• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Ofurbikar Evrópu

Real Madrid 2:1 Manchester United

Runólfur Trausti skrifaði þann 8. ágúst, 2017 | 16 ummæli

Hörmulegt gengi Manchester United í þessari Super Cup keppni heldur áfram en nánar má lesa í upphitunarpistlinum fyrir þennan leik. Fyrir leik kom einnig fram að United hefur áfrýjað banni Phil Jones.

Förum samt sem áður aðeins yfir leikinn. United byrjaði eins og við bjuggumst við í 3-5-1-1 leikkerfi en það sem kom á óvart var Jesse Lingard í hlutverki vinstri vængbakvarðar. Eflaust var það til þess að hægt væri að skipta um leikkerfi í miðjum leik, sem José gerði, og svo að United hefði varnarmann á bekknum en Daley Blind var eini varnarmaðurinn á tréverkinu.

Byrjunarliðið var því svona, byrjaði þó í 3-5-2 en færði sig svo yfir í meira 4-3-3 eftir að liðið lenti undir.

De Gea
Darmian
Smalling
Lindelöf
Valencia
Pogba
Matic
Herrera
Mkhitaryan
Lukaku
Lingard

Varamannabekkurinn: Romero, Blind, Carrick, Fellaini, Mata, Martial og Rashford.

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Carvajal, Varane, Ramos, Marcelo, Casemiro, Kroos, Modric, Isco, Bale og Benzema.

Fyrri hálfleikur

Looks like United are in a back three. Darmian playing on the left of Smalling and Lindelof. Lingard the left wing-back, Valencia right.

— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) August 8, 2017

Fyrstu tíu mínúturnar voru ágætar. Bæði lið virtust ætla að spila stífa vörn en það var ljóst að þegar Real Madrid var ekki með boltann þá voru þeir fljótir niður í stöður ásamt því að línan þeirra var mjög aftarlega. Mögulega ástæða var líka hversu óhemju hægar sóknaraðgerðir United voru – Real menn gátu alltaf rölt niður í stöður og stillt sér upp.

 

Hægt og rólega tóku Real menn þó yfir leikinn og á endanum var það Casemiro, sem skoraði líka í æfingaleik liðanna, sem kom Real yfir eftir sendingu frá Dani Carvajal. Það gleymdist algjörlega að setja pressu á Carvajal sem setti boltann yfir höfuðið á Lindelöf þar sem Casemiro kom á blindu hliðina á honum og skoraði. Enn og aftur virðast það vera samskiptaörðugleikar sem hrjá United en bæði David De Gea og fyrirliði liðsins í kvöld, Antonio Valencia, hefðu átt að láta Lindelöf vita af hlaupinu.

Embed from Getty Images

Svo hefði Valencia sjálfur ef til vill átt að elta Casemiro.

Casemiro got in between Lindelof and Valencia. Lindelof got caught under the ball although Valencia probably should have gone with him.

— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) August 8, 2017

Eftir þetta átti United fá svör við leik Real Madrid og gekk liðinu illa að búa sér til færi eða loka almennilega á Real. Hitinn virtist líka spila sitt hlutverk en leikmenn United virkuðu mjög svifaseinir þrátt fyrir að fá vatnspásu á 30. mínútu. Eini leikmaður liðsins sem leit virkilega vel út í fyrri hálfleik var Nemanja Matic en hann var eins og herforingi á miðri miðjunni. Bæði Paul Pogba og Ander Herrera virtust hins vegar alveg týndir.

Embed from Getty Images

Síðari hálfleikur

Mourinho gerði eina breytingu í hálfleik en Marcus Rashford kom inn á fyrir góðvin sinn Jesse Lingard. Við það var ljóst að United myndi spila 4-3-3 í síðari hálfleik. David De Gea byrjaði allavega síðari hálfleikinn vel en þá varði hann gott skot Toni Kroos í horn en United virtustu hreinlega sofandi í byrjun síðari hálfleiks.

Það var svo endanlega staðfest þegar Real Madrid komust í 2-0 en þá tættu Isco og Benzema vörn Manchester United í sig og Isco kláraði af yfirvegun. Það virtist sem Isco hefði fellt Matic sem gat því ekki elt hann en að því sögðu var vörn Untied mjög stöð og það virtist sem bæði Valencia og Darmian væru að spila hann réttstæðan á meðan báðir miðverðir United settu hendina upp í veikri von um rangstöðu.

Class from Isco 👏👏👏#SuperCup pic.twitter.com/2VZxSxDIPd

— Champions League (@ChampionsLeague) August 8, 2017

 

Besta færi United kom strax í næstu sótt þegar Herrera átti góða sendingu í teiginn þar sem Pogba skallaði á markið. Navas varði en beint á Lukaku sem fékk hamraði knettinum yfir úr ákjósanlegu færi.

Embed from Getty Images

Mourinho gerði það sem Mourinho gerir eftir að Real komst í 2-0. Hann setti Marouane Fellaini inn á fyrir Ander Herrera.

Þegar sléttur klukkutími var liðinn af leiknum þá hefði Gareth Bale átt að slútta leiknum en frábært spil Real skilaði honum einum og á auðum sjó inn í vítateig United – þó í þröngu færi – en hann þrumaði knettinum í slánna. Sem betur fer. Í næstu sókn fékk United svo líflínu en þá átti Nemanja Matic þrumuskot fyrir utan teig sem Navas náði ekki að halda og Lukaku skilaði knettinum að þessu sinni í netið. Staðan allt í einu orðin 2-1 og United í smá séns.

Romelu Lukaku joins the likes of Alexander Büttner, Nick Powell and Chris Eagles to score on their official debut for Manchester United.

— Jonas Giæver (@CheGiaevara) August 8, 2017

Á 72. mínútu gerðu Real sínar fyrstu skiptingar en þá komu Marco Asensio og Lucas Vazquez fyrir Gareth Bale og Isco. Fimm mínútum síðar þurfti Fellaini að fá aðhlynningu á vellinum vegna áreksturs við Sergio Ramos. Spilaði hann það sem eftir var af leiknum með umbúðir á höfðinu.

Á 80. mínútu fékk United svo hið fullkomna færi til að jafna metin en Rashford slapp í gegn en því miður var hann með boltann á vinstri fæti en ekki þeim hægri og Navas varði. Stuttu síðar trylltist svo allt á vellinum þegar Cristiano Ronaldo kom inn á. Það breytti ekki miklu fyrir hvorugt lið en United tókst ekki að finna jöfnunarmarkið og Real tókst ekki að bæta við og þetta tíst hér að neðan lýsandi fyrir síðustu 30 mínútur leiksins.

Strange game. Madrid have looked great in parts but United have looked decent (probably the better?) in the second half. And those chances..

— Alex Shaw (@AlexShawESPN) August 8, 2017

Punktar

  • Slök spilamennska en United var að spila á móti ríkjandi Spánar- og Evrópumeisturum. Það var ekki eins og liðið hafi tapað fyrir Watford. Einnig voru engir nýjir leikmenn í liðinu hjá Madrid á meðan United byrjaði með Lindelöf, Matic og Lukaku.
  • Nemanja Matic leit einstaklega vel út – sérstaklega í fyrri hálfleik. Á meðan sást varla til Paul Pogba sem er áhyggjuefni.
  • Eins frábær og Antonio Valencia er sóknarlega þá er hann svo skelfilega illa staðsettur varnarlega stundum að maður er nánast orðlaus.
  • José Mourinho var óþarflega fljótur að henda Fellaini inn á og fara í hátt&langt. Að því sögðu þá gjörbreytti það leiknum.
  • Mourinho hefði mátt henda í þriðju skiptinguna þar sem Carrick, Mata og Martial hefðu allir geta breytt einhverju í þessum leik.
  • David De Gea var frábær en varnarleikur Manchester United var arfaslakur á köflum.
  • ÞESSI HELVÍTIS FÆRANÝTING!? Hún kostaði liðið á síðasta tímabili og í dag klúðruðu bæði Lukaku og Rashford algjörum dauðafærum.
  • 2-1 tap gegn Real Madrid er ekki dauði og djöfull en manni finnst eins og liðið þurfi að vera töluvert betra ef það ætlar sér að gera atlögu að ensku deildinni og tala nú ekki um Meistaradeildinni. En þetta var nú bara síðasti æfingaleikurinn á undirbúningstímabilinu svo það er öllum alveg sama um þennan leik.
Efnisorð: Ofurbikarinn 16

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni says

    8. ágúst, 2017 at 19:07

    Er ekki að horfa á leikinn en skv tölfræði sem ég sé er 0-0-44%-0-0-4 (brot). Þetta er varnar og eltingarleikur. Bíð eftir 1 skotinu.

    0
  2. 2

    SHS says

    8. ágúst, 2017 at 19:17

    Þetta er fokking vandræðalegt.

    0
  3. 3

    SHS says

    8. ágúst, 2017 at 19:17

    Þeir eru að leika sér að okkur!

    0
  4. 4

    Bjarni says

    8. ágúst, 2017 at 19:33

    Lítur skárr út eftir að ég fór að horfa á leikinn en tengi ekkert slæman leik sérstaklega við það. Vatnspásan gerði gott. Annars líst mér ágætlega á komandi átök í deildinni erum nógu góðir til að berjast um topp 4 en hvað meistaradeildina varðar verður stórt spurningarmerki. Vantar klárlega enn ákveðin gæði i sumar stöður sem lið eins og RM hefur. Nú kemur gulldrengurinn inná í seinni og klárar þennan leik.

    1
  5. 5

    SHS says

    8. ágúst, 2017 at 20:03

    Það var þarna ca 10 mínútna kafli fyrir vatnspásuna þar sem við litum út fyrir að fallbaráttu lið í spænsku deildinni. Lítum út eins og miðlungs lið núna.

    0
  6. 6

    Karl Garðars says

    8. ágúst, 2017 at 20:08

    Kræst on a stick.
    Þessi Svíasauður er hreint ekki að heilla mann og þetta kerfi hjá Móra er að gera isco að manni leiksins.
    Pogba og lukaku að klúðra sitterum.
    Það vantar allan pung í þetta!
    Darmian eða Lindelov út af, Martial inn á og 4-4-fokking 2!!!

    2
  7. 7

    Karl Garðars says

    8. ágúst, 2017 at 20:08

    Takk Lukaku

    1
  8. 8

    Bjarni says

    8. ágúst, 2017 at 20:15

    Fá utd comeback það sem eftir lifir leiks.

    1
  9. 9

    Karl Garðars says

    8. ágúst, 2017 at 20:26

    Leikskýrsla SKAL innihalda closeup af 80’s Fellaini meistaranum!! Haha Hahaha ég dey úr hlátri hérna 😂😂😂😂

    1
  10. 10

    Bjarni says

    8. ágúst, 2017 at 20:44

    Sanngjarnt svo ekki sé meira sagt. Vonandi tekur okkur ekki langan tíma til að stilla strengina fyrir fyrstu leikina í deildinni.

    1
  11. 11

    Rúnar Þór says

    8. ágúst, 2017 at 20:49

    Ég skil þetta ekki. Voru sénsar en bara heimska sem klúðraði. Af hverju lét ekki Lukaku boltann vera þegar Herrera vann hann??? Bara fara inn á teig og láta Herrera senda, en nei vera dæmdur rangstæður… svo heimskt. Lukaku fékk svo dauðafæri sem hann klúðraði. Rashford reyndi að skjóta í hægra horn þegar vinstri hornið var galopið. Þetta er bara lélegt heimska og vitlausar ákvarðanir.

    Svo af hverju skipti Móri ekki Martial inn á fyrir Mikka? Hann var týndur og Martial hefði kannski getað sprengt upp leikinn. Móri notaði bara 2 skiptingar…. af hverju!!

    Svo margt skrýtið og sem hefði átt að gera betur svekkelsi

    2
  12. 12

    Auðunn says

    8. ágúst, 2017 at 22:50

    Enn og aftur eru það lykil leikmenn sem klikka ásamt taktík stjórans.
    Með þessari spilamennsku er United ekki að fara að gera miklar rósir á komandi tímabili.

    1
  13. 13

    DMS says

    8. ágúst, 2017 at 23:00

    Pogba slakur, varnarleikurinn óagaður, illa farið með dauðafæri.

    Hefði viljað sjá Martial kom inn fyrir Mikka undir lokin, hann var orðinn þreyttur.

    Jákvæðir punktar.
    – Lukaku skoraði og heldur því vonandi áfram.
    – Matic spilaði í fullar 90 mín og virðist vera klár í seasonið þrátt fyrir stutt pre-season með okkur
    – Fellaini :)

    4
  14. 14

    Runólfur Trausti says

    9. ágúst, 2017 at 10:14

    Það var auðvitað fullt af jákvæðum punktum í leiknum og svo gleymist að þessi varnarlína var varla first choice.

    Nú er bara að slátra West Ham á sunnudag og byrja mótið vel.

    2
  15. 15

    Laddi says

    9. ágúst, 2017 at 10:53

    Eftir þennan leik er ég bara nokkuð bjartsýnn á tímabilið framundan. Matic er leikmaðurinn sem hefur vantað þarna á miðjuna, hann var besti maður United í leiknum. Miðvarðaparið var ekki fyrsti kostur, Bailly hefði alltaf verið fyrsti kostur og Jones með honum. Lindelöf þarf tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum, rétt eins og aðrir frábærir varnarmenn hafa þurft að gera (lesist: Vidic, Evra).

    Pogba, Mikhi og fleiru týndust á stórum köflum, sem er miður, en það verður að hafa í huga að andstæðingurinn var Real Madrid, ríkjandi Evrópumeistarar og hafa unnið Meistaradeildina þrisvar á síðustu fjórum árum. Þeir voru með boltann og stjórnuðu leiknum. Með betri færanýtingu hefði United þó getað jafnað en sigur Real var þó fyllilega sanngjarn.

    Liðið á líka eftir að slípast aðeins betur til, Matic var bara að spila sinn annan leik í nýju liði og bæði þarf hann að aðlagast nýjum meðspilurum og þeir honum, það tekur stundum tíma. En þegar þetta smellur verður liðið illviðráðanlegt og það sást örla fyrir því nokkrum sinnum í leiknum þegar boltinn vannst hátt á vellinum og liðið gat sótt hratt fram. Með betri ákvörðunum (Lukaku að átta sig á rangstöðu og Pogba að senda á Mikhi) hefði það mögulega skilað mörkum, ég er sannfærður um að það kemur að lokum.

    6
  16. 16

    Bjarni says

    9. ágúst, 2017 at 13:45

    Sammála Ladda hér að ofan en hvort við verðum illviðráðanlegir í vetur mun aðeins tíminn leiða í ljós. En hann vinnur ekkert með okkur frekar en öðrum liðum, næsti leikur er mjög mikilvægur fyrir liðið, leikur á heimavelli fyrir troðfullum Old Trafford, sem getur látið í sér heyra en þá þarf liðið einnig að svara kalli og stíga upp. Nú er sviðið þeirra, handritið er klárt, leikstjórinn og leikarar í góðu standi og nú þarf aðeins að leika af innlifun og ástríðu þannig að leikhús draumanna lifni við að nýju. Hin kunnu loka orð „látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði“ ætti að vera síðastu orð sem leikmenn hugsa um þegar þeir ganga út á völlinn við dynjandi lófaklappi hins blóðþyrsta aðdáenda sem sættir sig ekkert við annað en sigur. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að drífa menn áfram til dáða.

    Með von um skemmtilegan vetur. ManUtd forever.

    7

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress