Varúð. Erfiður lestur framundan.
Áður en við snúum okkur að leik dagsins þá er vert að ræða aðeins blaðamannafund Louis van Gaal í gær. Hann sat misvel í mönnum. Sumir vildu meina að Van Gaal hefði í rauninni „púllað“ Moyes. En á blaðamannafundinum þá sagði hann í stuttu máli að krafa stuðningsmanna um að vinna titilinn [Meistaradeildina] væri óraunhæf, sem og að hann gæti aðeins stillt upp liðinu en ekki skorað mörkin. Sem er frekar fyndið þar sem Javier nokkur Hernandez getur ekki hætt að skora (skoraði meðal annars þrennu í dag) og James Wilson er búinn að skora tvö mörk í tveimur leikjum fyrir Brighton. Grein um fréttamannafundinn má lesa hér.
En að leiknum sjálfum, við byrjuðum leikinn með unga og óreynda varnarlínu. Og í raun ungt byrjunarlið,var þetta sjötta yngsta byrjunarlið United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið var eftirfarandi;
Bekkurinn; Romero, Jones (’90), Tuanzabe, Schneiderlin, Young, Pereira (’30), Powell (’73).
Hjá Bournemouth mátti helst nefna að Arthur Boruc var í rammanum og fyrrum Man Utd leikmaðurinn, Joshua King, var í fremstu víglínu hjá þeim. Að sama skapi var Matt Ritchie, sem hefur verið orðaður við United, á hægri vængnum.
Bournemouth byrjaði af fullu gasi og fyrrnefndur Joshua King fiskaði aukaspyrnu eftir rúmlega 40 sekúndur. Upp úr hornspyrnunni fengu þeir hornspyrnu og viti menn, hún fór bara beint í netið. Junior Stanislas nýtti vindinn upp á 10 og smellti boltanum bara í vinkilinn fjær. 1-0 fyrir Bournemouth. Augljóslega mjög auðvelt að setja stórt spurningamerki við David De Gea í þessu marki en það virtist sem vindurinn hefði gripið all svakalega í boltann og varnarmaðurinn á fjærstönginni virtist vera þvælast fyrir honum. Samt sem áður klaufalegt í alla staði.
United var nálægt því að jafna nánast í næstu sókn. Stutt aukaspyrna út á vængnum endaði með því að Fellaini var allt í einu í dauðafæri sem Artur Boruc varði frábærlega. Boruc gerði sér svo lítið fyrir og varði frákastið líka.
Þrátt fyrir að staðan væri 1-0 eftir 13 mínútur þá voru einu lætin á vellinum í United stuðningsmönnunum en Cantona jólalagið ómaði um allan völl.
Markaskorarinn Junior Stanislas gerði sitt besta til að hleypa United inn í leikinn þegar hann gaf boltann beint á Anthony Martial sem átti skot sem lak framhjá stönginni. Varnarmenn Bournemouth náðu að trufla hann nægilega mikið en Martial hefði átt að allavega setja boltann á markið. Stanislas hélt svo áfram að vera allt í öllu í leiknum en hann fékk sendingu inn fyrir og tókst á einvhern ótrúlegan hátt að taka boltann með sér, og var allt í einu einn í gegn. Sem betur fer De Gea búinn að gleyma þessu hornspyrnu veseni og stökk fyrir Stanislas og náði boltanum nánast af fætinum á honum.
Þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður jafnaði Marouane Fellaini með líklega einu mesta Fellaini marki sem sést hefur. Michael Carrick átti langan bolta út á vinstri væng þar sem Memphis tímasetti hlaupið fullkomlega og átti skot að marki sem Boruc varði, þaðan barst boltinn út í teig þar sem Fellaini kom aðsvífandi og böðlaði boltanum yfir línuna.
Eftir 30 mínútna leik þá ákvað #Bölvunin að nú væri nóg komið og ákvað hún að Jesse Lingard yrði næsta fórnarlamb. Hann fór meiddur útaf og í hans stað kom Andreas Pereira. Undirritaður, eins og margir, veltu fyrir sér hvar í ósköpunum Ashley Young væri en hann virðist vera eins langt ofan í frystikistunni og hægt er.
Eftir 30 mínútna leik þá, eins og undanfarið, róaðist leikurinn talsvert ef frá er tekið rosalegt hlaup hjá Martial þar sem hann dansaði næstum framhjá 4-5 varnarmönnum Bournemouth en þeim tókst því miður að koma boltanum aftur fyrir í horn. Staðan 1-1 í hálfleik.
Síðari hálfleikur byrjaði þannig að Bournemouth pressuðu hátt og gífurleg læti á pölunum. Að sama skapi voru United ekki að pressa hátt, í raun var engin pressa sett á Bournemouth á þeirra eigin vallarhelmingi.
Gæðin í varnarleik Manchester United sýndu sig svo algjörlega þegar Bournemouth komst í 2-1. Fyrst fékk hægri bakvörður liðsins að vaða í gegnum alla varnarlínu United og De Gea varði í horn. Hornspyrnan var svo vel æfð, en hún kom meðfram jörðinni þar sem hver einn og einasti leikmaður United var steinsofandi og Joshua King ákvað að nýta sér tækifæri og smella boltanum í netið. Staðan orðin 2-1 fyrir Bournemouth.
Í stað þess að United væri líklegt til að jafna þá fékk Glenn Murray DAUÐAFÆRI þegar 20 mínútur voru eftir, því miður fyrir Bournemouth þá hamraði hann boltanum yfir. Örstuttu síðar hamraði Murray boltanum aftur yfir eftir að hafa fengið boltann skoppandi eftir hornspyrnu.
Annan leikinn í röð kom Nick Powell inn á. Annan leikinn í röð var skiptingin vægast sagt óskiljanleg. Gegn Wolfsburg var Juan Mata fínn, lagði upp mark og United þurfti á honum að halda. Í dag var Mata ósýnilegur en eini maðurinn sem sýndi einhvern vilja fram á við var Fellaini, svo auðvitað var Fellaini tekinn útaf. Það er hreinlega ekki ein rökrétt ástæða fyrir þessari skiptingu.
Á ’90 mínútu var Paddy McNair tekinn útaf fyrir Phil Jones, hvort McNair var meiddur sá ég ekki en önnur vægast sagt undarleg skipting.
Lokatölur 2-1.
Punktar
Eins og í síðustu leikjum gegn Watford, PSV, West Ham og Wolfsburg þá byrjaði liðið leikina miklu fyrr en oft áður. Þó að það hafi fengið á sig mark eftir rétt rúma mínútu í dag. Hins vegar eftir um það bil 30 mínútur er eins og allur vindur sé úr seglunum og menn alveg tómir. Síðari hálfleikurinn í dag algjör eftirherma af döprum seinni hálfleikjum undanfarið.
Fyrir utan Marouane Fellaini þá var David De Gea eflaust maður leiksins. Eins bjánalega og það hljómar. Hann leit ekki vel út í markinu en bjargaði 1-2x eftir það og var öryggið uppmálað. Þessi Fellaini skipting var vægast sagt hörmuleg, óskiljanleg jafnvel. Jafn óskiljanlegt er svo að setja Ashley Young ekki inn á. Það kom ekkert út úr bakvörðunum í síðari hálfleik, gjörsamlega ekki neitt. Það er eins og Van Gaal sé að reyna búa til blóraböggul með þvíi að setja Nick Powell alltaf inn á en greyið strákurinn er varla tilbúinn í Úrvalsdeildarbolta strax eftir mjög löng og ströng meiðsli.
Annars verður bara að segjast að síðari hálfleikurinn var hrein og bein hörmung. Það stóð ekki steinn yfir steini. Van Gaal mun eflaust afsaka sig með meiðslum og þar fram eftir götunum en það vantaði einhverja 6-8 leikmenn í þetta Bournemouth lið, svo Van Gaal má taka þær afsakanir og troða þeim þangað … já þið vitið eflaust hvert.
Það sem er lang mesta áhyggju efnið er hversu hörmulega slakir leikmenn liðsins eru í síðari hálfleikjum leikja og hversu ótrúlega áhugalausir þeir eru. Það er ekki vottur af ástríðu eða almennt tilfinningum í liðinu. Ég hef enga trú á öðru en menn séu mjög pirraðir og reiðir en það virðist vera sem þeir þori ekki að sýna það og fylgi bara skipunum út í hið ítrasta. Það virðist vanta allan neista, bæði í leikmenn og þjálfara en það er eflaust ekki uppörvandi fyrir unga leikmenn að horfa á varamannaskýlið og sjá þar allt þjálfarateymið með krosslagaðar hendur og fýlusvip. Á stundu sem slíkri þurfa menn að sjá þjálfara út á hliðarlínu, öskrandi og baðandi út höndum að reyna reka menn áfram, það gæti mögulega gefið þeim smá auka kraft. Hitt hinsvegar er niðurdrepandi í alla staði.
Hvað varðar #VanGaalOut herferðina þá læt ég mér nægja að tjá mig á Twitter um það málefni en við getum sagt orðað það þannig að Ryan Giggs gæti hafnað þessu Swansea starfi því hann sjái fram á meira spennandi starf í Manchester borg árið 2016.
Endum þetta á hvað stuðningsmenn liðsins höfðu að segja á Twitter;
Fantastic to see three lads in the 1st Team squad who signed for MUFC aged 8 – Borthwick-Jackson, Lingard, Tuanzebe. Good luck boys! 😀⚽️👏⚽️
— Tom Statham (@TomS_Soccer) December 12, 2015
CB-J's full name is Cameron M'Bouba M'Briwa Abou Terrence Fuongo Borthwick-Jackson, according to Wikipedia.
— Rich Laverty (@RichJLaverty) December 12, 2015
Amateur hour. Inexperienced team. 2 set pieces leading to goals again. Blame solely on Louis Van Gaal for decimating the squad.
— Vik (@IconicNumber7) December 12, 2015
That's four goals United have conceded from set pieces in their last two games.
— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) December 12, 2015
https://twitter.com/BusbyMUFC/status/675752802845630464
https://twitter.com/AdamCrafton_/status/675754809400631296
Injury list lengthy but, as Keane said, fail to prepare, prepare to fail. Van Gaal failed by not signing a proven striker & defender. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) December 12, 2015
Ingvar says
Verðum að treysta á David í dag ef við ætlum að vera með hreint lak eftir þennan leik. Lélegasta varnarlínu sem ég hef séð byrja leik United frá því að ég byrjaði að fylgjast með.
Karl Garðars says
Þetta verður eitthvað.. Við tökum þennan helvítis leik og Martial fer heim með tuðruna!
Helgi P says
þetta verður einhvað rúst
Lurgurinn says
Hættur að eyða rafmagni við að horfa á Man Utd leiki á meðan Van Gaal er við stjórn.
(staðfest)
Helgi P says
sammála þér þessi spila menska síðan á hann tók við þessu united liði er bara ekki boðleg bara burtu með þessa risaeðlu alveg fáránlegt að látta þennan mann byggja upp lið meina gæinn er með lelegri sigurhlutfall en david moyes það segir manni bara það að hann er ekki rétti maðurinn fyrir manchester united
Ingvar says
LVG out (staðfest)
jóhann says
eru ekki van gal menn ánægðir í dag
Kjartan says
Bournemouth, eitt minnsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar, að vinna Man Utd í fyrsta skipti síðan 1984. LvG heldur áfram að líkjast Ron Atkinson, mínus skemmtanagildið auðvitað.
Helgi P says
Hernandez kominn með 15 mörk í 12 það væri fínt að vera með litlu baunina núna
Ingi UTD says
Átakanlega lélegt, mark beint úr horni er djók. Annað markið hræðilegt, og markið okkar druslulegasta mark frá upphafi. Aldrei lílegir, sást til tunglsins að leikmenn höfðu enga trú á þessu. Og ömurlegt að sjá Gaal eins og hann sé gróinn við sætið, hvað þá Giggs. Bara ömurleg stemning í kringum klúbbinn þessa dagana.
Hjörtur says
Já nú stefnum við hratt niður á við, og komum eflaust til með að mæta Chelsea svona seinni part janúar. En ég horfði nú frekar á þýska boltann, og sá okkar fyrverandi leikmann Hernandez skora þrennu, hann blómstrar hjá Leverkusen, og þetta gat sá galni ekki notað mann sem hefur skorað 10 mörk í deildini, þvílík hneisa að láta þennan mann frá sér. Ef einhver á að fara frá þessu blessaða liði, þá er það VAN GAAL ég held að allir já allir stuðningsmenn séu komnir með upp í kok. Góðar stundir eða hitt þó heldur.
Hannes says
Nenni ekki að skrifa langloku af skammyrðum. segi bara helvítis fokkin fokk. burt með van gaal sem er að gefa stuðningsmönnum puttann með þessum furðulegu skiptingum. Hrokafulli gaal eyddi 250 milljonum og Nick powell er maðurinn sem kemur inná og á að breyta leikjum, ég átta mig bara ekki á því hvaða leikrit er í gangi hjá van gaal ?? Við erum að spila leiðinlegasta bolta yfir allar deildir Bretlandseyja og van gaal fokkaði upp auðveldum CL riðli, sorry van gaal en kröfurnar eru meiri en þetta farðu núna og láttu ekki sjá þig á trafford aftur, burt.
Siggi P says
Ég skrifaði langan póst 2 sólarhringum eftir Wolfsburg leikinn sem hefur kannski farið fram hjá mörgum. Í honum færði ég rök fyrir því að negla niður Guardiola strax fyrir næsta ár. Nú er ég bara ekki viss að Guardiola vilji taka við þessari hörmung.
Í fyrrnefndum pósti fór ég fínt í að segja að ég teldi góðar líkur á að United myndi ekki ná topp 4 sæti þetta ár. Þrátt fyrir að almennt sé talið að deildin sé verri en undanfarin ár þá eru 6 lið að keppa um topp 4, þá tel ég ekki Chelsea með (með þeim í venjulegu árferði væri þetta líklega strax game over). Það er ekkert gefið með það, en á þessu formi er United ekki að ná topp 4.
Hver er þá staðan? Ef bíða á eftir því milli vonar og ótta að það sé tölfræðilega útilokað að ná 4. sæti þá er komið fram í apríl. Guardiola gæti þá verið búinn að ákveða með annað næsta ár.
Og hvað á að gera ef við komumst ekki í Meistaradeild næsta árs og enginn Guardiola? Á að láta mann sem ætlar bara að vera eitt ár enn, mann sem hefur þá þegar eytt formúu en hefur ekkert lið, láta hann eyða annarri formúu til að byggja upp lið til eins árs sem næsti þjálfari mun svo rífa niður? Nei.
LvG var ráðinn til að byggja upp lið á 3 árum. Ef það er ekkert að gerast eftir helming tímans, jafnvel afturför og stefnir ekkert í betra eftir 2/3 tímans. Þá er ekki mikils að vænta 3ja árið heldur.
Ég hef enga trú að LvG verði þarna næsta ár. Ef Guardiola vill enn koma þá þarf að negla það niður nú. Annars verður einhver farsi næsta vor.
gudmundurhelgi says
Það kæmi mér ekki á óvart þótt ýmislegt væri í gangi á bak við luktar dyr hvað varðar Gaal,og ég yrði ekkert mjög undrandi ef Ferguson tæki tímabundið við liðinu eða aðstoðaði Giggs.Skortur á leikgleði innan liðsins er svo augljós og allur leikur liðsins er alveg geldur,góðar stundir.
Sigurjón Arthur says
Öll lið í PL eru með sömu dagskipun þegar leikir við United eru framundan…..við sækjum stíft á Blind…u hliðina og við munum alltaf skora nokkur mörk….allavega fleiri en United !!. Allir sparkspekingar voru sammála fyrir mótið, United eiga nóg af peningum og þurfa eingöngu að kaupa þrjá leikmenn þ.e. einn ofur miðvörð, einn ofur box to box miðjumann og einn ofur striker…..og hvað ? jú við bíðum ennþá !! Nema að LVG sjái eitthvað sem ALLIR aðrir sparkspekingar sjá ekki ???
Robbi Mich says
Ég hef alltaf verið á því að það eigi að gefa þjálfaranum tíma til að byggja upp nýtt lið og hingað til hef ég verið mjög þolinmóður í garð LVG. Hins vegar þá er berlega að koma í ljós núna hvers konar niðurrifsstarfsemi hann hefur verið að stunda og liðið er stórskaddað eftir hann. Engin leikgleði, engin ástríða, engin barátta. Hann lét helminginn af liðinu fjúka annað hvort á lán eða seldi og eftir stendur bara beinagrind með engu kjöti og nú þegar meiðsli hrjá hópinn þá stendur ekki einu sinni beinagrindin bein.
Á ManUtd.com þá sagði LVG þetta í viðtali í gær eftir tapið:
Blaðamaður: On the thinking behind Nick Powell replacing Fellaini. LVG: “You have to try something and we were not the dominant team so you have to change something in the position of the players, so you hope that he contributes to the making of a goal and we have tried that.“
Nick Powell herrar mínir, átti að vera maðurinn til að rífa liðið í gang. Hvað er í gangi í hausnum á LVG? Liðið er mjög þunnt þessa dagana en Ashley Young var samt á bekknum og hann hefur sýnt ágætis tilþrif þegar hann hefur fengið tækifæri. Og hann er í milljón sinnum betra leikformi en Nick Powell.
Maður er bara hættur að skilja þetta. Ég er alveg gjörsamlega á báðum áttum hvort að það sé eitthvað vit í því að fá nýjan skipstjóra því ég mun ekki meika svona Chelsea/Liverpool tímabil þar sem nýr þjálfari kemur inn á 2ja ára fresti. Við þurfum stöðugleika. Þess vegna fannst mér pínu skammtímalausn að fá LVG inn sem er orðinn gamall og var aldrei að fara að staldra lengi við, enda bara gerður 3ja ára samningur. Er þá ekki betra að fá nýjan og mun yngri þjálfara strax sem tekur við þessum rústum sem mun fá þann tíma sem þarf til að byggja upp liðið til framtíðar og mun vaxa og þroskast með liðinu?
Hjörtur says
Ég held að það væri öllum fyrir bestu, að LVG flýtti því um eitt ár að fara að hugsa um konuna sína, og mundi þá hætta eftir þetta tímabil. Þá kæmi nýr maður inn með vorinu.
Viddi says
það er óhætt að segja það að Van Gal er búinn að eyðilegja þetta félag sem við elskum vil bara fá hann í burtu og það strax
Hanni says
Mig langar að benda á eitt með Litlu Baunina. Ég er mikill aðdáandi hans en hann væri ekki að skora 15 í 12 fyrir okkur. Hjá Leverkusen en hann að spila með öðrum framherja og þeir eru klassíska litli/stóri framherja-parið. Þetta er eins og sniðið fyrir hann. Hjá Man Utd væri hann einn frammi með Rooney fyrir aftan sig. Hentar honum ekki eins vel. Væri samt mikið til í að sjá Baunina og Martý saman frammi. :) Brosa svo allir saman, þetta er nú ekki svo slæmt. Liverpool er a.m.k. enþá fyrir neðan okkur :)
Birkir says
Jæja nú er maður alveg að gefast upp.. Við þurftum einhvern nógu þrjóskan og arrogant þjálfara til að rífa liðið upp eftir Moyes hörmungin þar sem allur kraftur og leikgleði var horfin úr liðinu. Van gaal var ágætis lausn á því en vá.. nú er hann að missa sig í þrjóskunni.. Þessar Nick Powell skiptingar í seinustu tveimur leikjum er ekki hægt að skýra á neinn annan hátt en svo að hann sé að sýna öllum að hann gerir það sem honum sýnist. Hann hefur ítrekað talað um að menn sem koma úr meiðslum (jafnvel menn sem hafa bara verið meiddir í nokkrar vikur) þurfi tíma og leikþjálfun áður en þeir fari að spila aftur á hæst leveli. Powell er núna búinn að vera meiddur í nánast ár og búinn að spila einn u21 leik og hann er fyrsti maðurinn til að koma inn á þegar liðið þarf nauðsynlega að skora. Svo er lika nokkuð ljóst að Young hefur greinilega tekið einhverja óþarfa áhættu á æfingu þegar hann hefði getað sent boltan til baka eða til hliðar og er því kominn í frystikystuna.
Ekki veit ég hvað er best að gera en mér finnst mjög ólíklegt að hann sé að fara vera rekinn á miðju tímabili. Vonandi hættir hann bara þessari vitleysu, nær þessu fjórða sæti og nýr stjóri kemur inn næsta sumar.
Georg says
Jesús minn almáttugur.
Það fyrsta sem ég hélt að ég væri kominn á kop.is þegar ég las greinina.
Greinarhöfundur má skammast sín fyrir þetta sorp sem ég las. Innantómt væl að umfjöllun leiksins undanskyldu.
Hernandes er í Þýsku deildinni kommon, þeir eiga ekkert í þá Ensku.
Svo kom Hanni hér f. ofan með ágætis útskýringu á því.
Wilson er í Champ. þarf ekki að segja meir.
Þið hinir hagið ykkur eins og spilltir krakkar, væl eftir hálft tímabil og farnir að röfla hver ofaní annann. Ef þið hafið ekkert gott að segja sleppið þá röflinu.
Leyfið LvG að spila mönnunum sem hann vill, ef kjúklingarnir floppa þá er stutt í 1.Jan.
En að öllu slepptu þá skilar niðurbrot engu. Það hljómar bara eins og væll!
Góðar stundir.
Gaui says
Ég er gjörsamlega orðinn brjálaður yfir þessu öllu, brýt allt hér og bramla heima fyrir og ekki er konan ánægð! Manchester liðið er sögufrækt lið og ég vil helst fá Ferguson aftur, er það hægt? Og afhverju er Rooney ennþá að spila, sú feita tussa, og síðan eru jólin að koma, jólaskapið er ekki mikið hérna í fossvoginum, og börnin fá kartöflur er í skóinn, heimilislífið litast af þessu rugli. Nú vil ég fá þetta svínslega andlit í burtu frá mínu ástkæra félagi þetta er óásættanlegt gengi. Áfengisneyslan hefur versnað og það fóru 2 kippur af bjór bara í fyrrihálfleik! Ég mun líklegast enda á að fara í meðferð, Staðarfell í 2 mánuði, því hegðun mín er orðinn slæm og gjörsamlega óafsakanleg! Og þessi Ryan Giggs, hvaða flón dó og gerði hann að astoðarþjálfara, það eina sem hann er góður í er að halda framhjá konunni sinn! Myndi ekki láta þetta fífl fylla á brúsan.
Með stuðningskveðju Gaui
Ingvar says
Af hverju kemur þú ekki með eitthvað uppbyggjandi um liðið í staðin fyrir að væla yfir skrifum og kommentum á þessari síðu? Er það ekki bara skyljanlegt að menn séu orðnir þreyttir á hvernig tímabilið hefur þróast hjá þjálfara sem þykist vera í uppbyggingu á liði sem lítur meira út sem niðurrif? Er það ekki skyljanleg reiði að liðið okkar, sem er okkur hjartans mál, skiptir okkur meira máli en flest annað, sé að spila verri knattspyrnu heldur en Stoke City? Þú talar um að við séum með niðurrifs starfsemi en sá Eini sem sér um það er LVG. Við erum heimsklassa klúbbur. Við berum okkur saman við lið eins og Barcelona, Real Madrid og Bayern Munchen. Allt annað en sigur er tap fyrir klúbb eins og Manchester United. Við sættum okkur ekki við meðalmennsku og þess vegna viljum við breytingar.
Gaui says
Ég er sammála Ingvari, United er lið sem á alltaf, ALLTAF að vinna! Fyrir mér er liðið mikilvægara en börnin mín, ég er orðinn langþreyttur á þessu gengi! Þú Georg, þú ert ekki alvöru stuðningsmaður, ekki með rauða hjartað!
Viddi says
hvernig er hægt að segja að enska deildin sé betri en sú þíska þegar vorum við ekki að detta út á móti fockinn Wolfsburg
Helgi P says
það er ekki bara hálft tímabil það er líka tímabilið í fyrra eina ástæðan að við lendum í 4 sæti í fyrra var hvað hinn liðinn voru leleg
gudmundurhelgi says
Þýska deildin er ansi skemmtileg alveg örugglega ekki verri en sú enska,ég var að horfa á leik B,D. og Frankfurt í dag og Dortmundar-liðið minnti mig á lið Man Utd hér áður fyrr þegar liðið gat haldið boltanum á löngum köflum og beðið færis uns andstæðingurinn opnaði sig.Við sáum slíka takta í fyrra og Gaal og liðið fékk mikið hrós fyrir,núna hafa hlutirnir ekki virkað sem skyldi og ég ásamt öðrum haft litla ástæðu til að gleðjast.Ég hygg að Gaal vilji láta Man Utd spila bolta eins og B.D. er að spila,öflug vörn sem getur einnig sótt miðja sem er mjög hreyfanleg og skapandi og sóknarmenn sem eru fljótir og góðir fyrir framan markið,hljómar vel ekki satt,
Enska deildin er því miður stútfull af 1 núll +rúta -liðum sem taka 0 áhættu og slík lið þarf að vinna,og þá þarf lið M.U. að vera klókt taka áhættu og koma með meiri hraða í leik liðsins,góðar stundir.
Jónas says
Haldiði virkilega að guardiola sé að fara að taka við united í fyrsta lagi er hann ekki góður stjóri það gæti hver sem er í heiminum skilað bayern þessum bikurum leikmennirnir gera það sjálfir .. svo myndi hann aldrei þora að taka við liði sem er ekki með 1 heimsklassa leikmann
Helgi P says
reyna bara við Diego Simeone það er fáránlega góður þjálfari
Rauðhaus says
Sammála öllu að ofan. Þetta er allt algjörlega hræðilegt ástand. Við erum nú þegar komnir 4 stigum frá toppliðinu og ekki nema 22 umferðir eftir.
Bjarni Sveinbjörn says
Stefnir í 6 stig frá efsta liðinu, höldum þó 4 sætinu, einhverra hluta vegna. :)
Runólfur Trausti says
Sæll Georg. Umræddur greindarhöfundur (ég) skammast mín lítið fyrir greinina enda ekki um grein að ræða heldur greiningu á leiknum sem fór fram.
Sá leikur var arfaslakur í alla staði. Enda sáu United menn varla til sólar fyrir utan kannski 15-20 mín eftir markið. Mig minnir að ég hafi lesið að að liðið hafi átt 1 skot á markið í á síðustu 30 mínútum síðustu tveggja (eða þriggja) leikja. Og það í do or die leikjum – ef það er ekki efni til að væla yfir, hvað er?
Kaldhæðnina hans Gaua fýla ég vel og raunsæið hans Ingvars. Menn verða stundum að fá að leysa reiðina úr læðingi, þá er ágætt að hafa platform eins og þennan til að gera það. Ég því miður náði ekki að taka þátt í Podkastinu sem var tekið upp á sunnudaginn en þar voru þessi málefni sömuleiðis rætt.
Að öðru, öll þessi gagnrýni á Þýsku deildina er hálf barnaleg, menn tala um hana eins og hún sé bara íslenska deildin. Bayern er vissulega að valta yfir hana en þeir væru að valta yfir allar deildir í heiminum nema spænsku, að því sögðu þá er Dortmund bara 5 stigum á eftir þeim. Notabene þá eru Dortmund með fleiri stig heldur en liðið í 1.sæti á Englandi – það segir sitt um hversu slök/jöfn/þétt enska deildin er í dag.
AÐ ÞVÍ SÖGÐU þá er liðið sem sló okkur út úr Meistaradeildinni í 4. sæti Þýsku deildarinnar – þægilegum 12 stigum á eftir Dortmund (við hefðum reyndar unnið Wolfsburg í innbyrðis viðureignum en það telur því miður ekki núna).
Svo má taka fram að PSV eru í 3. sæti í Hollensku deildinni. Ef þetta er ekki ástæða til að væla þá veit ég ekki hvað.
Hvað varðar umræðuna um 4. sætið þá er Van Gaal að rönna eins og guð hvað varðar gæði hinna liðanna – ÞAU GETA EKKI NEITT! Deildin virkar áberandi slakari hvað varðar gæði Topp liðanna en þau henda stigum eins og enginn sé morgundagurinn. Ef við setjum upp MJÖG einfalt stærðfræði dæmi þá er United að fá 1.8 stig per leik hingað til á tímabilinu – það skilur okkur eftir með 68 stig total – sem dugar fyrir 5ta sæti miðað við stigafjöldann í fyrra og sama sæti og Moyes skilaði okkur í árið á undan ! Þar liggja áhyggjurnar.
– Rant Over.
Rauðhaus says
Reyndar skilaði Moyes okkur í 7. sæti ef mig minnir rétt… en það er önnur saga, við sættum okkur auðvitað ekki við 5 sæti heldur.
Hins vegar er þetta tímabil í ensku deildinni bara rannsóknarefni út af fyrir sig. Staðan er algjörlega galin, en það er samt einmitt þetta sem gerir ensku deildina svona áhugaverða. Bestu liðin klárlega ekki jafn góð og þau bestu í öðrum evrópudeildum, en deildin samt miklu erfiðari.
Varðandi LvG sérstaklega þá segi ég að það séu ákveðin teikn á lofti um að sambandið við leikmenn sé orðið það slæmt að það spurning hvort það lagist. Slíkt er ávalt endastöð hvers stjóra. Þetta gerist oft hjá góðum stjórum, stundum þurfa leiðir að skilja án þess að það þýði að stjórinn sé eitthvað lélegur. Stundum liggur vandamálið ekki síður hjá leikmönnunum, viðhorfi þeirra, o.s.frv. Ég er samt ekki alveg kominn á þann stað að segja að LvG verði að fara. Hann er stutt frá toppnum eins og er, enn inni í FA Cup, o.s.frv. Það þarf e-h meira að gerast. Stærstu mistökin hans felast í að þynna hópinn of mikið í sumar, það er ekki eins og þetta eigi að koma honum á óvart núna þegar lykilmenn hafa hrunið niður í meiðsli. Held hins vegar að hann hafi verið á eftir stærri skotmörkum í sumar sem ekki tókst að ná í (Ramos og Neymar), en þar er sökin ekki síður hjá Ed Woodward.
Einnig finnst mér leikmenn (senior leikmenn aðallega) verða að girða sig duglega og hætta þessu væli. Þegar menn eru með tugi milljóna á mánuði þá mega þeir bara að alveg mæta á nokkra fundi og fara eftir tilmælum án þess að vera endalaust vælandi. Þeir þurfa bara að setja sig í stand og delivera á vellinum.
Hannes says
Rauðhaus við erum enn í FA cup vegna þess að hann byrjar í næsta mánuði, en annars er LvG búin að henda okkur úr öðrum keppnum