess að miðverðirnir okkar geti fengið góða leikjahrynu saman án þess að meiðast, væri einnig afskaplega vel þegið ef bakverðirnir Rafael og Shaw færu að koma til baka. Um leið og einhver stöðugleiki fæst í vörnina þá tel ég að bjartari tímar séu framundan á þeim hluta vallarins, jafnvel þó engar viðbætur verða í janúar. En miðað við meiðslarecordið hjá þessum mönnum (Rafael, Smalling, Evans, Jones) þá er ansi hæpið að þeir taki allt í einu upp á því að haldast heilir í lengri tíma.

    0
  12. 12

    Runólfur Trausti says

    21. desember, 2014 at 21:37

    Jæja. Það koma alltaf ein leiðinleg úrslit í jóla törninni. Vonandi voru þetta einu leiðinlegu úrslit liðsins.
    En mikil ósköp er ég orðinn þreyttur á þessu blessaða leikkerfi – hvað þá þegar Carrick er í hafsent.
    Burnley, Sunderland, Aston Villa. Öll í botnbaráttu og United skapaði varla færi gegn þeim. Svo þrátt fyrir að skora 2 þá skapaði United engin önnur færi gegn Southampton – það er eitthvað sem er ekki að smella.

    Nú ætla ég ekki að gagnrýna Van Gaal – kannski eru leikmenn ennþá að læra inn á þetta kerfi en mér finnst tígulmiðjan fúnkera mun betur, þó þetta séu í grunninn sömu kerfi.

    Hérna eru þó mínir punktar um það sem mér fannst „Off“ við skipulagið gegn Aston Villa:
    a) Michael Carrick í hafsent – ég bara skil það ekki.
    b) Darren Fletcher á miðjunni – Ekki misskilja mig, Fletcher er toppmaður. En með þrjá hafsenta þá er hans hlutverk nánast óþarfi. Væri eðlilegra að spila honum hliðin á Carrick á miðjunni fyrir framan tvo hafsenta.
    c) Wayne Rooney á miðri miðjunni – Wayne Rooney er góður framherji (ekki frábær þó) en sem miðjumaður, not so much. Skil ekki þessa myth í kringum hann sem einhvern Paul Scholes. Hann hefur ekki fyrstu snertingu, yfirsýn eða sendingagetu í það (eða svo tel ég – fer að safna sönnunargögnum um það við tækifæri).
    d) Setja Wilson inn á – Hann hefði átt að byrja. Já Van Persie skoraði og lagði upp gegn Liverpool. Og það er frábært, og auðvitað á hann skilið að starta en ég sé ekki impact-ið sem Wilson á að hafa á leikinn þegar hann kemur inn á. Hraðinn hans Wilson nýtist mun betur gegn „lélegum“ liðum í byrjun – þegar þau eru ennþá að hætta sér í skyndisóknir og að sækja. Ef þau skora, þá pakka þau og þá nýtast hæfileikar Van Persie mun betur. Og ferskur Van Persie er mun líklegri til að nýta þessar 15-20 mín heldur en spólgraður Wilson sem vill sanna sig. Wilson er vissulega góður slúttari (í U21 allavega) en hann hefur ekki nægilega reynslu til að koma svona af bekknum og splúndra upp leikjum – finnst mér allavega.

    Kv. RTÞ

    0
  13. 13

    Audunn Sigurdsson says

    22. desember, 2014 at 08:25

    Næsti leikur er gegn Newcastle heima og svo eigum við Spurs úti tveimur dögum seinna.
    Já svekkjandi að ná ekki þremur stigum út úr þessum leik, það hefði verið sætt en svona fór þetta því miður.
    Fletcher og Fellaini eru ástæða þess að ég tel ennþá alveg nausðinlegt að kaupa hágæða miðjumann, það er ekki hægt að bjóða manni upp á þessa sokka, ég nenni nú ekki að nefna Andó því ég veit ekki hvað sá kauði er að spá,
    Það vantaði tvöföldun út á kanntana, þessi svokölluðu yfirhlaup, það bara sást ekki.
    Boltinn var gefinn út á Young eða Valencia og svo áttu þeir að koma með fyrirgjöf. Oftar en ekki gékk það ekki upp, Young á í bullandi vandræðum að taka menn á, það vantar bakverðina til að aðstoða, það er helsta ástæðan fyrir því að ég vill ekki þetta kerfi, en kvarta samt ekki ef liðinu tekst að sigra.
    Sjáum til hvað Gaal gerir í komandi leikjum, hann kvartaði undan því að leikmenn sínir hefðu ekki skapað nóg í þessum leik.
    Ættum að vinna Newcastle heima en leikurinn úti gegn Spurs verður ansi erfiður leikur.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress