• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Félagaskipti Opin umræða

Memphis Depay er á leiðinni til Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 7. maí, 2015 | 24 ummæli

#mufc has reached an agreement with PSV Eindhoven & Memphis Depay for the player's transfer, subject to a medical. pic.twitter.com/RdrJglzQGv

— Manchester United (@ManUtd) May 7, 2015

Louis van Gaal og Ed Woodward ætla greinilega að klára sín viðskipti snemma. Einhverjir voru hræddir um að United myndi vera svo upptekið af Bale-eltingarleik að Memphis myndi einfaldlega gleymast eða jafnvel enda hjá Liverpool, PSG eða öðrum liðum. Kaupverðið er sagt vera um 22 milljónir punda.

Leikmaðurinn eru ekki óvanur því að leika fyrir van Gaal en Memphis var einmitt einn af mest spennandi leikmönnum Hollendinga á HM í Brasilíu. Ekki skemmir fyrir að Memphis og van Gaal eiga gott samband sem samkvæmt erlendum heimildum minnir á feðgasamband.

Við á ritstjórn viljum bjóða Memphis velkominn til Manchester United.

I always say; Dream, Believe, Achieve. I was dreaming and believing of becoming the champions of the Eredivisie with @PSV and we achieved it. I’m extremely grateful towards PSV, all the fans, @underarmour and @segfootball for believing in me. Now it's time to set my goals again on winning trophies with @ManchesterUnited.

A photo posted by Memphis Depay (@memphisdepay) on May 7, 2015 at 5:29am PDT

Endilega ræðið þessi kaup, eruð þið lesendur spennt fyrir Memphis?

Efnisorð: Memphis Depay 24

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Sigurbjörn says

    7. maí, 2015 at 11:17

    Ef hann nær sömu hæðum og síðustu tveir sem við höfum fengið frá PSV, þá verða þetta stórkostleg kaup!

    0
  2. 2

    tommi says

    7. maí, 2015 at 11:20

    Ég er hrikalega sáttur með þetta. Var að svona quietly confident að þetta myndi hafast hjá King Woody.

    0
  3. 3

    Magnús Þór says

    7. maí, 2015 at 11:22

    Sigurbjörn það er rétt.

    0
  4. 4

    Viðar Einarsson says

    7. maí, 2015 at 11:27

    Djöfull er ég ánægður með þetta!

    0
  5. 5

    Gummi Torfi says

    7. maí, 2015 at 11:41

    Held að þetta séu flott kaup, svakalega ðflugur leikmaður hér á ferð.

    0
  6. 6

    SAF says

    7. maí, 2015 at 11:44

    Ekki hægt annað en að vera sáttur við þetta ! einn komin og þrír eftir :-) Hummels,Clyne og Gundocan .
    ….Glory Glory !!

    0
  7. 7

    DMS says

    7. maí, 2015 at 12:15

    Hrikalega ánægður með þessi kaup. Hef mikla trú á þessum leikmanni. Hann er á flottum aldri líka, ekki of ungur en samt enn mikið svigrúm til að bæta sig enn frekar. Next up, varnarmaður og djúpur vel spilandi miðjumaður.

    0
  8. 8

    Hjörtur says

    7. maí, 2015 at 12:22

    Maður vonar að þetta séu frábær kaup, ungur leikmaður sem á allan knattspyrnuferilinn eftir. Hélt að Liverpool væri að krækja í hann, en til allra lukku valdi leikmaðurinn rétt lið, en 25-30 m.p. sá ég að Utd þyrfti að punga út fyrir hann. En er það þá nokkuð svo mikið miðað við hvað leikmenn eru verðlagðir í dag?

    0
  9. 9

    Audunn says

    7. maí, 2015 at 12:25

    Mjög ánægður með þetta, var farinn að hafa bullandi áhyggjur á að United væri að draga lappirnar þegar að honum kom og Liverpool myndi stela honum sem hefði verið hræðilegt.

    0
  10. 10

    Kjartan Jónsson says

    7. maí, 2015 at 13:10

    Virkilega spenntur, hef aldrei komist almennilega yfir það þegar við „misstum“ af Robben yfir til Chel$ki og Depay verður vonandi álýka leikmaður (mínus leikaraskapurinn).

    Þetta er akkurat leikmaðurinn sem maður vill sjá hjá Man Utd, ungur en kannski ekki algjörlega óskrifað blað. VIð eigum að kaupa þessa efnilegu leikmenn frá Portúgal, Belgíu, Hollandi og jafnvel Frakklandi áður en þeir sprynga út að fullu. Hefði ekki verið fínt að kaupa Falcao og Di Maria beint frá Portúgal á sínum tíma?

    0
  11. 11

    Bjarni Ellertsson says

    7. maí, 2015 at 13:55

    Er mjög spenntur fyrir þessum leikmanna, er óslípaður og mun með góðri þjálfun og réttu hugarfari ná mjög langt og verða lykilmaður hjá okkur í framtíðinni. Ég fyrirgef sir AF aldrei fyrir að sleppa Pogba á sínum tíma eða klúðra málum í kringum hann. Hreifst af honum strax í unglinga og varaliðinu, var þroskaðri en aðrir jafnaldrar hans og skar sig úr. Grunaði samt ekki að hann myndi ná svona langt strax.

    En að núinu, go United, höldum áfram að þétta hópinn og vonandi náum við meistaradeildar sæti eða alla vegana í umspil því það mun trekkja að góða leikmenn.

    0
  12. 12

    Tryggvi Páll says

    7. maí, 2015 at 14:19

    Ekkert nema frábærar fréttir. Það hefur mikið verið talað um að klára kaupin snemma og það er klárlega það sem er að gerast, ekkert nema gott um það að segja. Mjög spennandi leikmaður, einn af heitustu bitunum á leikmannamarkaðinum í Evrópu í dag. Ég hlakka bara til að sjá hvað er næst.

    0
  13. 13

    eeeeinar says

    7. maí, 2015 at 17:15

    Vel spilað Woodward, vel spilað!

    Ég var eiginlega búinn að sætta mig við að hann væri á leið til Liverpool miðað við ummæli Rodgers í síðustu viku og fréttir síðustu daga. En ef hann átti val á milli PSG, Liverpool eða United kom bara eitt lið til greina :D

    0
  14. 14

    Snorkur says

    7. maí, 2015 at 18:31

    Þetta er bara sætt .. var orðinn svartur í hug þegar koma að þessum félaga ..

    Nú er bara að sjá hvernig hann spjarar sig í ensku .. er samfærður um að þekking hans á leikstíl og aðferðum LVG muni hjálpa honum mikið .. hann þarf í það minnsta ekki að læra á það líka :)

    0
  15. 15

    Tommi says

    7. maí, 2015 at 18:35

    Mjög spenntur fyrir honum. Hrikalega mikið potential.

    Stìlinn hans minnir mig pìnu à Nani. Sýnist à þvì sem ég hef séð til hans að hann eigi til að taka vondar àkvarðanir à köflum eins og fyrrnefndur Nani… eins og að sòla à röngum stöðum og svona. En Van Gaal hlýtur að þjàlfa það ùr honum.

    0
  16. 16

    DMS says

    7. maí, 2015 at 19:26

    Mig grunar að LvG sé búinn að setja Woodward skilyrði að leikmannahópurinn verði klár fyrir æfingaferðina í sumar. Menn draga ekki lappirnar mörg ár í röð.

    0
  17. 17

    Cantona no 7 says

    7. maí, 2015 at 20:28

    Ég vil fá ca fimm menn í viðbót.
    Það vantar tvo varnarmenn og klassa miðjumann.
    Einnig vantar tvo alvöru framherja,
    G G M U
    PS Ég er sáttur við nýja manninn.

    0
  18. 18

    Ási says

    7. maí, 2015 at 20:40

    Ef Depay stendur sig og Di Maria hrekkur í gang, mun ekkert stoppa okkur.

    0
  19. 19

    Rauðhaus says

    7. maí, 2015 at 23:40

    Virkilega spennandi leikmaður sem býr yfir miklum hæfileikum. Hann er þó enn ungur og alls ekki fullmótaður. Maður verður því að vera raunsær og gefa honum tíma til að þroskast og aðlagast vel. Miðað við það sem maður les um hann þá er hann gífurlega metnaðargjarn, æfir mjög mikið og ætlar sér stóra hluti. Þetta gætu mögulega orðið frábær kaup.
    Maður er búinn að hrauna allsvakalega yfir Ed Woodward í gegnum tíðina fyrir að klúðra málum trekk í trekk, enda átti hann það skilið :) Núna verður maður þó að gefa honum credit, hann kláraði þetta fljótt og vel og skildi PSG og Liverpool eftir í rykinu. Þetta er alveg sérstaklega sætt að landa þessum kaupum og hlusta á sama tíma á púlarana svekkja sig á þessari niðurstöðu.

    Ég tel þetta þýða að sumarkaupin verði a.m.k. 4, líklega 5. Ég tel það alveg 99,99% öruggt að við munum kaupa hægri bakvörð, miðvörð og miðjumann. Þá eru kaupin orðin 4. Svo tel ég einnig líklegt að við munum festa kaup á framherja, sem veltur þó líka á stöðu RvP og Falcao. Ef þeir myndu báðir fara býst ég við stórum kaupum þar, annars ekki. Ef DDG skrifar svo ekki undir samninginn þá erum við jafnframt að fara að horfa upp á markvarðarkaup, líklegast Lloris.

    Ef við horfum raunsætt á stöðuna og búumst ekki við einhverjum óvæntum tryllingi á leikmannamarkaðnum (sem gæti þó alveg gerst), þá gæti innkaupalisti sumarsins verið svona:
    Memphis, ca. 25m.
    Hummels, ca. 30m.
    Gundogan, 20-25m.
    Clyne, ca. 20m.
    Ings, ca. 5m (í bætur).
    Þetta eru ca. 100-105 milljónir í kaup.

    Að sama skapi munum við mögulega selja:
    Rafael, ca. 8-10m.
    Evans, ca. 6-10m.
    Nani, ca. 12-15m.
    Hernandez, ca. 8-12m.
    Þetta gera líklegast samtals ca. 35-40m, sem þyðir nettó eyðslu uppá ca. 60-65m. Miðað við hvernig fjölmiðlar eru að tala þá er það vanáætlað. En persónulega myndi ég þó sætta mig við þetta þó ég myndi helst kjósa einhvern frábæran framherja í staðinn fyrir Ings.

    Maður veit svo sem ekkert hvað verður í þessum efnum en það er gaman að velta þessu fyrir sér og teikna upp mögulegar breytingar á hópnum.

    0
  20. 20

    Björn Friðgeir says

    8. maí, 2015 at 09:12

    Líst vel á þessa uppsetningu á kaupum og sölum. Býst þó við að við þurfum a borga aðeins meira þarna og fáum minna inn en þetta er í góðu lagi.

    Svo gætu alltaf komið ein stórkaup.

    0
  21. 21

    Björn Friðgeir says

    8. maí, 2015 at 09:30

    Ef annað hvort Falcao eða Van Persie fer vil ég samt sjá betri leikmann en Ings koma inn

    0
  22. 22

    Karl Garðars says

    8. maí, 2015 at 18:55

    Ings…??
    Getum við ekki allt eins beðið um Lambert eða Carroll og borgað 25m fyrir þá…. :)

    0
  23. 23

    Björn Friðgeir says

    9. maí, 2015 at 11:14

    Ég veit ekki, sem þriðji framherji væri Ings allt í lagi. Svona til að koma inná sem varamaður og skora, og spila í deildarbikarnum.

    0
  24. 24

    Karl Garðars says

    9. maí, 2015 at 19:02

    Við eigum wilson og litlu baunina í svoleiðis þ.e. Ef chicarito verður ekki seldur. Grunar samt einhvern veginn að Falcao sé ekki alveg úr myndinni hjá LVG.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress