• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Ofurbikar Evrópu á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 7. ágúst, 2017 | 6 ummæli

Ef eithvert okkar skyldi hafa gleymt því þá er United Evrópudeildarmeistari. Og fyrir vikið fáum við að taka þátt í keppninni um Ofurbikar Evrópu.

Embed from Getty Images

Þetta er auðvitað eins og Góðgerðaskjöldurinn lítið meira en upphitunarleikur, og þó. United er að fara inn í Meistaradeildina aftur eftir hlé, og þarf að sýna að við séum eitt af stóru liðunum. Nú verða engar heildsölubreytingar á liðinu í hálfleik, þetta er alvöru leikur hvað það varðar. Við vitum að José taldi Góðgerðaskjöldinn með bikurunum okkar á síðasta ári og hann vill án efa vinnan þennan líka, ekki síst gegn sínum gömlu vinnuveitendum.

Þetta verður því eins alvöru og hægt er án þess að vera alvöru.

Saga United í Ofurbikarnum

Saga Ofurbikarsins hefst óopinberlega 1972, en opinberlega 1973. Sigur Manchester United í Evrópukeppni meistaraliða 1968 var því of snemmt fyrir þátttöku í þessum leik, en síðan hefur United keppt þrisvar

Eftir sigurinn í Evrópukeppni bikarhafa 1991 tók United á móti þáverandi Evrópumeisturum Rauðu stjörnunnar frá Belgrað. Á þeim tíma var ennþá leikið heima og heiman en vegna stríðsins í Júgóslavíu sem var hafið, var ekki hægt aðkeppa í Belgrað og því var aðeins um einn leik að ræða, á Old Trafford.

Leikur þessi er enn í minnum hafður meðal þeirra sem sáu hann því að Rauða stjarnan yfirspilaði United gjörsamlega. Lið Rauðu stjörnunnar var frábært á þessum tíma, stjarna þess var Dejan Savićević en Robert Prosinečki, Siniša Mihajlović, Darko Pančev og Vladimir Jugović voru ekki langt á eftir. Sir Alex Ferguson hefur meðal annars sagt:

Anyone who was at that game must still be wondering how we managed to win it. I know I am. In the first half, the Yugoslav’s star player, Dejan Savicevic, was absolutely sensational and it was a miracle that we came in level at half-time.

We were absolutely annihilated that night, they could have been 5-0 up at half-time

Steve Bruce lét verja frá sér víti á annarri mínútu en það var mark Brian McClair í seinni hálfleik sem skildi liðin og eini Ofurbikarsigur United var staðreynd.

Embed from Getty Images

Síðan þá hefur United tvívegis orðið Evrópumeistari en í bæði skiptin tapað Ofurbikarleiknum, 1-0 gegn Lazio árið 1999 og 2-1 fyrir Zenit árið 2008.

United liðið

Eftir þennan formála myndi ég  venjulega segja: „Við getum því búist við sterkasta liði United í þennan leik“.  En það er ekki svo gott. Eric Bailly fékk auka tvo leiki í Evrópubann fyrir brottreksturinn móti Celta Vigo, og Phil Jones  fékk um daginn tveggja leikja bann fyrir eitthvað vesen við lyfjaprófunarmenn eftir úrslitaleikinn. Þar fara því þeir miðverðir sem við hefðum búist við að byrjuðu þennan leik og fyrir vikið eru flest á því að United muni leika með þrjá miðverði eins og í sumum æfingaleikjanna, og þeir þrír sem byrjuðu síðasta leik byrja á morgun.

1
De Gea
2
Lindelöf
4
Jones
17
Blind
36
Darmian
6
Pogba
31
Matić
21
Herrera
25
Valencia
22
Mkhitaryan
9
Lukaku

Það er því miður ekki hægt að segja að þessi varnaruppstilling fylli mig öryggi. Daley Blind var afskaplega slakur gegn Sampdori, og Lindelöf þarf enn tíma. En þetta er samt það skásta.

Við munum hins vegar sjá aðalmiðjuna okkur í vetur í leiknum á morgun. Það veltur allt á því að Pogba, Matić og Herrera nái vel saman. Þetta er í raun miðja sem beðið hefur verið eftir og miðjan sem á að geta spilað eins og Mourinho vill. Fyrsta prófið verður á morgun, en það er samt ekki lokaprófið þannig að við verðum róleg þó þetta gangi ekki alveg upp. Vonandi samt!

Darmian og Valencia á köntunum eru því sem næst sjálfval. Vinstri bakvörðurinn verður líklega höfuðverkjastaðan okkar í vetur, nema Luke Shaw stígi upp.

Lukaku verður fremstur og í þetta sinn veðja ég á Mkhitaryan fyrir aftan hann eins og gegn Sampdoria. Það væri samt fróðlegt að sjá hvort Anthony Martial fær sénsinn eftir að hafa verið frískur í þeim leik.

Real Madrid

United gerði 1-1 jafntefli við Real um daginn en getur búist við erfiðari leik á morgun. Real setti varaliðið inn á í hálfleik þá en sem fyrr segir verður ekkert þannig á morgun. Ronaldo er í hópnum eftir efa um hvort hann yrði kominn til baka eftir frí og sömuleiðis er Gareth Bale eitthvað lítillega meiddur og óvíst um hann líka.

En Real hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu, tapaði 4-1 fyrir Manchester City og 3-2 fyrir Barcelona. Einnig gerðu þeir jafntefli við úrvalslið MLS, 1-1 og því má búast við þeim nokkuð grimmum á morgun. Tímabilið þeirra byrjar 20. ágúst og því enn tími fyrir þá að slípa sig saman.

Byrjunarliðið þeirra í leiknum um daginn var svona, nema Bale spilaði en Ronaldo ekki.

Navas
Marcelo
Nacho
Varane
Carvajal
Kroos
Modrić
Vazguez
Isco
Ronaldo
Benzema

og það er ekkert ólíklegt lið á morgun. Annars er ég smá spenntur að sjá Dani Ceballos reyna sig en hann eru stóru kaup Real það sem af er sumri, keyptur frá Real Betis eftir að hafa verið maður mótsins á Evrópumóti U21 landsliða í sumar, mjög flottur leikmaður.

Embed from Getty Images

Makedónía

Leikurinn fer fram á morgun kl 18:45 á Phillip II leikvanginum í Skopje í Makedóníu og verða vonandi aðeins fleiri áhorfendur þar en á þessari mynd.

6

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Runólfur Trausti says

    7. ágúst, 2017 at 16:25

    Mjög áhugaverður leikur. Þá helst því það er orðið mjög langt síðan United spilaði við alvöru mótherja í Evrópu – með fullri virðingu fyrir þeim liðum sem liðið sló út úr Evrópudeildinni í fyrra.

    Helstu áhyggjurnar eru auðvitað varðandi þessa blessuðu vörn og til að verja hana mun United eflaust spila frekar varnarsinnað en að því sögðu þá ætti þetta að vera fín æfing í skyndisóknarleik þar sem ég reikna með að United verði einstaklega öflugur í vetur.

    Segjum 2-1 þar sem Lukaku og Pogba skora fyrir United.

    3
  2. 2

    Tommi says

    8. ágúst, 2017 at 07:14

    Takk fyrir þessa upphitun. Veit einhver hvort leikurinn sé ì opinni dagskrà? Lìkt og ùrslitaleikirnir ì Evròpu eru.

    0
  3. 3

    Björn Friðgeir says

    8. ágúst, 2017 at 11:11

    Mér skilst að svo sé ekki. En ekki 100% viss

    0
  4. 4

    Jón says

    8. ágúst, 2017 at 16:18

    Jones er í banni eins og þú nefnir en samt ertu með hann í byrjunarliðinu ;)

    0
  5. 5

    Valdi says

    8. ágúst, 2017 at 17:45

    Hringdi í 365, hann er í lokaðri.

    0
  6. 6

    Bjarni says

    8. ágúst, 2017 at 18:17

    Þarf að ræða þennan leik eitthvað nánar? Vörnin fær að svitna mikið og vinna fyrir kaupinu. Ef Bale étur Smalling og co þá myndi Sirinn kaupa hann eftir leik. Spurning hvað Mourinho gerir eftir leik.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Má bjóða þér að auglýsa

Síðustu ummæli

  • TonyD um Tvö ár Solskjær
  • Valdi um Tvö ár Solskjær
  • Erlingur um Liverpool 0:0 Manchester United
  • Tómas um Tvö ár Solskjær
  • Georg um Liverpool 0:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress