• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Félagaskipti

Matteo Darmian er á leiðinni

Magnús Þór skrifaði þann 7. júlí, 2015 | 13 ummæli

Skv heimildum Sky Italia hafa Manchester United og Torino komist að samkomulagi um kaupverð á ítalska landsliðsbakverðinum Matteo Darmian en það er talið vera um 13 milljónir punda. Darmian er 25 ára og getur leikið í hægri og vinstri bakverði ásamt því að vera frambærilegur kantmaður.

View image | gettyimages.com

Leikmaðurinn kemur úr akademíu AC Milan en hann lék aðeins 4 leiki fyrir Milan. Árið 2010 fór hann til Palermo sem keypti 50% hlut í Darmian og lék hann þar í eitt tímabil þar sem hann kom aðeins við sögu í 11 leikjum.

2011 var förinni heitið til Torino á láni en liðið lék þá í Serie B. Það tímabil endaði með því að Torino komst aftur í efstu deild. Árið 2013 keypti liðið hlut Palermo í Darmian og varð hann því alfarið leikmaður Torino. Allt í allt hefur Darmian leikið 152 leiki fyrir Torino.

Matteo Darmian hefur leikið með öllum yngri landsliðum Ítalíu. Einnig á hann að baki 13 A-landsleiki fyrir þjóð sína, þar á meðal 3 leiki á HM í Brasilíu. Árið 2015 var hann valinn besti landsliðsmaður Ítalíu fyrir árið 2014.

Hér er samantekt yfir helstu afrek hans á síðasta tímabili:
https://www.youtube.com/watch?v=jzMUvP8fM6Q&feature=youtu.be

Eins og stendur er þetta enn á slúður stiginu en fréttirnar eru að koma úr ýmsum áreiðanlegum áttum. *Staðfest* ætti að koma í dag eða á morgun ef þetta er raunverulegt.

Efnisorð: Matteo Darmian 13

Reader Interactions

Comments

  1. Hafsteinn says

    7. júlí, 2015 at 11:04

    Yes! Búinn að vilja fá þennan í eitt ár! Held hann verði hrikalega flottur hjá okkur! Þindarlaus, duglegur og traustur! Alvöru RB og getur leikið fleiri stöður líka!

  2. panzer says

    7. júlí, 2015 at 11:18

    Þetta útskýrir áhugaleysið á Clyne (með fullri virðingu fyrir þeim ágætlega leikmanni).

    Fyrir 13m þá eru þetta góð kaup! Krosslegg fingur þar til ég séð þetta staðfest.

  3. Magnus says

    7. júlí, 2015 at 12:18

    Matteo Who????

  4. panzer says

    7. júlí, 2015 at 12:23

    @Magnus hættu þessum efasemdum!.Matteo er það besta síðan skorið brauð kom fyrst á markað!

    Öllu gríni slepptu er ljóst að þessi slúðurblöð vita ekkert hvað er í gangi hjá United.

  5. Óskar Óskarsson says

    7. júlí, 2015 at 12:40

    lookar ágætlega á mann ! vonandi að það komi staðfest sem fyrst…eitthvað sem segir mér að þetta sé bara byrjunin á góðri viku hja Man utd, að við eigum eftir að sjá fleiri leikmannakaup i þessari viku

  6. Audunn says

    7. júlí, 2015 at 12:42

    He can kick a ball with two feet, Valencia can´t

  7. Bjarni Ellertsson says

    7. júlí, 2015 at 13:37

    Vonandi gengur þetta eftir, Leyfi mér að vona það. Minnir að ekki hafi margir Ítalir spilað með okkur í gegnum tíðina. Veitir ekki af samkeppni um allar stöður.

  8. Steinar says

    7. júlí, 2015 at 19:47

    Að þessi maður sé að taka abate, Bonucci (þegar hann komst ekki í liðið fyrir barzagli og chiellini) og fleirum í hægri bak ítalíu sem hefur verið með betri varnarlínum heims síðustu ár er mjög gott merki. Verðið á honum er einnig ekki eitthvað sky high rugl eins og gengur og gerist í dag, auk þess er þetta framleiðslukerfi southampton komið úr fyrir öll skynsemismörk og þó að clyne sé flottur leikmaður þá þarf að gæta hófs í að strauja upp byrjunarliðið hjá sh. og halda að þeir brilleri allir.

  9. Hjörvar Ingi Haraldsson says

    8. júlí, 2015 at 10:58

    Grein um Depay
    http://www.theguardian.com/football/blog/2015/jul/08/manchester-united-memphis-depay-dream-chaser

  10. panzer says

    8. júlí, 2015 at 12:59

    Ég hugsa að valið hafi aðallega staðið á milli Coleman og Darmian. Tveir kostir en annar þeirra miklu dýrari!

    Kenwright vildi fráranlegan pening fyrir Baines á sínum tíma og hann var ekki að fara fram á minna fyrir Coleman.. lágmark 30m.

    12.7m fyrir landsliðsmann Ítala er góður díll og hlýtur að vera ‘áhættunnar’ virði. Hann var í liði ársins í Seria A í fyrra (https://en.wikipedia.org/wiki/Serie_A_Team_of_the_Year#2013.E2.80.9314) og samkvæmt því sem maður hefur lesið er hann virkilega öflugur. Sá ekki neitt af Torino í sumar en það hlýtur að vera eitthvað spunnið í þennan strák.

    Við skulum allavega gefa honum séns fyrst þó flestir hafi aldrei heyrt um hann fyrr en í vikunni. Fyrir mína parta vissi ég lítið um Evra eða Vidic þegar þeir voru keyptir á sínum tíma.

  11. Kjartan says

    8. júlí, 2015 at 17:23

    Miðað við aldur og fyrri störf þá eru þetta ekki miklir peningar fyrir ítalskan landsliðsmann, en þó ber að hafa í huga að Dossena var líka í landsliðinu þegar úlpurnar keyptu hann :/

  12. Hjörvar Ingi Haraldsson says

    8. júlí, 2015 at 19:47

    Grein um Darmian
    http://www1.skysports.com/football/news/11667/9905854/arda-turan-all-you-need-to-know-about-the-reported-manchester-united-and-liverpool-target

  13. Hjörvar Ingi Haraldsson says

    8. júlí, 2015 at 19:57

    Já, sé að hlekkurinn þarna er skráður eins og hann sé á grein um Turan, en þetta er hlekkur á grein hjá Sky um Darmian

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress